Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
IMEYTENDUR
Rannsókn Rannsóknastofnunar landbúnaðarins á nautahakki í reykvískum matvöruverslunum
Kaupmenn og kjötvinnslumenn
óánægðir með könnun á hakki
Kjötvinnslumenn og
talsmenn verslana eru
sumir ósáttir við niður-
stöður rannsóknar sem
Hagkaup lét nýlega
gera á nautahakki í
reykvískum verslunum.
Brynja Tomer og Val-
gerður Þ. Jónsdóttir
leituðu eftir skoðunum
þeirra á málinu.
NIÐURSTÖÐUR voru í
grófum dráttum þær að
nautahakk í Hagkaup
og Fjarðarkaupum fékk
hæstu einkunn sem þýðir að um-
búðir eru rétt merktar, kjötið er
vel kælt, með 8-12% fitu, kjötið
er 100% magurt og hefur minna
en 3% kollogen. Lágt gildi þess
bendir til að gott hráefni hafi ver-
ið notað í hakk, en hátt gildi bend-
ir til að sina- og himnumeira efni
sé notað.
Viðmælendum blaðsins finnst
flestum óeðlilegt að niðurstöður
úr rannsókn sem hagsmunaaðili
lætur gera, séu notaðar til birting-
ar og hefur Morgunblaðið all-
traustar heimildir fyrir því að rann-
sókn RALA hafi verið viðameiri
en sá hluti sem Hagkaup hefur
dreift til birtingar og m.a. mun
geymsluþol sýnanna hafa verið
kannað.
Nóatún
Hvorki hálsæðar né ruddi
Einar Jónsson, frkvstj. Nóatúns-
verslana, segir ekkert koma fram í
könnunni sem styðji fyllyrðingu Ósk-
ars Magnússonar um slæmt nauta-
hakk hjá samkeppnisaðilum. Hann
bendir á að hvergi komi fram að
hálsæðar og ruddi séu í hakki í sum-
Guðjón Þorkelsson
Harma
mistök
Guðjón Þorkelsson undirritar
greinargerð sem fylgir niður-
stöðum rannsóknar RALA.
Mistök við frágang ollu því að
upplýsingar voru rangar í
þremur tilvikum. „Eg harma
það,“ segir hann og ástæðu
þess að ekki var kvittað fyrir
sýnatöku segir hann “þetta var
rannsókn fyrir einkafyrirtæki,
ekki opinbert eftirlit. Því voru
keypt sýni og höfum við kassa-
kvittanir því til staðfestingar."
Ef „önnur hráefni" mælast
í kjöti er efnasamsetning önn-
ur en í hökkuðum nauta-
skrokki. „Nákvæmar mæling-
ar, sem ekki er hægt að gera
hér þarf til að skera úr u'm
hver þessi efni eru.“ Guðjón
segir að sér hafi þótt mest slá-
andi að ófullnægjandi merk-
ingar voru á mörgum sýnum.
um verslunum, eins og Óskar hélt
fram á sínum tíma. Honum finnst
forkastanlegt að forsvarsmenn
markaðsráðandi verslunar láti gera
slíka könnun til birtingar. Augljóst
sé að þeir ráði hvaða þættir séu kann-
aðir með tilliti til eigin hagsmuna
og þeir hafi tækifæri til að hafa allt
í toppstandi í sinni verslun þegar
könnun sé yfirvofandi. Þeirri spum-
ingu sé enn ósvarað hvað Hagkaup
geri við allt það kýrkjöt sem þeir
kaupa af kjötvinnslustöðvum. Einar
segir að margt annað megi rannsaka
heldur en það sem komi fram í könn-
uninn, t.d gerlafjölda Orfl. Varðandi
útkomu Nóatúnsverslananna sé hann
ekki ósáttur enda hafi þeir hreinan
skjöld þar á bæ. Um þátt RALA
segist hann ekki vita annað en að
sú stofnun hafi þurft að taka um-
mæli sín um slæmt nautahakk á
markaðnum til baka fyrr á árinu.
