Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ + STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÞRÍLEIKUR UM ÞÚSUND ÁR MERKASTI og mikilvægasti löggjörningur hins forna þjóðþings okkar og raunar í þjóðarsögu íslendinga er kristnitakan á Þingvöllum árið eitt þúsund. Það er því af ríku tilefni að Alþingi og þjóðkirkja undirbúa vegleg hátíðahöld árið tvö þúsund. Erlendur Sveinsson, kvikmyndagerðarmaður, hefur sett fram athyglisverða hugmynd um þríleik úr sögu kristni og kirkju á íslandi: um hinn kaþólska tíma í þjóðarsögunni, um tímann frá siðaskiptum og loks nú- tímann, það er lífið í sjávarplássi á líðandi stundu i tengslum við trúarviðhorf þjóðarinnar. Hugmynd kvikmyndagerðarmannsins felur í sér viða- mikið og dýrt verk. „En höfum við sem þjóð ekki efni á því,“ spyr hann réttilega, „að bregða upp 13 stuttum lifandi svipmyndum úr þúsund ára lífssögu þjóðar, sem á kristninni svo margt að þakka, raunar ekkert minna en sjálfan grundvöll menningar okkar, og hvernig verð- leggjum við 2000 ára fæðingarafmæli Frelsarans, þegar kemur að minningargjöfinni?“ Verk af þessu tagi hefur margþætt gildi. Forvinnan felur í sér verðmætan gagnabanka, sem nýtast mun komandi kynslóðum. Þríleikur af þessu tagi á fyrst og fremst erindi við íslendinga, sem sagnfræðilegt, menn- ingarlegt og trúarlegt verk. En hann yrði einnig dýr- mæt kynning í umheiminum á menningar- og trúar- legri sögu okkar — í formi kvikmyndar, sjónvarpsefnis .. og heimildabanka á vettvangi margmiðlunar. Jónas Gíslason, þá vígslubiskup í Skálholti, setti fram hér í blaðinu fyrir nokkrum misserum hugmynd um sjónvarpsþáttaröð um sögu Skálholts. Sú hugmynd, sem og áramótaávarp Heimis Steinssonar útvarpsstjóra, sem fjallaði að hluta til um samspil kirkju og þjóðar í þús- und ár, voru kveikjan að tillögum kvikmyndagerðar- mannsins. Þessar tillögur eru meira en íhugunarverðar. KAUPMANNAHAFNAR- FUNDUR SÞ FUNDI Sameinuðu þjóðanna um félagslega þróun; sem haldinn var í Kaupmannahöfn, lauk á sunnu- dag. Á fundinum, sem er einhver sá umfangsmesti er SÞ hafa haldið, ræddu fulltrúar 122 ríkja félagslega þróun í heiminum. Risavaxnir fundir og ráðstefnur af þessu tagi eru eðli málsins samkvæmt að miklu leyti skrautsýningar og tækifæri fyrir þjóðarleiðtoga til að láta Ijós sitt skína og halda ræður fyrir sjónvarpsmyndavélarnar. Árangur vill oft verða minni en umgjörðin gefur til kynna. Kaupmannahafnarfundur SÞ um félagslega þróun er þar engin undantekning frekar en Ríó-ráðstefnan um umhverfismál fyrir nokkrum árum. Vissulega skorti ekki fjálglegar ræður og viljayfirlýs- ingar en minna fór fyrir skuldbindandi ákvörðunúm. