Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Mikill söngviðburður TÓNLIST Digrancskirkju EINSÖNGSTÓNLEIKAR Rannveig Fríða Bragadóttir og Jón- as Ingimundarson fluttu söngverk eftir Schubert og íslensk tónskáld. Laugardagurinn 11. mars 1995. MEZZOSÓPRAN söngkonan Rannveig Fríða Bragadóttir er listasöngvari og er sama hvort tekur til tækni og raddgæða, en það sem þó er mest um vert er að kunnáttan og hæfileikarnir eru tæki til listrænnar túlkunar, á þeim innviðum listarinnar sem aðeins fáum er gefið að skilja og geta nálgast. Þetta birtist sérlega vel í verkum Schuberts, þar sem lagferlið, textinn og samhljómur píanósins verða að einu tungu- máli, og blómstrar í sönglist, sem á sér upphaf í hjartslætti manns- ins. Allt þetta bar fyrir eyru á tónleikum Rannveigar Fríðu og Jónasar í Digraneskirkju, sl. laugardag. Það fór vel á að hefja tónleik- ana með vorvísum, Im Fruhling, sem er samstofna lokaþætti síð- ustu A-dúr píanósónötunnar, hvað snertir stefjaefni, afburða fagurt lag, sem listamennirnir fluttu af þeirri viðkvæmni og feginleika, er við íslendingar skynjum svo sterkt með náigun vorsins. Þegar öll sön- glög Schuberts hafa verið dregin saman teljast þad vera 991 en síð- asta söngverk hans ásamt söngla- gaflokknum Vetrarferðinni mun vera Der Hirt auf dem Felsen, svo að af miklu efni er að taka og mörg laganna hafa ekki verið flutt að neinu ráði. Annað viðfangsefni Rannveigar Fríðu, Im Hain (1822), er eitt slíkra laga og er það mjög sér á parti, enda er text- inn eins og hoggnar smámyndir, svo að Schubert nær ekki þeirri tónrænu líðandi, sem oft einkennir snilldartök hans. Þriðja Schubert- lagið, Ganymed, við texta eftir Goethe, er hins vegar vel þekkt snilldarverk, sem var listilega vel flutt. Im Abendrot tónklæðir Schu- bert textann með hátíðlegum og tilfinningaþrungnum „hymna“, sem var gíæsilega túlkaður. Sama má segja um næsta söngverk, Der Jungling auf dem Hiigel, sem er eitt af sérkennilegri sönglögum Schuberts, hvað snertir þrískipt form þess og er t.d. miðþátturinn, jarðarförin , sérlega áhrifamikill og þar var túlkun listamannanna glæsilega útfærð. An die Nachti- gall og Delphine eru sérkennilegar tónsmíðar, hver á sinn máta og sama má segja um „fyrsta söng Ellenar". Þar má heyra þá form- skipan, sem Schubert lék sér með, jafnvel í einu af fyrsta stórsöngv- erki sínu, Álfakónginum, og sem einkennir mörg stórverka hans. Annar söngur Ellenar er veiði- mannasöngur en sá þriðji er þekkt- ur undir nafninu Ave María , stró- fiskt meistaraverk, sem Schubert og Vogl vinur hans fluttu oft fyrir vini sína og á tónleikaferðum þeirra. Það dugar lítt að reyna sig við að lýsa flutningi Rannveigar Fríðu og Jónasar í orðum, sem í einu orði var mikill listviðburður. Eftir hlé voru flutt íslensk söngverk og þar ber fyrst að nefna glæsilegan lagaflokk eftir Pál P. Pálsson við ljóðaflokkin Út, eftir Þorstein frá Hamri. Fyrsta lagið, Vorvísa, hófst á skemmtilegum tónbilaleik í píanóinu og reyndar skipar píanóið stóran sess í öllu verkinu, eins t.d. í lagi nr 2, Mynd- inni, með sinn iðandi undirleik. Pjórða lagið er sérlega fallegt smálag í aba formi, form sem reyndar bar oftar fyrir eyru í þess- um rismikla lagaflokki og átti sinn hápunkt í síðasta laginu, er nefn- ist Óþol. Lagaflokkurinn Út er glæsilega unnin tónsmíð og var vel flutt, eftir því sem dæmt verð- ur af fyrsta fiutningi