Morgunblaðið - 04.03.1995, Síða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 II00, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85
LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Nýjar reglur um eiginfjárhlutfall banka
Landsbankinn
þarf alltað 1.250
millj. víkjandi lán
*
Ahættugrunnur bankans hækkar
sjálfkrafa um 5 milljarða króna
LANDSBANKINN telur sig þurfa
á víkjandi láni að halda vegna
breytinga á reglum um svonefndan
áhættugrunn banka og sparisjóða
sem taka gildi um næstu áramót
og gilda um útreikninga á eiginfjár-
hlutfalli.
Þetta kom fram í ræðu Björgvins
Vilmundarsonar, formanns banka-
stjómar Landsbankans, á ársfundi
bankans í gær. Hann greindi þar
frá því að nýju reglumar fælu í sér
að áhættugrunnur Landsbankans
myndi sjálfkrafa hækka um 5 millj-
arða króna og eiginfjárhlutfall
lækka af þeim sökum um 0,5%.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins telur Landsbankinn sig
þurfa víkjandi lán að fjárhæð allt
að 1.250 milljónir.
Björgvin sagði í ræðu sinni að
bankinn gæti mætt hinum nýju
reglum með þrennum hætti. I
fyrsta lagi gæti bankinn haldið
áfram að skera niður útlán og lán-
að helst aðeins til ríkis og sveitarfé-
laga eða gegn tryggingum þessara
aðila og lækkað þar með áhættu-
grunn um allt að fímm milljarða.
í öðra lagi þyrfti aukinn hagnað
sem svaraði til um 100 milljóna
króna fyrir hvert 0,1% sem eigin-
fjárhlutfall lækkaði. í þriðja lagi
getur hann bætt eiginfjárstöðu sína
með_ töku víkjandi lána.
„í ljósi vaxandi umsvifa í þjóðfé-
laginu og með aukinni samkeppni
á fjármagnsmarkaði sem leiða
mun til lækkandi vaxtamunar og
þjónustugjalda strax á þessu ári
er borin von að hægt verði eða að
það teljist æskilegt að draga enn
saman efnahagsreikning bankans.
Þá benda áætlanir til þess að ekki
takist að skila þeim hagnaði sem
þyrfti á þessu ári til að viðhalda
eðlilegri eiginfjárstöðu. Eftir
stendur því sú leið sem síðust var
nefnd að tekið verði víkjandi lán,
" sagði Björgvin.
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
Tómatar fyrr á ferðinni
FYRSTU íslensku tómatarnir
eru komnir á markað og eru
þeir mánuði fyrr á ferðinni en
í fyrra. Tómatarnir eru úr til-
raunaverkefni sem í gangi er á
Melum þar sem notuð er raflýs-
ing við ræktunina til að lengja
uppskerutímann. Á myndinni
sést Sigrún Guðjónsdóttir, 11
ára, handfjatla bústna tómata
einnar plöntunnar í gróðurhús-
inu á Melum.
7.000 lán-
takendur í
vanskilum
VANSKIL hafa aukist verulega í
húsnæðislánakerfínu undanfarna
mánuði. Um áramótin vora liðlega
17.400 lántakendur með ógreiddar
gjaldfallnar greiðslur á móti 15.700
ári áður. Þar af voru liðlega 7.400
komnir með þriggja mánaða van-
skil eða meira, eða 13,4% af heildar-
fjöida lántakenda.
Ári áður var þetta hlutfall 9,4%.
Samantekt Húsnæðisstofnunar rík-
isins var kynnt þegar kynningar-
og fræðsluátakið Geram hreint í
fjármálum ijölskyldunnar hófst í
gær.
Heildarfjárhæð vanskila í hús-
næðislánakerfínu, þ.e. Byggingar-
sjóði ríkisins, Byggingarsjóði verka-
manna og húsbréfadeild Húsnæðis-
stofnunar, var rúmlega 2 milljarðar
um síðustu áramót en hafði verið
tæpir 1,3 milljarðar ári fyrr.
Fram kom að mikill fjöldi fólks
lendir í heils árs og jafnvel tveggja
ára eða lengri vanskilum með hús-
næðislán sín. Það á við alla lána-
sjóðina að lántakendur á aldrinum
31-50 ára eiga í hlutfallslega mest-
um greiðsluerfíðleikunum og að lán-
takendur á Reykjanesi og Vest-
fjörðum era í áberandi meiri van-
skilum en fólk í öðrum landshlutum.
■ Hvatt til umhugsunar/6
Flæði
í klaka-
böndum
LISTAVERKIÐ Flæði sem
stendur í miðbæ Ólafsfjarðar
fyrir framan sparisjóðinn er nú
í klakaböndum. Verkið, sem er
eftir Kristin Hrafnsson, var
vígt 17. júní í fyrra og á mynd-
inni sést Ólafur Stefánsson, afa-
bróðir listamannsins, hvQa lúin
bein einn góðviðrisdaginn fyrir
skömmu.
Morgunblaðið/Svavar B. Magnússon
Borgarsljóri segir ekkert framlag til nýs barnaspítala
Telur borgina óbundna
af vilyrði um 100 millj.
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að borgaryfírvöld
telji sig ekki bundin af vilyrði fyrri borgarstjóra um 100 milljóna
króna framlag til byggingar nýs bamaspítala á lóð Landspítalans.
Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra segir að endurmeta verði
stöðuna í ljósi þessa en gert hafí verið ráð fyrir að framkvæmdin
hæfíst í vor. Samkomulag var gert um byggingu spítalans í tíð
Guðmundar Áma Stefánssonar, þáverandi heilbrigðisráðherra.