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, segir einmitt í sam- tali við Morgunblaðið í dag að gagnslitlar yfirlýsingar hafi einkennt fundinn. Hins vegar sé ekki hægt að segja að fundurinn hafi verið misheppnaður, þar sem raun- sæið í ræðum margra þjóðarleiðtoga hafi verið uppörv- andi. Fundir af þessu tagi munu aldrei breyta heiminum. Þeir gegna þó eftir sem áður ákveðnu hlutverki og þá ekki síst því að auka umræðu og gera almenning með- vitaðri um tiltekin vandamál. Þannig má fullyrða að athyglin sem Ríó-fundurinn vakti og umræðan í kringum hann hafi skilað meiri árangri á sviði umhverfismála heldur en þær ákvarðanir sem teknar voru á sjálfum fundinum. Vissulega geta svo fundir sem þessir orðið til að skila raunverulegum árangri, með því að setja í gang ferli er skilar árangri jafnvel nokkrum árum síðar. Þann- ig var í síðustu viku haldinn fundur á vegum Umhverfis- stofnunar Sameinuðu þjóðanna í Reykjavík þar sem samkomulag náðist um að draga úr notkun þrávirkra, lífrænna efna og hætta alfarið notkun efnisins PCB. Fleiri búa á stofnunum aldraðra hér en annars staðar á Norðurlöndum Vistrými fyrir aldraða 1. febrúar 1995 Fjöldi DVALARRÝMI HJÚKRUNARRÝMI SAMTALS aldraðra á hverja 100 á hverja 100 á hverja 100 1. des. 1994 Fjöldi aldraðra Fjöldi aldraðra Fjöldi aldraðra Reykjavík 12.034 368 3,1 709 5,9 1.077 8.9 Reykjanes 4.763 127 2,7 382 8,0 509 10.7 Vesturland 1.333 118 8,9 122 9,2 240 18,0 Vestfirðir 799 13 1,6 94 11,8 107 13,4 Norðurland vestra 1.164 47 4,0 152 13,1 199 17,1 Norðurland eystra 2.651 220 8,3 243 9,2 463 17,5 Austurland 1.216 54 4,4 116 9,5 170 14,0 Suðurland 1.959 266 13,6 232 11,8 498 25,4 Samtals/meðaltal 25.919 1.213 4,9 2.050 7,9 3.263 12,6 Rekstrarkostnaður vegna öldrunarþjón- ustu 6,3 milljarðar í athugun sem Hagsýsla ríkisins hefur gert á stjómsýslu og rekstrarþáttum á stofnunum aldraðra em borin saman 21 hjúkmnar- og dvalarheimili, sem fá rekstrarstyrki í formi daggjalda, og 8 hjúkmnarheimili, sem fá fjár- veitingu af sérstökum fjárlagalið. MUN HÆRRA hlutfall aldraðra býr í stofnana- húsnæði hér á landi en annars staðar á Norður- löndunum þrátt fyrir að lögum sam- kvæmt sé stefnan sú að aldrað fólk geti sem lengst búið við eðlilegar heimilisaðstæður. Rekstrarkostn- aður vegna öldrunarþjónustu. á ár- unum 1992-1994 var um 6;3 millj- arðar á ári eða um 240 þús. á hvern íbúa 67 ára og eldri. I Reykjavík eru 33% af heimiluðum vistrýmum á öldrunarstofnunum en 46% íbúa eru 70 ára og eldri. Hjúkrunarrými eru fæst í Reykjavík eða 5,9 á hverja 100 íbúa 67 ára og eldri en flest á Norðurlandi vestra eða 13,1. Skortur á hjúkrunarrúmum í Reykjavík virðist hækka meðalald- ur sjúklinga á hjúkrunarstofnunum aldraða miðað við dreifbýli. Hærri aldur - aukin aðstoð Fram kemur í skýrslunni, að með hækkandi aldri aukist hlutfall þeirra, sem þurfí á aðstoð að halda. Hefur verið sýnt fram á að um 7% af 66-74 ára, 16% af 75-84 ára og 44% af 85 ára og eldri lifa við skerta fæmi. Borið saman við aldurs- hópinn 65-74 ára hafa 85 ára og eldri liðlega þrefalt meiri líkur á að tapa sjálfs- bjargargetu og sjöfalt meiri líkur á að vistast á hjúkrunarheimili. Fjöldi aldraðra íbúa 67 ára og eldn var 25.919 1. desember síðast- liðinn eða 9,7% af mannfjölda á íslandi. Hlutfall aldraðra hér á landi er því lægra miðað við Norðurlönd, en árið 1990 var hlutfall 67 ára og eldri á öðmm Norðurlöndum 13,7-18,2%. Rekstrarkostnaður 6,3 milljarðar Rekstrarkostnaður vegna öldrunarþjónustu á árunum 1992- 1994 var um 6,3 milljarðar