Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1995 11 FRETTIR Yfirskattanefnd hefur úrskurðað um verðmæti aflaheimildar annars vegar og fiskiskips hins vegar Markaðsverð kvóta traustari við- miðun en skipsverð Nytjastofnar á íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar samkvæmt ____löfflim um stjórn fiskveiða frá 1990. Hæstiréttur hefur hins vegar_ úrskurðað að keypt aflahlutdeild skuli telja til skattskyldra eignarrétt- inda. Það er í samræmi við álit Lagastofnunar sem kom fram þegar fisk- veiðilöggjöfín var samþykkt. Helstu atriði dóms Hæstaréttar og álits Lagastofnunar eru rifjuð upp hér á eftir, auk þess sem fjallað er um úr- skurð yfírskattanefndar í máli þar sem greina þurfti á milli verðmætis afla- heimildar annars vegar og skips hins vegar. SAMKVÆMT dómi Hæsta- réttar íslands frá árinu 1993 telst aflahlutdeild skips til fémætra réttinda og fellur undir 73. grein laga um tekju- og eignaskatt frá 1981 en þar segir að til skattskyldra eigna skuli telja allar fasteignir, lausafé og hvers konar önnur verðmæt eignarréttindi. Meirihluti dómsins kemst auk þess að þeirri niðurstöðu að um fyrnanleg réttindi sé að ræða samkvæmt 32. grein laganna, en þar segir: „Fymanlegar eignir eru varanlegir rekstrarfjármunir sem notaðir eru til öflunar tekna í atvinnurekstri eða í sjálfstæðri starfsemi og rýrna að verðmæti við eðlilega notkun eða aldur.“ I dómi meirihluta Hæstaréttar segir að umrædd réttindi séu eðlis- lík þeim réttindum sem talin séu upp í 4. og 5. tölulið 32. gr. en þar er gefið yfirlit yfir helstu flokka þeirra eigna sem heimilt er að fyrna. í 4. tl. er tiltekinn keypt- ur eignarréttur að verðmætum hugverkum og auðkennum, svo sem höfundarréttur, útgáfuréttur, réttur til hagnýtingar upplýsinga og réttur til einkaleyfis og vöru- merkis. í 5. tölulið er talinn upp stofnkostnaður, svo sem kostnaður vegna skráningar fyrirtækis, öfl- unar atvinnurekstrarleyfa, kostn- aður við tilraunavinnslu, markaðs- leit, rannsóknir, öflun einkaleyfis og vörumerkja. „Aflahlutdeildin verður að sönnu ekki eftir strangri orðskýringu tal- in „rýrna að verðmæti við eðlilega notkun eða aldur“. Svo er ekki heldur um þau verðmæti, sem talin voru í 4. tl. og 5. tl. greinarinn- ar,“ segir í dómi Hæstaréttar. Kemst meirihluti réttarins að þeirri niðurstöðu að heimilt sé að fyrna keypta aflahlutdeild um 20% á ári, eins og þau réttindi sem nefnd eru í framangreindum töluliðum. Garðar Gíslason hæstaréttar- dómari skilaði sératkvæði í málinu. Segist hann sammála meirihluta dómsins um að keypt aflahlutdeild skuli teljasttil skattskyldra eignar- réttinda. Hins vegar verði „ekki á það fallist, að eignarréttindi þessi teljist fyrnanleg samkvæmt skattalögum.“ Er vísað til þess að fyrnanlegar eignir séu skilgreindar samkvæmt 32. grein þannig að þær rýrni að verðmæti við eðlilega notkun eða aldur. „Aflahlutdeild í nytjastofnum á íslandsmiðum fell- ur engan veginn undir neinn þeirra töluliða sem nefndir eru í 32. gr. laganna, enda er þar um gjörólík verðmæti að ræða. Aflahlutdeild í nytjastofnum á íslandsmiðum verður ekki talin eign, sem rýrnar að verðmæti við eðlilega notkun eða aldur, vegna þess að hér er um að ræða veiðiheimild á tegund- um sjávardýra, sem eiga tilveru sína að öllu leyti undir náttúrunni sjálfri. Enginn getur haft raun- veruleg umráð þeirra, en einkenni þeirra eigna, sem nefndar eru í upptalningu 32. gr. laganna, eru einmitt, að unnt er að hafa slík umráð. Enginn veit því, hvort þessi verðmæti rýrna við eðlilega notkun eða aldur. Mætti telja öllu líklegra, að þau geri það ekki. Öðru máli gegnir um óhóflega eða óeðlilega notkun, en gegn henni er lögum um stjórn fiskveiða ætlað að sporna," segir í sératkvæðinu. Mál þetta reis vegna ágreinings um fyrningu á varanlegum