Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1995 17
LANDIÐ
Arsskýrsla Húsavíkurbæjar komin út
Greiðslustaðan með besta móti
Húsavík - Húsavíkurbær hefur
undanfarin 17 ár gefið út greinar-
góða skýrslu sem fylgirit með
bæjarreikningum þar sem getið
er um starfsemi og rekstur hinna
ýmsu stofnana sem starfa á veg-
um bæjarins. Starfsmenn á vegum
bæjarins sl. ár voru 96 talsins í
74 stöðugildum og var meðalaldur
þeirra 47 ár.
Greiðslustaða bæjarsjóðs var
með besta móti á árinu og bæj-
arfélagið var í fullum skilum með
öll lán og aðrar skuldbindingar.
Af fasteignagjöldum innheimtust
95,27% og aðstöðugjöld 189%.
Álögð útsvör voru um 13,5 millj-
ónir og af þeim innheimtust rúm-
ar 12 milljónir.
Af hinni margþættu starfsemi
bæjarsins má nefna að bærinn
rekur velþakkaða heimilishjálp og
naut hennar 41 einstaklingur. Við
leikskólann Bestabæ starfa 28
manns en þar nutu skólavistar 115
böm. Bamaskólinn starfar í 21
bekkjardeild og nemendur þar
vom 443 talsins, kennarar 38 og
aðrir starfsmenn 13. í Tónlistar-
skólanum vom 253 nemendur. Þaí-
var nú 3. árið í röð svokallað Þró-
unarverkefni „Hljóðfæranám fyrir
alla“ með aðild leikskólans Besta-
bæjar, Tónlistarskólans og Borg-
arhólsskóla. Á árinu fengu skól-
arnir styrki til verkefnisins bæði
úr þróunarsjóði gmnnskóla og
þróunarsjóði leikskóla.
Bærinn rak vinnuskóla og
skólagarða sl. sumar og vemlegt
fjármagn frá bænum fór til rekst-
urs íþróttahallarinnar og styrktar
íþróttaiðkana og sundlaugar en
hana sóttu í almennum tímum
44.507 manns auk 13.157 nemar
í skólasundi.
FRÁ Húsavíkurbæ. Morgunblaðið/Silli
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
ÞÓRIR Gunnarsson við
traktorinn.
Gerist
verktaki í
skítmokstri
Fagradal, Mýrdal - Vegna mikils
samdráttar og verri afkomumögu-
leika í sauðfjárrækt sem átt hefur
sér stað núna síðustu ár eða frá
því núverandi búvömsamningur tók
gildi hefur Þórir Gunnarsson, bóndi
á Giljum í Mýrdal, keypt sér nú í
vetur traktor og öfluga haugdælu
oger hann að láta smíða 10.0000
lítra dreifitank fyrir skít.
Að sögn Þóris ætlar hann að
gerast verktaki í skítmokstri og
dreifingu fyrir bændur. Þórir segir
þetta dýr tæki og þess vegna verði
ömggléga ódýrara fyrir marga
bændur að kaupa vinnu við að koma
búfjáráburði úr haughúsi og út á
tún. Þórir hefur hugsað sér að láta
bændur ráða hvort hann sæi alfarið
um að koma búfjáráburði á tún eða
að þeir ynnu að hluta til með honum
við dreifinguna. Hann ætlar að
vinna með tækjunum þar sem vinnu
er að hafa.
Reynsluaktu
RenauW
Bifreiðar & Landbúnaðarvélar hf.
ÁRMÚLA 13 • SÍMI 553 1236
Verðið á Renault 19 RN
árgerð 1995
er aðeins kr. 1195.000,-
INNIFALIÐ:
Hörkuskemmtileg og sparneytin 1400 vél, vökvastýri, rafdrifnar
rúðuvindur, fjarstýrðar samlæsingar, fjarstýrt útvarp/segulband,
styrktarbitar í hurðum, bílbeltastrekkjarar, samlitir stuðarar,
málmlitur, ryðvörn, skráning ..
Fallegur fjölshyldubíll áfínu verði.
RENAULT
RENNUR ÚT!