Morgunblaðið - 04.03.1995, Page 25

Morgunblaðið - 04.03.1995, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995 25 leggjum samfélagi okkar lið gegn skattsvikum Það var hugsunin að baki nýju kjarasamningunum að þær kauphækkanir, sem um var samið, yrði ekki Velt ut I verðlagið. Ef svo færi yrðu nýju samningarnir lausir um næstu áramót og hinn margumtalaði stöðugleiki þar með runninn út í sandinn. Það er því magnþrungin áskorun Dagsbrúnar til allra þeirra, sem selja vöru og þjónustu að velta ekki launahækkunum út í verðlagið með því að hækka verð á vörum og þjónustu. é Þé skorar Dagsbrún ekki síður á ríki og sveitarfélög að hækka ekki sína þjónustu, svo sem síma, orkukostnað o.fl. Þá varar félagið banka og aðrar peningastofnanir við því að hækka vexti og þjónustugjöld. Kjarasamningar Dagsbrúnar voru gerðir í trausti þess að kauphækkunum yrði ekki velt út í verðlagið. Það var meginhugsunin að baki samninganna. Félagið skorar á félagsmenn sína að láta skrifstofu Dagsbrúnar vita, verði þeir varir við hækkanir og biður þá að hafa sérstaka gát á hverskonar tryggingagjöldum. Yfir 100 atvinnulausir Dagsbrúnarmenn fá ekki greiddar atvinnuleysisbætur, því þeir hafa unnið sem gerviverktakar hjá fyrirtækjum eða í svartri vinnu. Dagsbrún hvetur alla, sem fá vitneskju um svarta atvinnustarfsemi, að tilkynna það til embættis skattrannsóknastjóra. Svört atvinnustarfsemi er baggi á samfélagi og einstaklingum. Ef svört atvinnustarfsemi verður upprætt, verður hægt að lækka þá ofurþungu skattbyrði, sem hvílir á almennu launafólki. Dagsbrún mun hiklaust tilkynna embætti skattrannsóknastjóra um þau fyrirtæki sem stunda svarta atvinnustarfsemi. Verkamannafélagið Dagsbrún

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.