Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
HELGI
ELÍASSON
+ Helgi Elíasson
var fæddur 18.
marz 1904 í Hörgsd-
al á Síðu. Hann lést
í Reykjavík 22. febr-
úar síðastliðinn.
Foreldar hans voru
hjónin Elías Bjarna-
son kennari og Pál-
ína Elíasdóttir.
Systkini Helga
voru: Jónína, Helga
og Gissur og lifa tvö
síðarnefndu bróður
sinn. Helgi lauk
kennaraprófi árið
1925 og stundaði
síðan framhaldsnám í Dan-
mörku og Þýzkalandi til ársins
1929. Að námi loknu stundaði
hann barnakennslu í Reykjavík
en réðst fljótlega til Fræðslu-
málaskrifstofunnar þar sem
hann var fulltrúi fræðslumála-
stjóra um 10 ára skeið og árið
1944 var hann skipaður
fræðslumálastjóri og gegndi
því embætti þar til hann lét af
störfum fyrir aldurs sakir árið
1974. Help kynnti sér skóla-
j** störf víða erlendis á starfsferli
sínum og skrifaði ýmsar rit-
gerðir um skólamál. Hann
skrifaði ásamt ísak Jónssyni
Gagn og gaman,
lesbók fyrir byij-
endur 1-11, og átti
hlut að gerð ann-
arra námsbóka.
Hann var árum
saman prófdómari
við Kennaraskól-
ann. Helgi var
sæmdur ýmsum
heiðursmerkjum
fyrir störf sín.
Hann var og mikil-
virkur í félags-
störfum meðan
honum entist
heilsa. Eiginkona
Helga var Hólmfríður Davíðs-
dóttir, f. 9. september 1911, d.
28. marz 1982. Börn þeirra eru:
Þórhallur, kvæntur Arnbjörgu
Örnólfsdóttur og eiga þau þrjú
börn. Gunnlaugur, kvæntur
Valgerði Björnsdóttur og á
hann fjögur börn með fyrri eig-
inkonu sinni, Ólöfu Finnboga-
dóttur. Bergljót Gyða, gift Að-
alsteini Davíðssyni en þau eiga
þijá syni, og Haraldur, kvæntur
Karenu Eiríksdóttur og eiga
þaú tvö börn.
Útför Helga fór fram frá
Dómkirkjunni í gær, föstudag-
inn 3. marz.
HVAÐA öfl skyldu stjóma því að
sumir atburðir úr lífi manns eru
ljóslifandi en aðrir huldir mistri?
Þessu get ég ekki svarað fremur
en aðrir en mér fínnst einhvern
veginn sem það dýrmætasta sitji
eftir og verði aldrei frá manni tek-
ið. Þannig er að minnsta kosti um
*- leiftur sem skín svo skært innan
úr rökkri frumbernskunnar. Ég er
stödd í fallegu stofunni hennar
Fríðu frænku á Leifsgötu 14, nýorð-
in þriggja ára og syng hástöfum
Fyrr var oft í koti kátt, við undir-
leik Helga frænda sem situr bros-
andi við píanóið. Brosið hans, tón-
listin og yndislegt umhverfið greyp-
ist inn í bamshugann og gleymist
* ekki.
Það var ekki laust við að ég
væri dálítið upp með mér af frænd-
seminni við Helga þótt ég uppgötv-
aði snemma að við væmm ekkert
skyld. Það skipti eiginlega engu
máli því að ég var þó að minnsta
kosti frænka hennar Fríðu og taldi
» mig hálfgerða heimamanneskju á
Leifsgötunni og síðar á Háteigsveg-
inum. I augum mínum voru þau
Helgi og Fríða fínt fólk. Ég man
hvað ég dáðist að þeim þegar þau
fóm uppábúin í konungsveislur og
bjuggu sig í utanlandsferðir sem í
þá daga þóttu tíðindum sæta eða
sóttu mig í bíltúr á Benzinum, löngu
áður en bílar urðu almenningseign.
Áhrifamest var þó fimmtugsafmæl-
ið hans Helga, sá margvíslegi sómi
sem honum var sýndur, allar blóma-
körfumar sem hann fékk frá félög-
um og samtökum og Öll nöfnin í
gestabókinni, þar sem forsetinn
trónaði efst.
