Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994 19
ERLENT
Andstaða Rússa við stækkun NATO til austurs
Embættismaður spáir
vígbúnaðarkapphlaupi
Washington. Reuter.
HÁTTSETTUR, rússneskur emb-
ættismaður segir bandarísk stjórn-
völd hafa tjáð Moskvustjórninni að
Atlantshafsbandalagið, NATO,
myndi geta veitt nýfijálsum ríkjum
í Mið- og Austur-Evrópu aðild inn-
an þriggja ára. Maðurinn, sem ekki
vildi láta nafns síns getið, ítrekaði
andstöðu Rússa við stækkun
bandalagsins og sagði hana geta
haft í för með sér nýtt vígbúnaðar-
kapphlaup stórveldanna.
Embættismaðurinn sagði að
rætt hefði verið um þijú ár til að
fullvissa Rússa um að stækkun
yrði ekki á döfinni alveg á næst-
unni en sagði sjálfur að þijú ár
væru „ekki neitt“. Hann sagði að
með því að bjóða fyrrverandi lep-
príkjum Sovétríkjanna gömlu aðild
en ekki Rússlandi væri verið að
senda Rússum þau skilaboð að þeir
væru óvinir NATO. Evrópu yrði á
Rússar hljóta að
velta fyrir sér
varnarviðbrögðum
ný skipt í tvær andstæðar blokkir.
Rússar hefðu á síðustu árum
fækkað í heijum sínum úr 5 milljón
manns í 1,6 milljónir og væru að
draga úr kjarnorkuviðbúnaði sín-
um. „Við hljótum að velta fyrir
okkur einhveijum vamarviðbrögð-
um og þá gæti vígbúnaðarkapp-
hlaup hafist á ný“, sagði embættis-
maðurinn.
Rætt í desember
Rætt hefur verið um fyrirhugaða
stækkun NATO undanfarnar vikur
vegna þeirrar skoðunar margra
sérfræðinga að svonefnt Friðar-
samstarf NATO og fyrrverandi
aðildarríkja Varsjárbandalagsins,
sem átti að duga nýfijálsu ríkjun-
um fyrst um sinn, sé öldungis ófull-
nægjandi og tryggi alls ekki öryggi
þjóða sem voru undir járnhæl
kommúnista og óttast enn rússn-
eska útþenslu. Verður íjallað um
málið á fundi utanríkisráðherra
NATO í Brussel eftir þijár vikur,
að sögn embættismanna þess í
borginni. Líklegt er að Pólland,
Ungveijaland, Tékkland og Slóvak-
ía verði fyrst til að hljóta aðild.
Talsmaður utanríkisráðuneytis-
ihs í Washington, Christine Shelly,
sagði á fimmtudag að verið væri
að kanna með hvaða hætti stækk-
unin gæti orðið og hvers þyrfti að
gæta. „Það er ekki markmið okkar
að þessum breytingum sé stefnt
gegn einhveijum eða þær verði til
þess að dregnar verði einhveijar
nýjar markalínur í Evrópu“, sagði
hún á fréttamannafundi.
Kínverjar og Rússar um viðurkenningu Iraka á landamærum Kúveit
Vilja aflétta refsiaðgerðum
Moskvu, Peking. Reuter.
ANDREJ Kozyrev, utanríkisráðherra Rúss-
lands, krafðist þess á fimmtudagskvöld að
Sameinuðu þjóðirnar brygðust „á fullnægjandi
hátt“ við viðurkenningu íraska þingsins á
landamærum Kúveits. Kvaðst Kozyrev telja
að hægt væri að aflétta refsiaðgerðum SÞ á
írak smám saman.
Rússar hafa farið fyrir tilraun fjölda þjóða
til að fá íraka til að viðurkenna landamærin.
Hélt Kozyrev til Baghdad til að þrýsta á íraska
þingið, sem samþykkti landamærin á fundi
sínum á fímmtudag.
Mikilvægt skref
Kínverjar fögnuðu í gær ákvörðun íraka og
hvöttu SÞ til þess að íhuga hvort ekki ætti
að aflétta banninu.
Önnur ríki, sem sæti eiga í öryggisráði SÞ
vildu lítið tjá sig um ákvörðun íraka, en nokkr-
ir fulltrúar sögðu þó að viðurkenningin væri
mikilvæggt skref í áttina að því að viðskipta-
banninu yrði aflétt.
Dee Dee Myers, talsmaður Bandaríkjafor-
seta, sagði að viðurkenning íraka yrði að vera
jafnt í orði sem á borði og að írakar yrðu að
uppfylla önnur skilyrði SÞ áður en að refsiað-
gerðum yrði aflétt.
Reuter
Hálf-
áttræður
Kalashníkov
MÍKHAÍL Kalashníkov, Rússinn,
sem smíðaði hinn fræga AK-47-
hríðskotariffil, varð hálfáttræð-
ur á dögunum og var haldið upp
á afmælið með pompi og prakt
í heimaborg hans, ízhevsk í hér-
aðinu Údmúrtíju. Var þar mætt
margt stórmennið og meira að
segja sjálfur Borís Jeltsín, for-
seti Rússlands, sem er hér á tali
við afmælisbarnið.
