Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995 41
helsta í löggjöf þessari, að furðu
sætir, og er það honum tiltækt,
hvenær sem á þarf að halda.“ Helgi
Elíasson var einnig mjög vel að sér
um skólalöggjöf á hinum Norður-
löndunum. Hann fylgdist náið með
því sem var að gerast í hönnun
skólabygginga, í námsefnisgerð,
gerð kennslutækja og útgáfu
kennslubóka.
í bréfi sem Helgi skrifaði mér til
Bandaríkjanna haustið 1972 kemur
skýrt fram viðhorf hans til starfs
síns sem fræðslumálastjóra, en þar
segir: „Þjónusta við skólana - og
þá fyrst og fremst nemendur - er
númer eitt.“ í þessum orðum kemur
einmitt fram kjarninn í þeirri hugs-
un, sem Helgi Elíasson hafði tileink-
að sér sem æðsti embættismaður
íslenskra skólamála. í innsta eðli
sínu var hann fyrst og síðast kenn-
ari. Hann var hógvær embættis-
maður sem þekkti kennarastarfið
af eigin raun og hafði óvenjulega
næman skilning á því hiutverki sem
kennarar inna af hendi fyrir þjóðar-
heildina.
Helga Elíassonar verður lengi
minnst sem eins merkasta braut-
ryðjanda íslenskra skólamála.
Bragi Jósepsson.
Mig langar að minnast nokkrum
orðum afa míns, Helga Elíassonar.
Hann var afar ljúfur og glaðlyndur
gamall maður sem bjó hjá okkur
þau ár sem ég þekkti hann. Það
var mjög auðvelt að gleðja hann
og glettnisleg augnatillit komu
brosi á andlit hans. Það er skrýtið
til þess að hugsa að nú sé hann
horfinn frá okkur og þó að maður
vissi að þessi dagur myndi koma,
var ég ekki alveg tilbúin að taka
því að hann.væri dáinn. Þegar ég
sest niður og reyni að skrifa um
hann þá eru margar minningar sem
leita á hugann en erfitt er að koma
þeim niður á blað. Afi minn var
búinn að vera veikur og þess vegna
er það huggun að hugsa til þess
að nú líður honum vel, laus við alla
hlekki líkamans. Orð Halldórs Lax-
ness lýsa vel því sem ég nú hugsa
um afa minn:
Blóm eru ódauðleg. Þú klippir þau í haust.
og þau vaxa aftur í vor, - einhversstaðar.
Afi minn hafði falleg blóm í
hjarta og ég trúi því að nú vaxi lífs-
blóm hans á öðrum betri stað.
Elsku afi, minning þín mun lifa
í hjarta mínu um ókomna ævi.
Með þökk fyrir svo margt,
Ragnheiður Sigvaldadóttir.
Mig langar til að minnast hans
afa míns, elsku afa Helga, sem
hefur verið hluti af lífi mínu frá því
að eg man eftir mér.
Óteljandi minningarbrot tengjast
afa á einn eða annan hátt. Afi var
merkilegur maður. Hann fór oft til
útlanda, sem þótti merkilegt þegar
ég var barn. Hann sat veislur með
ýmsu fyrirfólki og átti orðu frá for-
setanum. Svo samdi hann Gagn og
gaman ásamt ísaki Jónssyni og
þótti mér nú gott að geta státað
af því þegar ég var í ísaksskóla.
Margar ferðirnar voru farnar á
Háteigsveginn til ömmu og afa.
Amma dekraði við okkur barna-
börnin en afi sá til þess með einu
augnatilliti að við værum ekki með
læti þegar hann þurfti vinnufrið.
Þegar við fengum að gista var það
hápunkturinn þegar afi sagði okkur
sögur fyrir svefninn. Sagan af Grá-
manni í Garðshorni var í uppáhaldi
og fór afi svo vel með að ævintýrin
urðu Ijóslifandi í hugum okkar.
Mikið var hann afi skemmtilegur
þá.
Og ekki gleymi ég því þegar afi
bauð mér, þá tólf ára gamalli, með
sér á hádegisverðarfund Rotary
klúbbsins. Mér fannst afi sýna mér
mikinn heiður að hafa mig með sér
innan um alla karlana. Margar sam-
verustundir átti ég með afa í Lækj-
arhvammi. Þar naut afi sín í fal-
legri náttúrunni. Mun Lækjar-
hvammur, sem afi lagði svo mikla
elju í að gera að sælureit fyrir fjöl-
skylduna, ætíð vera veglegur minn-
isvarði um afa.