En öfl þau, sem flokka liðna at-
burði og rninningar, láta ekki að
sér hæða og ekkert af því sem hér
er upp talið finnst mér skipta máli
þegar Helgi frændi er kvaddur.
Kannski stafar það ekki sízt af því
að honum hafði fyrir löngu verið
skipað burt úr skarkala lífsins og
hann hafði árum saman búið við
skerta heilsu og litla getu til að tjá
sig. Þegar svo er komið reynir á
aðra hæfileika en þá sem oftast em
vegnir og metnir á metaskálum
mannvirðingar. Og þær eigindir
átti hann í ríkum mæli — geð-
prýði, æðruleysi og kærleika. Þar
naut hann líka ávaxtanna af upp-
eldi bama sinna sem endurguldu
með gleði það ástríki sem hann og
Fríða höfðu veitt þeim. Þar stóðu
þau þétt saman öll fjögur ásamt
mökum sínum og bömum en
drýgstur var þó hlutur þeirra Har-
alds og Karenar sem bjuggu honum
áhyggjulaust ævikvöld heima á
Háteigsveginum allt til hinstu
stundar.
Sjálf á ég Helga frænda mikla
skuld að gjalda sem verður varla
greidd úr því sem komið er. En litla
myndin frá Leifsgötu 14 og allar
minningarnar sem tengjast þeim
Fríðu verða skýrari eftir því sem
tíminn vinnur sitt verk, máir burtu
hégómann og skilur eftir það sem
sannast var og bezt. Á þessari
kveðjustundu er hugur minn fullur
af þakklæti.
Guðrún Egilson.
Hinzta kveðja frá syni
Mig langar til þess að skrifa
nokkur þakkarorð til föður míns,
sem gegnt hefur svo stóm hlutverki
í lífí mínu hartnær í hálfa öld, allt
frá fæðingu minni og þar til hann
yfirgaf þetta líf friðsællega eftir
langa haustdaga.
Faðir minn ólst upp við fremur
þr'öngan kost, þar sem nýta þurfti
vel allt til þess að leggja grundvöll
að ömggrí afkomu. Stefndi hugur
föður míns til kennarastarfa og
stundaði hann nám í Kennaraskóla
íslands og skólum érlendis. Eftir
að hafa gegnt kennslu um nokkurt
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
BALDUR JÓIMSSOIM
fv. kaupmaður
frá Söndum,
Akurger.ði 44,
verður jarðsunginn frá Langholtskirkju
mánudaginn 6. mars kl. 15.00.
Herdfs Steinsdóttir,
Lóa Gerður Baldursdóttir, Örn Ingólfsson,
Jón Birgir Baldursson, Þórunn Stefánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
skeið, réðst hann til starfa á skrif-
stofu fræðslumálastjóra og vann
þar síðan allan sinn starfsaldur, í
rúma fjóra áratugi.
Móður minni kvæntist hann árið
1934. Þau voru ólík um margt, en
unnu vel saman. Hann vann langan
vinnudag, eins og svo margir starfs-
menn skrifstofunnar, en hún sá um
rekstur heimilisins með þeim mynd-
arbrag, sem efni leyfðu. Faðir minn
var í ýmsum félögum og gegndi þar
gjarnan stjórnarstörfum. Tíminn
með fjölskyldunni var því minni en
hann hefði sjálfsagt kosið. Hann
var fremur strangur uppalandi og
lagði á það áherzlu að viðteknar
venjur væru í heiðri hafðar.
Móðir mín veiktist af berklum,
þegar systkini mín þijú voru enn
mjög ung og ennþá voru nokkur ár
í fæðingu mína. Áfasystir mín kom
þá inn á heimilið til þess að létta
undir með rekstri þess á meðan
móðir mín dvaldist á heilsuhæli í
Danmörku. Dvaldi hún svo með fjöl-
skyldunni í þá rúma tvo áratugi,
sem hún átti eftir ólifaða.
Þegar faðir minn lét af störfum,
sjötugur að áldri, sneri hann sér
að ýmsum áhugamálum, er tengd-
ust þeim félagasamtökum, sem
hann hafði unnið ötullega fyrir.
