Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ 5,67% eldsneytishækkun vegna vegaframkvæinda ELDSNEYTI hækkar um 5,67% á næsta ári til að mæta kostnaði vegna vegaframkvæmda í þéttbýli næstu fjögur ár. Bensíngjald hækk- ar um 1,42 krónur, að viðbættum virðisaukaskatti, og er einnig gert ráð fyrir hækkun á þungaskatti. Talið er að hækkanirnar skili 1.754 milljónum króna í ríkissjóð en gert er ráð fyrir 350 milljóna króna fram- lagi frá ríkinu árlega á fyrrgreindu framkvæmdatímabili til að standa straum af kostnaðinum, sem áætl- aður hefur verið 3.500 milljónir. Þetta kemur fram á minnisblaði sem Halldór Blöndal samgönguráð- herra lagði fram á fundi ríkisstjóm- ar í gær. Fram kemur að hækkun Kjarasamningnr hjúkrunarfræðinga Ráðherrar fá skýrslu um málið FJÁRMÁLARÁÐHERRA og heil- brigðisráðherra var í gær afhent skýrsla um kostnað ríkissjóðs vegna kjarasamnings ríkisins við hjúkrun- arfræðinga. í skýrslunni eru jafn- framt gerðar tillögur um hvemig eigi að bæta heilbrigðisstofnunum upp kostnaðaraukann. Ágreiningur hefur verið milli ein- stakra heilbrigðisstofnana um hve mikill kostnaður fylgir kjarasamningi hjúkrunarfræðinga. Fjármálaráð- herra hefur sagt að hjúkrunarfræð- ingar hafi fengið 6-7% launáhækkun, en innan heilbrigðisgeirans er því haldið fram að hækkun sé meiri þeg- ar allt sé talið. Fjármálaráðherra og heilbrigðis- ráðherra vildu ekki tjá sig um efni skýrslunnar þegar eftir því var leitað í gær. KOSTNAÐUR skattgreiðenda vegna ferðalaga maka ráðherra í ríkis- stjóminnj á síðasta ári var samanlagt 4.250.006 krónur. Þettaer kostnaður vegna fargjalda og dagpeninga- greiðslna, en gistikostnaður maka er ekki meðtalinn, þar sem ómögu- legt er að áætla viðbótarkostnað rík- isins umfram gistikostnað ráðherr- ans sjálfs. Þetta kemur fram í upplýs- ingum, sem fjármálaráðuneytið hef- ur tekið saman fyrir Morgunblaðið. Kostnaður vegna sjö utanferða maka utanríkisráðherra, Jóns Bald- vins Hannibalssonar, er mestur, eða samtals 1.258.000 krónur. Næst koma útgjöld til ferðalaga konu Hall- dórs Blöndal, 905.919 krónur vegna sjö ferða, þar af þriggja sem Halldór fór sem landbúnaðarráðherra og fjögurra vegna stöðu hans sem sam- gönguráðherra. Næst kemur kostnaður vegna ferðalaga maka viðskipta- og iðnað- arráðherra, eða 689.006 krónur vegna fimm ferða. Ekki er sundurlið- að í gögnum frá fjármálaráðuneytinu hveijar þessara ferða voru famar í ráðherratíð Jóns Sigurðssonar, sem gegndi embættinu fram til 14. júní bensíngjalds sé innan ramma núver- andi laga en einungis sé svigrúm fyrir hendi í lögum til þess að hækka þungaskatt um 3,9% þannig að sér- staka lagabreytingu þurfí fyrir 1. júní til að heimila hækkun komi ekki til breytinga á þungaskatti með lögum um olíugjald. Hækkar elds- neyti um 1,9% 1. janúar 1995 og 3,7% 1. júní. Byrjað á Ártúnsbrekku Halldór Blöndal samgönguráð- herra segir að rúm 58% prósent fjár- magnsins sem veija á fari til fram- kvæmda á höfuðborgarsvæðinu, það er frá Mosfellsbæ að Hafnarfírði og Seltjamarnesi. „Á þéssari stundu ÞRÍR