Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994 25
AÐSENDAR GREINAR
Alnæmissam-
tökin á Islandi
FYRIR allmörgum árum, eða
1988, voru stofnuð hér á landi
Samtök áhugafólks um alnæmis-
vandann, þessi samtök höfðu það
að markmiði sínu að auka þekk-
ingu og skilning almennings á al-
næmi, og styðja smitaða og sjúka
og aðstandendur þeirra.
Samtök áhugafólks höfðu
nokkurn árangur af starfi sínu og
sinntu markmiðum sínum eftir
bestu getu. Sýnilegs árangurs fór
þó fyrst að gæta, þegar HIV-
jákvæðir og fólk með alnæmi kom
fram fyrir skjöldu og fór að segja
frá reynslu sinni og upplifun af
sjúkdómnum af hreinskilni og al-
menningur fór að átta sig á að
alnæmi var raunveruleiki hér á
landi ekki síður en annars staðar
í heiminum.
Á aðalfundi 1994 var nafni sam-
takanna breytt og heita þsu nú
Alnæmissamtökin á Islandi.
Starfsvettvangur þeirra er allt
landið, en þau hafa aðsetur í
Reykjavík. Nafnbreyting samtak-
Alnæmissamtökin era
fyrst og fremst hags-
munasamtök þeirra,
segir Björgvin Gísla-
son, sem smitast háfa
og aðstandenda þeirra.
anna er ekki nafnbreytingin ein,
heldur felur hún einnig í sér
áherslubreytingu í starfi samtak-
anna, því HlV-jákvæðir og fólk
með alnæmi tekur nú mun virkari
þátt í starfi samtakanna og þiggur
í ríkara mæli þjónustu er þau veita.
Því má segja að í dag séu Alnæ-
missamtökin fyrst og fremst hags-
munasamtök þeirra sem smitast
hafa og aðstandenda þeirra.
Samtökin leggja megináherslu
á að styðja við bakið á þeim sem
þess þurfa, ekki síður aðstandend-
ur en HlV-jákvæða, og fólk með
alnæmi. Alnæmissamtökin eru
aðilar að Öryrkjabanda-
lagi íslands síðan 1993,
samtökin hafa notið
fjárstuðnings þess. Enn-
fremur hefur Rauði
kross íslands stutt sam-
tökin dyggilega og auk
þess hafa einkaaðilar,
fyrirtæki og stofnanir
stutt samtökin íjárhags-
lega, m.a. með útgáfu-
starfsemi og íjáröflunar-
samkomum ýmiskonar.
Styrktarfélagar Al-
næmissámtakanna eru
um 250 vítt bg breitt um
landið, árgjald samtak-
anna er 1.500 kr.,
fréttabréf þess kemur
út fjórum sinnum á ári og er sent
félagsmönnum, í heilsugæslu-
stöðvar um allt land, félagsmið-
stöðvar og skóla.
Alnæmissamtökin hafa lagt
þung lóð á vogarskálar forvarnar-
starfs í landinu frá upphafi og
áttu hlut að stofnun Samtaka
áhugafólks um alnæmisvandann
og hafa átt fulltrúa í landsnefnd
um alnæmisvarnir.
Síðastliðin fjögur ár hafa sam-
tökin staðið fyrir námstefnu um
alnæmismál í samvinnu við Rauða
krossinn og Landsnefndina, nám-
stefnurnar hafa verið vel sóttar,
sérstaklega af starfsfólki í heil-
brigðisgeiranum, og almenningi.
Námstefnan í október síðastliðn-
um var helguð
starfsfólki í félags-
miðstöðvum vegna
fyrirhugaðs átaks
Álnæmissamtak-
anna og íþrótta- og
tómstundaráðs
Reykjavíkur í fé-
lagsmiðstöðvum,
síðustu vikuna í
nóvember og 1. des-
ember, sem er al-
þjóðlegur baráttu-
dagur gegn alnæmi
og ber að þessu
sinni yfirskriftina
„alnæmi og fjöl-
skyldan — ijölskyld-
an sér um sína“.
Undanfari þessa átaks meðal ungl-
inga er að í sumar gáfu Alnæmis-
samtökin á Islandi út 16 síðna
fræðslublað í dagblaðsformi um
alnæmismál, sem sent var öllum
unglingum í landinu fæddum
1977, ’78, og ’79. Af þessu má
sjá að störf og framlag Alnæmis-
samtakanna til forvarnarmála eru
ærin.