Hann var kvikur og hress og starfs-
orka hans var mikil, en í ársbyijun
1980 gaf sig skyndilega æð við
heila og blæðingin skemmdi ýmsar
heilastöðvar; hann lamaðist öðrum
megin og missti m.a. talhæfileik-
ann. Allir undruðust ótrúlegan kraft
hans og vilja til þess að byggja sig
upp að nýju og stórkostlegt var að
skynja lífsgleðina og æðruleysið
sem geislaði út frá honum. Málið
fékk hann ekki aftur, en hann náði
því að geta gengið með því að styðja
sig við.
Nær aldrei varð maður þess var
að hann kenndi í bijósti um sig
vegna vanmáttarins. Vissulega
hafði þessi breyting mikil áhrif á
líf allra hans nánustu. Faðir minn
var ósjálfbjarga eftir áfallið og
þurfti mikillar aðhlynningar við.
Mestan þunga af þessari breytingu
bar vissulega móðir mín.
Faðir minn hafí nýlega fengið
dagvistunarpláss á þjónustuíbúðum
aldraðra við Dalbraut, þegar móðir
mín lézt skyndilega vorið 1982.
Skildi hún eftir sig stórt skarð í
fjölskyldunni, enda einstaklega
kærleiksrík og dásamleg persóna,
sem öllum þótti gott að leita til.
Fljótlega komu þó inn í líf okkar
feðga yndislegar mæðgur, forstöðu-
kona dagdeildarinnar og tæplega
tveggja ára dóttir hennar. Mynduðu
þær með okkur föður mínum fjöl-
skyldukjarna, sem stækkaði síðar
með tveimur börnum, sem nú eru
sex og þriggja ára.
Okkur hefur liðið afskaplega vel
saman þessi ár. Faðir minn var með
afbrigðum barngóður og naut þess
að hafa ungviðið í kringum sig,
bamabörn og bamabarnabörn, sem
oft heimsóttu aldinn höfðingjann,
honum til óblandinnar gleði. Systk-
ini mín sýndu honum mikla ræktar-
semi og komu oft á heimili hans, á
sjúkrastofnanir og í sumarbústað-
inn við Ingólfsfjall, þar sem við
höfum dvalizt löngum á sumrin.
Ungviðið fann væntumþykju gamla
mannsins. Þeim skildist að honum
þurfti að sinna og lærðist fljótt að
gera ekki ósanngjarnar kröfur. Þú
batzt okkur afkomendum þínum
afskaplega traustum böndum.
Gamlir vinir, frændur og kunn-
ingjar komu gjarnan í heimsókn til
okkar, en sá hópur minnkaði smám
saman eftir því sem árin liðu og
félagamir kvöddu þennan heim.
Faðir minn dvaldi á dagdeild Dal-
brautar á meðan kraftar hans
leyfðu eða þar til síðla hausts 1992.
Hann dvaldi heima eftir það, fyrir
utan þann tíma, sem hann fékk í
hvíldarplássi öðru hveiju á öldrun-
ardeild í Hátúni lOb. I Hátúni dvaldi
hann óslitið síðustu fjóra mánuði
ævinnar eftir að hafa fengið vægt
áfall í nóvember sl. Langar mig til
þess að þakka starfsfólki Dalbraut-
ar og á öldrunardeild Hátúns fyrir
frábæra umönnun og fallegt hugar-
þel til föður míns alla tíð.
Það kann að vera erfitt að
ímynda sér háleitan tilgang með
lífinu, þegar menn hafa misst svo
mikið af þeim hæfileikum sem guð
gaf þeim. Faðir minn gat aðeins
tjáð sig á takmarkaðan hátt og
hann gat ekki miðlað öðrum af
þeirri miklu reynslu og fróðleik sem
hann bjó yfír. Ekki er ég þó í nein-
um vafa um að þrátt fyrir bæklun
sína hefur faðir minn gefið okkur
afkomendum sínum og hinum íjöl-
mörgu sem kynntust honum eftir
áfall hans fyrir rúmum fimmtán
árum, ótrúlega kröftuga mynd af
kærleikanum. Hann var vissulega
höfðinginn okkar, sameiningartákn
okkar afkomendanna. Okkur þótti
öllum gott að vera í návist hans og
njóta lífsgleði hans og væntum-
þykju. Hún smitaði líka sannarlega
út frá sér inni á þeim stofnunum,
sem hann dvaldi í lengri eða
skemmri tíma og ekki verður annað
sagt en að þessi kraftur hans fyllti
sjúklinga og aðstandendur þeirra
oft undrun og ekki síður aðdáun.
