Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B/C/D/E 53. TBL. 83. ÁRG. LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Mál Andreottis Hógvær viðbrögð á Italíu Palermo. Reuter. DAGBLÖÐ á Ítalíu lögðu í gær áherslu á að það væri landsmönnum í hag að mál Giulios Andreottis, fyrrverandi forsætisráðherra, yrði útkljáð með réttarhöldum. Andre- otti er sakaður um aðild að maf- íunni og hefjast réttarhöldin gegn honum á Sikiley í haust. Dagblöð minntu á að sakborning- urinn væri saklaus þar til hann hefði verið dæmdur. Corriera della Sera sagði að reyndist Andreotti saklaus yrði aldrei hægt að bæta það tjón sem unnið hefði verið með málinu. La Repubblica hvatti and- stæðinga hans til að hreykja sér ekki um of. Mikil hætta væri á því að blandað yrði saman stjómmála- skoðunum og mati á afbrotum í máli ráðherrans fyrrverandi. ■ Félagi í mafíunni?/21 -------»■ ♦ ♦----- Staða doll- Stjórnarflokkar Póllands gefa eftir til að geta myndað nýja stjórn Lech Walesa hafði sigiir Óháðir menn fá mikilvæg ráð- herraembætti í stjórninni Varsjá. Reuter. STJÓRNARFLOKKARNIR í Pól- landi létu í gær undan kröfum Lech Walesa forseta um val á mönnum í þrjú mikilvæg ráðherraembætti. Þar með bundu þeir enda á lang- vinna deilu við forsetann og geta myndað nýja stjórn. Jozef Oleksy, sem fékk umboð til stjórnarmyndunar frá þinginu á fimmtudag, sagði að samkomulag hefði náðst við Walesa um ráðherra utanríkis-, innanríkis- og varnar- mála. Enginn mannanna er í stjórn- arflokkunum tveimur, sem höfðu mánuðum saman hafnað einum þeirra, Zbigniew Okonski. Að kröfu Walesa verður hann varnarmála- ráðherra. Mennimir eru allir óflokksbundnir. Walesa hafði krafist þess að ráð- herraembættin yrðu ekki skipuð mönnum úr stjórnarflokkunum, sem tengjast báðir kommúnista- stjórninni sem var við völd fyrir árið 1989. Þreyttir á töfinni „Við urðum að samþykkja þessi ráðherraefni þar sem við vildum mynda stjórnina sem allra fyrst. Fólk er orðið þreytt á þessari löngu töf,“ sagði Marek Borowski, leiðtogi Lýðræðislega vinstribandalagsins, stærri stjórnarflokksins. Stjórnarflokkamir eru með mik- inn meirihluta á þinginu, þannig að öruggt er talið að ráðherralistinn verði samþykktur þegar hann verð- ur afgreiddur þar í dag. Lech Wal- esa skipar mennina síðan formlega í embættin. Leeson úrskurðaður í gæsluvarðhald í Þýskalandi Vill að réttað verði í málinu í Bretlandi Frankfurt, London. Reuter, The Daily Telegraph. ars veik London. Reuter. SEÐLABANKAR Bandaríkjanna og nokkurra Evrópuríkja keyptu í gær mikið af dollurum til að freista þess að styrkja gjaldmiðilinn, en án verulegs árangurs. Fjármálasérfræðingar segja að íhlutun seðlabankans hafí aðeins skammvinn áhrif og telja litlar líkur á að staða dollars styrkist vemlega á næstunni. Þrátt fyrir íhlutunina var gengi dollarans gagnvart jeninu lægra en nokkm sinni fyrr eftir heimsstyijöldina síðari, undir 95 jenum. Staða dollars var einnig mjög veik gagnvart þýska markinu. Theo Waigel, fjármálaráðherra Þýskalands, kvaðst ekki sjá neina ástæðu fyrir veikri stöðu dollarans. Fjármálamenn sögðu ástæðuna að- allega þá að óvissa ríkti um horfum- ar í efnahag Bandaríkjanna. NICK Leeson, Bretinn sem