á ári eða um 240 þús. á hvern íbúa 67 ára og eldri. Framlag aldraðra, sem er fyrst og fremst í formi lífeyris, er um 1,4 milljarðar og hlutur ríkis- ins um 4,9 milljarðar. Áætlaður rekstrarkostnaður vegna dvalar- heimila á síðasta ári er um 1.262 milljónir króna, þar af er framlag vistmanna 549 milljónir króna en hlutur ríkisins 713 milljónir króna. Útgjöld vegna 903 hjúkrunar- rýma á daggjaldastofnun eru 1.732 milljónir króna miðað við 98% nýt- ingu. Meðalkostnaður hjúkrunar- heimila á föstum fjárlögum er nokk- uð hærri en þeirra sem eru á dag- gjöldum eða 7.376 krónur á legu- dag. Rúm á þessum heimilum voru þegar samanburður var gerður 332 og hjúkrunarrými aldraða á sjúkra- húsum voru 724. Fram kemur að ekki er vitað um nýtingu 287 rýma í dagvist aldraða en miðað við 90% nýtingu allt árið er kostnaður ríkis- ins 206 milljónir króna og er fram- lag hins aldraða þá undanskilið. Samkvæmt skýrslum um heilsu- gæslustöðvar nam kostnaður við heimahjúkrun 157 millj- ónum króna eða 38% af kostnaði læknis- og hjúkrunarverka á síðasta ári. í ársskýrslum stærstu heilsugæslu- stöðvanna má sjá að hlut- fall aldraðra er 85-86% af þeim sem njóta heimahjúkrunar. Að öllu meðtöldu er áætlaður kostnaður við heimahjúkrun 235 milljónir króna. Auk rekstrarkostnaðar er á fjár- lögum fyrir árið 1995 gert ráð fyr- ir 480 milljónum króna til Fram- kvæmdasjóðs aldraðra, þar af 229 milljónum vegna stofnkostnaðar og endurbóta. Er það fyrst og fremst vegna hjúkrunarheimila og öldr- unardeilda sjúkrahúsa. Vistrými fyrir aldraða í byijun árs 1995 var heildar- fjöldi vistrýma 3.263 á 66 stofnun- Meðalaldur í vistun lækkar með auknu framboAi um á landinu, þar af 1.213 dvalar- rými og 2.050 hjúkrunarrými. Flest eru rýmin í Reykjavík eða 1.077 en fæst 94 á Vestfjörðum. Þann 1. febrúar sl. voru á landinu öllu 12,6 vistrými á hveija 100 íbúa 67 ára og eldri og má gera ráð fyrir að á sama tíma hafi 5,8% aldurs- hóps frá 67-79 ára dvalið á stofn- unum aldraðra en 30,8% íbúa 80 ára og eldri. í skýrslunni kemur einnig fram að hlutfall aldraðra íbúa sem dvelja á stofnunum er áberandi hærra hér á landi miðað við önnur Norður- lönd. Samkvæmt athugun bjuggu árið 1982 samtals 65% Reykvíkinga 80 ára og eldri á eigin heimili eða aðstandenda. Ekki eru fyrirliggj- andi upplýsingar um fjölda aldraðra í sjálfseignaríbúðum eða þjónustu- íbúðum en árið 1994 voru slíkar íbúðir samtals 885 í Reykjavík. hjúkrunarrýmum. Þar af séu 705 taldir í brýnni þörf eða mjög brýnni þörf. í þessum hópi eru 596 eða rúm 60% Reykvíkingar, um það bil 100 eru af Reykjanesi og svipaður fjöldi af Norðurlandi eystra. Hafa ber í huga að tölumar sýna ekki þörf á nýjum vistrýmum, þar sem talsverður hópur þeirra einstakl- inga sem eru á skrá komst í þau rými sem fyrir eru vegna andláts eða breytinga á vistun viðkomandi. Árið 1994 vistuðust samtals 555 einstaklingar á öldrunarstofnunum, 220 í dvalarrými og 335 í hjúkrun- arrými. Tæplega 70% þeirra vom í mjög brýnni þörf. Fjöldi dagvistarrýma aldraðra var 346 árið 1993. Flest eru þau í Reykjavík eða 192 sem er um 2% af