Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1995 27 AÐSENDAR GREIIMAR Öryggi borgaranna í STÚTTRI forustugrein Morgunblaðsins þriðjudaginn 7. mars sl. var ijallað um öryggi borg- aranna. Þar er spurt hvort ekki sé orðið tímabært að athuga hvort ekki þurfi að herða aðhald, eftirlit og viðurlög í ljósi tíðra afbrota hér á landi. Almenningur, löggjafinn og löggæslan þurfi að leggjast á eitt um að tryggja öryggi fólks. í þeim efnum dugi engin vettlinga- tök. (Tilvitnun lýkur). Svarið er í raun einfalt. Það er löngu orðið tímabært, ekki bara að athuga, heldur og að herða þegar í stað allt aðhald, eftir- lit og viðurlög þar sem afbrotamenn eru ann- ars vegar. Lögreglan hefur um langan tíma reynt að sannfæra hlut- aðeigandi aðila um nauðsyn þessa, en yfir- leitt talað fyrir daufum eyrum. Þegar fulltrúar hennar hafa t.d. haldið því fram að nauðsyn- legt sé að huga sérstak- lega að ungum afbrota- mönnum, ekki endilega með það fyrir augum að loka þá inni í fang- elsum, heldur miklu fremur með það fyrir augum að beita öllum mögulegum úrræðum til að hjálpa þeim aftur inn á rétta braut í líf- inu, og að síbrotamönnum verði gefinn kostur á skilvirkari meðferð í refsivörslukerfinu, hafa viðkom- andi annað hvort þagað þunnu hljóði eða verið að agnúast út í þá einstaklinga sem hafa tjáð sig um þessi mál. Oftar en ekki hafa svör- in verið þau að umfjöllunin hafi verið byggð á miss kilningi eða vanþekkingu, sbr. grein í riti lög- fræðinga um athugasemdir vegna ummæla aðalvarðstjóra um þessi mál. Þar eru ábendingar hans um nauðsyn úrbóta hunsaðar en þess í stað farið út í dæmigerða hártog- un á skilgreiningu hugtaka. Lítil viðleitni virðist hafa verið til að skoða þessi mál, hvað þá að bæta úr því sem úrbóta þarf við. Þó má segja að héraðsdómur hafi sýnt já- kvæða viðleitni og dómsmálaráðu- neytið hefur m.a. lagt grunninn að kerfisbreytingum er auðvelda ættu virkari meðferð mála, auk þess sem það hefur undirbúið úrbætur í fang- elsismálum og sýnt áhuga á að efla forvarnastarf hjá lögreglu. Líklegt er þó að afbrot og ofbeldi eigi enn um sinn eftir að aukast hér á landi í náinni framtíð ef ekki verður frek- ar brugðist við á næstunni. Þeir sem vinna að forvarnamál- um hafa lengi varað við hinni nei- kvæðu þróun, sem verið hefur í tíðni innbrota og þjófnaða undanfarin ár, aukinni landasölu til unglinga, vímuefnaneyslu og auknum fjölda tilkynntra líkamsmeiðinga. Jafnan hefur og verið ber.t á leiðir til úr- bóta við misjafnar undirtektir. Það er eins og ávallt þurfi að bíða eftir svo áþreifanlegum sönnunargögn- um að ekki verði undan því komist að gera eitthvað í málunum. Og hið sárgrætilega við þetta allt er sú staðreynd að fjölmörg þessara af- Ómar Smári Ármannsson brota eru í dag framin af tiltölulega fáum mikilvirkum einstaklingum, sem ekki virðist vera hægt að stöðva við núverandi aðstæður. Með öflugri löggæslu, góðum stuðningi almennings og virku refsivörslu- kerfi væri auðveldlega hægt að draga verulega úr afbrotum þessara manna sem og annarra. Þróun afbrota- og ofbeldismála í mörgum öðrum löndum heims er orðin geigvænleg. Hún er reyndar komin á svo hættulegt stig sums staðar að baráttan gegn vandamál- um þeim tengdum er orðin eitt helsta baráttumál stjórnmálamannanna, þeirra sömu og í raun bera mikla ábyrgð á hvernig komið er. Hér á landi eru allar aðstæður fyrir hendi svo hafa megi þessi mál eins og best verð- ur á kosið. Við erum fámenn og samhent þjóð í litlu landi, höf- um eigið tungumál, njótum góðs af sam- eiginlegum menning- ararfi, nýbúum hefur gengið vel að aðlagast aðstæðum hér og landið býður upp á mikla möguleika. Áf- brotatíðni hér á landi er þrátt fyrir allt enn hlutfallslega miklum mun lægri en í nágrannalöndum okkar, en víst má telja að ef við verðum ekki á varðbergi á næstunni gerist Líklegt er að afbrot og ofbeldi, segir Omar Smári Armannsson, eigi enn um sinn eftir að aukast. nákvæmlega það sama hér og er að gerast þar. Eðli og tegund af- brota hér á landi verða í framtíð- inni með þeim hætti sem við sjálf eigum skilið. Ástand þeirra mála hlýtur að einhveiju leyti að ráðast af því hvernig við högum uppeldi unga fólksins, hvaða aðhaldi við beitum það á hveijum tíma, hveija möguleika við sköpum því, hveijar fyrirmyndir það hefur, hversu gott fordæmi hinir fullorðnu gefa, hvernig stutt ér við þá sem stuðning þurfa og hve góð samhæfing og samstaða verður með þeim er bregðast eiga við þegar eitthvað fer úrskeiðis og hvaða úrræðum er þá hægt að beita. Þrátt fyrir allt verður ávallt mik- ið undir þátttöku, háttsemi og áhuga fólks komið hversu gott ástandið er á hveijum stað. Og fólk, sem stendur vel að sínum málum hlýtur að geta gert ríkar kröfur til þeirra er gæta eiga hagsmuna þess, vernda eigur þess og tryggja öryggi í samfélaginu. Höfundur er nðstoðaryfírlögregluþjónn. Mobira Cityman 250 ferslmi (réttri stærð. Mobira Cityman 250 NMT farsíminn er eitt léttasta og handhægasta öryggistæki sem völ er á til ferða innanlands. Hvar sem þú ert innan gamla NMT farsíma- kerfisins getur þú náð sambandi við byggð ef eitthvað kemur fyrir og þörf er á aðstoð. Mobira Cityman 250 vegur aðeins 275-330 g, með rafhlöðu sem endist allt að 16 klst. og það tekur aðeins um 1 klst. að endurhlaða hverja rafhlöðu - í bílnum eða heima. Mobira Cityman er víðáttugóður farsími sem veitir öryggi bæði þeim sem ferðast og heima sitja. Víðáttugódur farsími fyrir gamla MMT kerfið - Ekki GSM. It Hátæknlhf. -Hafðu samband! nn í framtíðina með Novell NetWare 4.1 N O V E L L | NetWare 4. Mest selda netstýrikerfið í heiminum í dag. NetWare frá Novell. Tæknival Skeifunni 17 - S(mi 568-1665 - Fax 568-0664
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.