afla- heimildum sem útgerðarfélagið Hrönn hf. á ísafirði keypti á árinu 1989 að upphæð tæpar 60 milljón- ir króna og færði til gjalda á rekstrarreikningi á kaupári. Skatt- stjóri Vestfjarðaumdæmis féllst ekki á það og úrskurðaði að færa skyldi keypta aflahlutdeild til eign- ar og afskrifa um 8% á ári, en það eru sambærilegar reglur og gilda um afskriftir fastafjármuna eins og skipa. Málið fór fyrir Ríkis- skattanefnd sem úrskurðaði út- gerðarfélaginu í vil, þaðan fyrir héraðsdóm og loks fyrir Hæsta- rétt, sem úrskurðaði í málinu eins og að framan greinir. Mörg önnur samkynja mál biðu úrskurðar fyrir Ríkisskattanefnd, nú Yfirskatta- nefnd, og var úrskurðað um þau í samræmi við niðurstöðu dóms Hæstaréttar. Greint á milli verðmætis skips og aflaheimildar Yfirskattanefnd úrskurðaði í apríl í fyrra um tengt mál en þar þurfti að greina á milli verðmætis skips annars vegar og aflaheimild- ar hins vegar. Með vísan til framangreinds hæstaréttardóms úrskurðar nefndin að eignfæra beri keypta veiðiheimild sérstak- lega og fyrna um 20%. Hvað skipt- inguna milli verðmætis skips og aflaheimildar varðar féllst nefndin á sjónarmið kærenda að miða við áætlað markaðsverð þeirra afla- heimilda sem fylgdu skipinu sem keypt var og miða verðmæti skips- ins við mismun kaupverðs skipsins með. aflaheimildum og verðmæti aflaheimildanna þannig reiknaða. Ríkisskattstjóri vildi hins vegar miða við vátryggingarverð um- rædds skips og meta verðmæti aflaheimildanna sem mismun á kaupverði skipsins og vátrygging- arverðmætinu. Skipið var keypt á árinu 1987 og var kaupverðið 155 milljónir króna. Ekki var í kaupsamningi eða skattaframtölum gerður greinarmunur á kaupverði skips annars vegar og aflaheimilda hins vegar. í greinargerð með kærunni til ríkisskattanefndar er því haldið fram að gangverð veiðiheimilda á árinu 1987 hafi verið 35 krónur fyrir þorskígildiskílóið. Verðmæti veiðiheimildanna sem fylgdu skip- inu við kaup hafi því numið 59 milljónum króna og kaupverð skipsins því verið 96 milljónir. Rík- isskattstjóri áætlar hins vegar út frá vátryggingarverðmæti skipsins á þessum tíma að kaupverð þess hafi verið 81,8 milljónir og verð- mæti aflaheimildanna sé það sem á vantar. Síðan segir í úrskurði Yfirskattanefndar: „Almennt verð- ur talið að traustari viðmiðun felist að þessu leyti í markaðsverði afla- heimilda en skipsverði í einstökum tilvikum. Ekki er ástæða til að vefengja upplýsingar kærenda um verðmæti veiðiheimilda, er fylgdu skipinu við kaupin, og ekki verður talið að sá hluti verðs, sem kær- andi telur vera vegna skipsins sjálfs, sé í bersýnilégu ósamræmi við það sem ætla má um það efni þegar litið er til vátryggingaverðs skipsins og þeirrar staðreyndar að kærandi hugðist halda skipinu til veiða á árinu 1988 eftir þeim regl- um sem þá giltu um sóknarmark." Yfirskattanefnd telur sam- kvæmt þessu að traustari viðmiðun um verðmæti felist í markaðsverði á fiskveiðikvóta heldur en í skips- verði í einstökum tilvikum, eins og segir í úrskurðinum, en báðir máls- aðilar sættu sig við hann og var honum ekki áfrýjað til dómstóla. Atvinnuréttindi sem eru eignarréttindi Að beiðni Alþingis ijallaði Laga- stofnun Háskóla Islands um nokk- ur álitaefni í frumvarpi til laga um stjórn fiskveiða vorið 1990, en frumvarpið varð síðan að lögum nr. 38/1990. Einn liður sem óskað er eftir að Lagastofnun gefi álit sitt á varðar 1. grein laganna „um sameign íslensku þjóðarinnar á nytjastofnun á Islandsmiðum, hvort tímabundinn og takmarkað- ur afnotaréttur fiskistofna myndi aldrei einstaklingsbundna og stjórnarskrárvarða eign og hvort það að væntanleg lög verða ótíma- bundin myndi ekki frekar neinn framtíðar eignarrétt,“ eins og seg- ir í fyrirspurninni. Niðurstaða Lagastofnunar er sú að atvinnuréttindi þau sem menn hafi helgað sér á sviði fiskveiða séu eignarréttindi í merkingu 67. greinar stjórnarskrárinnar, en í henni segir: „Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji, þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.