Það breyttist margt fyrir 15
árum. Það var erfitt að sjá þennan
sterka, vitra og athafnasama mann
eiga erfitt með að tjá sig og þurfa
mikla aðstoð við daglegar athafnir.
En þrátt fyrir erfiðleikana hefur afi
allan þennan tíma varðveitt gleðina
og góða skapið og fengu litlu börn-
in í fjölskyldunni sérstaka ástúð frá
honum. Það var alltaf jafn gott að
heimsækja afa hvort sem var á
Háteigsveginn eða í Hátúnið, alltaf
tók hann manni fagnandi og brosið
hans og hlýja höfðu mannbætandi
áhrif. Munu þessar stundir með afa
geymast í minningunni um ókomna
tíð.
Ég kveð afa minn með virðingu
og þakklæti.
En handan við fjöllin
og handan við áttirnar og nóttina
' rís tum ljóssins
þar sem tíminn sefur.
Inn í frið hans og draum
er förinni heitið.
(Snorri Hjartarson)
Þóra Björg.
Mig langar til að minnast Helga
Elíassonar fyrrverandi fræðslu-
málastjóra með örfáum orðum. Ég
hafði að vísu ekki mikil kynni af
honum persónulega, en faðir minn,
ísak Jónsson skólastjóri, og Helgi
voru lengi samstarfsmenn í skóla-
málum og miklir vinir. Þeir kynnt-
ust fyrst lítillega í Kennaraskólan-
um veturinn 1923-24, en það var
þó ekki fyrr en vorið 1932, þegar
þeir fóru að vinna að lestrar-
kennslubókinni Gagni og gamni,
sem segja má að tekist hafi með
þeim vinátta og náið samstarf á
sviði skólamála.
Aðrir verða eflaust til að rekja
æviferil Helga, og því verður hér
aðeins greint frá samstarfí hans og
föður míns. í 50 ára afmælisriti
Skóla Isaks Jónssonar segir Helgi
m.a.: „Það voru ánægjulegir mán-
uðir, sem við ísak áttum saman
þegar við unnum að gerð lesbókar-
innar fyrir byijendur, sem hlaut
nafnið Gagn og gaman. Það var
erfiðara að koma saman textunum
heldur en við höfðum haldið ... En
oft var gaman að leysa þá þraut
þannig að um eðlilegt og einfalt
mál yrði að ræða. Listamaðurinn
Tryggvi Magnússon kom oft til
okkar og gerði sannarlega sitt til
að tengja saman texta og mynd til
skilningsauka fyrir börnin.“ Gagn
og gaman kom í bókabúðir haustið
1933. Bókinni var vel tekið þegar
frá byrjun, ekki aðeins af þeim sem
notuðu hljóðaðferðina, heldur einn-
ig þeim sem notuðu gömlu stöfunar-
aðferðina. Þeim ísak og Helga var
þó ljóst að hér var um frumsmíð
að ræða og ákváðu að endurskoða
bæði einstaka texta og bókina í
heild að fenginni reynslu. Sú endur-
skoðun fór að miklu leyti fram í
Skóla Isaks Jónssonar, og birtist
bókin í nýjum og breyttum útgáfum
með fárra ára millibili. Það var
ekki fyrr en rúmum 20 árum seinna,
1955-59, sem Gagn og gaman fékk
þá mynd sem lengi hélst óbreytt,
tvö litprentuð hefti, samtals 192
blaðsíður. Gagn og gaman markaði
tímamót í lestrarkennslu hér á landi
og varð nær allsráðandi við kennslu
í byijunarlestri um áratuga skeið,
enda höfðu höfundarnir lagt mikla
alúð og vinnu í bókina.
Þeir ísak og Helgi höfðu lengi
hugsað sér að gefa út kennsluleið-
beiningar með Gagni og gamni.
Einnig var á döfinni að endurskoða
bókina til betra samræmis við þjóð-
félagsmynd vorra tíma og breytt
viðhorf fólks til daglegs lífs. Sem
lestrarkennslubók hafði Gagn og
gaman hins vegar löngu sannað gildi
sitt. Þessi áform féllu niður um sinn
við fráfall ísaks Jónssonar 1963.
Nokkru eftir að Helgi lét af starfi
fræðslumálastjóra 1974 beitti hann
sér fyrir því að fyrra hefti Gagns
og gamans yrði endurskoðað, en
hann sat þá í útgáfunefnd Ríkisút-
gáfu námsbóka. Þetta verk var unn-
ið af nokkrum kennurum í Isaks-
skóla og var því að mestu lokið þeg-
ar Helgi missti heilsuna árið 1980.
