Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VERIÐ Fiskaflinn í febrúarmánuði Þorskafli 10.000 tonn- um minni en í fyrra ÞORSKAFLINN af íslandsmiðum í febrúarmánuði varð aðeins tæp- lega 16.500 tonn, sem er rúmlega 10.000 tonnum minna en á sama tíma í fyrra. Togararnir náðu nú tæpum 5.000 tonnum, sem er 3.200 tonnum minna en í fyrra, en bátar voru með 9.400 tonn, nærri 5.000 tonnum minna en í sama mánuði 1994. Þá eru smá- bátar aðeins hálfdrættingar nú miðað við sama tímabil og náðu aðeins 2.000 tonnum nú. Skýring- in á litlum þorskafla liggur í afar erfiðum gæftum og minnkandi kvóta. Heildaraflinn í febrúar síðastl- iðnum varð aðeins 281.105 tonn samkvæmt bráðabirgðatölum frá Fiskistofu. í sama mánuði í fyrra veiddust 378.205 tonn og að venju eru sveiflumar mestar í loðnuafla. í febrúar nú fengust aðeins 234.000 Mikil aukning á úthafsrækjuafla á fiskveiðiárinu tonn, en 321.000 í fyrra. Sam- drátturinn í þorskinum er einnig mikill, en auk þess fékkst minna af öllum helztu nytjategundum nú en í sama mánuði í fyrra og veld- ur veðrið þar mestu. 240.000 tonnum minna á land Sé litið á aflann frá upphafí fisk- veiðiársins fyrsta spetember, kem- ur í ljós að heildarafli nú er 626.600 tonn, en hann var á sama tíma í fyrra 868.300 tonn. í fyrra veiddust 512.000 tonn af loðnu þetta tímabil, en aðeins 248.000 tonn nú, enda engin loðnuveiði allt haustið og fram í febrúar. Þorskafii nú var 81.000 tonn sem er 26.000 tonnum minna en í fyrra. Betur hefur hins vegar gengið að veiða ýsuna og voru nú komin 22.600 tonn á land, eða um 3.000 tonnum meira en í fyrra. Nokkur samndráttur er á ufsaveið- inni, auking í karfa, síld og úthafs- rækju, en af henni hafa nú veiðst nærri 30.000 tonn, 12.000 tonnum meira en í fyrra. Mestum þorski var landað í Grindavík í febrúar, 1.675 tonn- um, sem er 150 tonnum meira en í fyrra. Næst kemur Hafnarfjörður með 1.429 tonn (1.883 í fyrra), Sandgerði með 1.382, (2.335), Reykjavík með 1.230 (876), Rif með 1.130 (1.268) og Keflavík með 1.024 (1.593). Nú var aðeins landað um 260 tonnum af þorski á Akureyri en 1.003 tonnum í fyrra. Furðu- fískadagar FURÐUFISKADAGAR standa nú yfir á Hótel Esju. Þar gefst matargestum kostur á því að bragða ýmsar tegundir fiskmet- is, sem sjaldan eru á borðum, bæði úr hafinu umhverfis landið og innfluttar tegundir. Þar er að finna djúpsteikta loðnu, ígul- kerahrogn, sverðfisk, vatna- krabba, beitukóng, langhala, kolkrabba og ýmislegt fleira. Það er Ólafur H. Jónsson, mat- reiðslumaður, sem stendur fyrir furðufiskadögunum. Hann seg- ist leita fanga víða, en mikið fái hann frá Aflakaupabankanum, Höfn í Hornafirði og víðar, en innflutta fiskinn fær hann frá Snæfiski. Ólafur segir, að þeir hafi verið með fiskihlaðborð í nokkur ár á Hótel Esju og hafi það notið mikilla vinsælda. Með furðufiskadögunum sé verið að krydda tilveruna svolítið og vekja áhuga fólks á öllu því góðgæti, sem úr sjónum sé fáan- legt. Furðufiskadögunum lýkur þann 18. þessa mánaðar. Morgunblaðið/Þorkell ÓLAFUR H. Jónsson við furðufiskaborðið á Hótel Esju. Hólmaborg’ SU aflahæst 303.660,215 tonn af loðnu eru kom- in á Iand á vetrarvertíð 1995 og er heildarveiðin á loðnuvertíðinni 1994-95 því orðin 514.628,215 tonn. Samkvæmt upplýsingum Fiskistofu er endanlegur loðnukvóti 837.879 