Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994 43
1
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Jólakort
Iþrótta-
sambands
fatlaðra
SÍÐUSTU ár hefur íþróttasam-
band fatlaðra látið framleiða jóla-
kort til styrktar íþróttastarfi fatl-
aðra á íslandi.
Hvert aðildarfélag ÍF, alls 22,
fær 1.000 kort að gjöf frá ÍF til
styrktar starfi þeirra og hefur jóla-
kortasalan verið ein aðalfjáröflun
minni félaganna. Þau félög sem
vilja fleiri en 1.000 kort fá þau á
kostnaðarveðri. Kortið 1994 hann-
aði Auður Ólafsdóttir, sem gaf alla
sína vinnu, en hún hefur áður
hannað jólakort fyrir ÍF.
21 sjúkraflutninga-
maður útskrifast
ÁTJÁNDA sjúkraflutninganám-
skeið Rauða kross Islands og
Borgarspítalans var haldið ný-
lega. Þátttakendur komu víða að
af landinu, frá Bolungarvík, Dal-
vík, Húsavík, Siglufirði, Kefla-
vík, Egilsstöðum, Akureyri, Höfn
og Reykjavík. Að þessu sinni var
21 nemandi útskrifaður.
Fyrsta námskeiðið var haldið
árið 1979 og síðan þá hafa 346
sjúkraflutningamenn verið út-
skrifaðir.
Myndin sýnir nýútskrifaða
nemendur ásamt fulltrúum úr
undirbúningsnefnd og fram-
kvæmdastjóra Rauða kross ís-
lands: Efsta röð frá vinstri: Einar
Heiðar Valsson, Guðjón Ingvars-
son, Olafur pór Olafsson, Ari
Hauksson, Olafur Þ. Benedikts-
son, Helgi Kjærnested og Sig-
mundur Sigmundsson, Miðröð
frá vinstri: Borgþór Freysteins- .
son, Heimir Heiðarsson, Herbert
Eyjólfsson, Gunnar Stefánsson,
Guðfinnur Kjartansson, Einar
Bjarnason, Bernhard Þ. Bern-
hardsson og Georg Arnar Þor-
steinsson. Neðsta röð frá vinstri:
Bjarki Sigfússon, Jónas Frankl-
ín, Pálína Ásgeirsdóttir, hjúkrun-
arfræðingur, Friðrik Þorsteins-
son, varðstjóri, Svanhildur Þeng-
ilsdóttir, Sigrún Árnadóttir,
framkvæmdastjóri RKÍ, Guð-
mundur Guðjónsson og Jón
Trausti Gylfason. Á myndina
vantar Anton Hallgrímsson.
Samræmd próf
- Námskeið fyrir foreldra
SAMFOK, Samband foreldrafélaga
í grunnskólum Reykjavíkur, og
Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur efna
nú í annað sinn til námskeiða fyrir
foreldra í námsefni 10. bekkjar.
í febrúar sl. stóð Fræðsluskrif-
stofan og SAMFOK fyrst sameigin-
lega að námskeiðum þessum. Þar
var foreldrum leiðbeint í námsefni
10. bekkjar með það fyrir augum
að þeir gætu síðan betur aðstoðað
börn sín við námið ef á þyrfti að
halda.
Nú í nóvember verða því haldin
tvö þriggja kvölda námskeið fyrir
foreldra nemenda í 9. og 10. bekk:
Stærðfræðinámskeiðið verður á
þriðjudagskvöldum 15., 22. og 29.
nóvember og íslenskunámskeiðið
verður á miðvikudagskvöldum 16.,
23. og 30. nóvember.
Námskeiðin verða haldin á
Fræðsluskrifstofu Reykjavíkurum-
dæmis, Túngötu 14, frá kl. 20.30-
22.30. Innritun fer fram á skrifstofu
SAMFOKS. Þátttökugjald er 1.500
kr. á hvort námskeið og greiðist við
upphaf námskeiðanna.
Fundur kjördæmisráðs
Alþýðubandalag’sfélaga
KJÖRDÆMISRÁÐ Alþýðubanda-
lagsfélaganna í Reykjavík heldur
aðalfund sinn í dag, laugardaginn
12. nóvember, á Hótel Lind v/Rauð-
arárstíg. Fundurinn hefst kl. 10.15.
Gestur fundarins verður Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, og
niun hún flytja framsögu um borgar-
málin og Reykjavíkurlistann. Sá
hluti fundarins er öllum opinn.
Venjuleg aðalfundarstörf hefjast
eftir hádegi og verður þar m.a. kjör-
in stjórn fyrir Kjördæmisráðið þ.e.
formaður og varaformaður sérstak-
lega. Gert er ráð fyrir að aðalfundur-
inn taki ákvörðun um aðferð við val
á frambjóðendum lista Alþýðu-
bandalagsins í Reykjavík vegna
næstu alþingiskosninga.