heildarfjölda aldraðra 70 ára og eldri í Reykjavík. Flest em þau á Norðurlandi eystra eða 2,6%. Mismikið framboð eftir landshlutum Bent er á að hlutfall aldraðra sem dvelja á öldrunarstofnunum sé breytilegt eftir landshlutum. Vist- rými í Reykjavík em 8,9 á hveija 100 íbúa 67 ára og eldri en 25,4 á Suðurlandi. Hjúkmnarrými era fæst í Reykjavík eða 5,9 á hveija 100 íbúa 67 ára og eldri en flest á Norðurlandi vestra eða 13,1. Dval- arrými era fæst á Reykjanesi eða 2,7 á hveija 100 aldraða íbúa en flest á Suðurlandi, tæplega 13,6. Reykjavík er með 33% af heimiluð- um vistrýmum en 46% af íbúum 70 ára og eldri búa á svæðinu. Þegar þörf á vistrými ________ er metin hefur verið miðað við að 10 hjúkrunarrúm þurfí að jafnaði fyrir hveija 100 íbúa 70 ára og eldri. Önnur viðmiðun er aukið vægi 80 ára og eldri og hefur verið miðað við 4 rúm á hveija 100 íbúa á aldrinum 70 til 79 ára og 21,5 rúm fyrir hveija 100 íbúa 80 ára og eldri. Ef full- nægja á þörf fyrir allt landið vant- ar því 136 rými. Þá kemur fram að framboð er umfram ofangreint hlutfall á landinu öllu nemp, í Reykjavík, þar sem vantar 512 rými og á Reykjanesi, þar sem vantar 78 rými. Þörf fyrir vistun í skýrslunni segir, að samkvæmt vistunarskrá bíði 975 einstaklingar eftir 630 dvalarrýmum og 345 705 þeirra sem bíAa vist- unartaldir í brýnni þörf Aldur vistmanna Meðalaldur vistmanna í dvalar- rými er 81 ár og er hæstur meðal- aldur í Seljahlíð í Reykjavík, 85 ár, en lægstur á Dvalarheimili Stykkis- hólms 77 ár. í 70% dvalarrýma era vistmenn 80 ára og eldri en um 2% era innan við 67 ára. Meðalaldur sjúklinga á hjúkranardeild er 83 ár og var hæstur meðalaldur í Fella- skjóli í Grandarfirði eða 87 ár en lægstur í Barmahlíð á Reykhólum 78 ár. Samtals 75% hjúkranarsjúk- linga eru 80 ára og eldri og 3% era innan við 67 ára. Athygli vekur að meðalaldur er hærri á dvalar- og hjúkranarheimil- um á stærstu þéttbýlis- svæðunum. Þar er meðal- aldur hjúkrunarsjúklinga 84 ár en annars staðar 81 ár. Fram kemur að ________ samband er milli meðal- aldurs á stofnunum og framboðs hjúkrunarrýma á viðkom- andi svæði og lækkar meðalaldur eftir því sem framboð er meira. Bent er á að meðalaldur hjúkrunar- sjúklinga á Vestfjörðum er rúm 81 ár en þar eru 12 hjúkranarrými á hveija 100 aldraða en í Reykjavík er meðalaldur tæplega 85 ár og þar era 6 hjúkranarrými á hverja 100 aldraða. Skortur á hjúkranarrúm- um í Reykjavík virðist því koma fram í hærri meðalaldri sjúklinga. Á Reykjanesi og Vesturlandi eru 8-9 hjúkrunarrými á hverja 100 aldraða og þar er meðalaldur rúm 84 ár. érjf ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1995 3í FISKVEIÐIDEILAN VIÐ KANADA TAKA TOGARANS HÆPIN AÐ ÞJÓÐARÉTTI liklegt er að hafrétturínn eigi eftir að þróast á næstu árum, segir í umfjöllun Páls Þórhallssonar, en samt ganga Kanada- menn lengra en þær reglur sem hugsanlega verða samþykktar á úthafsveiðiráðstefnu Sameinuðu þjóðanna JÓÐARÉTTURINN, eða sú grein hans sem nefnd hefur verið hafréttur, er takmark- aður að því leyti að hver sem er má almennt talað veiða á al- þjóðlegu hafsvæði utan 