Morgunblaðið - 12.11.1994, Side 18

Morgunblaðið - 12.11.1994, Side 18
18 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Reiki- og sjálfstyrkingarnámskeið og einkatímar • Hefur þú áhuga á andlegum málefnum? • Þarftu á sjálfstyrkingu áð halda? • Viltu ná hetri tökum á lífi þínu og líðan? • Ertu tilbúinn að gera eitthvað í málinu? Námskeið í Reykjavík 19.-20. nóv.: 1. stig -heigarnámskeið. 22.-24. nóv.: 1. stig — kvöldnámskeið. 26.-27. nóv.: 2. stig - helgarnámskeið. 12.-13. des.: 2. stig - kvöldnámskeið. Borgarnes: Kynningarfundur á Hótel Borgarnesi 1. des. kl. 20.30. Aðgangur ókeypis. Veitingasala á staðnum. Námskeið í Borgarnesi: 3.-4. des.: 1. stig - helgarnámskeið. Upplýsingar qg skráning í síma 871334. Quðrún Oladóttir, reikimeistarL BÚÐIN Hrismóum 4 • 210 Garðabæ • Sími 656550 Kvensíðbuxur Verð frá kr. 5.780 | Opið í dag frá 10-14 H-búðin, sími 656550. Amerísk rúm frá Sealy, stærsta dýnufram- leiðanda í heimi. Hágæða dýnur í morgum verðflokkum. Marco húsgagnaverslun, oPið virka daga frá ki. io-is, Langholtsvegi 111, sími 680 690. laugardaga frá ltl. 10-16. Húsnæðisnefnd Reykjavíkur óskar eftir umsóknum um kaup á 320 nýjum og eldri félagslegum eignar- íbúðum, sem koma til afhendingar fram á haustið 1996. Ennfremur er óskað eftir umsóknum um 60 nýjar félagslegar kaupleiguíbúðir, sem afhentar verða á sama tíma. Um ráðstöfun, verð og greiðslu- skilmála þessara íbúða gilda lög nr. 97/1993. Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu Húsnæðisnefndar Reykjavíkur, Suðurlandsbraut 30, og veröa þar einnig veittar allar almennar upplýsingar. Skrifstofan er opin mánudaga - föstudaga kl. 8-16. Umsóknum skal skila eigi síðar en 18. nówember 1994. Húsnæðisnefnd Reykjavíkur. Blab allra landsmanna! FRÉTTIR: EVRÓPA Eftirlitsstofnun EFTA sker upp herör gegn samkeppnishömlum á bílamarkaði Hafna framleng- ingn hamla ESB EFTIRLITSSTOFNUN EFTA (ESA) hefur skorið upp herör gegn samkeppnishömlum í dreifingu og sölu bíla og bílavarahluta, sem leyfðar eru í Evrópusambandinu og á Evrópska efnahagssvæðinu. ESA hyggst notfæra sér rétt sinn samkvæmt EES-samningnum til viðræðna við framkvæmdastjórn ESB um að núverandi undanþág- um frá samkeppnisreglum verði ekki viðhaldið, en tillögur um slíkt liggja fyrir í Evrópusambandinu. Yrðu þær samþykktar, gætu þær orðið hluti EES-samningsins. Undanþága bifreiðaverzlunar frá sumum samkeppnisreglum Evrópusambandsins felst meðal annars í takmörkunum á því að bílasölur geti selt hvaða tegundir nýrra bíla sem er, hömlum á frelsi einstaklinga tií innflutnings bif- reiða framhjá bílaumboði og tak- mörkunum á samkeppni í vara- hlutasölu. Enginn eðlismunur á bílum og öðrum tækjum ESA telur að mun meira frjáls- ræði eigi að ríkja á þessum mark- aði. I áliti stofnunarinnar segir að hún vilji einkum taka tillit til hags- muna neytenda og mikilvægis virkrar samkeppni á öllu Evrópska efnahagssvæðinu með því að veita bílasölum meira frelsi og bæta tækifæri til sjálfstæðrar starfsemi í dreifingu bifreiða og þjónustu við bíleigendur. Stofnunin bendir á að enginn eðlismunur sé á bílum og ýmsum öðrum heimilistækjum, til dæmis rafmagnstækjum, tölvum, sjón- varps- og