Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 28
2 8 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johanness'en, Styrmir Gunnarsson. AFSÖGN GUÐ- MUNDAR ÁRNA STEFÁNSSONAR Skýrsla Ríkisendurskoðunar um heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytið almennt og embættisverk Guðmundar Árna Stefánssonar þar, er áfellisdómur um störf ráðherrans, þann tíma, sem hann gegndi því embætti. Þegar ráðherrann til- kynnti afsögn sína á blaðamannafundi í gær, lýsti hann þeirri skoðun, að skýrslan staðfesti nánast í einu og öllu fyrri skýringar hans á ákveðnum ákvörðunum, sem hann hafði tekið sem heilbrigðis- og tryggingaráðherra. Þetta er ekki rétt. í greinargerð Guðmundar Árna Stefánssonar, sem hann afhenti á blaðamannafundi hinn 26. september sl., segir m.a. um málefni fyrrverandi tryggingayfirlæknis: „Það var álit löglærðra ráðgjafa minna og raunar forvera míns sömu- leiðis í heilbrigðisráðuneytinu að erfitt væri að víkja honum úr starfi sökum lögfræðilegra álitaefna, sem m.a. gætu leitt til skaðabótaskyldu ríkissjóðs." í skýrslu Ríkisendurskoðunar er upplýst í fyrsta sinn, að ríkislögmaður hafi hinn 10. nóvember fyrir ári sent ráðherr- anum minnisblað, þar sem segir m.a. um málefni fyrrver- andi tryggingayfirlæknis og fyrrverandi aðstoðartrygginga- yfirlæknis: „Samkvæmt því teljum við með hliðsjón af fram- anröktum dómafordæmum, að fyrir hendi séu lögákveðin skilyrði til að ráðherra geti neytt heimildar til að veita þeim lausn úr starfi til fullnaðar á grundvelli þessarar refisverðu háttsemi þeirra.“ í ljósi þessara ummæla Ríkisendurskoðun- ar fer ekki á milli mála, að ofangreind staðhæfing í greinar- gerð Guðmundar Árna Stefánssonar stenzt ekki. í þessum og öðrum málum, sem til umræðu hafa verið, hefur Ríkisendurskoðun uppi þunga gagnrýni á embættis- verk Guðmundar Árna Stefánssonar og er víðs fjarri, að túlka megi skýrslu Ríkisendurskoðunar á þann veg, sem Guðmundur Árni gerði á blaðamannafundinum í gær. Þvert á móti staðfestir skýrslan svo alvarlegan dómgreindarbrest í starfi, að ekki var við unað en um leið staðfestir hún einn- ig að flest af því, sem fram hefur komið í fjölmiðlum á undanförnum vikum hefur haft við rök að styðjast. í skýrsl- unni segir m.a.: „Umrædd ákvörðun ráðuneytisins um greiðslur samkvæmt framangreindu uppgjöri við starfslok Björns er að mati Ríkisendurskoðunar mjög umdeilanleg í ljósi þeirra upplýsinga, sem fyrir lágu um eðli og stöðu máls hans ... Af framansögðu mátti ráðherra vera ljóst, að mjög ólíklegt væri að hugsanleg ákvörðun hans um að bjóða Birni að segja upp starfi sínu eða víkja honum ella úr starfi myndi baka ríkissjóði bótaskyldu." Ríkisendurskoðun telur þetta „aðfinnsluverða meðferð á almannafé“. Þótt Guðmundur Árni Stefánsson hafi því verið tregur til að viðurkenna alvarleg mistök í starfi ber hins vegar að virða það við hann, að eftir að skýrsla Ríkisendurskoðunar lá fyrir, tók hann rétta ákvörðun um framhaldið, þ.e. af- sögn. Annar kostur var ekki fyrir hendi. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenzkur ráðherra segir af sér vegna gagnrýni, sem fram hefur komið á embættisverk hans. Ráðherrar hafa áður sagt af sér vegna skoðanaágreinings eða vegna meintra ávirðinga á öðrum vettvangi en í ríkis- stjórn eða ráðuneyti. Með afsögn Guðmundar Árna Stefáns- sonar nú verða því þáttaskil. En jafnframt er ljóst að héðan í frá munu ráðherrar, þingmenn, embættismenn og raunar æðsta stjórnsýsla landsins yfirleitt, og þar er enginn undan- skilinn, búa við meira aðhald af hálfu almennings, fjölmiðla, Ríkisendurskoðunar og Alþingis en tíðkazt hefur til þessa. Þeir aðilar, sem hveiju sinni gegna ábyrgðarmiklum störf- um við æðstu stjórnsýslu, hvort sem um er að ræða stjórn- málamenn eða embættismenn verða framvegis að gera ráð fyrir því að störf þeirra verða meir undir smásjá almennings- álits en nokkru sinni fyrr. Þetta er hin jákvæða afleiðing þessa máls, sem svo mjög hefur verið til umræðu á undan- förnum vikum og mánuðum. Við höfum ekki búið við sams konar hefðir og nágrannaþjóðir okkar í þessum efnum. Þær eru nú að verða til. í kjölfar afsagnar Guðmundar Árna Stefánssonar geta aðrir þeir, sem gegna ráðherraembættum, búizt við því að þurfa að starfa undir gagnrýnna aðhaldi en hingað til. Vel má vera, að störf á vettvangi stjórnmál- anna verði ekki jafn eftirsóknarverð og áður en fyrir þjóðfé- lagið í heild er þetta afar jákvæð þróun. Afsögn Guðmundar Árna Stefánssonar gerir ríkisstjórn- inni kleift að einbeita sér að þeim viðfangsefnum, sem fram- undan eru. Hún skapar Aiþýðuflokknum einnig stöðu til þess að horfa fram á við á nýjan leik. f*IfÁb***:**<* mm mm • ttit****> '?'>1 Ítittt-******>0mí5j}‘\‘> < - > * 4 « í ? T' ■ ■ * * * >• < ■ v <k Víiittisk thUnHix ■iimnn I iikíinh MíiUUsÉMS ÍaI}*** ********* ■Tti**** ********* •ÍÍS'tÍUtWX ■ÍltHUtítíi&í mifímtíi mm FRÁ fundi Guðmundar Árna Stefánssonar, félagsmálaráðherra, með blaðamönnum í gær, þar sem hann Guðmundur Arni Stefánsson baðst lausnar í Þ EGAR Guðmundur Ámi Stefánsson kom á blaða- mannafund í Borgartúni 6 í gær, hafði hann sent for- sætisráðherra lausnarbeiðni sína. Hann sagði ljóst, að niðurstaða Rík- isendurskoðunar, jafn góð og hún væri, myndi engu breyta í opinberri umræðu um sig og störf sín, þar sem menn hefðu ekki áhuga á að ræða málefnin í því sambandi. Hann sagði að umfjöllun fjölmiðla og annarra um sig og störf sín, sem hefði sjaldnast byggst á málavöxtum heldur fyrst og síðast á endurtekningum, hefði aug- ljóslega skaðað sig og haft skaðvæn- leg áhrif á störf sín í félagsmálaráðu- neytinu. Með því að biðjast lausnar frá emb- ætti félagsmálaráðherra sagðist Guð- mundur Árni hafa brotið blað í ís- lenskri stjómmálasögu. Hann hefði tekið ákvörðun um að láta minni hags- muni víkja fyrir meiri og sagt af sér embætti án sakarefna og þrýstings Rétt stjórnsýsla Guðmundur Árni fór yfír skýrslu Ríkisendurskoðunar á fundinum og sagði að hún staðfesti í einu og öllu að stjómsýsla hans hefði verið í sam- ræmi við reglur og venjur. Hann sagði að skýrslan væri í öllum aðalatriðum í samræmi við skýrslur um úttektir Ríkisendurskoðunar á öðrum ráðu- neytum og ríkisstofnunum, að öðru leyti en því að þær skýrslur væm ekki birtar opinberlega. Það væri nú gert í fyrsta skipti. Hann fjallaði lauslega um þann hluta skýrslunnar sem fjallar um al- menna stjómsýslu ráðuneytisins og sagði að Ríkisendurskoðun segði kvitt og klárt að þar væri allt með felldu. Síðan kom Guðmundur Árni að þeim hluta skýrslunnar sem _______ fjallar um þau einstöku embættisverk hans, sem helst hafa verið gagnrýnd. Ríkisendurskoðun