verksins. í samræmi við stefnu Jónasar að kynna íslensk sönglög, sem af einhveijum ástæðum hafa lagst neðarlega í nótnabunkann hjá flytjendum, voru á efnisskránni lög eftir Victor Urbancic, Emil Thoroddsen og Sveinbjörn Svein- bjömsson, sem undirritaður hefur ekki heyrt fyrr sungin á tónleikum. Fáden (þræðir) eftir Victor Urbacic er yndislegt lag, ofið úr fíngerðum tónþráðum, sem Jónas lék silkimjúkt á píanóið. Tvö lög við þýsk ljóð, eftir Emil Thorodds- en, eru trúlega samin á námsárum hans, ágæt söngverk í rómantísk- um stíl og sama má segja um lag Sveinbjörns, Hugsað heim, en öll þessi lög voru mjög vel flutt. Sigvaldi Kaldalóns átti síðasta orðið með sínu fallega Vögguljóði, Ég skal vaka og vera góð, og Ave Mariu en í þessum lögum náði söngur Rannveigar Fríðu mikilli reisn, sem hún svo bætti enn bet- ur um í aukalögunum, sérstaklega í „knalllagi" Sigurðar Þórðarson- ar, Sjá dagar koma. Það fer ekki á milli mála, að Rannveig Fríða Bragadóttir er frábær listamaður og samvinna hennar og Jónasar Ingimundarsonar var mikill söngv- iðburður. Jón Asgeirsson. Finnskur karlakór heldur fema tónleika JOHN Schultz, stjórnandi kórsins. FINNSKI karlakórinn Akademiska Sángfören- ingen dvelst hér á landi dagana 15. til 19. mars og heldur tónleika á fjórum stöðum. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir í Háskóla ís- lands fimmtudaginn 16. mars kl. 18 og í Norræna húsinu sama kvöld kl. 20, en þar mun þrefald- ur kvartett syngja. Föstudaginn 17. mars heldur kórinn tónleíka í Langholtskirkju og loks heldur kórinn tónleika á Selfossi Iaug- ardaginn 18. mars í Fjölbrauta- skóla Suðurlands á Selfossi. Á efnisskránni eru verk eftir Sibelius, Alvfén, Kuhlau, Berg- mann, Orff, Rossini og Gers- hwin. Sljórnendur kórsins eru John Schultz (f. 1962) og Hen- rik Wikström (f. 1965). John er verkfræðingur að mennt og nemur við Tónlistarakadem- íuna í Helsingfors. Henrik Wikström er meðstjórnandi Schultz og jafnframt undirleik- ari kórsins. Hann sfjórnar einn- ig jasshljómsveit og er við- skiptafræðingur að mennt. Einsöngvari kórsins er Björn Haugan. Hann er fæddur í Nor- egi og nam söng við konunglegu tónlistarakademíuna í Stokk- hólmi svo og í Mílanó á Ítalíu. Hann er nú fastráðinn við An- haltisches í Theater í Dessau í Þýskalandi. Karlakórinn Fóstbræður er gestgjafi kórsins hér á landi. Nýjar bækur Hjartablóð Jóns Yals eru ort á löngu tímaskeiði og flest undir hefðbundn- um háttum. Með tveimur ljóðanna eru birt frumsamin lög. Bókin er 50 bls., prentuð f Offsetfjölritun og fæst hjá höfundi í Ættfræði- þjónustunni. ÚT ER komin ljóðabókin Hjartablóð eftir Jón Val Jensson. Þetta er önnur ljóðabók höfundar, en áður hefur hann gefíð út Sumarljóð 1991. Höfundur er guðfræð- ingur og forstöðumaður Ættfræðiþjónustunnar. Ljóðin í þessari nýju bók Jón Valur Jensson Fyrirlest- ur um Milan Kundera FRIÐRIK Rafnsson mun flytja fyrirlestur um rithöfundinn Milan Kundera í franska bókasafninu, Alliance Frantjaise, Vesturgötu 2, 3. hæð, miðvikudaginn 15. mars kl. 20.30. Milan Kund- era er fæddur í Prag 1929. Hann hefur fengist við tón- list og kvik- myndir auk bók- mennta og hlot- ið margar viður- kenningar fyrir skáldsverk sín. Árið 1975 flutt- ist hann til Frakklands þar sem hann hefur búið síðan. Friðrik Rafnsson, þýðandi og ritstjóri tímarits Máls og menning- ar, flytur fyrirlesturinn í tilefni af útgáfu nýjustu bókar Kundera, Með hægð, sem nú er komin út, samtímis í Frakklandi og á ís- landi. Friðrik hefur þýtt allar skáldsögur Kundera sem komið hafa út á íslensku til þessa, en al!s hefur hann þýtt fimm skáld- sögur Kundera, sem og nokkrar ritgerðir eftir hann. Með hægð er fyrsta skáldsagan sem Kundera frumsemur á frönsku. Friðrik flytur fyrirlesturinn bæði á frönsku og íslensku. Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis. Milan Kundera ÖRNINN Örvar reynir að finna einhveija leið til að príla upp á tijástubb og tolla þar. Finndu óttann - og gerðu það samt LEIKLIST Þjóðlcikhúsiö LOFTHRÆDDI ÖRNINN HANN ÖRVAR Byggt á sögu Lars Klinting. Leik- gerð: Stalle Ahrreman og Peter Engkvist. Þýðandi: Anton Helgi Jónsson. Lýsing: Páll Ragnarsson. Leikstjóri: Peter Engkvist. 12. mars. ÞAÐ ER líklega ákaflega þreyt- andi að þjást af fælni; hamlar at- hafnasemi og skapar stöðuga kvíða- og óttatilfinningu. Til dæm- is ótta við hvað nýr dagur ber í skauti sínu og ótta við að takast á við nýja hluti. Ef þú ert örn - sem flýgur fugla hæst - hlýtur að vera meira en lítið bagalegt að vera lofthræddur. Það getur eiginlega ekki orðið verra. En það er einmitt sú fælni sem þjakar aumingja Örvar, sem á vin- inn Eðvarð sem er músarrindill og hreint ekki lofthræddur. Örvar býr í skógi, þar sem hann flýgur að vísu, en svo lágt að hann rispar á sér mallakútinn á beija- lynginu. Svo stundum, þegar hon- um tekst að mæna upp í himininn, langt ofan við tijátoppana, grillir hann í bróður sinn sem er alveg eðlilegur. En músarrindillinn reynist vinur í raun. Hann býðst til að hjálpa Örvari til að komast yfír loft- hræðsluna og það tekst honum smám saman - stig af stigi - án þess að Örvar átti sig á þeim að- ferðum sem vinur hans beitir. Músarrindillinn er nefnilega dálít- ill sálfræðingur í sér. Sagan um lofthrædda örninn er mjög krúttleg saga, sem tekur á máli sem Iíklega þjáir ansi marga. Ekki bara lofthræðslu, heldur fælni almennt. Það sem þjakar Örvar er viijaleysi til „að reyna“. Hann langar svo mikið til að fljúga hátt en skelfur á beinun- um bara við tilhugsunina. Og það er alveg ljóst hvaða afleiðingar það hefur að „þora ekki“. Aðalatriðið er að fínna óttann en gera samt. Sýningin er leikin af einum leik- ara, Birni Inga Hilmarssyni. Hann er sögumaðurinn Björn, lofthræddi örninn og litli klári músarrindill- inn. Texta verksins sem er bráð- skemmtilegur flytur Björn Ingi mjög vel, þótt mér fínnist hann kannski mega breyta rödd og áherslum aðeins meira þegar hann stekkur á milli dýrategunda. Hins vegar bætir hann það upp með látbragði; þar fer ekkert á milli mála hvern hann er leika. Hvað líkamsbeitingu varðar er sýningin mjög fín - einkum atriðið þar sem aumingja Örvar er að prfla upp á trjástubb, enda var það atriðið sem vakti mesta kátínu hjá ungum áhorfendum. Björn Ingi hefur mik- ið og gott vald yfir líkamanum og það reynir á styrk hans í þessari sýningu - einkum og sér í lagi þar sem hann er einn á sviðinu, með engan til að skýla sér á bak við og enga leikmuni, utan tröppur til að styðjast við. Góður texti og vel fluttur, mikl- ir fímleikar og vel unnin tjáning á líðan Örvars, gerðu sýninguna bráðskemmtilega, enda tókst Birni Hilmari ekki bara að halda at- hygli barnanna, heldur hrífa þau með; fá þau til að lifa sig inn í aðstæður Örvars. Súsanna Svavarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.