Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Stúdentamessur NÆSTKOMANDI sunnudag, 13. nóvember, kl. 14 verður haldin stúd- entamessa í Háteigskirkju. Fyrir henni standa guð- fræðinemar og munu þeir hafa allan veg og vanda af messuflutningnum í náinni samvinnu við sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur. Eins og alkunnugt er þá er kirkjusókn á íslandi alla jafna mjög dræm og hefur verið gripið til ýmissa ráða til að auka hana og er þá skemmst að minnast kirkju- vikunnar sem haldin var nú í iok október. Nú viljum við guðfræðinemar leggja okk- ar af mörkum og bjóðum því þér til þessarar messu. Þó að við köllum þetta stúdentamessu eru að sjálf- sögðu allir velkomnir og við von- umst til að sjá sem flesta. Sérstak- lega eru stúdentar boðnir velkomn- ir. Við göngum til messu til þess að eiga samfélag við Guð og hvert annað. Messan er vettvangur and- legrar uppbyggingar þar sem við upplifum, hvert á sinn hátt, nær- veru Guðs, frið og gleði. Nú kann einhver að spyija: Hvemig? Slíkri spurningu getum við engan veginn Á morgun, sunnudag, verður stúdentamessa í Háteigskirkju, segja Ama Ýrr Sigurðar- dóttir og Ami Svanur Daníelsson, sem guð- fræðinemar hafa allan veg og vanda af. svarað, hver og einn verður að koma og sjá. Messan skiptist í tvo hluta, sam- félagið um Guðs orð og samfélagið um Guðs borð. í fyrri hlutanum er guðspjallið meginþátturinn, en ritn- ingarlestrar og prédikun ramma það inn. í þeim síðari er heilög kvöldmáltíð miðlæg, henni fylgja syndajátning og blessun. Nú eru margir sem spytja sig til hvers allar þessar „seremóníur“ séu í mess- unni. Til dæmis skrúði prestsins, hinar ýmsu hreyfingar hans, orð- færið (Vér, oss o.s.frv.) og tónið svo eitthvað sé nefnt. Ekki er grundvöll- ur til að fara út í nákvæmar útskýr- ingar á öllu þessu hér, en hafa ber í huga að messan er táknræn at- höfn byggð á ævagömlum hefðum og enginn liður hennar er þar af tilviljun. Þvi viljum við benda því fólki sem telur sig ekkert fá út úr messunni og gagnrýnir hana, að kynna sér vel hvað um ræðir því að þegar menn verða handgengnir henni er hún ekki lengur framandi og fráhrindandi. Þeim sem áhuga hafa á að kynna sér messuna frek- ar bendum við á texta um hana fremst i sálmabókinni, bók Sigurðar Pálssonar: Saga og efni messunnar, auk greina í Kirkjuritinu og Víð- förla. Stúdentamessan verður með nokkuð hefðbundnu sniði, en í stað þess að einn prestur sjái um hana, verða það guðfræðinemar ásamt honum. Þeir munu sjá um alla þá liði messunnar sem óvígðir mega sjá um, þar á meðai prédikun, ritn- ingarlestra, tónlistarflutning, að- stoð við útdeilingu sakramentisins o.fl. Hugmyndin að þessari stúdenta- messu á að hluta til rætur sínar í þeirri þörf guðfræðistúdenta að fá að spreyta sig á messuflutningi. í guðfræðideildinni er kennsla af lit- úrgískum fræðum (þ.e. varðandi messu.na, sögu hennar, tónlist kirkj- unnar o.fl.) af skornum skammti. Til dæmis fá guðfræðinemar ein- ungis tækifæri til þess að syngja tvær æfingamessur á námstíman- um og það segir sig sjálft að enginn nær leikni með þeirri litlu æfingu. Því sjáum við okkur leik á borði að taka þátt í messuflutningi og ná valdi á forminu. Að auki er það okkur nauðsyn- legt að komast í tengsl við hinn almenna safnaðarmeðlim, annars er hætta á að við lokumst inni í vernduðu umhverfi Háskólans. Það væri guðfræðistúdentum mjög bagalegt þar sem allt okkar nám miðast við hið prestslega embætti, sem þarf að vera í mjög nánum tengslum við samfélagið og söfnuðina. Þó að námið í guðfræði- deildinni gefi starfsréttindi til prestsembættis er ekki þar með sagt að það sé eina hlut- vérk deildarinnar. Hún býður upp á akademískt nám sem er mjög fjölbreytt að inni- haldi og nýtist til ýmissa starfa annarra en prestsþjón- ustu. Mikil umræða er um hin ýmsu þjóðmál svo