Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Prófkj örsdraugurinn afturgenginn ENN VEÐUR þorri þeirra, sem telja sig hafa stjórnmálavit, í þeirri villu, að bezta leiðin til tryggja lýð- ræði og fá hæft fólk til forustu í stjórnmál- um sé að gefa frama- girninni byr undir vængi og blása til próf- kjörs. Eg hef lengi reynt að opna augu fólks fyr- ir blekkingunni sem liggur að baki. En það er eins og að tala inn í tóma tunnu. Fólk virð- ist algjörlega blint, glámskyggnin ræður ríkjum og allir „vitringamir“ sjá stjörnur þegar þetta töfrakerfi er nefnt á nafn. Allir fulltrúar í öllum flokkum rétta upp hendur til að greiða atkvæði með þessari töfralausn framboð- anna, sem ber meinsemd sjálfseyð- ingarinnar og þar með dauðann í sér. — Og nú höfðu menn sums stað- ar áhyggjur af að ekki fengjust nógu margir í prófkjör t.d. hjá Sjálfstæðis- flokknum í Reykjáneskjödæmi. — Á Vestfjörðum lýstu bara 2 sig reiðu- búna til að taka þátt í prófkjörinu hjá Alþýðuflokknum og kjömefnd má ekki koma með uppástungur!! — Bágborið það! Samt er fólk svo æðislega „frjáls- lynt“ að alls staðar verður að vera „lýðræði", eða það, sem það ímyndar sé að sé lýðræði. Enginn má hafa vald og engan aga má hafa í nokkru efni, allt verður að vera opið og all- ir að fá að ráða. — Prófkjör merkir það í hugum hinna „fijálslyndu". Og svo má enginn ráðíeggja um það, sem gæti verið bezt fyrir málstaðinn, slíkt er argasta þröngsýni — gamaldags rugl. — Vit má ekki komast neins staðar að. Og einhver kjör- eða uppstillingarnefnd með eitthvert vald, sem get- ur sagt að þessi en ekki hinn eigi að vera með, ér bara „einræði" og „klíka", sem „potar" sínum gæðingu fram. Svoleiðis fólki er ekki treystandi að dómi „vitringanna". Þó þarf að hafa stjórn í öllum flokkum, til að reka stefnu flokksins með réttum hætti. En ef sú stjórn vill fá einhveija, sem hún telur að flokkurinn geti treyst, til að velja einhveija til að stilla upp, sem vissa getur verið fyrir að geti valdið starf- inu, þá er það bláber „klíkuskapur" og ekkert „lýðræði", bara „valda- brölt“ og „sérhagsmunapot" flokks- eigenda. Mönnum dettur ekki í huga að það sama gildi í stjórnmálum eins og t.d. í íþróttum, fót- og handbolta og í skólum, að það þurfi dómara, eða „frammistöðumat" eins og það heitir nú á menntamannamáli. — í þrófkjörunum er dómurunum bara „hent útaf“. í knattspyrnu eru menn valdir eftir því hvernig þeir hafa spilað, þ.e. kunnáttu og hæfni. Svo dæmir dómarinn leikinn og þar verða menn að haga sér rétt og kunna á hlut- ina. Þar geta menn líka fengið gula eða rauða spjaldið. — Ef kjör- eða uppstillinganefnd væri virk með rétt- Nú eru margir, segir Sveinn Olafsson, farnir að gefast upp á próf- kjöranum. um hætti, þá dæmir hún líka, — en ekki á meðan leikurinn stendur, heldur verður hún að dæma bæði á undan og á eftir. Þá kæmi líka fram að ekki er hægt að nota alla. Þeir sem teldust enga hæfileika hafa til að spila væru þá bara ekki með. Og þar fengju svo sumir gula spjaldið og aðrir það rauða, sem t.d. annað- hvort brytu af sér, væru slappir eða ónothæfír og óhollir málstaðnum eða bara væru í slagnum á einhvern óframbærilegan hátt fyrir sjálfa sig og í eignhagsmunaskyni. í prófkjör- um ræður hinsvegar kylfa kasti og þó það geti slampast af fyrir flokk- inn stundúm, er slíkt samt undir hælinn lagt. Prófkjör eru því ágætis aðferð til að ganga alveg á snið við dómar- ann, sem er kjörnefndin. — Bara fá nógu marga „vini“ til að hringja í nógu marga kunningja til að kjósa þá í prófkjöri því þeir séu „svo góð- ir menn“ — en þar eru margir sem enginn þekkir, en kjósendur kjósa svo út á kunningjann, — finnst gott að