kné- setti Baringsbanka með spákaup- mennsku sinni, var í gær úrskurð- aður í gæsluvarðhald í Þýskalandi meðan beðið er eftir ákvörðun um hvort hann verði framseldur til Singapore. Lögfræðingur hans í Þýskalandi sagði að hann vildi frekar verða leiddur fyrir rétt í Bretlandi þar sem réttarkerfíð í Singapore væri frumstætt og sak- borningurinn gæti ekki búist við réttlátri málsmeðferð. Lögfræðingurinn sagði að mannréttindi væm ekki i heiðri höfð í Singapore. „Mér býður við þeim hræðilegu refsingum sem þar er beitt og ég veit ekki hver hámarksrefsingin er vegna ákær- unnar sem hann á yfír höfði sér.“ Margra mánaða varðhald? Samkvæmt gæsluvarðhaldsúr- skurðinum fá yfirvöld í Singapore 40 daga til að sanna að Leeson hafí gerst brotlegur við lög, en talið er að afgreiðsla framsalsbeiðninnar gæti tekið þijá til fjóra mánuði eða jafnvel enn lengri tíma. Þýski saksóknarinn Hans-Her- mann Eckert sagði að varðhaldsúr- skurðurinn væri byggður á ásökun- um um að Leeson hefði gerst sekur um skjalafals. Talið er að verði hann dæmdur fyrir skjalafals í Singapore eigi hann 15 ára fangelsisdóm yfír höfði sér. Leeson verður haldið í fangelsi í grennd við Frankfurt. Óstaðfestar fregnir herma að hann hafi sent Peter Baring, stjórnarformanni Bar- ingsbanka, bréf þar sem hann segir stjórnendur bankans hafa vitað um áhættuviðskiptin sem urðu honuin að falli. Leeson hefur sagt vinum sínum að stjórnendur bankans hafí haft fulla vitneskju um viðskiptin og geti ekki firrt sig ábyrgð. Þá skýrði The Fínancial Times frá því í gær að endurskoðendur hefðu þegar í ágúst skýrt stjórnendunum frá „verulegri áhættu“ vegna viðskipta Leesons. Pitsuþjóf- ur fær 25 ára fang- elsisdóm Los Angeles. Reuter. 25 ÁRA maður í Kaliforníu hefur verið dæmdur í fang- elsi í 25 ár eða til lífstíðar fyrir að stela pitsusneið af hópi barna. Maðurinn fékk svo strangan dóm vegna nýrra laga sem kveða á um að þeir sem hafa verið sakfelld- ir þrisvar fyrir glæpi skuli sitja í fangelsi í a.m.k. 25 ár eða til lífstíðar. Engin mörk dregin „Hann fær sama dóm og hann hefði fengið fyrir að nauðga konu, misþyrma barni eða stela bíl vegna þess að í lögunum eru ekki dregin nein mörk,“ sagði dómarinn. Maðurinn hafði fjórum sinnum verið dæmdur sekur um glæpsamlegt athæfi, m.a. rán og tilraun til ráns. Hann var sakfelldur fyrir að hrifsa pitsusneið af fjór- um börnum, 7-15 ára. Sækjandinn í málinu sagði að maðurinn hefði ógnað börnunum en verjandinn kvað hann aðeins hafa verið að gantast eftir að hafa drukkið öl með vini sínum, sem hefði manað hann til verknaðarins. Reuter Einn af forsprökk- um Cali handtekinn ÖRY GGISS VEITIR í Kólombíu handtóku seint í fyrrakvöld einn af sjö helstu leiðtogum eins af öflugustu eiturlyfja- smyglhringum heims, sem er kenndur við borgina Cali. Sveitirnar handtóku Jorge Eli- ecer Rodriguez Orejuela, yngri bróður Miguels og Gilbertos, sem eru taldir æðstu leiðtogar samtakanna. Handtakan er talin mikið áfall fyrir smyglhringinn, en hann er talinn ráða yfir 70 af hundraði kókaínmarkaðarins í Bandaríkjunum. Á myndinni er Rodrigucz Orejuela leiddur í handjárnum fyrir blaðamenn og ljósmyndara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.