Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994 45 BRÉF TIL BLAÐSINS Stór hugmynd og verðug allrar athygli Frá Pétri Sigurgeirssyni: í BLAÐINU í gær (fimmtudag) er sagt frá því, að fram er komin á Alþingi tillaga um, að ríkisstjórnin athugi möguleika á að halda fund helstu þjóðar- og trúarleiðtoga heims á Þingvöllum árið 2000. Þessi tillaga er vissulega mjög athyglis- verð, enda efni hennar brýnt úr- / lausnarefni eins og heimsmálum er háttað í dag. Þar sem Þingvellir koma hér til greina sem æskilegur samkomu- ; staður til slíkrar friðarráðstefnu, lagnar mig til að vitna í'málsgrein, er birtist í hirðisbréfi mínu 1986, sem undirstrikar þýðingu þessa staðar, ekki aðeins fyrir ísland, heldur heimsbyggðina: „Mér verður æ ljósari þýðing Þingvalla fyrir þjóðlíf íslendinga. Staðurinn helgast öðrum fremur af sögu og trú þjóðarinnar. Á Þingvöll- um hófst elsta þjóðþing veraldar, þegar íslendingar stofnuðu lög- bundið samfélag. Átökum milli heiðinna manna ( og kristinna lyktaði með kristnitök- unni á þann veg, að til fyrirmyndar er öllum þjóðum, er vilja leysa deilu- mál sín á mannsæmandi átt. Þing- vellir geyma friðhelgi, sem líkja mætti við jörðina, þar sem Móse fann anda helgan til sín streyma: „Drag skó þína af fótum þér, því að sá staður, sem þú stendur á, er heilög jörð.“ Það eru þessi hughrif, sem grípa menn, innlenda sem erlenda, við komuna til Þingvalla. Fyrir slíkum áhrifum varð Dufferin lávarður: „Loks hef ég séð hinn fræga Geysi, en allir hafa heyrt mikið af honum látið. En ég hef einnig séð Þing- völl, sem enginn kannast við. Hver- ir eru sannarlega dásamlegt nátt- úruundur, en Þingvöllur er miklu indælli og unaðslegri. Og sé það ómaksins vert að sigla yfír Spán- arsjó til þess að sjá Geysi, þá borg- ar sig að fara kringum jörðina til þess að sjá Þingvöll.““ Vegna tillögunnar á Alþingi langar mig til að hvetja alla, sem um málið eiga að fjalla, að reyna til þrautar að láta þessa hugmynd, er varðar heim allan, ná fram að ganga, svo sem aðstæður og mögu- leikar' leyfa. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar, að vegna sérstöðu sinnar hafi Island hlutverki að gegna meðal þjóða heims i átt til friðar Reykjavík 10. nóvember 1994 PÉTUR SIGURGEIRSSON, biskup Hjálmholti 12, Reykjavík. „Kveðja heimanað“ Frá Margréti Sigurðardóttur: MÉR BARST í hendur geisladiskur um daginn og það reyndist svo sannarlega vera geisla-diskur. Þar eru söngperlur, hver annarri feg- urri eins og t.d. lagið „Smávinir fagrir" eftir Jón Nordal við kvæði Jónasar Hallgrímssonar, ein af allra fegurstu söngperlum sem við, íslenska þjóðin, eigum, lag sem fyllir hugann heilögum friði og þakklæti, við það eitt að hlusta á það. Þarna á söngstjóri Skagfirsku söngsveitarinnar, Björgvin Þ. Valdimarsson, 7 lög sem er hvert öðru fallegra og vel unnin. Kórinn er mjög vel æfður og agaður svo segja má að hann skili I hverju lagi með glæsibrag, og ein- . söngvararnir skila einnig sínu með sóma undir öruggri stjórn Björg- vins Þ. Valdimarssonar.Þegar ég hlustaði á lag Björgvins við ljóð Jóns frá Ljárskógum, „Kvæði til konunnar minnnar" rifjaðist upp fyrir mér löngu liðið atvik. Það var veturinn 1940-41 á Stað- arfelli í Dölum, sem þá var húsmæð- raskólasetur og skólastýran var Ingi- björg Jóhannsdóttir frá Löngumýri í Skagafirði, að haldin var skemmtun í húsmæðraskólanum. Meðal skemmtikrafta þar var Jón frá Ljárskógum sem las frumsmain ljóð. Fyrsta kvæðið sem hann las nefndi hann „Kveðið til konunnar rninnar", en þetta kvæði var þá ný ort, en tildrög þess voru þau að snemma vetrar 1940 hélt ung- mennafélagið Dögun á Fellsströnd skemmtun og sýndi meðal annars leikritið „Bilaðir bekkir“ og ung og glæsileg stúlka frá Isafírði, sem þá var nemandi í húsmæðraskólan- um, söng einsöng og beinlínis söng sig inn í hug og hjarta Jóns frá Ljárskógum. Til hennar, sem seinna varð svo eiginkona hans, orti hann þetta ljóð, sem er no. 8 á geisladiskinum. Og lagið hans Björgvins og ljóðið hans Jóns mynda saman heilsteypt listaverk sem unun er á að hlýða, svo vel fellur lagið að ljóðinu og undirstrikar þær tilfínningar, sem ljóðið túlkar í orðum. Skagfirska söngsveitin í Reykjavík, Björgvin Þ. Valdimarsson og allir þeir sem góðri tónlist unna — til hamingju , með diskinn. MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR, Bárugötu 12,101 Reykjavík. Leikskólar eru ekki bara hús Frá írisi Arnardóttur: DAGVIST barna í Reykjavík hefur látið kanna óskir foreldra í borginni um vistun barna þeirra. Komið hef- ur í ljós að byggja þyrfti 15-20 nýja leikskóla til þess að mæta þörfinni, og þyrftu að vera 3-4 deildir á hverjum þeirra (sjá Mbl. 28. 