Landsbankinn lagði 2,1 milljarð á afskríftarreikning
Utlit fyrir mun minni
útlánatöp á þessu ári
HAGNAÐUR Landsbanka íslands
var alls 197 milljónir af reglulegri
starfsemi eftir skatta á sl. ári sam-
anborið við 163 milljónir árið 1993.
Að teknu tilliti til óreglulegra liða
nam hagnaður 21,6 milljónum. Áður
en þessi niðurstaða er fengin hafði
bankinn lagt samtals 2.087 milljónir
í afskriftarreikning útlána.
„Það er samdóma álit bankastjórn-
arinnar sem staðfest hefur verið af
endurskoðendum bankans að á þessu
ári verði nokkur þáttaskil í starfsemi
bankans. Horfur eru á því að nú sé
útlit fyrir minni útlánatöp en verið
hafa undanfarin ár þótt enn hafí
ekki verið siglt fyrir öll sker í því
efni,“ sagði Björgvin Vilmundarson,
formaður bankastjórnar, í ræðu sinni
á ársfundi bankans í gær.
„Hlutafélagavæða
á bankann“
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins gera bjartsýnustu spár
Landsbankans ráð fyrir að afskrift-
arframlög geti lækkað um allt að
helming á þessu ári eða úr um tveim-
ur milljörðum króna í einn mifíjarð.
Hins vegar þykir ljóst að bankinn
muni ekki einn njóta góðs af batan-
um heldur muni vaxtamunur fara
minnkandi á árinu.
Næsta ríkisstjórn mun stíga það
skref að hlutafélagavæða ríkisvið-
skiptabankana, að mati Sighvats
Björgvinssonar, iðnaðar- og við-
skiptaráðherra. Hann segir einnig
að ekki eigi að láta nægja að breyta
rekstrarformi bankánna, heldur eigi
ríkið að losa sig úr þessum rekstri.
Þetta kom fram í ávarpi Sighvat-
ar á ársfundinum. Þar rökstuddi
ráðherrann skoðun sína m.a. með
því að þannig yrðu starfsskilyrði
ríkisviðskiptabankanna og hlutafé-
lagabankans jöfnuð, en mismunur
þar á leiddi til sífelldrar togstreitu
á báða bóga. Eðlilegasta og einfald-
asta leiðin til að jafna þennan mun
væri að breyta ríkisviðskiptabönk-
unum í hlutafélagabanka.
■ Heildarhagnaður/15
Var ráð fyrir gert að Kvenfélag-
ið Hringurinn legði til 100 milljón-
ir, Reykjavíkurborg 100 milljónir
og ríkissjóður 375 milljónir á þrem-
ur áram og heildarkostnaður vegna
framkvæmdanna áætlaður um 700
milljónir króna.
Aldrei gengið frá
samningnum
Borgarstjóri segir að aldrei hafi
verið gengið frá samningi um fram-
lag borgarinnar. „Hann var ekki
samþykktur af borgarráði eða und-
irritaður af Árna Sigfússyni og við
teljum ekki að borgin sé bundin af
þessu. Það er ekki gert ráð fyrir
framlaginu í fjárhagsáætlun þessa
árs og við gerð hennar kom engin
tillaga fram þess efnis að það yrði
greitt.
Við lítum í raun svo á að vilyrð-
ið sem Árni Sigfússon gaf í vor um
þetta framlag hafi verið innlegg í
kosningabaráttuna en ekki vilyrði
af hálfu Reykjavíkurborgar," segir
Ingibjörg Sólrún.
Endurmetum stöðuna
Sighvatur Björgvinsson heilbrigð-
isráðherra segir að framkvæmdir
hafí átt að hefjast í vor og hafi sú
áætlun meðal annars verið gerð með
tilliti til þess að fjármögnun stæðist.
„Þar á meðal 100 milljóna króna
framlag frá borginni. Menn hljóta
að endurmeta stöðuna í ljósi þess
að borgarstjóri hefur dregið til baka
þá yfírlýsingu."
Ráðherrann segir einnig að málið
hafí verið til athugunar frá því að
það varð ljóst. „Mér líst ekki á það
að við getum fjármagnað þetta sjálf-
ir. Þetta eru miklir fjármunir sem
verið er að draga til baka.“ Hefur
ákvörðun um frestun framkvæmda
ekki verið tekin að hans sögn.
Kemur á óvart
Davíð Á. Gunnarsson forstjóri
Ríkisspítalanna segir að bygging-
arnefnd líti svo á að ekkert hafí
gerst enn sem stöðvi framvindu
málsins. „Formaður byggingar-
nefndar, Guðjón Magnússon, hefur
verið þeirrar skoðunar að við þyrft-
um ekki að hafa áhyggjur af því
að málið skriði ekki áfram. Að
minnsta kosti hefur formaðurinn
margítrekað það á fundum. Fram-
kvæmdin er þannig að ekki er þörf
á framlagi frá Reykjavíkurborg á
þessu ári og ég verð að viðurkenna
að það kemur mér mjög á óvart ef
loforð sem gefið er af fulltrúa borg-
arstjórnar stenst ekki,“ segir hann.
Sem stendur er verið að hanna
bygginguna og undirbúa á henni
alútboð og segir Davíð að til sé
söfnunarfé frá Hringnum og öðrum
aðilum sem ætti að geta staðið
undir byrjunarframkvæmdum.