Jólakort Svalanna
JÓLAKORT Svalanna 1994 er
komið út, með mynd eftir listakon-
una Sigríði Gyðu Sigurðardóttur.
Með sölu jólakortanna afla Svöl-
umar fjár til líknar- og hjálpar-
starfsemi.
Svölurnar eru félag núverandi
og fyrrverandi flugfreyja. Á sl.
starfsári gáfu þær sjúkraþjálfun
Borgarspítalans og Kvennadeild
Landspítalans sérhönnuð tæki,
einnig styrktu þær mæðrastyrks-
nefnd og einstaklinga. Stígamót-
um veittu þær styrk að upphæð
ein milljón króna. Alls veittu þær
styrki fyrir tvær og hálfa milljón
króna.
Umsjón með dreifingu kortanna
hafa Brynja Sigurmundsdóttir,
Ástríður Ebba Arnórsdóttir og
Rannveig Ásbjörnsdóttir. Kortin
fást hjá félagskonum þ. á m. í
verslununum Tess við Dunhaga,
Kúnst, Engjateig 17 (Listmiðstöð-
in), Bogner, Týsgötu 8, Lífstykkja-
búðinni, Laugavegi 4 og Flughótel-
inu í Keflavík.
Húsgagna-
sýning í
Ráðhúsinu
SÝNING í Ráðhúsi Reykjavíkur
á vegum Félags húsgagna- og
innanhússarkitekta verður opn-
uð laugardaginn 12. nóvember
ki. 14. Á sýningunni verða sýnd
verk 9 félagsmanna FHI, þau
hin sömu og sýnd voru á alþjóð-
legu húsgagnasýningunni í
Bella Center í Kaupmannahöfn
í september sl. í fréttatilkynn-
ingu segir að árangur sýningar-
innar hafi verið mjög góður.
Sigutjón Pálsson hefur gert
samning við þýskt fyrirtæki um
framleiðslu á sófasetti og er til-
raunaframleiðsla þegar hafin.
Áætlað er að settið verði kynnt
á húsgagnasýningunni í Köln í
janúar 1995. Þetta er stærsta
húsgagnasýning í heimi. Þórdís
Zoéga gerði einnig samning við
þýskt fyrirtæki um framleiðslu
á kaffíhúsastól. Sá stóll er einn-
ig í framleiðslu hér heima hjá
Sóló-húsgögnum. Erla Sólveig
Óskarsdóttir hefur einnig verið
í samræðum við þýsku fyrirtæk-
in. Auk þess eru famar að koma
fyrirspumir úr ýmsum áttum.
Þetta var í þriðja skipti sem
FHI tók þátt í sýningunni í
Bella Center og með hvetju ári
eykst árangurinn.
Basar Há-
teigssóknar
KVENFÉLAG Háteigssóknar
heldur basar í hinu nýja safnað-
arheimili kirkjunnar sunnudag-
inn 13. nóvember nk. frá kl.
13.30.
Á boðstólum verða kökur,
handavinna, ullarvömr o.fl.
Ennfremur verður æskulýðsfé-
lag kirkjunnar með sölubás á
basarnum.
í fréttatilkynningu segir að
kvenfélagið hafí lagt af mörk-
um til kirkjunnar margt góðra
muna, m.a. gefíð altarismynd-
irnar tvær sem prýða kirkjuna.
Spænskur
arkitekt með
fyrirlestur
ÞRIÐJI fyrirlesturinn af átta í
röð fyrirlestra og fræðslufunda
um byggingarlist og hönnun
verður mánudaginn 14. nóvem-
ber kl. 20. Það eru Arkitektafé-
lag fslands, Byggingarlistadeild
Listasafns Reykavíkur og Nor-
ræna húsið sem skipulagt hafa
þessa fyrirlestraröð.
Fyrirlesari nóvembermánað-
ar er Enric Miralles, arkitekt
frá Spáni. Hann mun fjalla um
verk sín og samstarfskonu
sinnar, Carme Pinós. Þau hafa
hannað byggingar i Barcelona
og má þar nefna m.a. almenn-
ings- og kirkjugarð, íþrótta-
mannvirki og félagsmiðstöð.
IþTHI
á notuðum
BRAUT HT
Sýnishorn úr söluskrá:
sunnsidag
jnánudao
Þnðjudag
Tpsnmd: Árg.: Shrr verð: Útsöluverð:
Honda Accord EX '91 1.280.000.- 980.000.-
MMC Galant GLSi '89 980.000.- 780.000.-
MMC Lancer st.4x4 '87 620.000.- 490.000.-
MMC Colt GLXi '91 880.000,- 720.000.-
Dodge Aries '87 580.000,- 440.000,-
ofl, ofl.
■ Borgartúni 26 - Reykjavik
■ símar 61 75 10 og 61 75 11