200 mílna lög- sagna ríkja, hvort sem það heitir Flæmski hatturinn austur af Ný- fundnalandi, Smugan eða Reykjanes- hryggur. Þau ríki sem mestra hags- muna eiga að gæta á Norður-Atlants- hafi hafa þó með ýmsum hætti reynt að semja um nýtingu fiskistofna sem veiðast á úthafinu og komið á fót tveimur alþjóðlegum stofnunum, NAFO (Northwest Atlantic Fisheries Organization) fyrir norðvestursvæðið, og NEAFC (Northeastern Atlantic Fisheries Commission) fyrir norðaust- ursvæðið. Deilan að þessu sinni milli Evrópu- sambandsins og Kanada snýst um veiðar á grálúðu. Grálúðustofninn hef- ur færst til og það er ekki nema tiltölu- lega stutt síðan grálúða byijaði að veiðast að ráði utan kanadisku lögsög- unnar, aðallega hafa Spánveijar veitt hana. Kanadamenn hafa lagt gríðar- lega áherslu á að fá sitt fram innan NAFO og sendu til dæmis fimmtíu manna sendinefnd á síðasta aðalfund. En vegna þess hve kvótarnir eru orðn- ir litlir á þessu svæði er mannfjöldinn sem tekst á um úthlutun þeirra í engu samræmi við magnið sem til skipta er. Kanadamönnum tókst síðastliðið haust að fá því framgengt innan NAFO að kvótinn á grálúðu yrði ekki nema 27.000 lestir, sem er nokkru minna en veitt hefur verið. Haldinn var aukafundur um mánaðamót jan- úar og febrúar síðastliðins í Brussel þar sem kvótanum var skipt. Ágrein- ingur var milli Kanada og Evrópusam- bandsins og kom til atkvæðagreiðslu þar sem Evrópusambandið varð undir, 6-5. Kanada fékk þá obbann af kvót- anum, en einnig fengu Rússar, Japan- ar og Evrópusambandið kvóta. Þess má geta að íslendingar greiddu at- kvæði með Kanadamönnum um útdeil- ingu kvótans. Evrópusambandið mót- mælti harðlega og taldi Kanadamenn hafa þvingað fram atkvæðagreiðslu sem byggði á tilbúinni grundvallar- reglu um að strandríkið fengi sjálf- krafa 50% kvótans. ESB neytti þvi heimildar sinnar, skv. reglum NAFO, til að gera fyrirvara við ákvörðun þessa. Jók Evrópusambandið einhliða kvóta sinn úr 3.400 lestum i 18.630 lestir. Kvaðst ESB byggja þar á veiði- reynslu undanfarinna ára auk þess sem fiskifræðingar hefðu sett markið við 40.000 lestir. Byggja á innlendum lögum Kanadamenn byggja töku spænska togarans á innlendum lögum sem sett voru á síðasta ári og heimila kanadísk- um stjórnvöldum að setja reglugerð til verndar fiskstofnum sem fyrirfmn- ast utan og innan lögsögu Kanada (deilistofnum). í reglugerðinni er listi yfir þau ríki sem talið er að fylgi hentistefnu í þessum málum og grípa má til aðgerða gegn. Spánveijum og Portúgölum var nýverið bætt á list- ann. Evrópusambandið andmælti þessari lagasetningu harðlega. Þjóðarétturinn Það er ekkert nýtt að strandríki reyni að veija hagsmuni sína á úthaf- inu. Fyrir um hundrað árum komu upp hliðstæð mál á alþjóðavettvangi, er snerust um veiðar á svokölluðum Beringshafsloðsel. Nokkur ríki gripu til aðgerða á úthafínu, sem þá var, til verndar loðsel sem kæpti á eyjum í Beringshafi. Ekki var talið að að- gerðir þessar væru heimilar. Síðan hefur þjóðarétturinn reyndar þróast ekki síst í kjölfar þorskastríða Islend- inga og hafréttarsamnings Samein- uðu þjóðanna sem nú hefur gengið í gildi. Útfærsla lögsögu íslands er ein- mitt dæmi um að aðgerðir sem í fyrstu eru í andstöðu við þjóðarétt reynast upphafið að þróun á því sviði. Þijár meginskyldur hvíla á ríkjum heims skv. 116.