“ Atvinnuréttindi njóti þó tak- markaðri verndar en hefðbundin eignarréttindi og styðja megi það rökum að það eigi sérstaklega við um atvinnuréttindi til fiskveiða á miðum við ísland. Þótt ekki sé verið að stofna til eignarréttar með frumvarpinu, sem síðar varð að lögum, þá verði ekki betur séð en verið sé að afmarka og skilgreina eignarréttindi sem séu þegar fyrir hendi. í lögum nr. 38/1990 segir í 1. grein: „Nytjastofnar í íslandsmið- um eru sameign íslensku þjóðar- innar. Markmið laganna er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í land- inu. Uthlutun veiðiheimilda sam- kvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiði- heimildunum." Undir lokin segir í álitsgerð LagastQfnunar: „Eins og áður er lýst er viðurkennt að atvinnurétt- indi almennt njóti verndar 67. gr. stjórnarskrárinnar og geti menn sýnt fram á að slík réttindi séu þegar fyrir hendi til fiskveiða hagga fyrirvarar í 1. gr. frum- varpsins ekki 'öð þeim rétti. Niður- staðan verður því sú að með sam- þykkt frumvarpsins eins og það liggur fyrir og með þeim viðbótum sem nefndar eru hér að framam sé að vísu ekki verið að mynda ein- staklingsbundna og stjómarskrár- varða eign á veiðiheimildum, en á hinn bóginn verið að afmarka og skilgreina nánar eignarréttindi í formi atvinnuréttinda sem hugsan- lega eru fyrir hendi og leggja jafn- framt grundvöll að slíkum réttind- um um ókomna tíð ... Hitt er svo annað mál að mörg álitaefni rísa um það hvernig á vernd þessara atvinnuréttinda kann að reyna. Ljóst er að einstakir menn verða ekki teknir út úr og sviptir þessum réttindum nema með því að taka þau eignarnámi og greiða bætur fyrir. Hins vegar leikur ekki vafi á því að löggjafanum er heimilt að setja þessum eignarréttindum al- menn takmörk eftir þeim reglum sem dómstólar hafa mótað undan- gengna áratugi án þess að eign- arnám teljist og hafa þannig stjóm á meðferð og nýtingu fískimiða inn- an íslenskrar efnahagslögsögu." Erfðafjárskattur greiddur af fiskveiðikvóta Að lokum er rétt að minna á tvö mál sem komið hafa upp á síðustu mánuðum og tengjast afstöðunni til úthlutunar aflaheimilda og hvaða réttindi hún felur í sér. Annað atriðið varðar greiðslu erfð- afjárskatts af veiðiheimildum. í nýlegu áliti Ríkisendurskoðunar, sem gefið er að beiðni sýslumanns- ins í Reykjavík, kemur fram að fiskveiðikvóti myndi eftir atvikum stofn til álagningar erfðafjárskatts og er meðal annars vísað til niður- stöðu framangreinds dóms Hæsta- réttar að aflahlutdeild skips skuli talin til skattskyldra eignarrétt- inda. I álitinu segir að „þrátt fyrir þá óvissu sem ríkir um eignarrétt- arlega stöðu og vernd fiskveiðirétt- inda þegar til langs tíma er litið, verður ekki um það deilt að fisk- veiðikvóti hefur umtalsvert fjár- hagslegt gildi fyrir rétthafa hans.“ Hitt atriðið snýr að heimild til að veðsetja aflahlutdeild, en ákvæði þar að lútandi er að finna í frumvarpi um samningsveð, sem ekki fékkst afgreitt á Alþingi í vetur vegna ágreinings um þetta atriði. í frumvarpinu er grein sem hljóðar svo: „Þegar skip er sett að veði-er heimilt að semja í veðbréfi að veðrétturinn nái einnig til veiði- heimilda skips.“ Til þessa hafa þær reglur gilt þegar bankarnir hafa veitt lán gegn veði í fiskiskipum að þeir hafa gert það gegn því að eigendur skipanna hafi um leið gefið út skriflega yfirlýsingu um að þeir muni ekki framselja kvót- ann á meðan veðsamningur sé í gildi. Samkomulaginu hefur verið þinglýst á skip, og það síðan til- kynnt sjávarútvegsráðuneytinu.'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.