10. sl.). Það var eitt af baráttu- málum R-listans í borgarstjórnar- kosningum í vor að öll börn á leik- skólaaldri í Reykjavík fengju vistun á leikskólum borgarinnar. Segja má að með þessari könnun sé niður- staða fengin um þörfina fyrir vist- un. Þrátt fyrir að aukning hafi orð- ið á leikskólarýmum undanfarin ár hefur ekki verið nóg að gert enn. í umræðunni undanfarið hefur áherslan verið á framkvæmdarþátt málsins, þ.e. þann sem lýtur að húsnæðinu sem mun hýsa starfsemi leikskólanna. Eitthvað hefur verið reynt að slá á hver kostnaðurinn yrði við að hrinda þessu réttlætis- máli í framkvæmd og mun hann hlaupa á nokkrum milljörðum. En eins og fyrrverandi borgarstjórnar- meirihluti sýndi svo glögglega fram á skal aðgát höfð í nærveru talna. Tölur af þessu tagi eru algerlega út í bláinn meðan menn hafa ekki lagt heildardæmið niður fyrir sér. Þetta er ekki bara spurning um að byggja eða breyta eldra húsnæði þannig að það henti til leikskóla- starfsemi. Málið snýst ekki aðeins um að meirihlutinn í borgarstjórn ákveði að veita einhverja tiltekna fjárhæð árlega til byggingar leik- skóla. Leikskólar eru ekki bara hús. Á leikskólum fer fram gífur- lega þýðingarmikið uppeldisstarf. Þar taka yngstu þegnar samfélags- ins fyrstu skref sín út í lífið og þar fá þeir fyrstu skammtana af því veganesti sem þeir búa að alla tíð síðan. Ég tel að öll viðleitni til þess að bæta-líðan og hag þegna samfé- lagsins verði að taka mið af þeirri miklu ábyrgð sem hvílir á leikskóla- kennurum og öðru starfsfólki leik- skóla. Augu okkar munu beinast í æ ríkari mæli að þessum mikilvægu mótunarárum og hvernig bæta megi aðstæður barna þannig að þau njóti bestu hugsanlegu uppvaxtar- skilyrða á hveijum tíma. M.ö.o. snýst málið um meginreglur: er hægt að afgreiða spurninguna um fjölda dagvistarrýma án þess að hugleiða gæðin? Framkvæma verður framhalds- könnun þar sem reynt yrði að kom- ast að því hver kostnaður hlytist af því að manna þessa 15-20 leik- skóla sem þörf virðist vera fyrir í borginni. Hefur meirihluti borgar- stjórnar metnað til þess að manna þá menntuðum leikskólakennurum? Ef svo er, hvaða úrræða verður gripið til í þeirri viðleitni að ná í fólk sem mjög erfitt hefur reynst að ná í síðustu misserin? Iæikskóla- kennurum verður ekki fjölgað á leikskólum borgarinnar nema kjör þeirra verði bætt til muna. Er tekið mið af því við áætlun á kostnaði? Ekki er heldur ósennilegt að efla verði starfsemi Fósturskólans svo að hann geti mætt hinni auknu þörf fyrir menntað vinnuafl á leik- skólunum. Ég tel framtak nýja meirihlutans í borgarstjórn vera lofsvert og nauð- synlegt fyrsta skref til þess að gefa öllum börnum í borginni kost á þroskavænlegum aðstæðum og ör- uggu umhverfi í uppvexti sínum. En ég vil aðeins benda á að að fleiru er að hyggja en því einu að byggja litla kassa. ÍRIS ARNARDÓTTIR, leikskólastjóri á Fálkaborg. COREGA í gervitönnum leynast hvers kyns afkimar og glufur sem eru grófirarstía fyrir gerla (bakteriur). Tannsteinn hleöst upp og þegar fram líöa stundir myndast andremma. Best er aö eyöa gerlum (bakteríum) af gervitönnum meö Corega freyöitöflu. Um leiö losnar þú viö óhreinindi, bletti og mislitunátönnunum. Svona einfall er þaö! Taktu út úr þér gervitennurnar og burstaöu þær meö Corega tannbursta. Leggöu þær í glas meö volgu vatni og einni Corega freyöitöflu. löandi loftbólurnar smjúga alls staöar þar sem burstinn nær ekki til! Á meöan burstar þú góminn meö mjúkum tannbursta. Geröu þetta daglega. Þannig kemur þú í veg fyrir aö gerlar (bakteríur) nái aö þrífast og þú losnar viö tannsteininn og andardrátturinn veröur frísklegur og þægilegur. Corega freyöi- töflur - frfsklegur andardráttur og þú ert áhyggju- laus i návist annarra. r£ W B Corega töflur haldagerlum og tannsteini á gervitönnum í skejjum K 8 HLUTAVELTA - HLUTAVELTA - HLUTAVELTA Fjölskylduhlutavelta í Sigtúni 9 á morgun, sunnudag kl. 14. ENGIN NULL. Glæsilegir vinningar: Flugferðir, matvörur, bækur, rafmagnsvörur - allt fyrir fjölskylduna. Komið og styrkið gott málefni Kvennadeild Slysavarnafélags íslands í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.