Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Tommi og Jenni Ferdinand a Magga, fljót... ég þarf að fá svar Hérna! við fyrstu spurningunni... Hraðar en símbréf, herra. Þú ert yfirmáta skrýtin, Magga! BRÉF TIL BI.ADSINS Kringlan 1103 Reylqavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Tungumálið sameinar okkur sem þjóð Frá Ólafí Ormssyni: Það stafa ýmsar hættur að móðurmálinu í viðsjárverðum heimi. Smáþjóð á ystu mörkum hins byggilega heims sem á allt sitt undir móðurmálinu og varð- veislu þess og byggir tilveru sína og framtíð á viðhaldi málsins má aldrei slaka á í baráttunni fyrir verndun tungunnar. Þar gegna ýmsir hópar í þjóðfé- laginu lykilhlut- verki sem því miður er oft vandmetið, kennarar, rit- höfundar, þýð- endur, skáld, blaðamenn og frétta- menn fjölmiðla. Á háværum auglýsingatímum þegar svo margt er í hávegum haft sem þegar grannt er skoðað er ekki merkilegt í andlegum þroska þjóðar, skiptir það máli að hlúa að því sem sameinar okkur sem þjóð. Blikur á lofti Á þessum síðustu og verstu tímum eins og sagt er stundum, þegar áhrifa kvikmynda og sjón- varpsefnis gætir meir en fyrr, þegar kvikmyndahúsin og sjón- varpsstöðvarnar eru að stórum hluta til með á dagskrá banda- rískt léttmeti og ofbeldi og sjón- varpsáhorfendur og kvikmynda- húsagestir eru að alast upp við hin amerísku áhrif, tungumálið, þá er hætt við að við stöðuga innrætingu og áhrif hins erlenda tungumáls fari að bresta ýmsir varnargarðar. Enda er nú svo komið að vart verður við að ýmis konar enskuslettur eru komnar inn í málið og fullyrt er að börn og unglingar séu mörg hver ekki síður talandi á enska tungu en móðurmálið. Gegna lykilhlutverki Rithöfundar, skáld, blaðamenn, þýðendur og íslenskukennarar gegna lykilhlutverki í þeirri bar- áttu sem nú er hafin til verndar móðurmálinu. Þessir hópar eiga það sameiginlegt að tilheyra lág- launahópum í þjóðfélaginu og hafa varla fyrir brýnustu lífsnauðsynj- um á meðan tölvufræðingar, heild- salar, barþjónar, viðskiptafræð- ingar, umboðssalar og hvers kyns nýríkir athafnamenn dafna sem aldrei fyrr. Þó er ólík'u saman að jafna. Viðskipti og þjónustu er auðvitað að finna í þjóðfélögum um allan heim. íslenskan, móðurmálið, er aftur sameign okkar og varðveisla móðurmálsins skiptir meginmáli um framtíð okkar sem þjóðar. Þjóð án tungumáls er glötuð þjóð Hin nýja þjóðfrelsisbarátta er ekki endilega gegn Evröpubanda- laginu heldur fremur þeim hættum sem tungu okkar, íslensku máli, og menningu stafar af einhliða mötun á bandarísku sjónvarpsefni og kvikmyndum. Það eru breyttir tímar. Þjóð sem áður fyrr las bækur og fylgdist með bókaútgáfu af áhuga og lét sig varða stöðu bókmennta og lista hefur í vaxandi mæli á síðari árum ánetjast hinum myndrænu miðl- um, sjónvarpi, kvikmyndum og myndbandi og nú á allra síðustu tímum tölvuleikjum, þar sem of- beldi er dýrkað. Nú er ég ekki að halda því fram að allt sé ómögulegt sem sýnt er í sjónvarpi. Auðvitað er á dagskrá sjónvarpsstöðvanna ýmislegt upp- byggilegt efni og þroskandi, bæði innlent og erlent. Það er þó ástæða til að gagn- rýna það að íslenskt efni er mjög af skornum skammti á báðum sjónvarpsstöðvunum og þá eink- um á Stöð 2. Það hlýtur að vera kappsmál forráðamanna beggja sjónvarpsstöðvanna að hafa á dagskrá vandað íslenskt efni, ís- lenskar kvikmyndir, íslensk leik- rit, myndir um land og þjóð, sögu og atvinnuhætti, enda mikilvægt mótvægi gegn þeirri afsiðun sem er að finna í meginþorra bandarí- skrar kvikmyndaframleiðslu síð- ari ára. En það kostar peninga að fram- leiða íslenskt efni segja forráða- menn sjónvarpsstöðvanna. Það eru auðvitað engin ný sannindi. ís- lenskt sjónvarpsefni er þó það sem skiptir máli ef við viljum vernda íslenska menningu og tungu á tím- um alþjóðlegrar fjölmiðlunar. ís- lenskt efni skilar sér í aukinni áhorfi og auknum auglýsingatekj- um og framleiðsla þess ætti því ekki að vera sjónvarpsstöðvunum óleysanlegt verkefni. Það sem skiptir máli í þessum hugleiðingum er að betur sé búið að því fólki sem gegnir lykilhlut- verki í þeirri baráttu sem nú er hafin til verndar móðurmálinu. Það þarf auðvitað fyrst og fremst að hafa viðunandi kjör og starfs- skilyrði því þeirra starf er mikið og vandasamt í heimi þar sem þrengt er að þjóðtungum smá- þjóða. ÓLAFUR ORMSSON, rithöfundur, Eskihlíð 16a, Reykjavík. Allt efni sem birtist f Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.