Nú, þegar leiðir hafa skilizt eftir
langa samverustund, er minningin
um föður minn í huga mér tvískipt.
Sú mynd sem fjarlægari er, er af
hinum atorkusama og ákveðna
stjórnanda, en sú seinni af ljúfum,
fallegum og skapgóðum öldungi,
sem frá stafaði guðdómleg orka,
sem við munum sannarlega búa að
þann tíma sem eftir er af okkar
jarðneska lífí.
Faðir minn, þú hefur verið fastur
punktur í tilveru okkar. Nú þegar
andi þinn er horfinn inn á annað
tilverusvið, skilur þú eftir í huga
okkar stórt tómarúm og sáran sökn-
uð. Jafnframt er þó í huga mínum
mikið þakklæti. Þökk sé þér fyrir
þrautseigju þína, gott lundarfar og
óumræðanlega hlýju, sem smitaði
svo út frá þér. Við ættum að geta
orðið betri menn vegna þín.
Blessuð veri ávallt minningin um
þig-
Haraldur Helgason.
Frá því fræðslulög voru sett á
íslandi með lögum frá 1907 og til
ársins 1973 voru fræðslumálastjór-
ar áhrifamestu stjórnendur
fræðslumála hér á landi. Nú er lát-
inn, í Reykjavík, Helgi Elíasson, sá
maður, sem síðast og lengst allra
gegndi þessu mikilvæga starfi, eða
í rúma þijá áratugi. Fræðslumála-
stjóramir voru yfirmenn Fræðslu-
málaskrifstofunnar, en hún þjónaði
öllu landinu og var staðsett í
Reykjavík. Fræðslumálastjórar
voru þeir: Jón Þórarinsson (1908-
1926), Ásgeir Ásgeirsson (1926-
1931 og 1934-1938), Helgi Elíasson
og Freysteinn Gunnarsson (1931-
1934, en þann tíma gegndi Ásgeir
Ásgeirsson embætti fjármálaráð-
herra og síðar embætti forsætisráð-
herra), Jakob Kristinsson (1938-
1944) og síðast Helgi Elíasson
(1944-1973).
Fræðslumálastjórarnir heyrðu
beint undir menntamálaráðherra og
Fræðslumálaskrifstofan var sjálf-
stæð og áhrifamikil stofnun á sínum
tíma. Embættið var síðan lagt niður
árið 1973 en þá hafði öll starfsemi
Fræðslumálaskrifstofunnar verið
færð til Stjórnarráðsins, þ.e.a.s. til
menntamálaráðuneytisins og er svo
enn.
Árið 1944, um það leyti sem
Helgi Elíasson tók við embætti
fræðslumálastjóra, birtist grein í
Menntamálum, þar sem Jakob
Kristinsson dregur upp athyglis-
verða mynd af eftirmanni sínum,
Helga Elíassyni. Þar segir: „Á þess-
um árum sem hann hefur starfað
sem fræðslumálastjóri eða skrif-
stofustjóri og fulltrúi hefur hann
fengið víðtækari og að ýmsu leyti
nánari kynni af íslenskum skólum
o g skólamönnum en sennilega
nokkur annar maður á íslandi."
Þetta var skoðun Jakobs Kristins-
sonar þegar Helgi Elíasson átti eft-
ir að gegna embætti fræðslumála-
stjóra í þrjá áratugi.
Á öðrum stað í greininni segir
Jakob um Helga: „Hann er alltaf
jafn rösklegur, fullur af lífi og
krafti, glaður og reifur og jafnlynd-
ur, en getur þó einstöku sinnum
skipt skapi í svip, ef hann mætir
stakri ósanngimi eða taumlausri
frekju og firrum." Um verklag
Helga segir Jakob í umræddri grein:
„Hann er með afbrigðum ósérhlíf-
inn og mesta hamhleypa til allra
verka. En þótt Helgi sé bæði hrað-
virkur og mikilvirkur, er hann jafn-
framt velvirkur, og kemur þetta
hvarvetna fram í öllu hans starfi í
fræðslumálaskrifstofunni.“
Tæpum tveim áratugum síðar
(1963) skrifaði dr. Broddi Jóhann-
esson, rektor Kennaraháskólans,
grein um Helga. Þar segir: „Það
fylgir embætti fræðslumálastjór-
ans, að enginn einn maður hefur
jafn umfangsmikil afskipti af skóla-
málum landsins og hann. Helgi El-
íasson hefur haft allsheijar afskipti
af skólamálum landsins fram yfir
aðra núlifandi íslendinga."
