Morgunblaðið - 04.03.1995, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 04.03.1995, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995 51 Mót kirkju- kóraí Grindavík Grindavík. Morgunblaðið. KÓRAMÓT kirkjukóra í Kjalarnes- prófastdæmi verður haldið í Grindavík í dag, laugardaginn 4. mars. Þetta er þriðja sameiginlega kóramótið sem haldið er en það fyrsta var haldið í Víðistaðakirkju árið 1991 og í Vestmannaeyjum 1993. Þátttakendur eru allir kirkjukór- ar prófastdæmisins, en þeir eru 14 talsins og jjöldi kórfélaga rúm- lega 200 manns. Mótið hefst um morguninn með samæfingu í Grindavíkurkirkju á 6 verkefnum og eru tvö þeirra samin sérstaklega fyrir mótið. Þau eru Maríuþula, samið fyrir kór, orgel og málmblásarakvintett, eftir Ríkarð Örn Pálsson og Tunga mín vertu treg ei á, kórverk eftir Jón Nordal. Verkin verða síðan frumflutt á tónleikum síðar um daginn. Organistar og söngstjórar hafa undirbúið kórana bæði í samverk- efnum og eins munu nokkrir kórar syngja einir sér. Eftir samæfingar verða tónleikar í íþróttahúsinu í Grindavík kl. 17 og eru allir vel- komnir. Kóramót sem þessi eru bæði skemmtileg og uppbyggileg. Fólk kynnist og sameinast í vinnu, söng og skemmtun. Mótinu lýkur með kvöldskemmtun í félagsheimilinu Festi fyrir kórfélaga og maka þeirra. -----♦ ♦ ♦----- Hvítasunnu- kirkja vígð í Eyjum VÍGSLUHÁTÍÐ Hvítasunnukirkj- unnar, Kirkjuvegi 22-23, Vest- mannaeyjum, verður sunnudaginn 5. mars. Húsið var upphaflega bíó og skemmtistaður en Betelsöfnuð- urinn keypti það af Ríkissjóði ís- lands 15. mars 1993 með kirkju- starfsemi í huga. Miklar lagfæringar þurfti að gera á húsinu enda lítið viðhald á fasteigninni í gegnum árin- og hafa menn unnið við þær frá kaupdegi. Skipt hefur verið um raflagnir. Hefur rafvirki hússins, Guðjón Jónsson, annast það ásamt Jó- hannesi Óskarssyni og pípulagnir sáu þeir um hjá Miðstöðinni sf. Trésmíðaverkstæði Þórðar Svans- sonar setti nýja glugga og járn- klæðningu á þaki sáu þeir Kornelí- us Traustason og Ágúst Halldórs- son um. Brunavarnir voru efldar og leiddu Ágúst Halldórsson og Sig- mundur Einarsson þær fram- kvæmdir. Kross hefur verið settur á norðurgafl hússins og smíðaði Ósk- ar Þór Jóhannesson hann. Fyrir- mynd hans er sótt í Papakrossinn sem er klappaður í berg Neðri- Kleifa Heimakletts og gæti hann verið frá því fyrir landnám. Lottó-dans á Sidtjariiarnesi LOTTÓ-danskeppni Dansskóla Auðar Haralds verður haldin nk. sunnudag í íþróttahúsi Seltjarnar- ness. Húsið verður opnað kl. 13. Keppni hefst kl. 14. Keppt verður í A-, B-, C- og dömuriðlum og með fijálsri aðferð. Sigurparið i hveijum riðli fær Lottó-vinning. Aðrir sigur- vegarar fá gjafir. Liðakeppni verður milli skóla. Hvert lið hefur aðeins þijú pör, eitt par 11 ára eða yngra, eitt par 12-15 ára og eitt par 16 ára eða eldra. Þau keppa eingöngu í suður- amerískum dönsum. Keppnina dæma þrír íslenskir dómarar. Að- gangseyrir er 30 kr. fyrir börn en 500 kr. fyrir fullorðna (12 ára og eldri). ------♦.♦.♦---- Rúning í Hús- dýragarðinum GESTUM Fjölskyldu- og húsdýra- garðsins gefst næstkomandi helgi kostur á að fylgjast með rúningu á sauðfé í Húsdýragarðinum. í garðinum eru 5 ær, 2 gemlingar, sauður að nafni Móri og hrútur að nafni Glæsir. Þetta árið munu ærn- ar væntanlega bera um miðjan maí. Geiturnar sem eru í Húsdýra- garðinum eru bæði kollóttar og hnýflóttar og munu þær bera á undan ánum eða í mars og apríl. Rúning hefst kl. 14.30 í fjárhús- inu, bæði laugardag og sunnudag. Heitt kakó verður á boðstólum báða dagana fyrir þá gesti sem leggja leið sína í Húsdýragarðinn. Opið frá kl. 10-18 báða dagana. ------♦ ♦ ♦---- Fuglaskoðun í Hafnarfirði FU GLAVERND ARFÉLAGIÐ stendur fyrir vettvangsfræðslu sunnudaginn 5. mars frá kl. 13 til 16. Unnt er að skoða margar tegund- ir máfa og vaðfugla í návígi. Fróð- legt er að vita hve margir geta nú greint bjartmáf við hvítmáf. Þá eru lómar, dílaskarfar og stundum him- brimar í Hafnarfjarðarhöfn. í vetur hefur gráhegri og fáli sést við Hval- eyrarlón. Þessi náttúruperla á nú undir högg að sækja vegna uppfyll- ingar og annarra framkvæmda, segir í fréttatilkynningu. Reyndir fuglaskoðarar verða til leiðsagnar og verða þeir með fjar- sjár gestum til afnota. Hraðskákmót Islands um helgina HRAÐSKÁKMÓT íslands verður haldið sunnudaginn 5. mars í Faxa- feni 12. Mótið hefst