fjallar ít- arlega um aðdraganda starfsloka Bjöms Önundar- UMRÆI SKAÐÁ STORFI eftir að hafa ráðfært sig við fjölmarga stuðningsmenn sína sem hefðu látið í ljós mjög misjafnar skoðanir á mál- inu. _ „Ég horfí til míns flokks, sem á hefur verið hamrað sýknt og heilagt og ég vil freista þess að hann fái sann- gjarna og hlutlæga umfjöllun. Ég mun gera það sem í mínu valdi stendur sem þingmaður og varaformaður flokksins til að tryggja að svo verði,“ sagði Guðmundur Ámi. Guðmundur Ámi Stefánsson gerði á blaðamí Guðmundur Sv. Hermannsson sat, grein fy beiðni sinnar úr embætti félagsmálaráðherra í endurskoðunar um embættisvei Anægður með skýrsluna í meginatriðum sonar fyrrverandi tryggingayfírlæknis í nóvember á síðasta ári, en hann fékk greiddar 3 milljónir króna vegna upp- gjörs á áunnu námsleyfi gegn því að hann segði upp störfum. í skýrslunni er rakið ýtarlegt minn- isblað ríkislögmanns um lögmæti þess að segja Birni bótalaust upp störfum, en það minnisblað var afhent ráðherra 10. eða 11. nóvember á síðasta ári. Fram kemur að embættismenn ráðu- neytisins hafí ekki kannast við að hafa séð minnisblaðið fyrr en 4. októ- ber á þessu ári þegar það fannst í skrifborði heilbrigðisráðherra, og ekki var á það minnst í greinargerð sem félagsmálaráðherra lagði fram um verk sín í lok september síðastliðnum. Ríkisendurskoðun kemst að þeirri niðurstöðu að ráðherra hefði mátt vera ljóst að mjög ólíklegt væri að hugsanleg ákvörðun hans að bjóða Bimi að segja upp starfi sínu eða víkja honum úr starfí ella, myndi baka ríkis- sjóði bótaskyldu. Áð taka ákvörðún um svo umtalsverð fjárútlát fyrir ríkis- sjóð vegna starfsloka Bjöms, þrátt fyrir afdráttarlausa og vel rökstudda _________ niðurstöðu embættis ríkis- lögmanns um að skilyrði væru til að víkja honurri úr starfi, er að mati Ríkisend- urskoðunar aðfínnsluverð — meðferð á almannafé. Guðmundur Árni sagðist ósammála þessari niðurstöðu verið frá því í fréttum að það hefði borist ráðherra. Hins vegar hefði hann leitað álits víðar og sín skoðun hefði verið og væri sú, að áhættan af því að láta reyna á dómsmál og skaða- bótamál hefði verið meiri en sú leið sem farin var. Guðmundur Ámi vísaði meðal ann- ars til þess að 25 mál hefðu farið til Hæstaréttar vegna brottreksturs rík- isstarfsmanna. 15 málum hefði ríkið tapað en unnið 10. Náði markmiðinu Ríkisendurskoðunar og sagði þvert á móti Iíklegt að ríkissjóður hefði beðið skaða af brottvikningu læknisins. Guðmundur sagði að álit ríkislög- manns hefði ekki verið neitt leyndar- mál á sínum tíma, og greint hefði „Meginmálið er að viðkomandi ein- staklingur lét af störfum. Því markm- iði náði ég og það var meira en gert hafði verið fram að því. Og raunar miklu meira en aðrir hafa gert í sam- bærilegu máli,“ sagði Guðmundur Árni og bætti við að einn af læknunum fjórum sem ákærðir voru fyrir skatt- svik væri enn í opinberu starfí sínu en heyrði undir annan ráðherra. „Ég hef ekki heyrt neinn fréttamann spyija þennan ráðherra hvort eðlilegt sé að hann gegni áfram störfum sínum eins og ekkert hafi í skorist,“ sagði Guðmundur Árni. Um er að ræða læknaprófessor hjá Háskóla íslands, sem heyrir undir menntamálaráð- herra. Guðmundur Ámi sagði einnig að ríkislögmaður væri ekki dómstóll held-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.