Tíu - ellefu
Trúi öllu upp á Hagkaup
Eiríkur Sigurðsson, eigandi 10-11
verslananna, er þokkalega ánægður
með útkomu sinna verslana. Segir
þó handvömm hjá RALA að leggja
stig vitlaust saman og fá út 14 í
stað 15 í sínu tilfelli. „Eg er sann-
færður um að Hagkaup birtir ekki
niðurstöður ýmissa þátta sem því eru
í óhag og tel ég því könnunina ekki
hlutlausa. I raun trúi ég öllu upp á
Hagkaup. Þeir létu gera könnunina
i kjölfar slæmrar útreiðar í verðkönn-
un og reyna nú að sýna fram á að
þeir hafí ástæðu til að selja sitt
nautahakk dýrara en aðrir. Mér kem-
ur líka spánskt fyrir sjónir að hakkið
hjá mér fær eitt stig fyrir kollagen
en Nóatún, sem líka selur hakk frá
Kjötumboðinu fær tvö stig.“
Kjötumboðið
Góðar niðurstöður
„Mér fínnast niðurstöður viðun-
andi hvað varðar okkur,“ segir Bjöm
Jónsson markaðsstjóri Kjötumboðs-
ins, sem selur kjöt m.a. til
10-11-verslana og Nóatúns. „Mistök
við samlagningu hjá RALA ollu því
að útkoma sýnis frá verslun 10-11
var 14 í stað 15. Ef gæðamál
nautakjöts verða tekin fastari tökum
finnst mér það gott, en tel æskilegt
að slíkar rannsóknir séu gerðar og
greiddar af óháðum aði!a.“
Breiðholtskjör
Hagkaup hafði forskot
„Rannsóknin er alls ekki fullnægj-
andi, hún hvorki sannar né afsannar
neitt. Hér voru tekin sýni af ná-
kvæmlega sama hakkinu, annað var
í kjötborði, hitt í pakka frammi í
verslun. Samt fær það bæði 2 og 3
stig fyrir fítu,“ segir Þorsteinn Þór-
hallson, kjötiðnaðarmaður í Breið-
holtskjöri. Hann segir ómögulegt að
átta sig á hvort 2 stig þýði slæma
útkomu. Breiðholtskjör fékk 2 stig
fyrir innihaldslýsingu og segir Þor-
steinn að þegar hafi verið gerðar
ráðstafanir til að gera bragarbót á
henni. Aðspurður hversvegna hita-
stig á hakkinu teljist ófullnægjandi
í öðru tiivikinu segir hann skýringuna
einfalda: „Hakkið var ekki orðið
nægilega kalt þegar sýnin voru tekin
á mánudagsmorgni. Við vorum nýbú-
in að pakka því í stóra pakka og
setja fram í verslunina. Framvegis
munum við pakka nautahakkinu í
smærri pakka til þess að það kælist
fyrr. Mér fínnst Hagkaup hafa for-
skot fram yfír aðrar verslanir því
starfsfólkið hafði tækifæri til að búa
í haginn fyrir könnunina."
Bónus
Könnunin er misvísandi
Jón Ásgeir Jóhannesson, fram-
kvæmdastjóri Bónus, segir niður-
stöður óskiljanlegar af því að Bónus
kaupi nautahakk af Kjötvinnslu Hag-
kaups og fái í heildarniðurstöðu 11
stig en Hagkaup 15 stig. Þótt Hag-
kaup merki hakkið sem „Góður kost-
ur“ en Bónus sem „Ferskt kjöt“ hafí
framleiðandi áður sannfært sig um
að þetta væri sama vara.
„Mér er líka spurn hversvegna
framleiðandi selur Bónus en ekki
Hagkaup vöru með óflullnægjandi
merkingum. Við fáum 1 stig fyrir
innihaldslýsingu en Hagkaup 3 stig.
Okkur er gert óhægt um vik að svara
fyrir okkur, t.d. um hitastig en við
vitum ekki á hvenær dags það var
mælt. Ég tel könnunina misvísandi
og er ósáttur við ýmis atriði. Hakk,
sem Bónus kaupir frá S.Ö. kjötvör-
um, fær eitt stig í liðnum yfir önnur
hráefni, sem bendir til að í því séu
ýmis aukaefni. Þessi stigagjöf virðist
til komin af því að í hakkinu mæld-
ist lambakjöt 2%, sem er óverulegt."
Til að tryggja neytendum gott
nautahakk segir Jón Ásgeir að Bón-
us muni framvegis senda reglulega
sýni til RALA á eigin kostnað.
