Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
LAUSNARBEIÐNI FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA
*
Aðdragandi afsagnar Guðmundar Arna Stefánssonar, félagsmálaráðherra
Tilkynnti Jóni Bald-
vin ákvörðun
sína í gærmorgun
• GUÐMUNDUR Árni Stefánsson félags-
málaráðherra greindi Jóni Baldvin
Hannibalssyni, formanni Alþýðuflokks, frá
ákvörðun sinni um afsögn úr ráðherra-
embætti skömmu fyrir ríkissijórnarfund
sem hófst kl. 10.30 í gærmorgun. Mál
Guðmundar Árna var ekki til umræðu á
ríkisstjórnarfundinum í gær.
Laust fyrir kl 13. í gær sendi Guðmund-
ur Árni svo Davíð Oddssyni forsætisráð-
herra lausnarbeiðni sína.
Málin rædd í þaula
Jón Baldvin sagði í samtali við Morgun-
blaðið að hann og Guðmundur Árni hefðu
rætt þessi mál i þaula undanfama daga.
Ekki hefði verið tímabært að leiða málið
til lykta fyrr en niðurstaða Ríkisendur-
skoðunar lægi fyrir en hann tók skýrt
fram að niðurstaða Guðmundar Árna hefði
verið ákvörðun hans eins.
Guðmundur Árni og Sighvatur Björg-
vinsson, heilbrigðis- og viðskiptaráðherra,
fengu drög að skýrslunni í hendur á mið-
vikudag og höfðu þeir tíma til kl. 16 á
fimmtudag til að gera athugasemdir við
hana.
Jón Baldvin fékk skýrsluna til aflestrar
þjá Sighvati og einnig Davíð Oddsson for-
sætisráðherra. Að sögn Jón Baldvins komu
ráðherrar Alþýðuflokksins svo saman á
fimmtudagsmorguninn til að fara yfir þær
athugasemdir sem Guðmundur Árni og
Sighvatur gerðu við skýrsluna. Þar voru
málin rædd og Guðmundur Ámi lýsti sjón-
armiðum sínum.
Sama dag á milli kl. 16 og 19 áttu svo
Jón Baldvin og Guðmundur Árai ítarlegar
samræður á heimili Jóns Baldvins þar sem
þeir ræddu málið í heild sinni. Um kvöld-
ið áttu þeir svo viðræður við Davíð Odds-
son forsætisráðherra um málið.
Fyrri hluta gærdagsins átti Jón Baldvin
trúnaðarsamtöl við þingmenn Alþýðu-
flokksins til að kanna hug þeirra til eftir-
manns Guðmundar Árna í embætti félags-
málaráðherra.
Kl. 16 kom þingflokkur Alþýðuflokksins
svo saman á stuttum fundi í Alþingishús-
inu og lagði Jón Baldvin fram á fundinum
tillögxi um að Rannveig Guðmundsdóttir,
formaður þingflokksins, tæki við embætti
félagsmálaráðherra af Guðmundi Árna og
var hún samþykkt samhljóða. Ekki var
tekin ákvörðun um hver tæki við þing-
flokksformennskunni af Rannveigu á
fundinum en það verður væntanlega gert
á þingflokksfundi eftir heigi. Einn þing-
maður, Gunnlaugur Stefánsson, var ekki
á þingflokksfundinum í gær en hann er
staddur á Austurlandi.
Morgunblaðið/Sverrir
ÞINGFLOKKUR Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar í
gær eftir að Guðmundur Árni Stefánsson, félagsmálaráðherra,
hafði lagt fram lausnarbeiðni sína.
Ólafur Ragnar Grímsson
Gæti fest í sessi
þá siðvenju að
menn axli ábyrgð
„ÞEGAR ég boðaði fyr-
ir tveimur vikum van-
traust á félagsmálaráð-
herra lýsti ég því jafn-
framt yfir að ég teldi
skynsamlegast að hann
tæki sjálfur ákvörðun
um að hverfa úr emb-
ætti eða að forsvars-
menn ríkisstjórnarinnar
beittu sér fyrir því. Mér
finnst eðlilegt að þær
reglur séu festar í sessi
innan íslenska stjórn-
kerfisins og þær sið-
venjur skapist að ráð-
herrar beiti eigin dóm-
greind þegar þeir hafa
ekki lengur víðtækt
traust, hvorki á alþingi
né meðal þjóðarinnar, og tel þess
vegna að það sé rétt ákvörðun hjá
honum að hverfa úr embætti," sgði
Ólafur Ragnar Grímsson, formaður
Alþýðubandalagsins. „Það að flytja
formlega vantrauststillögu á að vera
neyðarúrræði. Að þessu leyti tel ég
að þótt atburðarásin hafi verið dap-
urleg, erfið og afar langdregin geti
hún þjónað þeim tilgangi að treysta
þá siðvenju í sessi hér á landi að
menn axli ábyrgð með þeim hætti
sem Guðmundur Árni hefur gert.“
„Mér fannst það blasa við í sept-
embermánuði," sagði Ólafur Ragn-
ar, „að Guðmundur Árni ætti um tvo
kosti að velja; að fá traustsyfirlýs-
ingu frá þingflokki Alþýðuflokksins
eða að biðjast lausnar. Hann kaus
hins vegar að fara þessa ríkisstjórn-
arleið en hún styrkti hann ekki held-
ur þvert á móti leiddi hún í ljós að
hann kaus að hafa að engu álit ríkis-
lögmanns og greiddi dæmdum skatt-
svikara fé úr ríkissjóði sem er hærra
en sektin sem skatt-
svikarinn var dæmdur
til að greiða."