og grundvallarsvið mannlegrar tilveru. Mikil fjöigun hefur verið í deildinni hin síðustu ár en því miður þarf deildin að líða fyrir það mikla fjár- svelti sem Háskólinn er í. Það er Félag guðfræðinema sem stendur fyrir stúdentamessunni og er hún einungis brot af því fjöl- breytta hplgihaldi sem félagið stendur fyrir. Þar ber fyrst að nefna daglegt -helgihald í kapellu Háskól- ans, kl. 10 árdegis. Mánudaga og miðvikudaga eru hefðbundnar bænastundir. Þriðjudaga er sungin Prima, sem er miðmorgunstíð. Á fimmtudögum eru messur með altarisgöngu og á föstudögum eru kyrrðarstundir. Þessar stundir eru alls ekki ein- göngu ætlaðar guðfræðinemum heldur öllum, sérstaklega þeim söfnuði sem við teljum háskólasam- félagið vera. Félagið stendur fyrir helgistundum i Hátúni 12 síðasta sunnudag í hverium mánuði yfir vetrartímann, löng hefð er fyrir þeim stundum og eru þær mjög góðar. í lok október var tekin upp sú nýbreytni að syngja aftansöng í Hallgrímskirkju. Guðfræðinemar sjá um þær stundir, þær eru alla þriðjudaga kl. 18 síðdegis. Þetta hefur mælst vel fyrir og aðsókn hefur verið góð. Þetta eru stuttar stundir og tilvalið að sækja í kyrrð- ina eftir eril dagsins. 1. desember er dagur stúdenta. Þann dag er útvarpað beint frá messu í Háskólakapellunni. Sú at- höfn er algjörlega á vegum guð- fræðinema og er hefð fyrir því að nemi á 5. ári prédiki. Jón Ármann Gíslason hlýtur þann heiður að þessu sinni, en ekki er ákveðið hver þjónar fyrir altari. Þann 29. janúar á næsta ári verður önnur stúdenta- messa, með svipuðu sniði, að þeSsu sinni í Langholtskirkju. Hún verður nánar kynnt síðar. Við vonum, lesandi góður, að þú sjáir þér fært að eiga með okkur góða stund á sunnudaginn, og biðj- um þér og þínum Guðs blessunar. Höfundar eru gvðfræðinemar. Sykursýki er ekki smitandi 14. NÓVEMBER er alþjóðadagur sykursjúkra, dagur þessi er helgaður baráttunni gegn sykursýki og fylgik- villum hennar um heim allan. 14 nóvember er fæðingardagur Fred- ericks Banting, en uppgötvun hans fyrir 70 árum leiddi til þess að hægt er að meðhöndla sykursýki. Sykursýki getur verið hættulegur sjúkdómur, sé hann ekki meðhöndl- aður rétt. Samtök sykursjúkra voru stofnuð 1971 eða fyrir 23 árum og hafa það markmið að tryggja velferð sykursjúkra. Samtökin veita upplýsingar um ýmisiegt er varðar sjúkdóminn,- Þau leitast við að fræða um sjúkdóminn og hvemig hægt er að lifa sem heil- brigðustu lífi með hann. Samtök sykursjúkra hafa unnið mikið starf í þágu fólksins, barist fyrir Iækkun hjálpartækja, gefið tæki, bæði á Samtök sykursjúkra sinna mikilvægri þjón- ustu, segir Guðrún Þóra Hjaltadóttir, þótt ekki njóti þau náðar hjá fj árveitingavaldinu. göngudeild sykursjúkra og augn- deild Landakots. Sykursýkisfélagið er lítið félag og sennilega eru ekki nema 75 af þolendum sjúkdómsins þar í hóp. Samstaða eykur mögu- leika á að við getum staðið vörð um okkar fólk, en þeir sem ekki taka þátt í starfi okkar njóta líka okkar verka. Sykursýki er ekki smitandi, við Fleiri konur tiláhrifa ÞAU ERU all- mörg háleitu markmiðin í stjórn- málum sem aldrei verða meir en orðin tóm. Jafnrétti kynj- anna er eitt slíkra markmiða sem ekki ætlar að verða að veruleika þrátt fyrir áratuga gömul fyr- irheit á öllum svið- um þjóðfélagsins. Enn í dag eru konur í hróplegum minni- hluta í valdastöðum og það sem er öllu verra, enn þurfa þær að sæta mis- rétti á vinnumark- aði. Ástæða þessa er eflaust sú að bæði stjórnmál og vinnumarkaður eru hefðbundinn leikvöllur fyrir sam- keppni karla á milli. Sá sem er úts- moginn og slyngur í flokkadráttum Sé framundan sameinað framboð vinstrisinna til Alþingis gefst, að mati Björas Guðbrandar Jónssonar og Kjartans Valgarðssonar, tæki- færi til að sýna, að mönnun sé alvara með jafnrétti kynjanna á þessum vettvangi. uppsker í eigin frama. Hæfni skiptir