Morgunblaðið - 04.03.1995, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 04.03.1995, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR SÓLGLERAUGU í SUMAR Lítil o g stílhrein með litgleijum SÓLGLERAUGU verða enn og aftur þarfaþing um þetta leyti árs og áfram sem betur fer í marga mánuði. Þess vegna var farið á stúfana og forvitnast um nýjung- ar, verð og það sem verður að vera: Almennileg geislavörn. Sum sólgleraugu geta nefni- lega gert meiri skaða en ekki, ef þau eru án þessarar varnar. Dökkt plast eða gler hleypir þá skaðlegum geislum inn í galopin sjáöldur og afleiðingin verður væntanlega höfuðverkur. Þess vegna ætti fyrst og fremst að athuga við sólgleraugnakaup að gleraugun loki úti óvinageisla með UVA-vörn eða Polaroid- glerjum. Gleraugnaverslanir bjóða vart annað en vönduð sólgleraugu og aðrar verslanir gætu líka haft þau; tískubúðir, apótek og bens- ínstöðvar. Á síðastnefndu stöðunum er algengt verð frá þúsund krónum upp í tvö þús- und. Og þar taka gleraugna- verslanir við, bjóða sólgleraugu frá 1.500 kr. upp í 15-20 þús. Dýrari sólgleraugu, frá 7.000 krónum eða þar um bil, eru með vönduðum gleijum eða plasti og líkast til frá frægum hönnuðum. Þau dýrustu ei*u handsmíðuð eft- ir kúnstarinnar reglum og nýj- ustu tísku. Hvernig verður tískan í sólgleraugum annars í sumar? Því var svarað í Gleraugnamið- Morgunblaðið/Kristinn GLÆNÝ sólgleraugu úr Gleraugnamiðstöðinni og Linsunni. stöðinni á Luagavegi og í Lins- unni í Aðalstræti. Þessar versl- anir lánuðu jafnframt nokkur ný sýnishorn sem líkleg þykja til vinsælda. Einfaldar umgjarðir og lituð gler Sterkir litir í glerjum eða piasti verða áberandi næstu mánuðina auk þess dökkgræna eða svarta og annað sem næstum er regla eru litlar, fremur ein- faldar umgjarðir. Svokölluð pi- lot-gleraugu eru að sögn kaup- manna á hröðu undanhaldi og stór sólgleraugu eru nú helst með afar sérstöku sniði, frá hönnuðum eins og Alain Mikli, sem sendir þó mun meira frá sér af nettum umgjörðum. Þær geta verið kantaðar eða spor- öskjulaga eða sambland af þessu tvennu. Alveg kringlótt gler- augu sjást áfram, til dæmis frá Armani, en kisulag er fátíðara í nýjum sendingum. Þær eru annars rétt farnar að berast í gleraugnabúðir og úrvalið á að sögn kaupmanna eftir að aukast næstu vikurnar. VÍTAMÍNLÍNA frá apótekunum. Apótekin láta framleiða vítamín og fæðubótaefni KLASI hf., fyrirtæki apótekanna, setti nýlega á markað 13 tegundir vítamína og fæðubótaefna, sem ein- göngu verða seld í lyfjaverslunum. Allar vörutegundir eru framleiddar undir iyfj afræðilegu eftirliti og í fréttatilkynningu frá dreifingarað- ila segir að fyrirtækið hafi staðið fyrir fræðslufundum fyrir starfsfólk apóteka um vítamín, steinefni og önnur fæðubótaefni. Þar segir einnig: „íslendingar eru fljótir að tileinka sér nýjungar í þessum efnum, enda hefur úrval vítamína aukist mikið á síðustu árum. Þess vegna er mikilvægt að almenningur hafi aðgang að örugg- um vörum og faglegum og vönduð- um upplýsingum hjá starfsfólki apótekanna. Allir framleiðendur vítamínlínu apótekanna uppfylla ströngustu kröfur sem gerðar eru til lyfjaframleiðenda og taka regl- urnar til eftirlits með hráefnum, framleiðslu, pökkunar og rann- sókna á vörunni eftir að hún er komin í neytendapakkningar.“ Pilsaþytur helgina 3. - 5. mars Reykjavík: Opinn fundur á Hótel Borg Iaugardaginn 4. mars kl. 14.00. Yfirskrift fundarins er: Kvenfrelsi, mannrétttindi, samábyrgð. Reykjavík: Kosningaskrifstofan, Laugavegi 17, sími 22780, verður opnuð miðvikudaginn 8. mars kl. 18.00. Allir velkomnir. Norðurland eystra: Pilsaþytur út með firði um helgina. Vesturland: Kosningaskrifstofan, Skúlagötu 17, Borgarnesi, verður opnuð kl. 17.00 föstudaginn 3. mars. Norðurland vestra: Kosningaskrifstofan, Freyjugötu 34, Sauðárkróki, verður opnuð laugardaginn' 4. mars ki. 16.00. Reykjanes: Kosningaskrifstofan, Dalshrauni 1, Hafnarfirði, verður opnuð sunnudaginn 5. mars kl. 16.00. Vestfirðir: Kosningaskrifstofan, Austurvegi 2, 2. hæð, verður opnuð sunnudaginn 5. mars kl. 15.00. Komdu Bíla- og heimilisþjónustan Þrífur bíla, heimili og stigaganga FTRSTA desem- ber sl. opnaði Árni Friðriksson alhliða hreingerningafyr- irtæki, Bfla- og heimilisþjón- ustuna, í 160 fm húsnæði á Skemmuvegi 12, Kópavogi. Hann segir að fyrir jólin hafi verið mest að gera í heimilishreingern- ingum, en hann djúphreinsi teppi og tauhúsgögn, þrífi loft og veggi, bónleysi og bóni gólfdúka og par- ket. Þrif á stiga- gangi kosti að með- altali 120 kr. á fm. . Bíleigendur geta látið skyndi- þvo og hraðbóna bílinn á 600 kr., en heildarþrif lítils bíls með teflon- bóni, sem endist í 6 mánuði, kost- ar 2.300 kr., en 4.300 kr., séu sæti, teppi, toppur og hliðar djúp- Morgnnblaðið/Sverrir BÍLEIGENDUR geta látið þrífa bíla sína í húsnæði Bíla- og heimilisþjónustunnar eða leigt aðstöðuna. hreinsaðar. Tímagjald fyrir þá sem vilja þvo og bóna bíla sína sjálfir er 350 kr. Viðskiptavinir geta látið sækja bílinn heim og fengið hann þrifinn til baka, þeim að kostnaðarlausu. Morgunblaðið/RAX Gott í gogginn FYRIR nokkru var opnaður skyndi- mat, grænmeti, pasta og baunir. bitastaðurinn Gott í gogginn á Hægt er að borða matinn á staðnum Laugavegi 2, þar sem áður var sö- eða taka hann með sér heim. Opið luturninn Vikivaki. I boði eru ýmsir er alla daga til kl. 21. Heimsending- réttir sem rekja uppruna sinn til arþjónusta er milli kl. 17 og 21. Mexíkó, Spánar, Italíu og Frakk- Eigendur staðarins eru Bjarni Ósk- lands. Lögð er áhersla á hollan arsson veitingamaður og fjölskylda.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.