slösuðust, þó ekki hættu- lega, í hörðum árekstri Benz-bif- reiðar og Daihatsu-bíls á mótum Lönguhiíðar og Miklubrautar um 1993, og hve margar í tíð Sighvats Björgvinssonar, sem tók við því. Ráðherraskipti urðu í tveimur öðmm ráðuneytum á sama tíma. Guðmund- ur Ámi Stefánsson tók við af Sig- hvati Björgvinssyni sem heilbrigðis- ráðherra, og Össur Skarphéðinsson er brýnast að ljúka við framkvæmd- ir á Ártúnsbrekku upp að Höfða- bakka og er verið að tala um fram- kvæmdir fyrir 1.250 milljónir króna,“ segir samgönguráðherra og bætir við að einnig sé fjöldi brýnna verkefna á landsbyggðinni. „í mín- um huga er þýðingarmesta verkefn- ið að tengja Norður- og Austur- land.“ Aukinn halli á ríkissjóði Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra segir aðspurður um helmings- framlag ríkisins: „Ég sé ekkert ann- að form á þessu en það að þetta mun auka halla ríkissjóðs um þá fjármuni sem ekki verður náð með kvöldmatarleytið í gær. Báðir bílarnir skemmdust mikið og þurfti að kalla til tækjabíl slökkviliðsins til að klippa sundnr af Eiði Guðnasyni sem umhverfisráð- herra. Minnstur var kostnaður vegna ferðalaga maka umhverfisráðherra, 50.571 króna fyrir eina ferð. Næst- minnstur var kostnaður vegna einnar ferðar eiginkonu Þorsteins Pálsson- hækkun á bensínskatti og olíu- gjaldi. Það má segja að það réttlæt- ist af því að hér er um að ræða mjög brýnt verkefni, sem unnið er í samráði við Reykjavíkurborg og aðila vinnumarkaðarins,“ segir fjár- málaráðherra. Einnig kemur fram að áframhald- andi átak í vegamálum sé fyrirhug- að 1999-2004 og er gert ráð fyrir að íjármögnun þess verði með öðr- um hætti, til dæmis vegatollum. Einnig hefur verið rætt um lántökur en samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins verður ekki um þær að ræða nema sjálfstæðir aðilar sjái um framkvæmdina í stað Vegagerð- ar ríkisins. flak Daihatsu-bifreiðarinnar. Að sögn lögreglu voru ökumenn beggja bilanna og farþegi í Dai- hatsu-bílnum fluttir á slysadeild. ar, dóms- og kirkjumálaráðherra og sjávarútvegsráðherra, 119.131 króna. Jóhanna Sigurðardóttir var félagsmálaráðherra á seinasta ári og var ferðakostnaður vegna maka ráð- herra enginn, en hún er einhleyp. Svipaður kostnaður og 1989-1991 Makar ráðherra fá greidda hálfa dagpeninga á ferðalögum, auk far- gjalds og gistingar. Arið 1992 var 20% álag, sem verið hafði á dagpen- ingagreiðslum, afnumið. Engu að síður er kostnaður almennings vegna ferðalaga maka ráðherra svipaður og árin 1989-1991, en þá var hann að meðaltali um fjórar milljónir króna á ári, að því er fram kom í svari forsætisráðherra við fyrirspum á Alþingi árið 1992. Fram hefur komið gagnrýni á brezka þinginu á að skattgreiðendur hafí borið kostnað af sex utanlands- ferðum maka ráðherra, fyrir samtals um 1,2 milljónir íslenzkra króna. I Bretlandi gilda mun strangari reglur um þessi efni en hér á landi, og þarf að leita heimildar forsætisráðherra fyrir sérhverri greiðslu á ferðakostn- aði maka ráðherra. Grunur um ólöglegar rjúpna- veiðar Egilsstöðum. Morgunblaðið. LÓGREGLAN