tonn. Eftirstöðvamar eru því 323.250,785 tonn. STOFNFUNDUR félagsins Sjávar- nytja verður haldinn á Hótel Sögu í kvöld, þriðjudagskvöld, 14. marz klukkan 20.00. Sjávarnytjar er fé- lagsskapur fólks, sem vill stuðla að sjálfbærri nýtingu sjávarspendýra og mun standa fyrir umræðum á málefnum er varða sjávarspendýr. „Sjávarnytjar munu hvetja fé- laga sína til að afla sér fróðleiks um allt er varðar sjávarspendýr og koma þeirri vitneskju á framfæri manna á meðal í þjóðfélaginu, þannig að umræða um þessi mái Hólmaborg SU er aflahæsta loðnuskipið á vertíðinni 1994-95, hefur veitt 19.502 tonn. Örn KE hefur komið með 18.949 tonn að landi og Börkur NK er ekki langt undan með 18.801 tonn. Þá hefur Sigurður VE dregið 18.596 tonn af loðnu úr sjó á vertíðinni. Húna- verði sem mest á faglegum nót- um,“ segir meðal annars í frétt um stofnfundinn. Efni fundarins verður þannig að lokinni fundarstningu, að Gísli Vík- insson fjallar um hvalastofna við ísland, Erlingur Hauksson ræðir um selastofna og Þórður Hjartarson flytur tillögu að stofnun félagsins. Loks verður kosin stjóm til bráða- birgða og fjallað um önnur mál. Fundurinn er öllum opinn og verður fundargjald 500 krónur. Fundurinn verður haldinn í þingsal A. röst RE hefur veitt 17.983 tonn og Guðmundur VE 17.961 tonn. Aflinn hjá Höfrungi AK er kominn í 17.946 tonn og Helga II RE stend- ur honum ekki langt að baki með 17.399 tonn. Þá hefur Háberg GK landað 16.993 tonnum, Víkingur AK 16.254 tonnum og Sunnuberg GK 16.111 tonnum. Mikil loðna til Seyðisfjarðar Hraðfrystihús Eskifjarðar er sú loðnuvinnsla sem tekið hefur á móti mestum afla á vertíðinni eða ■ tæplega 38.700 tonnum. Ríflega 35.200 tonnum af loðnu hefur ver- ið landað hjá SR Mjöli á Seyðisfírði og rösklega 31.700 hjá Vinnslu- stöðinni í Vestmannaeyjum. Tæp- lega 31.000 tonn hafa komið á land hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað og rúmiega 24.000 tonn hjá ísfélagi Vestmannaeyja. SR Mjöl á Reyðar- fírði hefur tekið á móti liðlega 17.800 tonnum af loðnu og Harald- ur Böðvarsson á Akranesi freklega 12.100 tonnum. Þá hefur Vestdals- mjöl á Seyðisfírði fengið um 10.700 tonn til vinnslu og Hraðfrystihús Þórshafnar hátt í 10.400 tonn. Vilja sjálfbæra nýt- ingu sjávarspendýra FRÉTTIR: EVRÓPA Reuter LANDBÚNAÐARRÁÐHERRAR ESB á fundinum í Toulouse. Frá vinstri: Andre Bourgeois frá Belgíu, Georges Morantis frá Grikklandi, Luis Atienza frá Spáni, Jean Puech frá Frakk- landi, Wilhelm Moltrer frá Austurríki, Margareta Winberg frá Sviþjóð, Ivan Yates frá Irlandi og Borchert frá Þýzkalandi. Svik úr landbúnaðarsjóðum ESB Gervihnettir notað- ' ir til eftirlits bandið til að draga verulega úr útgjöldum vegna komframleiðslu. Ráðherrarnir heimsóttu fyrir- tækið í gær en þeir eru nú í þriggja daga ferð um suðvestur-Frakkland til að eiga óformlegar viðræður um landbúnaðarmál. ESB greiðir fyrirtækinu SPOT tíu milljónir franka árlega fyrir að taka myndir af evrópskum landbúnaðarsvæðum og eru uppi áform um að fjölga eftirlitssvæð- unum úr 53 í 70. Sambandið greiðir fyrir vinnuna en einstök aðildarríki verða að panta myndatökurnar hvert fyrir sig. Frakkar, sem era mjög stoltir af þessari frönsku tækni, eru þó ein þeirra ESB-þjóða sem nýtir sér hana minnst. Frakkar eru mesta landbúnað- arþjóð Evrópu en létu