afgreiða málið og þeir ekkert þurfa meira að vita um þá sem á að kjósa, — hvort þeir séu nothæfir í slaginn við mótheijana. Svona aðferð er nefnilega bráð- sniðug til að hægt sé að „blása á kerfið“ og ryðja öðrum „bjánum“ með vitleysu, eins og reynslu og hugsjónir fyrir flokkinn, til hliðar. — Sveinn Ólafsson En „nota bene“ — svoleiðis höfum við séð marga beztu og hæfustu stjórnmálamenn seinni tíma hverfa út í buskann síðan prófkjörin „voru fundin upp“. Svo halda menn að við fáum bezta fólkið til að stjórna landinu með svona háttalagi. — Og svo koma góðir menn fram í blaðagreinum og benda réttilega á að það þurfí að styrkja stjórnmálakerfið. — En fátt er um ábendingar um hvernig eigi að gera það. En þegar hæfnisstigið hjá mörg- um þeim, sem prófkjörin færa þjóð- inni til að standa fyrir rekstri þjóð- arbúsins, er ekki af hærri gráðu en við höfum fengið að sjá undanfarið, þá er ekki margra góðra kosta völ, enda eins og það standi algjörlega í mönnum að koma með eitthvað sem styrkti kerfíð eða bæti ástandið. Svo virðist líka ákveðið vantraust eða tortrygni meðal alls fólksins gagnvart öllum sem eiga að ráða og stjórna. — Máski af því hvað mikii vitleysa hefir gengið yfír lands- fólkið af því hvað allt kerfið er vit- laust. — Grundvöllurinn með próf- kjörunum sem allsheijar undirstöðu sem sé vitlaus, og framhaldið eðli- lega meira og minna vitlaust Iíka. Ef menn hefðu vit á að nota traust- ar aðferðir (kjörnefndir með vald) til að velja, finna, og sjá út hæft fólk til forustu, — því ekki þá að hafa t.d. kjörtímabilið lengra? Frakklandsforseti er kjörinn til 7 ára, og hann skipar ríkisstjórnina. Hér eru menn kjörnir til 4 ára. Svo fer 1-1 ár í undirbúning og að koma hlutunum í gang, og þar sem nýliðar eru að læra á hlutina (sem er mjög oft). Svo eru 1 til 2 ár til að gera eitthvað. Á kosningaári þorir svo enginn að gera neitt, og orka og hugsun stjórnmálamanna fer í að tryggja endurkjör og undirbúa fram- haldið með brambolti „prófkjör- anna“. En í þeim umbyltingum hverfa margir með reynslu út í bu- skann og/eða er hent fyrir róða. — Og svo koma nýliðar aftur og aftur sem þurfa að fara í gegnum sama ferilinn. — Sem sé, nánast 2-2 ár af 4 fara í hvert sinn í vafstur og meira og minna af framkvæmdatíma fer í súginn, sem annars gæti notast bet- ur með lengri kjörtíma. Það, bara að lengja tímann, sem stjórnir sætu, gæti stórlega bætt ástandið og skap- að stöðugleika og festu, sem erfítt er að ná með öðrum hætti. — Og ekki veitir af — eða hvað? Það ætti þannig að vera farið að renna upp fyrir mönnum, að þessari vitleysu verður að slota í öllum stjórnmálaflokkum með hliðsjón af fenginni reynslu, því nú eru margir farnir að gefast upp á prófkjörunum. Margt almennilegt og hæft fólk nennir ekki að leggja á sig erfíðið og kostnaðinn og oft þann mann- skemmandi slag sem þeim fylgir. Það merkir að fara verður hentugri og öruggari leiðir til að byggja á val á því forustuliði, sem sér um siglingu þjóðarskútunnar og al- mennt öryggi landsins barna í víð- ustu merkingu. Þar er meira í veði en svo, að skeika megi að sköpuðu um, hvort „fjöreggið" brotnar eða iendir í tröllahöndum. Slíkt getur, eins og einn ágætur og vitur maður benti á fyrir skömmu í sjónvarpi, leitt til ánauðar með sömu örlögum, upp- lausn og vandræðum eins og ná- grannaþjóð vor og frændur hafa ratað í, fyrir álíka los eins og hér er að skapast í stjórnun og rekstri þjóðarbús íslendinga, þar sem stjórnkerfíð er í mörgu svo veikt, að ekki er auðið að reisa rönd við kröfuhópunum, sem eru tilbúnir að afhausa þjóðfélagið til að ná fram hverskonar sérréttindum, sem setja allt úr skorðum og raska öllu