Samtökin hafa á undanförnum
árum sótt um styrki til ríkisins
fyrir starfsemi sína, styrkir ríkis-
ins til samtakanna hafa verið held-
ur rýrir miðað við það sem gerist
í löndunum í kringum okkur.
Reykjavíkurborg hefur styrkt
samtökin og látið þeim í té hús-
næði fyrir starfssemina.
Um þessar mundir standa sam-
tökin í endurbótum og lagfæring-
um á því húsnæði, sem lýkur von-
andi um miðjan nóvember. Ætlun-
in er að þar verði rekið athvarf
fyrir HlV-smitaða og aðstandend-
ur þeirra.
Vegna fordóma sem enn eru
ríkjandi meðal fólks gagnvart
HlV-smituðum, vill það oft verða
svo að þeir sem smitast kjósa að
einangra sig, sem gerir líf þeirra
oft mun óbærilegra en annars
þyrfti. Alnæmissamtökin vilja
bregðast við þessu með opnun
áðurnefnds athvarfs.
Samtökin reka einnig skrifstofu
á sama stað. Rekstur athvarfs sem
þessa og einnig skrifstofurekstur
krefst fjármuna og stuðnings opin-
berra- og einkaaðila. I tengslum
við fræðsluátak meðal unglinga
1. desember næstkomandi munu
samtökin í samvinnu við félags-
miðstöðvarnar á Reykjavíkur-
svæðinu standa að merkjasölu og
áheitasöfnun í tengslum við fyrir-
hugaðan maraþondans unglinga í
Kolaportinu 30. nóvember nk. og
fjölskylduhátíð á sama stað 1.
desember. Ég vil hvetja fólk til
að taka þátt í söfnun Alnæmis-
samtakanna og styðja þannig
HlV-jákvæða og fólk með alnæmi
til sjálfshjálpar.
Höfundur er formaður
Alnæmissamtakanna á íslandi.
Björgvin
Gíslason
Bjúgverpill
borgarinnar
NAUMUR sigur
R-listans í borg-
arstjórnarkosni-
ngunum í Reykjavík
olli vissulega sjálf-
stæðismönnum von-
brigðum þá og nú að-
eins fáum mánuðum
síðar má skynja og
fullyrða að þau von-
brigði ná nú þegar til
mikils meirihluta
borgarbúa. Vonbrigð-
in voru heldur ekki
yfir því að tapa
drengilegri baráttu
fyrir verðugum and-
stæðingi, heldur
ábyrgðarlausri hjörð
sem plataði sig inn á Reykvíkinga
með dýrum kosningaloforðum upp
í ermina á borgarbúum.
Með því óláni og andvaraleysi
að koma þessum hópi að var bjúg-
verpli (boomerang) gefinn byr
undir báða vængi. Þau fyrirbrigði
hafa sem kunnugt er þann eigin-
leika að snúast á lofti stutta stund,
en koma síðan af afli til baka til
flugtaksstaðar. Og þannig munu
Reykvíkingar fá R-listabjúgverpil-
inn í hausinn og slíkt er sárt og
verður slæmt áður vel rekinni
borg. Þó svo að ýmsir hafi gert
sér grein fyrir þessu fyrirfram,
þá er með ólíkindum á hve skömm-
um tíma eftir slysið í vor þetta
ætlar að sanna sig.
Málefnastaða R-listans
Árni Sigfússon ritar rökfasta
og hnitmiðaða grein um málefna-
stöðu R-listans og stöðu Sjálf-
stæðisflokksins í Mbl. hinn 26.
okt. sl. Greinina nefnir hann:
„Gagnrýni þeirra er bitlaust
vopn.“ Kemur þar margt fróðlegt
og lærdómsríkt fram og er sjálf-
sagt að þeir sem ekki sáu kynni
sér þá prýðilegu lesningu. Hann
minnist m.a. á merkilega og marg-
fræga grein í Alþýðublaðinu þar
sem R-listamaður lýsir vandræða-
gangi þeirra sjálfra og bendir
m.a. á að úttektir R-listans, sem
auðvitað voru til þess ætlaðar að
ata sjálfstæðismenn
aur, hafa þvert á móti
leitt í ljós að sjálfstæð-
ismenn stjórnuðu
borginni vel.
Smámál sem reynt
er að grafa upp, eins
og hafaríið út af húsi
einu í Laugardalsgarð-
inum, eru hlægileg.
Ég leyfi mér að vitna
stuttlega í Árna: „Það
er mikilvægt að í þess-
um R-listahremming-
um láti borgarbúar
ekki bugast. Stað-
reyndin er sú að
Reykjavík er fjársterk-
asta sveitarfélag I
landinu, þrátt fyrir lægstu skatta.