Reuter
Umdeildur
aldursforseti
ÞÝSKI rithöfundurinn og þing-
maðurinn Stefan Heym vísaði í
gær á bug ásökunum um að
hann hefði veitt austur-þýsku
öryggislögreglunni Stasi upp-
lýsingar um embættismann sem
flúði til vesturs árið 1958. Hann
sagði ásakanirnar runnar undan
rifjum Kristilegra demókrata.
Heym, sem hér sést i ræðustól,
er elsti þýski þingmaður Þýska-
lands, 81 árs, en það er hlutverk
aldursforseta að flylja setn-
ingarræðu þingsins, sem hófst
á fimmtudag.
Heym er einn umdeildasti
þingmaður landsins, er óháður
en komst á þing fyrir tilstilli
Flokks lýðræðissinnaðra sósíal-
ista, arftaka austur-þýska
kommúnistaflokksins. Heym
var vinsæll rithöfundur á Vest-
urlöndum en verk hans voru
bönnuð í Austur-Þýskalandi.
Hann var þekktur fyrir að vera
á móti öllum ríkisstjórnum,
fyrst í ríki Hitlers og síðar
Honeckers, og orðinn banda-
rískur ríkisborgari eftir síðari
heimsstyijöldina flýði hann
stefnu McCarthys og settist að
í Austur-Þýskalandi.
Leitið ekki langtyfir skammtí
Jólahaldið á Hótel Örk hefiir löngu áunnið sér
fastan sess í jólahaldi landsmanna
Losið ykkur undan amstri og fyrirhöfn njótið friðsældar
jólanna með fjölskyldu og vinum á Hótel Örk og kynnist
skemmtilegu fólki í notalegu umhverfi.
Hótel Örk stendur í stórum garði með frábærri aðstöðu til
útivistar og íþróttaiðkunar. Upphituð útisundlaug með heitum
pottum, vatnsrennibraut og ekta gufubaði. Fjölbreytt
jóladagskrá alla dagana — frábærir veisluréttir á borðum.
Jólapakki Hótels Arkan
23.-27. desember.
Jólamatseðlar
Hótels Arkar jólin 1994
Föstudagur 23. des., Þorláksmessa
Kvöldverðun
Ilmandi vestfirtk sbu með hnoðmor og hamsatólg.
Fleiri tegundir af fiski og öðru góðgxti á borðum.
■ Ilmandi
I Fleiri ti
• ‘V
m ■
» i 7 •
á mann í tvíbýli
Gisting, morgunvcrður, kvöldverður (sjá matseðil),
jólaball barnanna á 2. degi jóla, fjölbreytt dagskra
aila dagana og dansleikur annan jóladag.
Afar og ömmurl
Búið vel, bjóðið börnum og barnabörnum í
jólamat og á jólaball en látið okkur sjá um
fyrirhöfnina, matseldina og uppvaskið.
ÖDK
Laugardagur 24. des. Aðfangadagur jóla;
Hátíðarkvöldverður kl. 20.00
Humarhalar á grænu salati með ristuðu brauði
og kryddsmjöri
Kjötscyði Celestine með fylltum pönnukökum
Andalifrarmousse á ristuðu brau$i með
púrtvíns-rifeberjasósu
Ofnsteiktur hrcindýravöðvi með rauðvínspetum,
ofnbökuðum kartöflum, snöggristuðu gnenmeti og
gráðostasósu, borið fram með Waldorfsalati
Ris a la mande með kanil-eplum,
hindberjasaft og falinni möndlu
Vcglcg möndlugjöf í vcrðlaun.
.Lykill að Hótel örk“
KafFt og jólakonfekt Hótels Arkar
hm
1 ''
1 a
1
Sunnudagur 25. des. Jóladagur
Kvöldverður: jólahlaðborð kl. 1930
Kalt og heitt hangikjöt, rcykt grfsakjöt, hcit
skorpusteik, sfldaréttir, heimabakað rúgbrauð og
nýbakað brauð, kartöfluuppstúf, kartöflusalat,
laufabrauð og ýmislegt annað gort í anda jólanna.
Pianóleikari hússins leikur jólalög og
skapar ljúfá jólastcmmningu.
HVERAGERÐI. Sími 98-34700. Bréfsími 98-34775
Ucu'adís ré+f fycmdcm vid has.Sina
Mánudagur 26. dcs. 2. dagur jóla
Kl. 15.00-18.30 jólaball barnanna.
Jólakaffi eins og hjá ömmu“
Heitt súkkulaði, kaffi og úrval af gómsztu jólabakkelsi
Jólasvcinamir koma í hcimsókn, dansa kringum
jólatréð mcð börnunum og gcfa öllum
litinn jólapoka með sælgæti.
Veislukvöldverður kl. 19.30
Rjómalöguð kjörsveppasúpa sherrybætt með létt sætun
sinnepstóni
Fylltur grísahamborgarhryggur með létt kryddaðri
rauðvínssósu og fersku salati.
Kampavins- og jarðarberjakrapís
HeimaJöguð eplakaka njcð vanilluís og súkkulaðisósu
Hljómsveitin KRASS leikur iyrir dansi.