Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Verkfall kennara og fötluð börn SVAR við grein Sigrúnar Ágústs- dóttur í Morgunblaðinu þ. 10.3. 1995. Verkfall kennara hefur nú staðið yfír í 3 vikur. Það er vissulega áhyggjuefni að ekkert virðist þokast í þessari kjaradeilu sem snertir tugi þúsunda einstaklinga á beinan hátt. Einn hópur sem er mjög viðkvæmur fyrir átökum af þessum toga er fötl- uð börn. Landssamtökin Þroskahjálp hafa í yfirstandandi kjaradeilu reynt að leita lausna til þess að koma í veg fyrir að þeir sem verst þola verk- fallið úr hópi fatlaðra verði fyrir því af fullum þunga. í því sambandi hafa samtökin átt samvinnu við verkfallsstjórn kenna- rasambandanna um undanþágu- beiðnir. Það er mat samtakanna að verkfallsstjórnin hafí á margan hátt tekið ákynsamlega á málum og ber að þakka það. í Morgunblaðinu þann 10.3. birt- ist grein eftir Sigrúnu Ágústsdóttur þar sem hún gerir athugasemdir við viðtal við mig sem birtist í dálkunum „Með og á móti“ í DV mánudaginn 6. mars. Ekki ætla ég að eiga í deil- um við Sigrúnu um framkvæmd þessa verkfalls, en tel að nokkur atriði í grein hennar þarfnist útskýr- inga frá minni hálfu. Viðtal það, sem birt- ist þann 6. mars í DV var tekið þann 2. mars, þannig að sumt af því sem fram kemur í við- talinu var búið að leysa þegar það birtist. Til dæmis var búið að finna ásættanlega lausn á vanda Safamýrarskóla þegar viðtalið birtist, en sú lausn var ekki í sjónmáli þegar umrætt- viðtal var tekið. I grein sinni vitnar Sigrún í þau ummæli mín, að ég hafi haft af því spumir að veitt hafí Ásta B. Þorsteinsdóttir verið undanþága vegna kennslu í Hvammshlíðarskóla á Akureyri. Sigrún segir þessa fullyrðingu ranga og segir að skólinn hafi ekki á þessum degi, þ.e. mánudaginn 6. mars, verið búinn að senda inn und- anþágubeiðni. Sigrún segir, að ég hefði getað aflað mér upplýsinga um hið rétta í málinu áður en ég lét þessa staðhæfingu frá mér fara í umræddu viðtali. Nú er því til að svara að þessar upplýsingar taldi ég tryggar því að á Akureyrarsíðu Mbl. þann 1. mars er viðtal við formann Bandalags kennara á Norðurlandi eystra, Sveinbjörn Markús Njálsson. I því viðtali er eftir honum haft: „Engin ágrein- ingsmál hafa komið upp í verkfallinu. Und- anþágur hafa verið veittar vegna fatlaðra nemenda m.a. í Hvammshlíðarskóla. Hér hefur ekki borið á neinum vandræðum, bæði kennarafélögin hafa óskað eftir góðu samstarfi og við höfum NAMSMENN! Islandsbanki efnir til samkeppni meðal námsmanna um nýsköpunar- eða viðskiptahugmynd. Markmiðið er að örva nýsköpun og frumkvæði meðal námsmanna. Veittir verða tveir styrkir acI upphæð 150.000 kr. hvor: Nýsköpunarstyrkur er veittur fýrir hugmynd að nýrri vöru. Hugmyndirnar geta verið allt frá einföldum hlut til flókinnar vöru. Viöskiptastyrkur er veittur fyrir hugmynd að rekstri fýrirtækis á sviði vöruframleiðslu eða þjónustu. Upplýsingar og umsóknareyðublöð liggja frammi í öllum útibúum íslandsbanka. Allar frekari upplýsingar eru veittar hjá Markaðs- og þjónustudeild Islandsbanka í síma 560 8000. Skilafrestur er til 5. apríl 1995. ISLANDSBANKI leitað eftir áliti manna og látið verk- fallið njóta vafans ef eitthvað er“. Ég taldi með öðrum orðum að formaður BKNE væri nægjanlega trygg hemild. Ef svo er ekki er við einhvern annan að sakast en mig. Sigrún gerir einnig athugasemd við það að ég haldi því fram að „heilsdagsskólinn“ í Reykjavík hafi fengið undanþágu en ekki „heils- dagsskólinn" í Oskjuhlíðarskóla og bendir á að starfsemi heilsdagsskóla í Reykjavík'sé mál Reykjavíkurborg- ar. Mér er fullkunnugt um þann mun sem er á rekstri þessara tilboða, en það misræmi sem ég var að