Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Reiki- og sjálfstyrkingarnámskeið og einkatímar • Hefur þú áhuga á andlegum málefnum? • Þarftu á sjálfstyrkingu áð halda? • Viltu ná hetri tökum á lífi þínu og líðan? • Ertu tilbúinn að gera eitthvað í málinu? Námskeið í Reykjavík 19.-20. nóv.: 1. stig -heigarnámskeið. 22.-24. nóv.: 1. stig — kvöldnámskeið. 26.-27. nóv.: 2. stig - helgarnámskeið. 12.-13. des.: 2. stig - kvöldnámskeið. Borgarnes: Kynningarfundur á Hótel Borgarnesi 1. des. kl. 20.30. Aðgangur ókeypis. Veitingasala á staðnum. Námskeið í Borgarnesi: 3.-4. des.: 1. stig - helgarnámskeið. Upplýsingar qg skráning í síma 871334. Quðrún Oladóttir, reikimeistarL BÚÐIN Hrismóum 4 • 210 Garðabæ • Sími 656550 Kvensíðbuxur Verð frá kr. 5.780 | Opið í dag frá 10-14 H-búðin, sími 656550. Amerísk rúm frá Sealy, stærsta dýnufram- leiðanda í heimi. Hágæða dýnur í morgum verðflokkum. Marco húsgagnaverslun, oPið virka daga frá ki. io-is, Langholtsvegi 111, sími 680 690. laugardaga frá ltl. 10-16. Húsnæðisnefnd Reykjavíkur óskar eftir umsóknum um kaup á 320 nýjum og eldri félagslegum eignar- íbúðum, sem koma til afhendingar fram á haustið 1996. Ennfremur er óskað eftir umsóknum um 60 nýjar félagslegar kaupleiguíbúðir, sem afhentar verða á sama tíma. Um ráðstöfun, verð og greiðslu- skilmála þessara íbúða gilda lög nr. 97/1993. Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu Húsnæðisnefndar Reykjavíkur, Suðurlandsbraut 30, og veröa þar einnig veittar allar almennar upplýsingar. Skrifstofan er opin mánudaga - föstudaga kl. 8-16. Umsóknum skal skila eigi síðar en 18. nówember 1994. Húsnæðisnefnd Reykjavíkur. Blab allra landsmanna! FRÉTTIR: EVRÓPA Eftirlitsstofnun EFTA sker upp herör gegn samkeppnishömlum á bílamarkaði Hafna framleng- ingn hamla ESB EFTIRLITSSTOFNUN EFTA (ESA) hefur skorið upp herör gegn samkeppnishömlum í dreifingu og sölu bíla og bílavarahluta, sem leyfðar eru í Evrópusambandinu og á Evrópska efnahagssvæðinu. ESA hyggst notfæra sér rétt sinn samkvæmt EES-samningnum til viðræðna við framkvæmdastjórn ESB um að núverandi undanþág- um frá samkeppnisreglum verði ekki viðhaldið, en tillögur um slíkt liggja fyrir í Evrópusambandinu. Yrðu þær samþykktar, gætu þær orðið hluti EES-samningsins. Undanþága bifreiðaverzlunar frá sumum samkeppnisreglum Evrópusambandsins felst meðal annars í takmörkunum á því að bílasölur geti selt hvaða tegundir nýrra bíla sem er, hömlum á frelsi einstaklinga tií innflutnings bif- reiða framhjá bílaumboði og tak- mörkunum á samkeppni í vara- hlutasölu. Enginn eðlismunur á bílum og öðrum tækjum ESA telur að mun meira frjáls- ræði eigi að ríkja á þessum mark- aði. I áliti stofnunarinnar segir að hún vilji einkum taka tillit til hags- muna neytenda og mikilvægis virkrar samkeppni á öllu Evrópska efnahagssvæðinu með því að veita bílasölum meira frelsi og bæta tækifæri til sjálfstæðrar starfsemi í dreifingu bifreiða og þjónustu við bíleigendur. Stofnunin bendir á að enginn eðlismunur sé á bílum og ýmsum öðrum heimilistækjum, til dæmis rafmagnstækjum, tölvum, sjón- varps- og hljómtækjum. Þetta séu dýrar og