á síðasta ári einungis hafa eftirlit með fimm svæðum. ítalir, sem löngum hafa haft orð á sér fyrir svik úr sjóðum ESB, fylgdust hins vegar með tíu svæðum. Á þessu ári fjölgar þó frönsku svæðunum í sjö, sem haft er eftirlit með. Toulose. Reuter. FRANSKT gervihnattafyrirtæki sýndi evrópskum landbúnaðarráð- herrum fram á það í gær hvernig fylgst er með svindli í Iandbúnað- arkerfínu í gegnum gervihnetti. Árlega er talið að milljarðar króna fari í súginn vegna svika í kringum niðurgreiðslur úr sameiginlegum landbúnaðarsjóðum ESB. „Kosturinn við gervihnetti er að þegar menn á jörðu niðri hafa eftirlit með hlutum tekur tíma að safna saman sýnishornum og greina þau. Við getum gert þetta allt á augabragði með tölvu- vinnslu," sagði Jean-Claude Rive- rau, sölustjóri fyrirtækisins SPOT Image í Toulouse. Myndir bornar saman við upplýsingar frá bændum Hann nefndi sem dæmi að hægt væri að bera saman gervihnatta- myndir við þær upplýsingar, sem bændur gæfu sjálfur um landnýt- ingu, en ESB greiðir nú sérstaka umbun til þeirra bænda, er hætta ræktun á 12-15% af landi sínu, en með slíkum aðgerðum vonast sam- Verðsamráð í skipa- flutningum bannað • KAREL van Miert, sem fer með samkeppnismál í fram- kvæmdastjórninni, hefur varað skipafélög við þvi að fastar, sam- ræmdar verðskrár verði ekki lengur liðnar í greininni. Miert sagði á ráðstefnu að þau fyrir- tæki sem hefðu verðsamráð gætu átt yfir höfði sér sektir er næmu allt að 10% af veltu síðastliðins árs. • DEILAN um forstjórastöðuna hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO) gæti leitt til þess að sam- tökin verði að starfa án yfir- manns í einhvern tíma. Breska blaðið The Times greindi frá því í gær að upplýsingar um víðtæk- an alþjóðlegan stuðning við frambjóðanda Evrópusambands- ins, ítalann Renato Ruggiero, verði gerðar opinberar í dag. • BLAÐIÐ Financial Times ger- ir aukna spennu milli ESB og Bandarikjanna að umtalsefni í gær. Segir blaðið viðskiptadeilur og deilur vegna aðstoðarinnar við Mexíkó, ágreining um forstjó- rastöðuna hjá WTO og frelsi í flugi ógna samvinnu þessara ríkja. Þá sé uppi ágreiningur um stækkun NATO og ESB óttast að í framtíðinni muni Banda- ríkjastjórn reyna að hunsa fram- kvæmdasfjórnina við gerð við- skiptasamninga og snúa sér beint að einstaka aðildarríkjum. • FIMMTÁN utanríkisráðherr- ar ESB munu í júnímánuði hitt- ast á fundi í ítölsku borginni Messina til að hefja undirbún- ingsviðræður vegna ríkjaráð- stefnunnar er hefst á næsta ári." • EVRÓPSKIR súkkulaðifram- leiðendur hafa átt í hörðum úti- stöðum undanfarið. Deila þeir um hvort að vörur, sem innihalda jurtafeiti auk kakós, geti flokk- ast sem súkkulaði. í Þýskalandi er hafin herferð gegn því að reglum verði breytt á þannig veg að aukin notkun jurtafeiti verði heimiluð. Óttast Þjóðverjar að slíkt myndi hafa í för með sér versnandi gæði súkk- ulaðis. • WERNER, forstjóri Mercedes- Benz, segir í samtali við þýska viðskiptablaðið Handelsblatt að hann telji ekki að Suður-Kóreu- menn eigi að geta flutt inn bif- reiðar tollfijálst til Evrópusam- bandsins, líkt og greint hafi ver- ið frá í tímaritinu Spiegel. Sagð- ist Weraer vera þeirrar skoðunar að Suður-Kóreumenn ættu að greiða 11% toll rétt eins og Jap- anir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.