Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Rafljósin loga um hábjartan daginn HÚS Maríu Steingrímsdóttur á Asvegi 12 á Dalvík hefur verið að mestu á kafi í snjó síðan um miðjan janúar og þarf hún að láta rafljósin í húsinu loga um hábjartan dag. Sryór er fyrir gluggum á húsinu sunnanverðu og við gafla og upp á þak, og dimmt í eldhúsi og öðrum herbergjum sem þar eru. „Við gerum rifu annað slagið sunnanmegin en síðan fer aftur í sama farið, en við höfum átt þokkalega auð- velt með að komast úr út húsinu austanverðu. Þetta er búið að vera afskaplega leiðinlegt,“ segir María. Hún mokaði i gær en „ég á fastlega von á að verði dimmt þegar ég kem fram í morgunsárið, enda skafrenn- ingur og þarf mikið til ef ekki lokast fyrir að nýju.“ Hún kveðst þó vera bjartsýn á að ....."" .........— tíðin batni og hún taki veðrátt- unni og siyóþyngslunum sem „hverju öðru hundsbiti. Okkur finnst þetta ekki svo rosalegt og í þau tuttugu ár sem við höfum búið í húsinu höfum við nokkrum sinnum séð annað eins,“ segir hún. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu ís- Morgunblaðið/Rúnar Antonsson lands er spáð norðanátt í dag, tiltölulega hægri sunnan- og suðvestanátt á morgun og nokk- uð hvassri norðan- og norðaust- anátt á fimmtudag og föstudag. Gert er ráð fyrir éljagangi og snjókomu norðan- og vestan- lands, en sæmilegu veðri sunn- anlands. Morgunblaöið/Rúnar Þór Gengur 20 kílómetra á dag HANN lætur sér ekki allt fyrir bijósti brenna, hann Ásgrímur Steingrímsson, en hann geng- ur á skíðunum sínum um 20 kílómetra dag hvern. Ásgrím- ur sem er 75 ára gamall fer úr Glerárhverfinu, nyrsta hverfinu á Akureyri, og sem leið liggur inn í Kjarnaskóg í suðurhluta bæjarins. Seturáðherra hafnar rann- sóknarbeiðni Bæjaryfir- völd kanna næstu skref BEIÐNI um rannsókn á fjár- málalegum viðskiptum Hafn- arfjarðarbæjar og Hagvirkis- Kletts hf., hefur verið hafnað af Þorsteini Pálssyni dóms- málaráðherra, settum félags- málaráðherra. Magnús Jón Ámason bæjarstjóri segir að bæjaryfirvöld muni taka sér tíma til að kanna hvert verði næsta skref. Munum hugsa okkargang í úrskurði ráðuneytisins er beiðninni hafnað á þeirri for- sendu að ráðuneytið hafí ekki almenna og víðtæka heimild til að rannsaka málefni sveit- arfélagsins með þeim hætti sem óskað er eftir í kærunni. Magnús Jón segist ekki sjá betur en að í úrskurðinum sé ekki efnislega tekið á kær- unni þegar ráðherra vísi henni frá sér. „Við munum hugsa okkar gang og taka eitt skref í einu,“ sagði hann. „Við munum taka okkar tíma og -kanna ásamt ráðgjöfum hver staða okkar er.“ Þeyst um hæstu fjallatinda Kirkjubæ. ísafirði. HINN mikli íjallagarpur og vél- sleðafákur Einar Valur Krist- jánsson, vel þekktur ísfírðingur, þeyttist hér um hæstu fjallatinda Djúpsins þá er í síðustu viku birti svo norðan sortann að sást til sólar. Brú tók af Leiðið var hið ljúfasta og út- sýnið yfír allan fannarfeldinn ein töfrandi draumsýn þama um háíjöllin. En er hann ekki komst á vélsleða sínum nema út í Kald- alón vegna snarbratta í Lónseyr- arleiti gerði hann sér lítið fyrir og skrapp framundir jökul í Skjaldfannadal. Þeyttist þaðan upp á hæsta tinda Drangajökuls, sem sé Hljóðabungu og Jökul- bungu, og þaðan svo niður Bæjardal og Unaðsdal að Bæj- um. En þar beið hans hraðbátur er flutti hann og sleðann til ísa- fjarðar. Gífurleg snjóþyngja er um all- ar þessar slóðir og snjóflóð víða, líklegast öllu meiri en hafa áður verið. Þar á meðal sá hann að svokölluð Flautárbrú í Kaldalóni var kominn í svotil heilu líki 200 til 300 m þvert frá veginum eft- ir að snjóflóð hafði sópað henni með sér af sínum veglegu brúar- stólpum. Þetta mun vera 10 til 12 m löng brú. Það verður því ekki úr að bílar renni þessa leið þá vorar fyrr en úr hefur verið bætt. Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli milli tveggja tannlækna Sektarfjárhæð samningsins lækkuð úr sex milljónum í hálfa Undanfarna daga hefur komið til nokkurra blaðaskrifa vegna dóms sem Héraðsdómur Suðurlands kvað upp hinn 25. nóvember síðastliðinn í máli sem reis út af samningi sem ungur tannlæknir gerði þegar hann réðst til starfa að námi loknu hjá öðrum tannlækni. Verða helstu at- riði dómsins reifuð hér á eftir: _ Málavextir voru þeir að Ámi Jónsson, fyrirsvarsmaður stefn- anda, Hellisins hf., rekur tvær tann- læknastofur, aðra á Selfossi en hina í Reykjavík. Árið 1990 réðst stefndi, Ragnar Kr. Ámason, sem nýlokið hafði tannlæknanámi í Noregi, til starfa hjá stefnanda. Ráðningar- samningur var gerður hinn 5. jan- úar 1990 og segir þar að stefndi ráði sig á tannlæknastofu Árna Jónssonar á Selfossi og síðar einnig á tannlæknastofu hans í Reykjavík. Skv. samningnum var ráðningartími stefnda frá 1. júlí 1990 og var eitt ár og framlengdist um eitt ár í senn meðan aðilar væm sammála um það. Uppsagnarfrestur af beggja hálfu miðaðist við 1. janúar ár hvert, þ.e. í fyrsta skipti 1. janúar 1991. Niðurlag samningsins hljóðaði svo: „Samkomulag er um, að ef Ragnar Árnason setti síðar upp tannlæknastofu á svokölluðu Ár- borgarsvæði (Selfoss, Hveragerði, Eyrarbakki, Stokkseyri, Þorláks- höfn) eða færi að starfa sem tann- læknir_ á þessu svæði þá greiddi hann Árna Jónssyni f.h. Hellis hf. 6 milljón krónur vegna good-will og framreiknast þessi upphæð miðað við verðlag í janúar 1990.“ Ekki vom aðilar sammála um hvemig ákvæði þetta var hugsað. Stefndi, Ragnar, taldi um mála- myndaákvæði að ræða en stefnandi sagði að við afmörkun viðskiptavild- ar hefði verið miðað við hlutfall af heildarveltu. Keypti tannlæknastofu í Kópavogi í mars 1992 keypti stefndi tann- læknastofu í Kópavogi. Taldi stefn- andi þá að stefndi hefði vanefnt samninginn við sig og grundvöllur fyrir samstarfí væri brostinn. Stefndi kvaðst hins vegar hafa ætl- að að vinna á stofu sinni í Kópa- vogi eftir vinnu hjá stefnanda og um helgar. Stefndi hætti þá störfum hjá stefnanda um tíma en ágreining- ur var með aðilum um það hvor hefði í raun sagt vinnusamningnum upp. Stefndi byijaði síðan aftur að vinna hjá stefnanda en hætti í maí 1993 en ekki vom aðilar sammála um aðdraganda þess. Hinn 13. maí 1993 birtist auglýs- ing í tveimur blöðum á Selfossi þar sem stefndi, Ragnar, tilkynnti að hann hefði flutt af tannlæknastofu Árna Jónssonar á tannlæknastofu Páls og Þorsteins, Austurvegi 9, Selfossi. í kjölfarið krafði stefnandi stefnda um bætur skv. samningi þeirra. Var svo mál höfðað hinn 31. janúar 1994 og hljóðaði stefnukrafa upp á 7.097.799 kr. Stefnandi byggði á meginreglu íslensks réttar um að samninga skuli efna og taldi samninginn í raun hagstæðan stefnda því hann hefði fengið í sinn hlut 50% af unnum tannlæknaverkum en ekki 30%-40% eins og tíðkaðist al- mennt. Stefndi byggði einkum á því að stefnandi hefði vanefnt samning- inn með því að skera sífellt niður við hann vinnu og reka hann síðan að ástæðulausu. Skuldbinding skv. samningnum væri því ógild skv. 2. mgr. 37. gr. samningalaga nr. 7/1936. Einnig hefði samningurinn verið alltof víðtækur og því stang- ast á við 36. og 37. gr. samningalag- anna auk þess sem aðstöðumunur hefði verið með samningsaðiljum. í dómsforsendum sagði að ósann- að væri að stefnandi hefði brugðist samningsskyldum sínum við stefnda. Ekki yrði heldur byggt á því að stefnandi hefði verið búinn að segja stefnda upp er auglýsing hans birtist. Stefndi hefði þvi brotið gegn niðurlagsákvæði samnings þeirra. Ótímabundið bann stenst ekki Hins vegar stæðist ekki ótíma- bundið bann samningsins við því að stefndi setti á fót tannlæknastofu á Árborgarsvæðinu. Auk þess mætti ætla að stefnandi hefði ráðið ferð- inni við samningu ákvæðisins og hefði honum borið að útskýra þýð- ingu ákvæðisins. Skv. heimild í 1. mgr. 37. gr. samningalaga var tíma- lengd samkeppnisvemdár stefnanda ákveðin sex mánuðir og sektarfjár- hæð samningins færð niður í 500.000 á grundvelli 36. gr. samn- ingaiaga. Að teknu tilliti til hækkun- ar lánskjaravísitölu var sú fjárhæð ákveðin 591.483 kr. auk dráttar- vaxta frá 14. júní 1993. Hvor aðili var látinn bera sinn hluta máls- kostnaðar. Dóminn kvað upp Jón Ragnar Þorsteinsson héraðsdómari. Lög- maður stefnanda var Ólöf Finns- dóttir hdl. en Magnús Thoroddsen hrl. var lögmaður stefnda. Dómnum var ekki áfrýjað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.