jafn- vægi. Burt með blekkingu prófkjöranna! Notum kjörnefndirnar eins og reynslan sannar að þær gagnast bezt — til að tryggja stjórnmálalega velferð þjóðarinnar! Höfundur erfv. fulltrúi. Endurhögun í leikskólarekstri í HARÐNANDI samkeppni og á krepputímum grípa fyrirtæki til ýmiskonar aðhaldsaðgerða. Forystu- menn fyrirtækja grípa þá til ýmissa stjórnunarkenninga til að ná meiru út úr rekstrinum. í leikskólum hefur töluvert verið gert að því að koma með ýmis stjómunarmynstur í innra starf leikskólanna. Það nýjasta er gæðastjórnun í leikskólastarfí. En til eru þeir þættir í leikskólarekstri þar sem lítið hefur verið gert til að koma á ákveðnu stjórnunarmynstri. Þessir þættir líta að rekstrarþáttum leik- skóla, s.s. tekju- og kostnaðarþátt- um. Eins og snjóbolti Það kerfí sem er við lýði í flestum sveitarfélögum í dag er byggt á helmingaskiptareglu, þ.e.a.s. sveit- arfélög greiða helming rekstrar- kostnaðar á móti foreldrum. Eftir því sem umfang sveitarfélaga í leik- skólarekstri eykst verða ýmsar boð- leiðir stjórnenda eins og snjóbolti sem sífellt vefur utan um sig. Kerfíð verð- ur fióknara og flóknara. Þegar sveit- arfélögum finnst svo þetta kerfí verða orðið allt of dýrt þá er gripið til aðhaldsaðgerða sem felast einkum í því að skera niður kostnað sem leiðir til skertrar þjónustu. Ef það dugir ekki til þá eru leikskóla- gjöldin hækkuð til for- eldra. Nýjar hugmyndir Tvær kenningar í stjómun eru einkum ríkjandi í dag. Önnur felst í því að ná meiri gæðum út úr ákveðnu vinnuferli eða meiri arðsemi. Hin aðferðin felst í því að endurhaga ákveðið ferli, þ.e.a.s. að hugsa feril- inn upp á nýtt. Það þarf ekki að vera að sú aðferð sem upphaflega var þróuð og hefur síðan gengið með mismunandi miklum breytingum sé sú eina rétta. Aðstæður geta hafa þróast þannig að hugsa verður ferlið upp á nýtt. Sá ferill í leikskóla- rekstri sem ég ætla að ræða um í þessari grein er tekjumyndun (tekju- ferli). Réttlæti eða ranglæti Eins og ég hef áður getið þá er tekum leikskóla skipt til helminga. Foreldrar greiða oftast nær helming kostnaðar við rekstur og sveitarfé- lagið hinn helminginn. Erlendis er víða þekkt að leikskólagjöld séu tengd tekjum foreldra þannig að all- ir greiði sömu prósentu. Þeir sem lægri hafa launin greiða því minna en þeir sem hafa hærri laun. Misjafn- ar skoðanir eru meðal fólks um þessa aðferð. Þeir sem eru hlynntir núver- andi kerfí hafa þá skoðun að allir eigi að greiða sama gjald. En ef þær tekjur sem sveitarfélögin hafa af rekstri leikskóla duga ekki til að all- ir fái aðgang að leikskólum? Er það réttlæti að þeir sem eru ekki í for- gangshóp og hafa því ekki aðgang að leikskólum fái ekki inni með sín börn, þó svo að þeir vilji borga meira fyrir það? Þessir hópar þurfa hvort sem er að greiða hærra gjald fyrir dagvistun hjá dag- mömmum. Er það meira réttlæti að láta ákveðna forgangshópa borga sama gjald fyrir dagvistun á meðan aðr- ir fá ekki einu sinni aðgang, þó þeir glaðir vildu borga meira fyrir það? Nýtt tekjuferli Sú hugmynd sem ég ætla að ræða hér er hvað það myndi hafa í för með sér ef leikskólagjöld yrðu tengd við tekjur foreldra bama á aldrinum 6 mánaða til 6 ára. Grundvallaratriði til að þessi aðferð gangi upp er sú að það séu til leikskólapláss fyrir öll börn sem þess þurfa. Rannsóknir mínar byggi ég á skoðanakönnun Erlendis er víða þekkt, segir Sigurjón Har- aldsson, að tekjutengja leikskólagjöld þannig að allir foreldrar greiði sömu prósentu. som rekstrarfræðinemar við Sam- vinnuháskólann' á Bifröst gerðu sl. vor fyrir Dagvist barna hjá Reykja- víkúrborg. Hugmyndin er sú að tekið sé ákveðið hlutfall af tekjum foreldra