Þótt skuldir okkar hafi aukist eru
þær aðeins brot af þeim byrðum
sem eru að sliga sveitarfélög um
allt land.“ Niðurlagsorð Árna eru
nöturleg en sönn: „Það verður aug-
ljóslega hlutverk okkar sjálfstæðis-
manna að veija borgarbúa.“ Svo
mörg voru þau orð.
Sérfræðingar R-listans
Hinn 29. október svarar annar
sérlegra aðstoðarmanna borgar-
stjófa Alþýðublaðsgreininni og
orðum Árna með lítt marktækum
leik með tölur og súlurit. Jafnframt
er sami aðili ekki lánsamari en svo
að velja sem punkt greinar sinnar
þetta: „Mönnum er gjarnt á að
benda á uppbyggingu í borginni á
síðustu árum sem réttlætingu fyrir
versnandi stöðu og aukinni skulda-
söfnun.“ Heyr á eindæmi! Er þetta
ekki einfaldlega það sem gildir alls
staðar, einkum á erfiðleikatímum,
hvort sem um opinbera aðila, fyrir-
tæki eða heimili er að ræða? Ég
hefði haldið það. Fyrst minnst er
á erfiðleikatíma má þó minna á
að við erum á leið upp úr öldudaln-
um, þökk sé einarðri ríkisstjórn
sem Sjálfstæðisflokkurinn leiðir
svo farsællega. Þetta staðfesta
hagtölur. Annars eru þessir að-
fengnu sérfræðingar R-listans
kapítuli út af fyrir sig, virðast lítið
vita og lítið gagn gera. Því réðu
Leo Ingason
þeir ekki alveg eins Bjössa bollu
eða Ragnar Reykás? Ég bara spyr.
Framtíðin
Önnur bráðvel og skemmtilega
rituð grein birtist hér í blaðinu
sama dag og áðurnefnd grein Árna
Sigfússonar og skal fólk á sama
hátt minnt á hana. Hún er eftir
annan fyrrum borgarstjóra og
samskonar sómamann, Markús
Örn Antonsson og ber yfirskrift-
ina: „Sögulegt tækifæri Sjálfstæð-
isflokksins.“ Ég gríp líka stuttlega
niður í skrif hans: „Sundurþykkj-
an, metingurinn og mergsjúgandi
öfundin í röðum vinstri manna
verður þeim sífellt að fótakefli."
Vissulega eru þetta orð að sönnu
og ég hygg að þetta og margt
annað sem hann segir í grein sinni
muni minna hressilega á sig á
næstunni, enda aðeins um fimm
mánuðir til alþingiskosninga. Trúir
Reykjavík er fjár-
sterkasta sveitarfélag í
landinu, segir Leó
Ingason, þrátt fyrir
lægstu skatta.
nokkur því að heilindi muni ríkja
meðal meirihlutans í Reykjavík,
þegar þeir skiptast niður í frum-
eindir sínar nú á næstunni og byija
að hatast og bítast enn eina ferð-
ina opinberlega? Undir niðri hafa
þeir auðvitað aldrei hætt því. Trú-
ir nokkur að slíkt sé borginni hollt?
Kannski má líkja slysinu í vor við
ófarir Breta við Dunkirk á sínum
tíma, en Churchill lofaði „húnan-
um“, sem hann gjarnan nefndi
svo, að þeir myndu koma aftur,
enda gerðist það um einu kjörtíma-
bili síðar.
Á sama hátt munum við Reyk-
víkingar upplifa D-dag borgarinn-
ar, jafnvel fyrr en margur heldur
og „der Mongole“ svo áfram sé
notuð líking frá áðurnefndu sögu-
skeiði, verður hrakinn úr borginni.
Þjóðmál (utanaðkomandi óviðráð-
anlegir tímabundnir erfiðleikar)
höfðu áhrif á kosningarnar sl. vor.
Hvernig væri, Reykvíkingar góðir,
að snúa þessu við 8. apríl 1995
og gera upp reikningana við R-list-
ann með því að stuðla að stórsigri
Sjálfstæðisflokksins?
Höfundur er cand.mag. í
sagnfræði og bókasafns- og
upplýsingafræðingur.
fyrir 4-6 að eigin vali,
með a.m.k. tveimur
tegundum áleggs.
Ókeypis lítill skammtur
af brauðstöngum
og 1,5 lítri af gosi.
Gildir til 30. nóvember.