Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994 9 FRÉTTIR Sjálfsbjörg gagnrýnir fjárlagafrumvarp og nýja reglugerð Sparað á kostnað fatlaðra og sjúkra SJÁLFSBJöRG, landssamband fatl- aðra, mótmælir því harðlega að sett hafi verið reglugerð sem feli í sér að lífeyrisþegar verði krafðir um greiðslu fyrir vottorð sem krafist sé vegna almannatrygginga og félags- legrar aðstoðar. „Með reglugerðar- breytingu þessari er að sagt er, áformað að spara hjá tryggingunum um 20 milljónir króna. Þessi sparn- KOSNINGAR til hreppsnefndar sameinaðs Súðavíkurhrepps fara fram í dag. Tveir listar eru boðnir fram og standa sömu aðilar að þeim og stóðu að tveimur listum í Súðavík við hreppsnefndarkosn- ingarnar í vor. Nýr Súðavíkurhreppur verður til við sameiningu Súðavíkur, Ogur- hrepps og Reykjafjarðarhrepps í ísafjarðardjúpi. Liðlega 300 íbúar verða í nýja sveitarfélaginu sem formlega verður til um nsðstu ára- mót. Tveir Iistar Listarnir sem kosið er á milli eru F-listi umbótasinna, sem fékk einn aður verður hins vegar að mjög stór- um hluta lagður á þá sem minnst mega sín í þjóðfélaginu, fatlað og langsjúkt fólk, sem stöðugt þarf að sanna fötlun sína og veikindi með þessum vottorðum, janfvel áratug- um saman, þó það eigi sér enga von um endurbata," segir í fréttatilkynn- ingu Sjálfsbjargar. „Á sama tíma og leggja á ofan- mann í hreppsnefndarkosningun- um í Súðavík í vor, og S-listi, Sam- einingarlistinn, sem fékk fjóra menn kosna undir heitinu Súðavík- urlistinn. Heiðar Guðbrandsson í Súðavík er efstur á lista umbóta- sinna og Sigurjón Samúelsson úr Ögurhreppi í öðru sæti. Sigríður Hrönn Elíasdóttir, sveitarstjóri í Súðavík, skipar efsta sætið á Sam- einingarlistanum, Sigmundur Sig- mundsson, oddviti úr Reykjafjarð- arhreppi, er í öðru sæti, Friðgerður Baldvinsdóttir í Súðavík í því þriðja, Salvar Baldursson í Vigur í Ögurhreppi í fjórða sæti og Guð- mundur Halldórsson í Súðavík í því fimmta. greindar greiðslur á sjúklinga, fólk sem hefur sér til framfæris 50-70 þús. á mánuði, þá áformar núver- andi ríkisstjórn að fella niður svo- kallað hátekjuskattþrep,“ segir enn- fremur. Sjálfsbjörg spyr hvernig þetta komi saman við yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar um að jafna kjör fólks og búa vel að þeim sem höllum fæti standi í lífsbaráttunni. „Hér hefur sem sagt verið tekinn upp sá háttur að jafna frá þeim sem hafa lítið eða ekkert, til hinna sem hafa meira,“ segir í fréttatilkynnirig- unni. Gegndarlausar árásir Sjálfsbjörg mótmælir harðlega „þeim gegndarlausum árásum sem gerðar eru á kjör og afkomuöryggi örorku- og ellilífeyrisþega í íjárlaga- frumvarpi". Tilgreind eru áform um að fella niður eingreiðslur til lífeyris- þega sem séu hluti af umsömdum kjörum launafólks og hafi komið í stað taxtahækkana; aftengingu lagaákvæðis um að bætur hækki til samræmis við hækkun á vikukaupi verkamanna; skerðingu heimildar- bóta skv. lögum um félagslega að- stoð; lækkun lífeyristrygginga um 50 milljónir króna með endurskoðun bótakerfis og að spara eigi útgjöld sjúkratrygginga um 420 milljónir króna með því að velta greiðslum yfir á sjúklinga, lífeyrisþega og lág- tekjufólk. Sameinað sveitarfélag við Djúp Kosið í Súðavík JdUBdNQS FMmMMiki Höfum opnað jólamarkað með úrval vöru til jólaskreytinga. Mjög gott tferð. Verðdæmi: Gertfijólatré frá kr. 2.990,- Jólakransar frá kr. 490,- Jólarósir frá kr. 145,- Jólapa|>|>ír, rúllan frá kr. 50,- Jólaseríur frá kr. 390,- og margt fleira. Opið mán. - föst. kl. 10-18, laugardaga kl. 10-17, sunnudaga kl. 13-17. ténmm Laugavegi 25, s. 15053. Gullskipið og fornminjalög Óþarfa áhyggjur „ÞETTA eru óþarfa áhyggjur. Við höfum aldrei lýst því yfir að við ætluðum að fara að grafa upp skipið án þess