Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJU.DAGUR 14. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Skýrist í dag hvort Kanadamenn sleppa togaranum Estai gegn tryggingu ENRIQUE Davila Gonzalez, skipstjóri frá bænum Viga á Spáni, eftir að honum var sleppt úr haldi gegn tryggingu. Vinstra megin er José Luis Pardos, sendiherra Spánar. Míkíll fjöldi fagnaði töku togarans St. Johns’s. Reuter. Reuter SPÁNSKI togarinn Estai í höfninni í St. John’s á Nýfundna- landi. Tveir kanadískir sjómenn sigldu á litlum bát um höfnina til að lýsa yfir stuðningi við stefnu Kanadastjórnar í málinu. ÞÚSUNDIR manna söfnuðust sam- an í höfninni í St. John’s á Ný- fundnalandi í fyrrakvöld þegar þangað var komið með spánska togarann Estai, sem tekinn var á grálúðuveiðum fyrir utan lögsögu Kanada. Grýttu margir eggjum og- ýmsu rusli í skipstjórann og sendi- menn Evrópusambandsins, ESB, en á Nýfundnalandi er rányrkju ESB- skipa meðal annars kennt um hrun fiskstofnanna við landið og gífur- legt atvinnuleysi. Eftir komuna til St. John’s var skipstjóri spánska togarans kærður fyrir ólöglegar veiðar en síðan lát- inn laus gegn 360.000 kr. trygg- ingu. Spænst varðskip er nú á leið til vemdar spænskum skipum við Austur-Kanada og Spánarstjórn og ESB kröfðust þess í gær, að Estai yrði látinn laus. Yfirmaður CIA Deutch í stað Cams MICHAEL P.C. Cams, sem Bill Clinton Bandaríkjaforseti tilnefndi í embætti yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar CIA, sagði um helgina að hann gæfi ekki kost á sér í embættið. Að sögn fréttastof- unnar APhafði rannsókn alríkislög- reglunnar FBI leitt í ljós að hann kynni að hafa gerst brotlegur við innflytjenda- og vinnulöggjöfina. Clinton ákvað að tilnefna John Deutch aðstoðarvarnarmálaráð- herra í embættið. James Woolsey sagði af sér sem yfirmaður CIA fyrir tæpum þrem mánuðum og að sögn AP hafnaði Deutch þá emb- ættinu, enda telja menn það lítt eftirsóknarvert vegna deilna og vandamála sem komið hafa upp í kjölfar Ames-njósnamálsins. Carns er fyrrverandi hershöfð- ingi í flugher Bandaríkjanna og flutti ungan Filippseying, Elbino Runas, til Bandaríkjanna sem hús- hjálp þegar hann flutti þangað með fjölskyldu sína frá Filippseyjum seint á síðasta áratug. Honum var það heimilt samkvæmt lögum ef hann hefði greitt Runas laun, en það gerði hann ekki. Þess í stað leyfði hann Runas að vinna utan heimilisins, sem brýtur í bága við innflytjenda- og vinnulöggjöfína. Kanada, sagði, að engin von væri um, að lausn fyndist á deilunni nema skipinu yrði sleppt enda hefði það verið tekið 45 km fyrir utan kanadísku efnahagslögsöguna. Spænski skipstjórinn kemur aftur fyrir rétt í dag, þriðjudag, og að því búnu mun skýrast hvert fram- haldið verður af hálfu Kanada- manna. Snýst um fiskvernd í yfírlýsingu, sem Brian Tobin, sjávarútvegsráðherra Kanada, gaf út á sunnudag, segir hann, að þetta mál snúist um fískvernd. Kanada- menn séu ekki í stríéi við sjómenn, heldur þá, sem setji stundarhagnað ofar vemd fískstofnanna. Sagði hann, að spánskir og portúgalskir togarar hefðu hætt veiðum á Tagl- inu og Halanum, landgrunnssvæð- unum, sem ná út fyrir efnahagslög- söguna, og í ljósi þess væri rétt að SEX VIKUM fyrir fyrri umferð for- setakosninganna í Frakkland benda skoðanakannanir til að Jacques Chirac, fyrrum forsætisráðherra, muni vinna auðveldan sigur á þeim Lionel Jospin, frambjóðanda sósíal- ista, og Edouard Balladur forsætis-' ráðherra. Jospin er einnig komið með nokkurt forskot á Balladur, sem til skamms tíma var með yfír- burðastöðu í könnunum. Balladur kom fram í vinsælasta fréttaþætti Frakklands, sept sur sept á sunnudagskvöld og sagðist þá vona að hann ætti eftir að ná sér betur á strik í kosningabarátt- unni. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég býð mig fram til forseta. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef verið forsætisráðherra. Á vissan þátt er ég enn í þjálfun. Ég er hins vegar staðráðinn í því að gera betur og beijast áfram,“ sagði Balladur. Stór hluti þjóðarinnar fylgist ávallt með þessum þætti og er talið skipta mikiu fyrir áframhaldandi gengi Balladur hvemig til tókst. Vill fleiri konur í framboð Stöðugt hefur dregið úr fylgi við taka upp viðræður um málið. Fiskstofnarnir við Nýfundnaland hafa hrunið á síðustu árum af ýms- um ástæðum, ofveiði Kanadamanna sjálfra, kólnandi sjó og rányrkju erlendra skipa á landgrunninu rétt við lögsögumörkin. Eiga þar eink- um hlut að máli Spánverjar og Port- úgalir og ríkir mikil reiði í þeirra garð á Nýfundnalandi. Grálúðu- stofninn er kannski sá eini, sem ekki er kominn að fótum