á Egilsstöðum hefur rannsakað ólöglegar ijúpnaveiðar síðustu daga og sent málið sýslumanni á Seyðisfírði til frekari umfjöll- unar. Um er að ræða veiði- mann sem hefur farið um Fjarðarheiði og víðar á vél- sleða, elt íjúpnahópa uppi og skotið fugl af sleðanum, en það er ólöglegt. Vitni eru að þessu athæfí mannsins og eins höfðu fleiri látið vita sem urðu varir við þessa veiðiaðferð, en svo virðist sem hún hafi verið stunduð í nokkra daga. Samkvæmt reglugerð um fuglaveiðar er óheimilt að nota vélknúið farartæki við veiðar, nema til að flytja veiðimenn til og frá veiðilendum. Skot- vopn skulu vera óhlaðin meðan á akstri stendur. Þau skulu einnig vera óhlaðin nær vél- knúnu farartæki á landi en 250 metra, segir í 5 gr. reglu- gerðarinnar. Rjúpnaveiðimenn skutu hreindýr Fyrir nokkru var komið að íjúpnaveiðimönnum á Fljóts- dalsheiði sem höfðu skotið hreindýr. Þegar að var komið var búið að flá dýrið óg kváðu veiðimenn að dýrið hefði verið sært. Lögreglan á Egilsstöðum er enn með málið í rannsókn. Teknir með 6 kg af hassi FJÓRIR menn eru nú í gæslu- varðhaldi að kröfu fíkniefna- lögreglunnar eftir að tveir þeirra voru handteknir með 6 kg af hassi á Keflavíkurflug- velli. Rannsókn málsins er sögð á viðkvæmu stigi. Tollgæslan á Keflavíkur- flugvelli stöðvaði mennina tvo við komu til landsins frá Lúx- emborg á mánudag og fann í fórum þeirra 6 kg af hassi. Þeir voru úrskurðaðir í þriggja vikna gæsluvarðhald og við áframhaldandi rann- sókn málsins hafa tveir menn til viðbótar verið handteknir og hnepptir í varðhald; annar til mánudags og hinn til 21. þessa mánaðar. Eggert tekur ekki fjórða sætið EGGERT Haukdal alþingis- maður hefur ákveðið að þiggja ekki fjórða sætið á framboðs- lista Sj álfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi, sem honum hlotnaðist í prófkjöri um seinustu helgi. Eggert sagði, aðspurður um ástæður þessarar ákvörðunar sinnar, að hann myndi fljót- lega gera grein fyrir málinu. Aðspurður hvort hann hefði framboð til þings í huga, sagð- ist Eggert „skoða þessi mál í framhaldinu“. Hann sagði að aldrei hefði annað hvarflað að sér en vera áfram í Sjálfstæðisflokknum. Þrír slösuðust í árekstri Ferðakostnaður maka ráðherra ríkisstjórnarinnar á síðasta árí Fargjöld og dagpeningar samtals 4,25 milljónir Ferðakostnaðu r maka ráðherra 1993^ f Fjöldi Fargjöld Dag- Bk feröa kr. peningar SamtalsTr Utanrikisráðherra 7 922.335 336.351 1.258.686 Samgönguráðherra 4 469.375 211.708 681.083 Landbúnaðarráðherra 3 102.360 122.476 224.836 Iðnaðarráðherra 3 291.044 188.115 479.159 Viðskiptaráðherra 2 83.490 126.357 209.847 Heilbrigðis- og tryggingaráðherra 4 414.247 248.186 662.433 Forsætisráðherra 2 195.592 97.970 293.562 Menntamálaráðherra 1 69.520 66.567 136.087 Fjármálaráðherra 2 47.230 87.381 134.611 Dóms- og kirkjumálaráðherra 1 66.845 52.286 119.131 Sjávarútvegsráðherra 0 0 0 0 Umhverfisráðherra 1 11.800 38.771 50.571 Félagsmálaráðherra 0 0 0 0 Samtals: 30 2.673.838 1.576.168 4.250.006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.