Síðustu mánuðina áður en Helgi
Elíasson lét af störfum átti ég þess
kost, sem þáverandi deildarstjóri
fræðslumáladeildar menntamála-
ráðuneytisins, eins og sú deild hét
þá, að vinna með Helga og kynnast
honum bæði sem persónu og sem
embættismanni. Það var mér bæði
eftirminnileg og gagnleg reynsla.
Eins og ég kynntist Helga Elías-
syni, var hann einstakt Ijúfmenni,
bæði glaðvær og jákvæður í hugsun
og líkamlega vel á sig kominn. Eft-
ir langa starfsæfí, sem embættis-
maður, hafði hann frá mörgu að
segja. Þá lék hann á als oddi og
er mér enn minnisstætt hve glöggt
hann mundi löngu liðna atburði og
lýsti samskiptum sínum við inn-
lenda og erlenda skólamenn og hina
ýmsu menntamálaráðherra og aðra
einstaklinga sem hann starfaði með
á þeim tíma sem hann gegndi emb-
ætti fræðslumálastjóra.
Það verður sjálfsagt sagt um
Helga Elíasson, eins og flesta aðra,
að á honum voru margar hliðar.
Þekking hans á íslenskum skóla-
málum var með ólíkindum. Ég hafði
það oft á tilfínningunni að hann
þekkti með nafni hvern einasta
kennara og skólastjóra á íslandi.
Hann þekkti skólanefndarmenn,
presta, formenn barnaverndár-
nefnda og sveitarstjómarmenn út
um allt land og hann heimsótti alla
skóla landsins og marga þeirra oft.
Hann hlustaði á erindi þeirra sem
hringdu til hans utan af landi eða
heimsóttu hann á skrifstofuna. Þeir
sem fylgdust með störfum Helga
Elíassonar furðuðu sig oft á því hve
nákvæmlega hann setti sig inn í
einstök málefni, jafnvel í fámenn-
ustu og afskekktustu skólahverfum
landsins. Þegar hann sá ástæðu til
fór hann sjálfur út á land til að
leysa mál, sem ekki var hægt að
afgreiða í gegn um síma eða með
sendibréfi.
Þótt Helgi Elíasson væri að eðlis-
fari nokkuð formfastur embættis-
maður var ljóst að mörg vandamál
skólanna leysti hann með símtali
við ráðherra, þingmenn og einstaka
embættismenn. Á þessum tíma var
algengt að menn skiptust á skoðun-
um og komu á framfæri erindum
með sendibréfum sem þá voru oft
handskrifuð. Erindin sem bárust á
borð Helga Elíassonar fræðslu-
málastjóra fóru aldrei í salt og þau
enduðu aldrei ofan í skúffu. Hann
hafði yfirleitt þá vinnureglu að af-
greiða málin strax ef þess var kost-
ur eða koma þeim áleiðis og fylgja
þeim síðan eftir.
Helgi Elíasson var vakandi um
allt sem varðaði uppeldis- og skóla-
mál. Hann stóð í stöðugu sambandi
við erlenda skólamenn, sérstaklega
á Norðurlöndum, í Bretlandi,
Þýskalandi og Bandaríkjunum. Á
ferðum sínum erlendis hafði hann
glöggt auga með öllu því sem nýta
mátti í íslensku skólastarfi. Hann
skrifaði mikið um íslensk skólamál,
samdi kennslubækur, ritgerðir og
meðal annars samdi hann ágrip af
íslenskri skólasögu. Hann samdi
kynningarþætti um íslenska skóla-
kerfíð á ensku og dönsku. Þekking
hans á íslenskri skólalöggjöf var
rómuð. Um það segir Jakob Krist-
insson í áðurnefndri grein: „Það er
líklegt að enginn ólöglærður maður
standi honum á sporði um þekkingu
á skólalöggjöf landsins. Er hann svo
næmur og stálminnugur á hið