-119. gr. hafréttar- samningsins: 1. Tillitsskylda, þ.e. skylda til að taka tillit til hagsmuna og réttinda annarra ríkja sem veiða á úthafínu og nálægra strandríkja. 2. Samráðsskylda, einkum vegna dei- listofna. 3. Skylda til að vernda fiski- stofna. Það mælir gegn aðgerðum Kanada- manna nú að svæðið utan 200 milna er alþjóðlegt hafsvæði þar sem enginn má almennt taka sér fullveldisrétt. Þótt ESB hafi orðið undir í atkvæða- greiðslunni innan NAFO þá hafði það heimild til að setja fyrirvara skv. regl- um stofnunarinnar. Þrátt fyrir allt virðist því ESB hafa virt samráðs- skylduna. Erfitt er að marka innihald tillits- skyldunnar eins og t.d. hvort taka eigi mismikið tillit til ríkja. Það er spurning hvort ESB hafí brotið gegn verndarskyldunni. Það er mikið álita- mál hvenær sú skylda vaknar og hversu rík hún sé. Ekki var heldur um það að ræða að búið væri að veiða allan þann heildarkvóta sem sam- þykktur var, en þá væri aðstaða Kanadamanna að líkindum sterkari. Kanadamenn hafa það sér til máls- bóta að fyrir liggur löglega tekin stjórnunarákvörðun af hálfu vald- bærrar stofnunar, þó svo að ESB hafi gert fyrirvarann. Einnig styður það málstað Kanadamanna að stór hluti grálúðustofnsins gengur út úr lögsögu Kanadamanna og hagsmunir þeirra af því að geta hlutast til um veiðar utan lögsögunnar því miklir. Á heildina litið verður þó að telja aðgerðir Kanadamanna óheimilar skv. gildandi þjóðarétti. Samt má ekki horfa framhjá því að þróunin í þjóðaréttinum getur ver- ið ör og það kann vel að vera að þessi deila Kanadamanna og Evrópu- sambandsins eigi eftir að setja mark sitt á þjóðaréttinn. Ekki er víst að teknar verði neinar ákvarðanir á úthafsveiðiráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem ólokið er sem eigi eftir að varða beinlínis deilu af því tagi sem risin er milli Kanada og ESB. Þar er reyndar miðað við að menn reyni að koma ákvarðana- töku um stjórnun úthafsveiða í ákveð- ið form og hefur meðal annars verið horft til NAFO sem fyrirmyndar í því sambandi. Ekki er á þessari stundu ljóst hvort úthafsveiðiráðstefnan komi til með að fara nákvæmlega út í það hvernig ákvörðunum verði haldið uppi. Niðurstöður úthafsveiðiráð- stefnunnar munu fyrirsjáanlega helst hafa gildi fyrir þau svæði þar sem engin svæðisbundin stjórnun er en minni þar sem slík samvinna ef fyrir hendi, eins og við Kanada. Einnig er í uppkasti formanns ráðstefnunnar gert ráð fyrir að aðildarríki skuli finna samvinnu sinni farveg innan „vald- bærra stofnana". Þar er einnig að mestu byggt á þeirri meginreglu þjóðaréttarins að einungis fánaríki skips megi grípa til aðgerða gegn því á úthafinu. Smugan og Svalbarðasvæðið Spurningar vakna um það að hvaða leyti deila Kanada og ESB sé sam- bærileg við deilu íslendinga og Norð- manna um veiðar í Smugunni. Fyrst er rétt að geta þess að þegar Norð- menn fóru