Það var nóg að
hunsa ríkislögmann
„í þinginu sögðu
menn í þessari viku að
ef Ríkisendurskoðun
staðfesti að hann hefði
haft þetta álit ríkislög-
manns í höndum þegar
hann samdi við Björn
Önundarson þá skiptu
önnur atriði ekki máli
því að það væri nægur
áfellisdómur," sagði
Ólafur Ragnar.
„Að þessu leyti felur
skýrslan í sér afgerandi
upplýsingar og eins og forsætisráð-
herra hefur réttilega sagt getur
skýrsla Ríkisendurskoðunar út frá
sjónarmiði Guðmundar Árna Stef-
ánssonar ekki túlkast sem málsvörn
sem dugi.“
„Hvað snertir málsvöm Guð-
mundar Áma þá skiptist hún í
tvennt. Annars vegar fannst mér
hann halda nokkuð manneskjulega
á sínum málum í fyrri hluta ræðu
sinnar á blaðamannafundinum en
þegar hann skipti um gír með árás-
um á mig, þijá ráðherra Sjálfstæð-
isflokksins, bæjarstjórann í Hafnar-
firði og Árna Matthiesen fannst mér
hann kominn út í málflutning sem
á engan hátt var við hæfi á þessum
degi,“ sagði Ólafur Ragnar Gríms-
son. „Ummæli hans um mig eru
byggð á fullkomnum misskilningi
vegna þess að Ríkisendurskoðun
fjallaði um þau mál á sínum tíma
og gaf út skýrslur og þar með iauk
þeim málum.
Ólafur Ragnar
Grímsson
Jón Baldvin Hannibalsson
Hefur tekið tillit til
pólitískra staðreynda
JÓN Baldvin Hanni-
balsson, formaður Al-
þýðuflokksins, segir
að Guðmundur Árni
Stefánsson félags-
málaráðherra hafi tek-
ið einn þá ákvörðun
að segja af sér ráð-
herradómi. Aðspurður
hvort félagsmálaráð-
herra hafi verið beittur
þrýstingi til afsagnar
sagði Jón Baldvin að
skoðanir um pólitíska
stöðu Alþýðufíokksins
og þá ósanngirni sem
Alþýðuflokkurinn
hefði mátt sæta vegna
þessa máls væri póli-
tísk umræða. „Ég lít ekki á það
sem neinn þrýsting. Kjarni málsins
er sá að Guðmundur Árni hafði
frumkvæði að því að taka þessa
ákvörðun. Við ræddum sameigin-
lega við forsætisráðherra á
fimmtudagskvöldið og hann til-
kynnti mér svo endanlega ákvörð-
un sína rétt fyrir ríkisstjórnarfund
á föstudagsmorgun," sagði Jón
Baldvin.
„það var frá upphafi alveg ljóst
í mínum huga og að ég hygg allra
samstarfsmanna minna í þing-
flokknum að við myndum leysa
þetta mál. Við hefðum aldrei unað
því að formaður samstarfsflokks-
ins hefði um það seinasta orðið.
Það hefði orðið stjórnarslitamál.
Það var alveg ljóst. Hitt er annað
mál, að við Guðmundur Árni rædd-
um við forsætisráðherra á fimmtu-
dagskvöldið, því þetta mál var
orðið af þeirri stærðargráðu að
það varðaði ekki bara Alþýðu-
flokkinn, það hafði að mínu mati
alveg tvímælalaust skaðað stjóm-
arsamstarfið og veikt tiltrú manna
á ríkisstjörninni," sagði Jón Bald-
vin. Hann sagði að forsætisráð-
herra hefði lagt mjög gott til máls-
ins og sagt hug sinn um það hvaða
áhrif það hefði haft á stjómarsam-
starfið. Hann hefði hins vegar
ekki beitt neinum þrýstingi.
Spuming um pólitíska
dómgreind
Að sögn Jóns Baldvins er eitt
af aðalatriðunum sem koma fram
í skýrslu Ríkisendurskoðunar það
álit ríkislögmanns að það hefði
verið áhættulítið að segja Bimi
Önundarsyni, fyrrv. tryggingaryf-
irlækni, upp störfum eftir að fyrir
Iá játning hans í skattsvikamáli.