S.Ö.-kjötvörur
Hakkavélin illa hreinsuð
Geir Ericson framkvæmdastjóri
S.Ö.-kjötvara kveðst ánægður með
þær niðurstöður að gott hráefni væri
notað í hakk kjötvinnslunnar. Vottur
af lambakjöti fannst í sýni frá fyrir-
tækinu og segir Geir það stafa af
því að hakkavél hafi ekki verið nógu
vel þrifin. „Það er vítavert og við
erum að vinna að hertu gæðaeftirliti
vegna þessa.“ Innihaldslýsingu á
sýni S.Ö.-kjötvara var ábótavant að
mati RALA. „Á innihaldslýsingu
stendur ungnautahakk, 18-20% fita
og var innihaldslýsingu á fítu ábóta-
vant.“ Geir fínnst að öðruvísi ætti
að standa að rannsókn af þessu tagi.
„RALA og Hollustuvernd ríkisins
ættu að framkvæma rannsóknir
vegna gæðaeftirlits á eigin kostnað,
en ekki Hagkaups. Þá fyrst yrðu
niðurstöður réttar."
Garðakaup
Vill frekari skýringar
Nautahakkið hjá Garðakaup hlaut
fæst stig, samtals 9, í könnuninni.
Ólafur Torfason kaupir nautahakk
frá íslandskjöti. Hann segist sann-
færður um að það sé ungnautakjöt
og ekkert annað. Hann hefur farið
fram á að RALA geri sér nákvæma
grein fyrir niðurstöðunum.
„Könnunin er ekki hlutlaus og því
ekki ábyrg. Ég hef sterkan grun um
að gerðar hafi verið gerlarannsóknir,
og þeirra ekki getið í niðurstöðum
því að að þær séu Hagkaup í óhag.
Ef Hagkaup hefði lent í neðsta sæti,
en Garðakaup í
efsta, hefðu þessar
niðurstöður áreiðan-
lega ekki komið fyrir
sjónir almennings."
Ólafur bendir á
prentvillu þar sem
hitastig í Garðakaup
fékk eitt stig en ekki
þijú eins og rétt er.
íslandskjöt
Lyktar af
hagsmunum
„Ég hefði viljað
að RALA gerði
rannsókn sína
hlutlaust, án þess að Hagkaup kæmi
þar nærri. Eg bíð eftir hlutlausri
rannsókn af þeirra hálfu, enda treysti
ég ekki mönnum sem ekki sjá sóma
sinn í að leiðrétta mistök sem þeir
gera,“ segir Torfí Torfason hjá
Islandskjöti. Kjötvinnsla hans selur
Garðakaupum. Torfi segir að
prentvilla hjá RALA hafi valdið því
að útkoma virtist lakari en hún var
í raun. „í greinargerð kom fram að
kælingu á kjöti væri ábótavant og
við fengum strax mann til að gera
við kæli. En hann var í lagi og
mistökin hjá RALA.“
Hakk frá íslandskjöti reyndist
innihalda „önnur hráefni" sem Torfi
segist ekki hafa hugmynd um hver
séu, enda hafi hvorki mælst sojapró-
tein né önnur kjöttegund í sýni frá
honum. „Öll þessi könnun lyktar af
því hver greiddi fyrir hana og það
hlýtur að teljast í verkahring RALA
að segja til um hver þessi „önnur
hráefni" eru, því við bætum engu
við nautahakk hjá okkur. Mér fínnst
illa staðið að þessari rannsókn að
mörgu leyti og nefni sem dæmi að
þegar heilbrigðisfulltrúar gera rann-
sóknir láta þeir kvitta fyrir sýnatöku
og gera hitamælingar á staðnum. I
þessu tilviki var ekki kvittað fyrir
sýnsatöku og hitamæling var gerð
úti í bíl en ekki inni í verslun."
Varðandi umræðu um beljukjöt,
segir Torfí kýrkjöt ekki vera vont
þótt það sé ódýrara. „En ég hef bara
aldrei fengið kýrkjöt. Ég ætlaði einu
sinni að kaupa það, en var sagt hjá
sláturhúsinu að stærsti kjötkaupand-
inn keypti allt kýrkjöt sem fáanlegt
er. Þessi aðili kaupir 6Q- 80 skrokka
á viku og í öllum gæðaflokkum, þar
af eru 50-70% kýrkjöt."