ekki endilega höfuðmáli. í þessu andrúmslofti eiga konur undir högg að sækja. Það sem konur leggja til mála kemst þar af leiðandi ekki til skila. Framlag kvenna til stjómmála og atvinnulífs er ekki metið að verð- leikum. Burtséð frá ranglætinu fer samfélagið þannig á mis við reynslu kvenna og hæfileika, sjálfu sér til skaða. Okkur þykir augljóst að ástand þjóðfélagsins geri það brýnna en áður að áhrifa kvenna í stjómmálum gæti a.m.k. til jafns á við áhrif karla. Niðurstöður prófkjara og uppstill- inga síðustu vikna.eru hins vegar enn ein staðfesting þess hversu andsnúið stjórnmálalífið er konum. Gömlu fiokkunum virðist vera um megn að hleypa þeim til raunveru- legra áhrifa. Hér mættu íslenskir stjórnmála- flokkar e.t.v. horfa meir til þess sem er að gerast á öðrum Norðurlöndum. Urslit sænsku þingkosninganna sýna svo ekki verður um villst að stjórnmálaflokkar geta sett kvenna- baráttu og jafnréttismál á oddinn ef þar er skilningur fyrir hendi og vilji meðal forystumanna. Sænskir jafnaðarmenn leggja þann skilning í stjórnmálastarf að jafnaðarhug- sjóninni sé það lífsnauðsynlegt að konur eigi jafna möguleika á áhrif- um og karlar. Það þýðir að þær hafa þar nær jafnmörg „örugg“ sæti á listum eins og karlarnir. Þegar íslenskir stjómmálaflokkar una því að stilla nær eingöngu körl- um upp á listum í örugg sæti, em þeir í raun að mismuna fólki eftir kynferði. Það er umhugsunarefni hvað ísienskir stjórnmálaflokkar eiga erfitt með að koma sér upp úr þessu fari. Ein leið til að eyða kynja- misréttinu og jafna aðstöðumun karla og kvenna í framboðsmálum er að flokkar setji um það reglur að konur skipi fyrsta sæti listanna í a.m.k. helmingi kjördæmanna og að raðað verði á lista þannig að kynin eigi fulltrúa í öðru hverju sæti. Ef til vill þarf þó meira til, ein- hvers konar umbyltingu núverandi flokkaskipunar til að breytingar af þessu tagi eigi sér von. Sé framund- an einhvers konar samstarf eða sam- vinna jafnaðarsinna um framboð til Alþingis gefst þar kostur á að sýna í verki strax við röðun á framboðs- lista að mönnum sé alvara þegar jafnrétti kynjanna er annars vegar. Höfundar eru formaður og varaformaður Birtingar. lítum út alveg eins og hinir í þjóðfélaginu. Það sem okkur finnst mjög alvarleg er hvað margir viðurkenna ekki sjúkdóminn. Til er fólk sem ennþá gengur með veggjum. Hvað gerist hjá þessum einstaklingum? Þeir geta ekki meðhöndlað sjúkdóminn rétt, séu þeir ekki búnir að taka hann i sátt við sjálfan sig; 1 vel upplýstu þjóð- félagi ætti fólk að standa vörð um hag sinn og fjölskyldu sinnar, það veit engin hver verður næstur. Sparnaður síð- ustu ára í heilbrigðiskerfinu hefur líka bitnað á okkar sjúklingahópi. Greiðslur fyrir eftirlit, sem er okkur nauðsynlegt til að koma í veg fyrir fylgikvilla sjúkdómsins, hafa hækk- að mikið. Má þar til dæmis nefna að augneftirlit kostar á 5. þúsund krónur. Göngudeildin okkar var í góðu húsnæði fyrir 20 árum, en ekkert hefur gerst síðan, nú er það húsnæði óviðunandi, en þar er unnið gott starf við mjög erf- iðar aðstæður. íslendingar hafa aldrei kunnað að vinna fyrirbyggjandi störf og það verður minna við allan þennan sparnað, ráðamenn virðast ekki gera sér grein fyrir hvað hægt er að spara með fyrirbyggjandi að- gerðum. Jú, ég veit vel að það kemur ekki fram á næstu fjár- hagsáætlun, en við ósk- um þess öll að lifa sem lengst, er ekki svo? Samtök sykursjúkra halda fræðslufundi og- hafa opna skrifstofu tvisvar í viku. Ailt er þetta gert í sjálfboðavinnu. í nokkur ár vorum við svo lánsöm að fá styrk frá fjár- laganefnd, en nú þykjum við ekki nógu mikilvæg til þess. Ég vona að þeir sem fái styrki þaðan á þessu ári vinni jafn mikilvægt starf og við gerum. Höfundur er formaður samtaka sykursjúkra. Guðrún Þóra Hjaltadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.