að fornleifafræðing- ar væru við það,“ sagði Kristinn Kristinsson, forsvarsmaður þeirra sem ætla að hefja að nýju leit að gullskipinu svonefnda á Skeiðarár- sandi. Bjarni F. Einarsson, forn- leifafræðingur og nefndarmaður í fornleifanefnd, sagði í samtali við Morgunblaðið í vikunni að leitar- menn megi ekki hrófla við neinu finnist skipið heldur verði að kalla til fornleifafræðinga og fá leyfi fornleifanefndar fyrir uppgreftri. „Þegar það var átt við Het Wapen á sínum tíma þá var það með fornleifafræðingum, bæði ís- lenskum og hollenskum, og það hefur aldrei komið til máia að grafa upp skipið án þess að fornleifa- fræðingar eigi við það,“ sagði Kristinn. „Það hefur orðið breyting á lögum en í eldri lögum og samn- ingum við ríkið var það á hreinu að það verður ekki átt við skipið án fornleifafræðinga. Um leið og við erum búnir að finna skipið og vitum að við erum með rétta skip- ið verður heldur betur haft sam- band við fornleifafræðingana. Sennilega eru ekki nógu margir fornleifafræðingar á íslandi til að grafa upp skipið þegar þar að kem- ur, þeir verða að fá aðstoð annars staðar frá líka, hvað sem þeir halda um það í dag,“ sagði Kristinn. OPIÐ í DAG frá kl. 10-16 SUNNUDAG frá kl. 14-16 □PIBBBE] HÚSGAGNAVERSLUN Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfiröi, sími 654 100 BANDALAG ÍSLENSKRA LEIKFÉLAGA AUGLÝSIR I TILEFNI AF DEGI ÁHUGALEIKLISTAR Á ÍSLANDI 12. NÓVEMBER 1994 Leikfélag Fljótsdalshéraðs, Egilsstöðum, frumsýnir í kvöld söngdagskrána Hér stóð bær, sem byggð er á lögum sem Haukur Morthens gerði vinsæl á sínum tíma. Texta skrifuðu þau Arndís Þorvaldsdóttir og Sveinn Herjólfsson. Leikstjóri er Einar Rafn Haraldsson. Sýnt er í Hótel Valaskjálf. Húsið opnað kl. 19.30. Leikfélag Hornafjarðar og Leikdeild Umf. Ármanns frumsýna dagskrána Bara spaug í Holtagarði, Öræfum, kl. 20.30. Aðeins þessi eina sýning. Leikfélag Selfoss frumsýnir í kvöld Við bíðum eftir Godot eftir Samuel Beckett. Leikstjóri og þýðandi er Eyvindur Erlendsson. Sýnt er í Leikhúsinu við Sigtún kl. 20.30. Einnig stendur Leikfélag Selfoss fyrir opinni leiksmiðju undir stjórn Vigdísar Jakobsdóttur í Félagsmiðstöðinni frá kl. 10.00-14.00. Hugleikur í Reykjavík frumsýnir í kvöld leikþáttinn Aldrei fer ég norður eftir Ingibjörgu Hjartardóttur á árshátíð Svarfdælingafélagsins í Reykjavík á Hótel Sögu. Leikfélag Reyðarfjarðar - Vísnavinir verða með opið hús og æfingu á söngva- og skemmtidagskrá úr verkum Jónasar og Jóns Múla Árnasona í Félagslundi frá kl. 13.30-18.00. Leikstjóri er Jón Júlíusson og söngstjóri er Gillian Haworth. Frumsýnt er laugardaginn 19. nóvember. Skagaleikflokkurinn sýnir Mark eftir Bjarna Jónsson í leikstjórn Sigrúnar Valbergsdóttur í Bíóhöllinni kl. 20.30. Unglingadeild Leikfélags Hveragerðis sýnir Peningar eru ekki allt, samið af hópnum sjálfum, í Grunnskólanum kl. 21.00. Unglingadeild Leikfélags Kópavogs sýnir Silfurtunglið eftir Halldór Laxness í leik- stjórn Stefáns Sturlu Sigurjónssonar í Félagsheimili Kópavogs kl. 17.00. Leikfélag Keflavíkur sýnir söngleikinn Syndaselurinn Snorri eftir keflvísku höfundana Júlíus F. Guðmundsson og Sigurð Eyberg Jóhannesson. Leikstjóri er Halldór Björnsson. Sýnt er í Félagsbíói kl. 21.30. Leikfélag Mosfellssveitar hefur opna æfingu á Mjallhvíti og dvergunum sjö eftir Maragrete Kaiser í leikstjórn Guðrúnar Stephensen í Bæjarleikhúsinu milli kl. 13.00 og 15.00. Leikfélag Patreksfjarðar er með opið hús í Leikfélagshúsinu frá kl. 15.00-18.00. Leikfélag Dalvfkur verður í dag út um allan Dalvíkurbæ með atriði úr söngleiknum Land míns föður eftir Kjartan Ragnarsson, en | J sýningar standa yfir þessa dagana. Leikstjóri er Kolbrún Halldórsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.