„VIÐ seljum nautgripahakk, en það
heiti hefur lengi verið notað yfir
kýrkjöt. Varan er vandlega merkt
sem slík, svo enginn ætti að velkjast
i vafa um hvað við seljum. Ekki er
ágreiningur um hvort menn selja
kýrkjöt, heldur um það hvort sam-
bærilegar vörur eru bornar saman í
verðkönnun. Það var ekki gert í verð-
könnun Morgunblaðsins og DV fyrir
nokkrum vikum, sem urðu tilefni
ummæla minna um að í öðrum versl-
unum væri selt beljukjöt.
Kjarni málsins er að nauðsynlegt
er að setja skýrar reglur um merk-
ingar á kjöti og öðrum matvælum,
þannig að unnt sé.að gera marktæk-
an samanburð."
— Rannsóknin er gagnrýnd þar sem
Hagkaup,\ sem er markaðsráðandi
fyrirtæki, stendur að henni.
Fjarðarkaup
Rengir ekki niðurstöður
Sveinn Sigurbergsson, verslstj.
Fjarðarkaupa, segir enga ástæðu til
að vefengja niðurstöður enda gerð
af hlutlausum og ábyrgum aðilum.
Edvard Friðjónsson, deildarstjóri í
kjötdeild tekur í sama streng, en
furðar sig á að rannsóknin nái einn-
ig yfír sérblandað svína-/nautahakk
og nauta-/lambahakk hjá Hagkaupi
en einungis nautahakk annars stað-
ar. Aðspurður hvort honum þætti 2
stig fyrir innihaldslýsingu nægileg
sagði hann enga reglugerð til um
þetta.
Kjötbankinn
Prentvilla hjá RALA
Kristinn Jóhannesson eigandi
Kjötbankans segir mistök hafa átt
sér stað við frágang á greinargerð
RALA. Vitlaust verð hafi verið skráð
á 2. fl. nautahakk, 628 kr. í stað
568 kr. „Mér finnst óeðlilegt að taka
sérblandað hakk frá Hagkaup inn í
rannsókn á nautahakki. Ég hefði
viljað sjá rannsókn þessa gerða af
hlutlausum aðila, t.d. Hollustuvernd,
sem hefði bæði framkvæmt hana og
kynnt niðurstöður. Rannsóknin hefði
þá verið traustvekjandi. Forsendur
RALA við einkunnagjöf fyrir inni-
haldslýsingu eru umdeiianlegar, en
í hakk sem við seljum sem úrvals-
hakk er eingöngu ungnautakjöt. Það
kemur ekki fram í innihaldslýsingu,
og lækkaði því einkunn okkar."
Kjöt og fiskur
Þetta er sama kjötið
Ragnar Lárusson umsjónarmaður
kjötborðs í Kjöt og físki í Mjódd,
segir sams konar nautahakk vera í
tilbúnum neytendapakkningum og í
lausavigt úr kæliborði. Niðurstöður
RALA bentu þó til að fitu- og kollog-
enhlutfall væri ekki það sama. “Við
hökkum nautakjöt við 12 gráðu hita
í vinnslusal. í geymslukæli er hita-
stig mun lægrá. Hafi sýni verið tek-
ið þegar hakk var nýkomið í kæli-
borð er komin skýring á óeðlilega
háu hitastigi hakksins. Kæling er
lögleg bæði í verslun og vinnslurými
og fylgst er með henni reglulega."
„Þegar markaðsráðandi dagblöð
eins og Morgunblaðið og DV gera
verðkannanir þar sem bornar eru
saman ólíkar vörur og telja sig leið-
beina lesendum sínum með þeim
hætti, er nauðsynlegt að bera hönd
fyrir höfuð sér. Til þess var fengin
Rannsóknastofnun landbúnaðarins,
sem hingað til hefur þótt vinna vís-
indalega og af samviskusemi."
— Sumir telja að þið leynið hluta af
niðurstöðum.
„Við höfum látið af hendi þau
gögn sem við fengum frá RALA og
jafnframt vöktum við athygli á því
að bak við þau hlytu að vera önnur
rannsóknargögn. Blaðamönnum var
sérstaklega bent á að nauðsynlegt
væri að spyrja frekari spurninga til
fyllingar þeim gögnum sem þeir
fengu frá okkur.“
Óskar Magnússon, forstjóri Hagkaups:
Vantar reg’lur
um merkingar