Helgi Elíasson hélt góðum
MINNINGAR
tengslum við Skóla ísaks Jónssonar
meðan heilsa hans leyfði, og bar
hag skólans mjög fyrir brjósti. Hann
var um skeið varamaður í skóla-
nefnd og var einnig í stjórn minn-
ingarsjóðs um ísak Jónsson og for-
eldra hans. Helgi átti sæti í stjórn
Barnavinafélagsins Sumargjafar í
33 ár, 1943-1976. Þar störfuðu
þeir ísak saman í rúman áratug,
þar til ísak lét af formennsku 1954.
I 25 ára afmælisriti Sumargjafar
(1949) segir að í Helga hafi félagið
átt góðan hauk í horni, og fyrir
áhrif hans og tilstilli hafi ýmsu orð-
ið framgengt, sem ella hefði orðið
félaginu þungsótt. En rekstur
flestra dagheimila og leikskóla í
Reykjavík' var á þessum árum í
höndum Sumargjafar, sem var og
er áhugamannafélag.
Helgi Elíasson var afskaplega
góðgjarn maður og barngóður. Mér
er sagt að þessi góðvild Helga hafi
einnig komið fram í starfi hans sem
fræðslumálastjóra, t.d. í sambandi
við mannaráðningar, en þá tók hann
oft tillit til persónulegra aðstæðna
umsækjenda áður en ákvörðun var
tekin. Þar hefur hann haft svipaða
heimspeki að leiðarljósi og lands-
kunnur útgerðarmaður af gamla
skólanum, sem spurði þá sem sóttu
um vinnu hvað þeir ættu mörg börn,
og ákvað svo launataxtann með
hliðsjón af því!
Um 1980 missti Helgi heilsuna
vegna heilablæðingar og náði sér
aldrei eftir það. Sonur hans, Harald-
ur arkitekt og kona hans Karen
Eiríksdóttir, hugsuðu um hann af
frábærri alúð til hinstu stundar. í
þessum veikindum kom fram hvað
Helgi hafði að upplagi góða lund,
því að þrátt fyrir mikla fötlun geisl-
aði frá honum sú góðvild og gleði
sem hafði alltaf verið svo ríkur
þáttur í fari hans. Ég þakka Helga
Elíassyni fyrir áratuga vináttu og
tryggð við foreldra mína og votta
fjölskyldu hans innilega samúð.
Siguijón Páll Isaksson.
„PRÚTTDAGUR" í DAG!
í DAG MÁTTU „PRÚTTA" VIÐ OKKUR UM VERÐ
FULL VERSLUN AF GLÆSILEGUM VÖRUM
T.d.BORÐSTOFUSETT, KÓNGASTÓLAR, MOTTUR, BÓKA-
HILLUR, UÓSAKRÓNUR, SNYRTIBORÐ, MATAR- OG
KAFFISTELL, FATASKÁPAR, SPEGLAR, NÁTTBORÐ MEÐ
MARMARA, SÓFAR OG SÓFABORÐ.
KOMIÐ OG GERIÐ ÆVINTÝRALEGA GÓÐ KAUP
ATH! MUNIÐ MÁLVERKAUPPBOÐIÐ Á SUNNUDAG
Á HÓTEL SÖGU KL. 20.30.
antik
FAXAFENI 5, SÍMI 5814400.
OPIÐ ALLA DAGA KL. 12-18.
GLÆSILEG VERSLUN - NÆG BÍLASTÆÐI
t
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
PÉTUR GUÐMUNDSSON,
lést á Sólvangi 2. mars.
Fyrir hönd vandamanna,
Gunnar Pétursson, Guðbjörg Guðbrandsdóttir,
Friðrik Pétursson,
Örn Gunnarsson, Jóhanna Valdemarsdóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug vegna andláts og útfarar
ÓLAFAR 0STERBY,
Hrísholti 17,
Selfossi.
Sigrid Osterby,
Ásbjörn Osterby,
Leif Osterby, Svandís Jónsdóttir,
Eva Gsterby, Einar Oddsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug
við andlát og útför
JÓNASAR G. RAFNAR
fyrrverandi alþingismanns
og bankastjóra.
Aðalheiður B. Rafnar,
Halldóra J. Rafnar, Baldvin Tryggvason,
Ingibjörg Þ. Rafnar, Þorsteinn Pálsson,
Ásdís J. Rafnar, Pétur Guðmundarson,
barnabörn og barnabarnabarn,
Bjarni Rafnar, Bergljót Rafnar
og aðrir aðstandendur.