hljómtækjum. Þetta séu dýrar og flóknar vörur, og sérfræð- inga þurfí til að gera við þær, rétt eins og bíla. Engin þörf fyrir samkeppnishömlur Lennart Göransson, yfirmaður samkeppnisdeildar ESA, sagði í samtali við Morgunblaðið að reglur ESB, sem leyfa núverandi sam- keppnishömlur, ættu að falla úr gildi fljótlega. Stofnunin teldi að ekki ætti að endurnýja þær eins og framkvæmdastjórn ESB legði til. „Framkvæmdastjómin er raun- ar að ræða ákveðnar aðgerðir, sem myndu auka samkeppni í bíla- bransanum, en við teljum að ganga eigi miklu lengra,“ sagði Görans- son. „Til lengri tíma litið er engin þörf fyrir frávik í þessari atvinnu- grein frá meginreglunni um að frjáls samkeppni eigi að ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu. Við teljum þess vegna að taka eigi upp fijálsa samkeppni að fullu og öllu á tiltölulega skömmum tíma.“ ESA hefur lagt til að gefinn verði í hæsta lagi fimm ára aðlög- unartími að sumum þáttum hinna almennu samkeppnisreglna. Stofn- unin leggur til að jafnframt verði gefin út skýr yfirlýsing um að eft- ir að sá tími rennur út, verði ekki snúið aftur til samkeppnishamla á bifreiðamarkaðnum. Nýr yfir- maður VES • JOSÉ Cutileiro, ráðuneytis- sljóri í utanríkisráðuneyti Port- úgals, hefur verið skipaður nýr framkvæmdasljóri Vestur-Evr- ópusambandsins (VES). Tekur hann við af Hollendningnum Wim Van Eekelen. íslendingar eiga aukaaðild að VES, sem á að verða varnarmálaarmur ESB. • SEX norskir Iögfræðingar, sem eru á móti ESB-aðild, hafa sent frá sér greinargerð þar sem þeir komast að þeirri niðurstöðu að aðild væri í andstöðu við norsku sljórnarskrána. Benda þeir á að samkvæmt Maastricht- sáttmálanum eigi að koma á samevrópskum seðlabanka, sem verður óháður pólitískum af- skiptum. í 75. grein stjórnar- skrárinn segi aftur á móti að Stórþingið eigi að hafa „eftirlit með peningamálum ríkisins". Lögfræðingar við Evrópuréttar- stofnunina vísa þessari gagnrýni á bug og segja sexmenningana ekki setja hlutina í rétt sam- hengi. • DOUGLAS Hurd, utanríkis- ráðherra Bretlands, segir í sam- tali við Daily Teiegraph að þeirri skoðun vaxi fylgi í Bretlandi og Frakklandi að ríki eiga að efla varnarsamstarf sitt. Sagði hann að aukin varnarsamvinna þjóð- anna yrði eitt meginverkefni breska utanríkisráðuneytisins á næstunni. • RÁÐHERRARÁÐ ESB hefur ákveðið að auka heildarkvóta (TAC) fyrir yfirstandandi ár á lýsingi og brislingi í Norðursjó og á ýsu á miðunum vestur af Skotlandi. Brislingskvóti hefur verið aukinn úr 114 þúsund tonn- um í 170 þúsund tonn og þar af Nidurstöður nýjustu skoðanakannana um stuðning við ESB-aðild í Svíþjóð JÁ SIFO, Guteb. Post. blrt 11.nóv. Að því gefnu að Svíar segi já, þá voru svör Norðmanna þannig í tveimur könnunum í gær munu ESB-ríki veiða 149.680 tonn, lýsingskvóti hefur verið hækkaður úr 22 þúsund í 29 þúsund tonn og ýsukvóti úr 16 þúsund í 21 þúsund tonn. • RÁÐIÐ hefur ákveðið að framlengja gildistíma reglna um tilraunaeftirlitskerfi með fiski- skipum ESB á fiskimiðum er heyra undir NAFO. Framleng- ingin á að gera NAFO kleift að meta áhrif kerfisins á vernd fiskistofna. | “I s i I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.