kl. 14. Þátt- tökugjald er fyrir 16 ára og eldri 700 kr. og fyrir 15 ára og yngri 400 kr. Verðlaun verða með sama hætti og sl. ár, þ.e. 60% af þátttökugjöld- um fara í verðlaun og skiptast þau þannig: 1. verðlaun 50%, 2. verð- laun 30% og 3. verðlaun 20%. FRÉTTIR Morgunblaðið/Atli Vigfússon GÉRARD Bonnet við myndatökur á Botnsvatni ofan Húsavíkur. Jeppar og vélsleðar taldir geta vakið áhuga útlendinga Laxamýri. Morgunblaðið. SVISSNESKI ljósmyndarinn Gérard Bonnet hefur dvalist und- anfarið á Norðurlandi til þess að taka vetrarmyndir í bæklinga sem ætlaðir eru til markaðssetn- ingar í ferðaþjónustu. Margir hafa velt því fyrir sér hvernig lengja megi ferða- mannatimann í sýslunni og ákveðið hefur verið að reyna að koma upp samböndum til þess að vera með vetrarferðir hingað frá Þýskalandi og fleiri löndum. Talið er að jeppar og snjósleð- ar í fjallaferðum séu það sem vekji áhuga margra útlendinga á því að koma til landsins auk þess sem hestarnir marki alltaf sérstöðu. Einkum hefur verið rætt um tímabilið frá febrúar og fram i apríl því þá sé öruggt um snjó á fjöllum uppi og einnig sé hægt að stunda útreiðar. Hvað veðurfar varðar eru menn ekki kvíðnir með það þar sem erlendir ferðamenn hafa lýst þvi yfir að norðlenska stórhríðin sé bæði hrein og skemmtileg. Sumir hafa viljað halda þvi fram að einnig væri möguleiki á að stofna málaskóla fyrir útlend- inga sem vilja læra íslensku hér og taka þátt í vetraríþróttum. Það myndi hugsanlega bæta nýt- ingu á gistirými sem að öðrum kosti stendur autt á þessum árs- tíma. Hugmyndin er að þetta yrðu námskeið frá tveimur vik- um í allt að tvo mánuði eða meira eins og víða er í öðrum Evrópu- löndum. Að sögn svissneska ljósmynd- arans hefur hann komið hingað á hverju ári í nokkur ár og að þessu sinni dvelst hann í nær tvo mánuði við myndatökur. Hann segir ferskleika vetrarins stór- kostlegan og segir sig fyllast nýrri lífsorku við að dveljast hér á þessum tíma. Morgrinblaðið/Anna Ingólfsdóttir LÁRA Óskarsdóttir vinnur við módel sitt, Bergljótu Georgsdóttur. Basar í Fær- eyska sjómanna- heimilinu HINN árlegi basar Færeyska sjó- mannaheimilisins, Brautarholti 29, Reykjavík, verður haldinn sunnu- daginn 5. mars kl. 15. Á boðstólum eru handpijónaðar peysur ásamt annarri handavinnu og einnig verða heimabakaðar tert- ur til sölu. ■ ORLOFSNEFND húsmæðra í Kópavogi hefur undanfarin sumur skipulagt hvíldardvöl fyrir húsmæður búsettar í Kógavogi á Hvanneyri í Borgarfirði. Á fyrsta fundi nefndar- innar þetta starfsár var formanni falið að athuga nýjan möguleika varðandi hvíldardvöl. Nú hefur nefndin gengið frá samningi við Hótel Áningu í Varmahlíð í Skaga- firði. Dvalið verður þar nyrðra dag- ana 23. til 29. júní nk. ■ „MEINATÆKNAFÉLAG ís- lands lýsir yfir fullum stuðningi við baráttu kennara fyrir mannsæmandi kjörum. Ljóst er að kjör þeirra eru með öllu óviðunandi," segir í frétt sem blaðinu hefur borist frá félag- inu. Þar segir einnig: „MTÍ hvetur fjárveitingavaldið til að ganga nú þegar til samninga við kennara og Nýjustu straum- ar í hártísku Egilsstöðum. Morgunblaðið. FÉLAG hárgreiðslu- og hár- skerameistara hélt nýlega í sam- vinnu við fyrirtækið Halldór Jónsson fagdag Wella í Vala- skjálf á Egilsstöðum. Lára Óskarsdóttir kom austur og snyrti og klippti þijú módel eftir nýjustu tisku. Auk þess að kynna nýjustu hárlínuna kynnti hún liti og nýjar hársnyrtivörur. Mun þetta hafa verið fyrsta kynning sinnar tegundar á lands- byggðinni. binda enda á það upplausnar- og óvissuástand sem ríkir meðal nem- enda og foreldra. Nauðsyn öflugs menntakerfis í nútíma samfélagi hlýtur að vera öllum ljós, því hlýtur nauðsyn þess að starfskjör kennara séu viðunandi einnig að vera öllum ljós. MTÍ skorar á stjórnvöld sem ábyrgð bera á kjörum kennara að ráðast að rót vandans og leysa yfir- standandi kjaradeilu." ■ BIFRO VISION, hin árlega söngvakeppni Samvinnuháskólans að Bifröst, verður haldin á Hótel Stykkishólmi laugardaginn 4. mars. Rokksveitin Draumalandið úr Borg- amesi spilar undir og leikur að henni lokinni á dansleik til kl. 3. Landsbyggðarfólk og aðrir framtíðarspekingar gerið ráðstafanir, því „Námskyiming 1995u verður sunnudaginn 12. mars * bygg*ngum Háskóla íslands, í húsi listaskólanna í Laugarnesi og í húsi Iðnskólans í Reykjavík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.