flóknar vörur, og sérfræð- inga þurfí til að gera við þær, rétt eins og bíla. Engin þörf fyrir samkeppnishömlur Lennart Göransson, yfirmaður samkeppnisdeildar ESA, sagði í samtali við Morgunblaðið að reglur ESB, sem leyfa núverandi sam- keppnishömlur, ættu að falla úr gildi fljótlega. Stofnunin teldi að ekki ætti að endurnýja þær eins og framkvæmdastjórn ESB legði til. „Framkvæmdastjómin er raun- ar að ræða ákveðnar aðgerðir, sem myndu auka samkeppni í bíla- bransanum, en við teljum að ganga eigi miklu lengra,“ sagði Görans- son. „Til lengri tíma litið er engin þörf fyrir frávik í þessari atvinnu- grein frá meginreglunni um að frjáls samkeppni eigi að ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu. Við teljum þess vegna að taka eigi upp fijálsa samkeppni að fullu og öllu á tiltölulega skömmum tíma.“ ESA hefur lagt til að gefinn verði í hæsta lagi fimm ára aðlög- unartími að sumum þáttum hinna almennu samkeppnisreglna. Stofn- unin leggur til að jafnframt verði gefin út skýr yfirlýsing um að eft- ir að sá tími rennur út, verði ekki snúið aftur til samkeppnishamla á bifreiðamarkaðnum. Nýr yfir- maður VES • JOSÉ Cutileiro, ráðuneytis- sljóri í utanríkisráðuneyti Port- úgals, hefur verið skipaður nýr framkvæmdasljóri Vestur-Evr- ópusambandsins (VES). Tekur hann við af Hollendningnum Wim Van Eekelen. íslendingar eiga aukaaðild að VES, sem á að verða varnarmálaarmur ESB. • SEX norskir Iögfræðingar, sem eru á móti ESB-aðild, hafa sent frá sér greinargerð þar sem þeir komast að þeirri niðurstöðu að aðild væri í andstöðu við norsku sljórnarskrána. Benda þeir á að samkvæmt Maastricht- sáttmálanum eigi að koma á samevrópskum seðlabanka, sem verður óháður pólitískum af- skiptum. í 75. grein stjórnar- skrárinn segi aftur á móti að Stórþingið eigi að hafa „eftirlit með peningamálum ríkisins". Lögfræðingar við Evrópuréttar- stofnunina vísa þessari gagnrýni á bug og segja sexmenningana ekki setja hlutina í rétt sam- hengi. • DOUGLAS Hurd, utanríkis- ráðherra Bretlands, segir í sam- tali við Daily Teiegraph að þeirri skoðun vaxi fylgi í Bretlandi og Frakklandi að ríki eiga að efla varnarsamstarf sitt. Sagði hann að aukin varnarsamvinna þjóð- anna yrði eitt meginverkefni breska utanríkisráðuneytisins á næstunni. • RÁÐHERRARÁÐ ESB hefur ákveðið að auka heildarkvóta (TAC) fyrir yfirstandandi ár á lýsingi og brislingi í Norðursjó og á ýsu á miðunum vestur af Skotlandi. Brislingskvóti hefur verið aukinn úr 114 þúsund tonn- um í 170 þúsund tonn og þar af Nidurstöður nýjustu skoðanakannana um stuðning við ESB-aðild í Svíþjóð JÁ SIFO, Guteb. Post. blrt 11.nóv. Að því gefnu að Svíar segi já, þá voru svör Norðmanna þannig í tveimur könnunum í gær munu ESB-ríki veiða 149.680 tonn, lýsingskvóti hefur verið hækkaður úr 22 þúsund í 29 þúsund tonn og ýsukvóti úr 16 þúsund í 21 þúsund tonn. • RÁÐIÐ hefur ákveðið að framlengja gildistíma reglna um tilraunaeftirlitskerfi með fiski- skipum ESB á fiskimiðum er heyra undir NAFO. Framleng- ingin á að gera NAFO kleift að meta áhrif kerfisins á vernd fiskistofna. | “I s i I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.