sem myndi vera 17,8% það hlutfall er notað sem viðmiðunarhlutfall til að greiða allan rekstrarkostnað leik- skólanna. Ef sveitarfélagið greiðir síðan sem nemur 6.000 krónum með hveiju plássi (eins og Reykjavíkur- Atlanta og sjálfsmorðssveitin Verkfallsboðun FÍA gegn Atlanta er villi- mennska, segir Magn- — — ús Oskarsson, sem flæmt getur fyrirtækið úr landi. í HEIMSSTYRJÖLDINNI síðari þjálfuðu Japanir flugmenn til að fljuga með sprengjur á óvinina og granda í leiðini flugvél sinni og tífinu sjálfu. Aðferðin vakti óhug og var áhrifarík en ekki dugði hún til að vinna stríðið. Þetta rifjast upp þegar íslenzkir flugmenn gera árás á flugfélagið Atlanta sem gæti sem bezt, ef árás tekst vel, leitt til þess að flugmenn misstu vinnu sína. í miðri kreppunni fluttu fjölmiðl- ar allt í einu þá gleðifrétt að Arn- grímur Jóhannsson flugstjóri væri kominn á fleygiferð með blómlegan flugrekstur sem veitti fjölda flugl- iða atvinnu og skilaði þjóðarbúinu, og vonandi Arngrími sjálfum, góð- um hagnaði. En ekki höfðu menn glaðzt lengi þegar sjálfsmorðssveit Félags íslenzkra atvinnuflug- manna birtist við sjóndeildarhring og hnitaði hringi yfir óvininum Atlanta, reiðubúin að granda hon- um og sjálfri sér í leiðinni. Og nú á að fara að steypa sér niður. Verkfallsboðun Félags íslenzkra atvinnuflugmanna gegn Atlanta er villimennska í japönskum sjálfs- morðsstíl. Vera má að þessir flug- menn hafi fengið „góðar undirtekt- ir“ í Grikklandi eins og þeir stæra sig af. En hinu verður ekki trúað að láglaunafólk á Suðurnesjum láti hafa sig í það að ieggja niður vinnu til að hjálpa flugmönnum með hálfa milljón í máðnaðarlaun til að drepa eða flæma úr landi fyrirtæki, sem er ánægjulegasta dæmið um dugnað og einstaklings- framtak er við höfum lengi séð. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Sigurjón Haraldsson borg gerir með einkareknum leik- skólum) og heildar framlag sveitarfé- lagsins síðan dregið frá heildar viðm- iðunartekjum þá kemur það út sem 30% mótframlag af 17,8% viðmið- unarhlutfallinu. Raunverulegt greiðsluframlag foreldra verður því 12,46% af tekjum. Dæmi um kostnað vegna leik- skólapláss: Laun foreldra Kostnaður foreldra á mánuði á mán. v. leikskóla 25.000 3.115 75.000 9.345 125.000 15.575 175.000 21.805 225.000 28.035 275.000 34.265 325.000 40.495 Hér er verið að tala um heildar- kostnað foreldra og er óháð því hvort foreldrið er með eitt eða fleiri börn á leikskóla. Einnig er þetta óháð því hvort barnið/börnin eru fjóra eða átta tíma í vistun. Kostirnir við kerfið Kostirnir við þetta kerfí eru þeir að það mismunar ekki fólki eftir þjóð- félagsstöðu. Þeir sem breiðari hafa bökin bera meiri byrðar krónulega séð en hlutfallslega greiða þeir jafnt og aðrir. Þetta kerfí er óháð barna- fjölda, því greiðsla miðast alltaf við tekjur en ekki fjölda barna eða lengd dvalartíma. í þessari rannsókn er tekið mið af þeirri tekjudreifíngu sem er á hveijum þarfaflokki (tekjudreif- ing eftir dvalartíma). Of langt mál væri að útskýra alla útreikninga í þessari grein en ég tel þessa leið vera þess virði að hana megi skoða þar sem rúm 48% þeirra sem tóku þátt í könnuninni mæltu með því að leikskólagjöld yrðu tekjutengd. Ef sveitarfélög væru síðan tilbúin að greiða helming rekstrarkostnaðar myndi framlag foreldra lækka niður í 8,9% af tekjum. Það er álit mitt að leikskólagjöld þeirra sem nota kerfið í dag muni ekki hækka, frekar lækka ef eitthvað er. Aðalbreytingin er sú að tekjuhærri hópar koma inn í þetta kerfí og öll börn fá leikskóla- pláss. Höfundur cr rekstrarfræðinemi við Samvinnuháskólann á Bifröst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.