Jón Baldvin segir að ríkislögmaður
sé ekki dómstóll heldur ráðgjafi
og fyrir því séu fordæmi að ekki
sé alltaf farið að ráðum hans en
Jón Baldvin
Hannibalsson
í þessu máli vakni þó
spuming um pólitíska
dómsgreind Guð-
mundar Árna. „Ég
held að það sem vegur
þyngst í vitund al-
mennings sé að það
hafi verið pólitískt
rangt að taka ekki
áhættu af uppsögn
þegar háttsettur emb-
ættismaður gerir sig
sekan um og játar
umtalsverð skattsvik.
Þetta er kannski
spurning um pólitíska
dómgreind frekar en
lögfræði, enda hafði
það komjð fram fyrr
af hálfu Guðmundar Árna að þetta
væri álitamál,“ segir hann.
Jón Baldvin segir einnig að
Ríkisendurskoðun hafi áður gagn-
rýnt embættisfærslur ýmissa ráð-
herra og í sumum tilvikum hafi
sú gagnrýni verið alvarlegri en sú
sem borin væri fram á Guðmund
Áma, bæði hvað varðaði ráðstöfun
almannafjár og þær grundvallar-
reglur sem málin snérust um. „Það
sem er nýtt er það að Guðmundur
Ámi bregst við gagnrýni með af-
sögn, þótt hún megi teljast tiltölu-
lega hófsöm, en aðrir ráðherrar
hafa setið,“ sagði hann.
„í þessu máli hefur Alþýðu-
flokkurinn sem slíkur verið lagður
í einelti, og það er ástæpan fyrir
ákvörðun Guðmundar Áma, að
hann er að reyna að bijótast út
úr þeirri herkví, þannig að flokkur-
inn geti í aðdraganda kosninga
farið að njóta aftur sannmælis í
stað þess að liggja nánast varnar-
laus undir beittum óhróðri, rök-
studdum eða órökstuddum," segir
hann.
Gegnir áfram starfi
varaformanns
Aðspurður segist Jón Baldvin
ekki sjá neitt tilefni til þess að
Guðmundur Árni segði af sér vara-
formennsku í Alþýðuflokknum
vegna þessa máls eins og það
stæði nú. „Hann tók þessa ákvörð-
un sjálfur og gerði það fyrst og
fremst með skírskotun til þess að
Alþýðuflokkurinn hefði goldið
mjög vegna þessarar umræðu og
ákvörðun hans var tekin í því
skyni, að létta af þessu umsáturs-
ástandi og koma í veg fyrir að
umfjöllun um málið og sú tor-
tryggni sem um það hefur verið
hjá almenningi, bitnaði áfram á
Alþýðuflokknum. Þar af leiðir að
það er engin ástæða til annars en
hann gegni áfram starfi varafor-
manns. Það er hluti þessa máls
og ákvörðunar Guðmundar Árna
að hann hefur ekki játað á sig
sekt vegna allrar þeirrar gagnrýni
sem fram hefur verið borin. Hann
hefur hins vegar tekið tillit til
hinna pólitísku staðreynda um
áhrif þessarar gagnrýni og hann
hefur jafnframt ákveðið að leggja
þessi mál, sjálfan sig og sína póli-
tísku persónu, undir dóm kjósenda
í sínu kjördæmi og hann mun hlíta
þeim dómi,“ segir Jón Baldvin.
Rannveig Guðmundsdóttir
Snúum bökum saman
„MÉR finnst Guð-
mundur Árni hafa
sett hagsmuni fiokks
síns og kjördæmis
ofar öðru,“ segir
Rannveig Guðmunds-
dóttir þingflokks-
formaður Alþýðu-
flokksins en hún tek-
ur við embætti félags-
málaráðherra af Guð-
mundi Árna á morg-
un.
Hún sagðist vera
mjög ánægð með
ákvarðanir og
frammistöðu Guð-
mundar Árna í gær.
„Ég mun gera það
sem ég þarf til að við snúum bök-
um saman og horfum fram á veg
Rannveig
Guðmundsdóttir
og förum að koma
þeirri pólitík sem við
stöndum fyrir á fram-
færi því liðnar vikur
hafa lagt algerlega
lamandi hönd á mögu-
leika okkar til þess,“
sagði hún.
Rannveig kvaðst
gera ráð fyrir að flest-
ir alþýðuflokksmenn
væru þeirrar skoðunar
að Guðmundur Árni
hefði með ákvörðun
sinni stöðvað umræðu
sem hafi verið orðin
mjög skemmandi.
Hann hefði skýrt mjög
vel sjónarmið sín og
niðurstöður Ríkisendurskoðunar í
gær.