Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ UNGLINGAR Hvar eru þau og hvað eru þau að gera? A Nemendur í Arbæjarskóla Kristinn Már Hvað finnst þér um kennaraverkfallið? Þetta er flott og þægilegt,'það er gott að fá frí, ég var orðinn leiður á skólanum. Heldur þú að það vari lengi? Já, örugglega, kennarar fá aldrei þessa kauphækkun, þetta eru svo miklir peningar sem þeir eru að biðja um. Hvað gerir þú í staðinn fyrir að fara í skól- ann? Ég hangi í Árseli og spila billiard, geri hitt og þetta sem mér finnst skemmtilegt. Hefur verkfallið mikil áhrif á námið hjá þér? Nei, ekkert rosalega, maður er aðeins farinn að glugga í bók núna af því það hefur stað- ið svo lengi. Saknar þú skóians? Nei, alls ekki. Hvernig heldur þú að það KRISTINN Már Ársælsson, 15 ára. sé hægt að leysa deiluna? Það verður þokkalega erfitt, hvorugir virð- ast ætla að gefa eftir, það er hæpið að kenn- arar gefi eftir sínar kröfur. Þannig að það er einhver tími í að þetta leysist. Skilaboð til kennara í verkfalli? Verið sem lengst í verkfalli. Jóhannes Hvað finnst þér um kennaraverkfallið? Þetta var allt í lagi fyrst en mér finnst það orðið helvíti skítt núna. Þetta kemur sér illa fyrir mig varðandi undirbúning fyrir menntaskóla, það verður erfitt að ná sér á strik. Heldur þú að verkfallið vari lengi? Ég held að það verði alveg fram á sumar. Allar samningaviðræður virðast vera dauðar og það gengur greinilega ekkert að semja. Hvað gerir þú í staðinn fyrir að fara í skól- ann? Maður reynir að læra eitthvað, fara aðeins yfir efnið, en ég er reyndar búinn að vera svolítið latur við það. Saknar þú skólans? Ég sakna þess kannski ekki að sitja í tíma en maður hittir vinina ekki eins oft. Hvernig á að leysa deiluna? JÓHANNES Ásbjörnsson, 15 ára. Kennarar eru náttúrulega að krefjast of mkils, þeir fá aldrei 25% hækkun. Tímasetn- ingin er röng hjá þeim, þeir eiga bara að sætta sig við. einhveija smá kauphækkun og gera þetta einhverntíman seinna. Skilaboð til kennara í verkfalli? Látið ykkur dreyma. Erna Dís Hvað finnst þér um kennaraverkfallið? Mér finnst það fínt, mér finns't hundleiðin- legt í skóla. Heldur þú að það eigi eftir að vara lengi? Já, því það virðist ekki vera að ríkið vilji semja við kennarana. Hvað gerir þú í staðinn fyrir að fara í skól- ann? Ég er bara heima hjá mér, sef og horfi á sjónvarpið. Hefur verkfallið mikil áhrif á námið hjá þér? Nei, ekki svo. Saknar þú skólans? Bryndís Ösk Hvað finnst þér um kennaraverkfallið? Mér finnst það bara fínt, gott að vera í fríi, en það er hættulegt út á samræmdu prófin. Heldur þú að það eigi eftir að vara lengi? Ég veit það ekki, ég vona ekki. Hvað gerir þú í stað þess að fara í skólann? Ég er hérna í Árseli og svo er ég að passa og bara slappa af. Hefur verkfallið áhrif á námið hjá þér? Já, svolítil. Saknar þú skólans? Já, núorðið, ég er orðin svolítið mikið leið á þessu. Hvernig heldur þú að hægt sé að leysa deil- una? ERNA Dís, 13 ára, Nei. Skilaboð til kennara í verkfalli? Ég vil ekkert segja. BRYNDÍS Ósk, 15 ára. Ég veit það ekki. Skilaboð til kennara í verkfalli? Verið sem lengst í verkfalli. Hanga inni og gera ekki neitt. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Það er ekki alveg ákveðið ennþá. Hver er munurinn á tómatsósu og traktor? Traktorinn gengur... Sumar stelpur eru frekjur og gribbur Nafn: Kristinn Ingason. Heima: Reykjavík. Aldur: 13 ára. Skóli: Árbæjarskóli. Getur skólinn verið betri en hann er? Já, ég veit ekki hvemig en hann er allavega hundleiðinlegur núna. Hverju vilt þú breyta í þjóðfélaginu? Ég myndi vilja að færri stelpur væru frekjur og gribbur. Er til unglingavandamál? Já. Er til foreldravandamál? Já, maður getur ekki talað við for- eldra sína eins og maður talar við vini sína. Hvernig er fyrirmyndarunglingur? Unglingur eins og ég. Hvernig eru fyrirmyndarforeldrár? Maður getur talað við þá um það sem skipt- ir máli og þeir leyfa manni að vera úti á kvöldin. Hvað vilt þú ráðleggja þeim sem umgang- ast unglinga? Ekki vera hrædd við okkur. Hvað er það skemmtilegasta sem þú ger- ir? Skemmta mér um helgar. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Algjör steypa Tölvur breyttu syni mínum í vélmenni AÐ færist í aukana að fólk fái sér tölvu til að hafa á heimilinu og með aukinni tækni er nú hægt að vera í tölvusambandi við fólk, fyrirtæki og félög út um allan heim. Því fylgja ekki bara kostir og sumir verða það sem kallað er tölvusjúklingar, slúðurritið Sun segir raunarsögu einstæðrar móður í Bretlandi sem hefur ekki átt sjö dagana sæla. Móðirin Connie Bedworth segir tölvur hafa tekið yfir líf sonar hennar og gert hann að vélmenni og gert líf þeirra beggja að helvíti á jörðu. Hún segist hafa verið ráðalaus og hjálpar- laus gagnvart tölvunni og ekki vitað í hvorn fótinn hún ætti ad stíga. „Hann vildi ekki borða eða sofa,“ segir Connei „hann gat bara ekki hugsað sér að vera í burtu frá tölvunni." Hann gerðist tölvuþijótur og braust inn í tölvubanka og komst í skrár og skjöl sem hann átti ekkert erindi í. Paul vann skemmdir í skrám fyrirtækja fyrir margar milljónir áður en lögreglan náði að handtaka hann árið 1991. Connie segir hann hafa verið svo sjúkan að hann hafi ekki vitað hvað hann var að gera. „Ég reyndi að stöðva hann,“ segir hin örvæntingarfulla móðir, „en það var von- laust. Hann ýtti mér út úr herberginu sínu og lét ekki segjast, hann gerði allt til að geta verið í tölvunni og vakti jafnvel langt fam á nætur. Ég reyndi að aftengja símann svo hann næði ekki sambandi, en hann fann leið til að halda áfrarn." Paul var svo upptek- inn af tölvunni sinni að hann átti enga vini, hafði ekki tíma til þess. Connie keypti tölvu handa stráknum sín- um þegar hann var 11 ára gamall, algjör- lega grunlaus um að hann yrði þræll tölv- unnar innan skamms tíma. Fjórtán ára gam- all var hann orðinn einn harðsvíraðasti tölvu- þijótur í Bretlandi og komst inn í hvaða fyrirtækjatölvu sem var í gegnum heimilissí- malínuna. Paul var loks handtekinn fyrir að bijótast inn í tölvubanka árið 1991, hann var hins vegar sýknaður að ákæru um skemmdaverk því lögfræðingur hans sagði hann ekki hafa verið ábyrgan gjörða sinna. Paul sem stendur á tvítugu segist ekki hafa framið tölvuglæp síðan hann var handtek- inn, en sérfræðingar segja að tölvuþijótar geti aldrei hætt, það sé bara spurning hve- nær Paul byiji aftur. ■■■■■■■■■■■■■■■■ Það er spurning Fylgist þú með stjórn- málum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.