Morgunblaðið - 04.03.1995, Page 18

Morgunblaðið - 04.03.1995, Page 18
18 LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ fyrsti vinningur á laugardag! FRÉTTIR: EVRÓPA Evrópusambandið og Tyrkland Bráðabirgða- samkomulag um tollabandalag íssel. Reuter. EMBÆTTIMENN ESB og Tyrk- lands undirrituðu í gær bráða- birgðasamkomulag um tollabanda- lag. Verður samkomulagið staðfest á fundi utanrikisráðherra ESB á mánudag. Grikkir hafa til þessa staðið gegn öllum tilraunum til að gera sam- komulag af þessu tagi við Tyrki vegna landamæradeilna ríkjanna á Kýpur. Talsmaður grísku stjórnar- innar sagði hins vegar í gær að stjórnin hefði fallist á þau drög að samkomulagi er lægju fyrir. í samkomulaginu felst að opnað verður fyrir viðskipti varðandi fjöl- marga vöru- og þjónustuflokka og að auki verður Tyrkjum veitt tæp- lega 70 milljarða króna efnahagsað- stoð. Vonast fulltrúar ESB til að með þessu muni Tyrkir tengjast Vestur-Evrópu nánari böndurh. í samkomulaginu, sem náðist í gær, er orðalagi varðandi aðildar- viðræður við Kýpur einnig breytt til að koma til móts við Grikki. Segir þar nú að aðildarviðræður við Kýpur „muni hefjast" í stað þess að þær „geti hafist" sex mánuðum eftir að ríkjaráðstefnu ESB lýkur. Þá hefur verið ákveðið að taka upp nánara pólitískt samstarf við Kýpur. Ovíst með Evrópuþingið Þó að samkomulagið verði stað- fest af ráðherrum ESB á mánudag er búist við að margir þingmenn á Evrópuþingmenn muni leggjast gegn því en þingið hefur krafist þess að Tyrkir geri úrbætur í mann- réttindamálum áður en ESB taki upp nánari samskipti við þá á við- skiptasviðinu. Sögðu evrópskir stjórnarerin- drekar að líklega yrði harðorðum kafla um mannréttindamál bætt við samkomulagið sem viðauka til að koma til móts við kröfur þingsins. „Þó að við ætlum okkur alls ekki að hafa afskipti af innri málefnum Tyrklands munum við kema skýrum skilaboðum áleiðis um að við bú- umst við aðgerðum á sviði mann- réttindamála,“ sagði einn stjórnar- erindreki. Reuter Prinsessa í Brussel ANNA Bretaprinsessa átti á fimmtudag fund með Jacques Santer, forseta framkvæmdastjórnar ESB. Prinsessan er for- seti alþjóðlegra barnaverndarsamtaka og var í opinberri heimsókn í Brussel á þeirra vegum. Loftferða- samningur við Belga Washington. Reuter. BELGÍA og Bandaríkin hafa náð samkomulagi um að auka frelsi í flugsamgöngum milli ríkjanna þrátt fyrir andmæli fram- kvæmdastjórnar ESB. Svisslend- ingar gerðu áþekkt samkomulag þann 15. febrúar sl. Bandaríkjastjórn hefur að undanförnu átt í viðræðum við níu minni Evrópuríki um loft- ferðasamninga og vonast til þess að samningar við þau muni þrýsta á stærri ríki að fallast á að af- nema hömlur í flugsamgöngum. Samkomulagið við Svisslend- inga og Belga gerir ráð fyrir að flugfélög rílqanna geti haldið uppi áætlunarflugi milli hvaða borga sem er og frá þriðja ríki sömuleiðis. Þá er flugfélögum einnig veitt heimild til að ákveða sjálf fargjöld og farþegafjölda. Viðræður standa enn yfir við íslendinga, Finna, Austurríkis- menn, Lúxemborgara, Norð- menn, Svía og Dani og er gert ráð fyrir að samningar við ríkin níu taki gildi á sama tíma. Samningafundir við íslendinga stóðu yfir í þessari viku og í næstu viku munu Bandaríkjamenn ræða við fulltrúa Austurríkis og Lúx- emborgar, að sögn bandaríska samgönguráðuneytisins. Samveldið vill aukið samstarf Brussel. The Daily Telegraph. EMEKA Anyaoku, framkvæmda- stjóri Samveldisins, átti á fimmtudag fund með Jacques Santer, forseta framkvæmdastjórnarinnar. Anya- oku, sem er fyrsti fulltrúi breska samveldisins, sem kemur í opinbera heimsókn til Brussel, lagði til að tekið yrði upp nánara samstarf milli ESB og hinna 51 ríkja Samveldisins. Douglas Hurd, utanríkisráðherra Bretlands, gagnrýndi í síðasta mán- uði harðlega hvernig staðið er að þróunaraðstoð Evrópusambandsins og sagði hana óskilvirka og illa rekna. Lagði Anyaoko á fundinum með Santer til að Samveldið yrði notað til að koma þeim milljörðum króna áleiðis sem ESB veitir í þróunarað- stoð til ríkja í Afríku, Karíbahafi og Kyrrahafi. Hann sagðist ekki vera kominn til Brussel til að halda uppi gagn- rýni á ESB en að það væri mat hans að sambandið gæti hagnast á því að nýta sér reynslu og kerfi Samveldisins. Samveldið væri mjög vel rekin stofnun og ESB gæti nýtt sé þá stað- reynd. Nefndi hann sem dæmi að Samveldið hefði mikla reynslu af því að endurskipuleggja skrifræðiskerfi þriðjaheimsríkja og aðstoða ríki við að koma á markaðshagkerfi. I I I I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.