fram, en ESB ætlar að virða kvótatillögur NAFO, Norðvestur-Atlantshafs- fískveiðinefndarinnar, að vettugi. Balladur á undanförnum vikum og hefur hann verið í_vöm vegna ásak- ana um spillingu. í sjónvarpsþættin- um sagði Balladur að hann yrði að útskýra stefnu sína betur fyrir kjós- endum. Hann sagðist ekki ætla að draga framboð sitt til baka og gagn- rýndi harðlega þá er reyndu að draga heiðarleika hans í efa. Balladur greindi einnig frá ýms- um stjómarskrárbreytingum, sem hann sagðist ætla að leggja fyrir þjóðaratkvæði í ’september næði hann kjöri. Meðal þess sem Balladur sagðist vilja koma á væri að þriðj- ungur allra frambjóðenda á fram- boðslistum flokka yrði að vera kon- ur. Þá sagðist hann vilja stytta hið sjö ára kjörtímabil Frakklandsfor- seta. ■ Francois Mitterrand Frakklands- forseti lýsti í gær í fyrsta skipti yfír stuðningi við Jospin, sem til- nefndur var af sósíalistum fyrir fímm vikum. Mitterrand hafði til þessa ekkert tjáð sig um frambjóð- endur og kosningabaráttuna en í síðustu viku lýsti náfrændi hans, Frederic Mitterrand, yfir stuðningi við Chirac. Þjóðhátíðarstemmning „Skipin okkar er bundin við bryggju, fólkið gengur um atvinnu- laust en á sama tíma ætla Spánveij- ar og aðrir að gera hvað þeir geta til að eyðileggja það, sem eftir er,“ sagði sjómaður nokkur við frétta- menn þegar komið var með Estai til St. John’s. Nokkurs konar þjóðhátíðar- stemmning ríkti meðal þeirra, sem safnast höfðu saman á hafnarsvæð- inu, og veifaði fólkið kanadískum fánum. Chirac pólitískur „klæðskiptingur“ Forsetinn sagði í viðtali við Le Figaro Jospin vera frambjóðanda er „vonir og raunveruleiki vinstri- manna kristölluðust í“. Er stuðningur forsetans talinn eiga eftir að hleypa nýjum krafti í kosningabaráttu sósíalista. Jospin hélt á sunnudag baráttu- fund á frönsku eyjunni Réunion í Indlandshafi og sakaði þá Chirac um að vera pólitískan „klæðskipt- ing“ sem klæddist gervi vinstri- manns til að villa um fyrir kjósend- um. „Ef þið eruð sammála gildis- mati sósíalista þá skulið þið kjósa raunverulegan vinstrimann," sagði Jospin. Jacques Chirac varaði stuðning- insmenn sína við því, á kosninga- fundi í borginni Avignon, að fyllast of mikilli bjartsýni, Aðstoðarmenn hans sögðu þó að þeir teldu forskot hans vera orðið það traust að það myndi duga jafnvel þó einhveijar óvæntar uppákomur kæmu upp. 13 drepnir í Karachi BENAZIR Bhutto, forsætis- ráðherra Pakistans, sætir harðri gagnrýni andstæðinga sinna fyrir að grípa ekki til aðgerða til að binda enda á blóðsúthellingarnar í heima- borg hennar, Karachi. 13 manns biðu þar bana á sunnu- dag, þar af níu vegna deilna milli stríðandi fylkinga í einum af stjómarandstöðuflokkun- um. Hartnær 500 manns hafa beðið bana í borginni síðustu þrjá mánuði, meðal annars vegna deilna síta-múslima og súnníta. Samið um frelsi í flugi STJÓRNVÖLD í Bandaríkjun- um og Lúxemborg hafa undir- ritað samning um aukið frelsi í flugi milli ríkjanna. Áður höfðu Bandaríkjamenn gert slíkan samning við Sviss, Belg- íu, Austurríki og ísland og við- ræður eru fyrirhugaðar við Finna, Norðmenn, Svía og Dani. Lefebvre stytti sér aldur LJÓST þykir, að uppgjafa- hershöfðingi í belgíska hern- um, sem fannst látinn í hótel- herbergi í Brussel á miðviku- dag, hafi stytt sér aldur. Áður hafði belgíska sjónvarpið bendlað hann við mútu- hneykslið, sem mikið hefur verið í fréttum og Willy Claes, framkvæmdastjóri Atlants- hafsbandalagsins, NATO, er meðal annars orðaður við. í tilkynningu frá skrifstofu belgíska saksóknarans sagði, að hershöfðinginn, Jacques Lefebvre, hefði tekið inn ban- vænan skammt af róandi lyij- um og engin merki verið um ofbeldi af neinu tagi. Villekkitil Singapore NICK Leeson, Bretinn sem setti Baringsbanka á hausinn með spákaupmennsku í Sin- gapore, hefur formlega farið fram á það í Þýskalandi að verða ekki fram- seldur til Singapore. Stjórnva- öld þar á bæ segjast gruna hann um skjalafals. Lögmaður Leesons sagðist telja líklegt að breskir embættismenn myndu einnig krefjast framsals og þýsk stjómvöld myndu senda Lee- son til heimalandsins. Finnskir kennarar semja EKKERT varð úr verkfalli kennara í Finnlandi sem hefj- ast átti í gærmorgun. Um 85% opinberra starfsmanna höfðu þegar samþykkt 2,5% launa- hækkun og ákvað forysta kennara að sætta sig við sömu prósentuhækkun. Hún hafði krafíst tvöfalt meiri hækkunar til að vinna upp kjaraskerð- ingu á undanförnum kreppu- árum. John Beck, sendiherra ESB í • • Orugg forysta Chiracs sex vikum fyrir forsetakosningarnar Balladur heitir því að berjast áfram Reuter.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.