benda á var það að með því að rekstraraðil- ar heilsdagsskóla væru tveir, Samtökin hafa reynt að afla sér upplýsinga um þau mál sem snerta umbjóðendur samtak- anna sérstaklega, segir Asta B. Þorsteinsdótt- ir, en bætir við að alltaf sé hægt að gera betur í þeim efnum. skapaðist ákveðið ósamræmi þannig að verkfallið bitnaði þyngra á fötluð- um börnum, sem stunda nám í sér- skólum á borð við Öskjuhlíðarskóla, en öðrum. Þessum mismun hefði verkfallsstjórnin getað eytt með því að veita undanþágu fyrir starfsemi heilsdagsskóla í Öskjuhlíðarskóla. Enda er það svo að þessa undanþágu hefur verkfallsstjórnin nú veitt, þannig að þessi ágreiningur er því úr sögunni. Sigrún telur að ég hafi í umræddu viðtali verið full fordóma um að ver- ið væri að mismuna nemendum. Þetta er ekki rétt. Ég reyndi einfald- lega að útskýra sjónarmið mitt og byggði það m.a. á þeim upplýsingum sem komu fram í viðtali við formann BKNE og ég taldi réttar, en á máli Aukinn stuðningur við bamafjölskyldur Meirihluti Reykjavík- urlistans í stjóm Dag- vistar bama hefur lagt fram tillögur um aukinn stuðning við barnafjöl- skyldur í borginni sem þurfa á dagvistarúrræð- um að halda. Þessar til- lögur koma í kjölfar samþykktar fjárhagsá- ætlunar Reykjavíkur- borgar þar sem framlag til stofnkostnaðar vegna leikskólabygginga er aukið um rúmlega 100%, úr 223 m.kr. í 453 m.kr. Tillögumar sem hér um ræðir fela í sér eftir- farandi: 1. Niðurgreiðslur til dagmæðra vegna bama frá því að fæðingar- orlofi lýkur, við 6 mánaða aldur til og með 5 ára aldurs. Miðað er við 6 þús. kr. á mánuði fyrir böm Vi árs til 2ja ára og 9 þús. kr. á mánuði fyrir börn 3ja til 5 ára. 2. Hækkun á rekstrarstyrk til einka- og foreldrarekinna leikskóla fyrir böm 3ja til 5 ára um 8 þús. kr. á mánuði. 3. Niðurgreiðslur á dagvistargjöld- um hjá dagmæðrum og á einka- og foreldra- reknum leikskólum fyr- ir börn námsmanna sem báðir eru í námi, verði sambærilegar nið- urgreiðslum til ein- stæðra foreldra. 4. Til að fjármagna þessar breytingar á nið- urgreiðslureglum verði greiðslur til foreldra barna á aldrinum 2 'h til 4 'h felldar niður. Rétt er að gera í stuttu máli grein fyrir þessum tillögum. Árni Þór 1. Reykjavíkurlistinn Sigurðsson. hefur lagt á það áherslu að foreldrar ættu raun- verulegt val í dagvistarmálum þannig að þeir gætu valið leikskóla á vegum borgarinnar, einka- eða foreldra- rekna leikskóla eða dagmæður. Til skamms tíma hafa aðeins forgangs- hópar átt kost á að sækja um heils- Leynimelur Aukasýningar á þessum vinsæla gamanleik, vegna mikillar aðsóknar 17. mars, 24. mars og 1. apríl. ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR. LEIKFELAG REYKJAVÍKUR BORGARLEIKHÚSINU SÍMI 680680 Með þessum tillögnm er, að mati Áma Þórs Sig- urðssonar, stuðningnr við barnafjölskyldur aukinn verulega. dagsvistun hjá borginni en Reykja- víkurlistinn hefur breytt um áherslur að þessu leyti og gefst nú öllum kostur á að sækja um heilsdagsvist. Samhliða hefur verið ráðist í stór- fellt átak við uppbyggingu leikskóla- rýma til að koma til móts við þarfir foreldra og barna sem um alltof langt skeið hafa verið látin afskiptalaus af borgaryfirvöldum. Með því að bjóða einnig upp á niðurgreiðslur til dagmæðra verður sá kostur fýsilegri og raunverulegri fyrir þá sem kjósa að nýta sér þjónustu þeirra. 