með íslenska togara til hafnar þá var það vegna veiða á Sval- barðasvæðinu sem hefur nokkra sér- stöðu að því leyti að Norðmenn telja sig hafa fullveldisrétt og er hann við- urkenndur áf mörgum ríkjum. Dóm- arnir yfir íslensku sjómönnunun byggðu á norskum lögum og hafa þv; ekki þýðingu fyrir þjóðarétt. Frá sjón- arhóli þjóðaréttarins höfðu Norðmenr nokkuð til síns máls er þeir færðu togarana til hafnar vegna þess at ella væri þýðingarlaust að tala un fullveldisrétt þeirra á svæðinu. íslensk stjórnvöld halda því aftur á móti fram að Norðmenn hafi ekki gætt jafnræð- isreglu Svalbarðasamningsins vifi stjórnun sína á svæðinu. Smugan er ólík svæðinu fyrir utan lögsögu Kanada að því leyti að svæð- isbundin stjórnun er ekki komin jafn- langt. Svæðið fellur undir lögsögu NEAFC en aðilar að henni era íslend- ingar, Norðmenn, Rússar, Evrópu- sambandið, Pólverjar, Danir o.fl. NE- AFC hefur að mjög litlu leyti látið þorskveiðar i Smugunni til sín taka en Rússar og Norðmenn hafa verið með tilburði í þá átt að stjórna þeim sín á milli. Ef á reyndi fyrir alþjóðleg- um dómstóli væri spurning hvort þessi stjórn Rússa og Norðmanna teldist hafa þýðingu yfírhöfuð. Eins þyrfti að hafa í huga hvort sýna yrði þeim sérstakt tillit vegna langvarandi nýt- ingar á svæðinu. Að auki kann að vera sá munur að grálúðustofninn við Kanada sé í meiri hættu en þorskstofninn í Bar- entshafi sem þýði að meira sé í húfi fyrir Kanadamenn heldur en Norð- menn og Rússa og ríkari verndar- skylda hvíli á ESB heldur en íslend- ingum. I sömu átt hníga röksemdir um að það sé ekki jafnstór hluti stofnsins sem gangi út úr lögsögu strandríkjanna, þ.e. Noregs og Rúss- lands, eins og á við um grálúðuna við Kanada. Hætta á ofveiði á Reykjaneshrygg Reykjaneshryggurinn er einnig á svæði NEAFC þótt samstarfið sé ekki mjög virkt. Margir hafa miklar áhyggj- ur af því að veiðamar á karfastofninum keyri úr hófi á þessu ári, en enginn heildarkvóti hefur verið settur. Um er að ræða deilistofn alveg eins og grálúð- una við Kanada og þorskinn í Smug- unni. Það verður því spennandi fyrir íslendinga sem strandþjóð og aðal- hagsmunaaðila varðandi karfann á Reykjaneshrygg að fylgjast með hvemig Kanadamönnum reiðir af í við- leitni sinni til að vemda grálúðuna. Það verður þó ekki horft fram hjá því að íslendingar hafa engan veginn markað sér jafneindregna stefnu og Kanadamenn og að nokkra leyti Norð- menn varðandi rétt strandríkis til að hlutast til um veiðar úr deilistofnum. Kanada Langhali j ' LABRADORHAF - Revkfanes- hryggur (Jthafskarfi, blálanga, búrfiskur, stinglax, háfar NORÐUR ATLANTSHAF Miö- Hatton- fíOCkall Rockall Stinglax, búríiskur, blálanga Spp\.... IRLAN .+ Flæmski hatturinn Rælga ; 40'■ Atlantshafs- hryggur Glymlr, fagurserkur A/.oreyjar PORTÚGAL 30' 20' 101 0'V 0' tl/A 20'A 3Ó'A\A0'A ^vV A 40‘k JCfJj, ,■ 60 A \ L xJPráns josefs ...a- \ land U \ V\ % \ Á Svalbarðasvæðíð V SmV<t 1. ...' Þorskur Bjarnareyo ----- Síldar- smugan 7°Á/. Sild, kolmunnl ...Þ-i NOREGS-o'p’ NOREGUR HAF / -es'N „ruw
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.