2. Rekstrarstyrkir til einka- og foreldrarekinna leikskóla voru hækk- aðir um áramótin úr 6 þús. kr. í 12 þús. kr. á mánuði fyrir heilsdagsvist. Þá þegar var ljóst að sú hækkun myndi ekki nægja til að treysta rekstrargrundvöll þessara leikskóla og var ákveðið að skoða það mál hans mátti skilja, að undanþágur væru veittar af fleirum en einum aðila. Landssamtökin Þroskahjálp eru ekki aðili'að þessari kjaradeilu. Hins vegar hafa samtökin reynt að afla sér upplýsinga um þau mál sem snerta umbjóðendur samtakanna sérstaklega. Vissulega er alltaf hægt að gera betur í þeim efnum, en að samtökin hafi rangfært málstað kennara í málflutningi sínum er ekki rétt. Samtökin hafa myndað sér skoðun á aðstæðum eftir bestu getu og samvisku og dregið ályktanir af þeim, með hagsmuni fatlaðra barna í huga. Þegar þessari kjaradeilu lýkur verður vonandi sest niður og reynt að draga af henni lærdóm um það hvernig megi standa betur að þess- um málum fyrir alla aðila. Landssamtökin Þroskahjálp hafa fullan skilning á kjarabaráttu kenn- ara og vænta þess að við þá verði samið hið fyrsta. Samtökin telja að um margt hafi verkfallsstjórn kennarasamtakanna sýnt sérþörfum fatlaðra góðan skilning. Hafi einhver álitið að Landssamtökin Þroskahjálp ættu í stríði við samtök kennara, er það misskilningur, sem hér með er leiðréttur. Hins vegar verða samtök eins og Þroskahjálp fyrst og fremst að standa vörð um hagsmuni fatl- aðra í þessu samfélagi. Vonandi eiga samtökin bandamann í þeirri varð- stöðu hjá kennarasamtökunum á íslandi. Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. frekar á þessu ári. Með þeirri áherslu sem borgin hyggst leggja á aldurs- hópinn 3ja til 5 ára við sína uppbygg- ingu munu einka- og foreldrareknu leikskólarnir fyrst og fremst fá yngri börn til sín, en kostnaður við þau er mun meiri en við eldri börnin. Til að jafna stöðu þessara ieikskóla gagnvart borginni er lagt til að rekstrarstyrkir vegna eldri barna hækki. 3. Foreldrar sem báðir eru í námi greiða nú sama gjald á leikskólum borgarinnar og einstæðir foreldrar en fá hins vegar ekki sömu fyrirgre- iðslu og þeir hvað snertir niður- greiðslur til dagmæðra og einka- og foreldrarekinna leikskóla. Því er lagt til að samræmis verði gætt milli þess- ara hópa sem báðir njóta fwgangs á leikskólarýmum borgarinnar. 4. Foreldragreiðslur eða heim- greiðslur verða felldar niður skv. þessum tillögum. Mjög margir for- eldrar sem notið hafa heimgreiðslna hafa nýtt þær til að greiða dagvistar- gjöld hjá dagmæðrum. Sá hópur mun vitaskuld njóta þessa áfram þó í öðru formi sé. Þeir sem hins vegar kjósa að vera heima með börn sín, æskja sem sagt ekki eftir dagvistarþjónustu hjá borginni, fá þá ekki greiðslur enda ekki verkefni sveitarfélaga að styrkja þá með þessum hætti. Þvert á móti er það verkefni sveitarfélaga samkvæmt lögum að sjá börnum á leikskólaaldri fyrir dagvistarúrræð- um og þess vegna er þessi leið valin. Jafnframt má benda á að foreldrar sem notið hafa heimgreiðslna hafa þurft að greiða rúmlega 40% skatt að þeim þannig að því fiármagni er ekki vel varið til dagvistarmála þegar 40% fer í skatt. Með þessum tillögum að breyttum niðurgreiðslureglum hjá Dagvist barna telur meirihluti Reykjavíkur- listans að stuðningur við barnafjöl- skyldur í borginni sé aukinn veru- lega, og síst vanþörf á. Jafnhliða höfum við í fjárhagsáætlun sýnt að myndarlega er staðið að uppbygginu leikskóla þannig að ekki verður efast um að leikskólauppbyggingin er og verður forgangsmál hjá Reykjavíkur- listanum á yfirstandandi kjörtíma- bili. Aukið valfrelsi er einnig tryggt með þeim tillögum sem ég hef hér lýst en þær verða áfram til skoðunar hjá stjóm Dagvistar barna á næst- unni. Aukin umhyggja fyrir velferð og góðum aðbúnaði barna á leik- skólaaldri leggur grunn að bjartari og betri framtíð fyrir börnin okkar. Höfundur er borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og formaður stjórnar Dagvistar barna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.