Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1995 19 Borgarplast fær gæðavottun Borgarnesi. Storebrand með minni hagnað ’94 Ósló. Reuter. HAGNAÐUR UNI Storebrand, stærsta tryggingafélags Noregs, snarminnkaði í fyrra, en markaðs- hlutdeild jókst. Hagnaðurinn nam 522 milljónum norskra króna samanborið við 1.40 milljarða 1993. Sérfræðingar höfðu spáð 312 milljóna króna hagnaði. „Versnandi afkoma 1994 saman- borið við metárið 1993 stafaði ein- göngu af verulega minni tekjum vegna óróa á fjármagnsmörkuðum og vaxtasveiflna,“ sagði í yfirlýsingu frá UNI. Rekstrarhagnaður af líf- tryggingum minnkaði um 3.49 millj- arða króna í 1.92 milljarða að sögn UNI. Hagnaður af öðrum trygging- um nam 712 milljónum króna sam- anborið við 1.16 milljarða 1993. ----------» ♦ ♦----- AGA bætir afkomuna Stokkhólmi. AFKOMA sænska gasfyrirtækisins AGA á síðasta ársfjórðungi í fyrra var sú bezta í sögu þess að sögn Dagens Nyheder. Hagnaður á árinu í heild fór 100 millj. s.kr. fram úr því sem spáð hafði verið. Verð á hlutabréfum í AGA hækk- aði um 4 s.kr. í 78,50 þegar ársreikn- ingar voru birtir. Hagnaðurinn á árinu jókst um 27% í 1.725 milljarða s.kr úr 1.348 s.kr. árið á undan. Velta jókst í 12.544 milljarðar s.kr. úr 11.385 milljörðum 1993. Nýlega ákvað AGA að reisa nýja loftgasverksmiðju í Avesta. Kostn- aður er áætlaður 350-400 milljónir s.kr. og talið er að verkinu ljúki fyrir lok næsta árs. Sala AGA hefur aukizt á öllum mörkuðum. Eftirspurn jókst einkum í Þýzkalandi síðari hluta árs. Staðan í Bandaríkjunum er í meira jafnvægi og umsvifín í Brasilíu hafa aukizt. ----------»-■»-♦---- Verslunarráð Pólitísk umgerð at- vinnulífs SEINNI mörgunverðarfundur Versl- unarráðs íslands með foringjum stjómmálaflokka og framboða fyrir kosningar til Alþingis verður haldinn á morgun, miðvikudag, kl. 8-9.30 í Átthagasal Hótel Sögu. Á fundinn mæta Friðrik Sophus- son, varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins, Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins og Kristín Ást- geirsdóttir, talsmaður Kvennalistans. Þau munu kynna afstöðu til íslensks atvinnulífs, pólitískrar umgerðar og stöðu þess í alþjóðlegu samhengi, að því að segir í frétt frá Verslunarráði. ----------» ♦ ♦----- Nýr eigandi afsláttar- klúbbs MARKAÐSSKRIFSTOFAN Upp- mark sf. hefur tekið við rekstri Is- landsdeildar World for 2 afsláttar- klúbbsins af Pétri Jóhannessyni, sem hefur rekið klúbbinn hér í 5 ár. World for 2 starfar í um 30 löndum um allan heim og klúbbfélögum býðst að koma á veitingastaði, panta máltíð fyrir tvo en greiða aðeins fyrir aðra, segir í frétt frá Uppmarki. Fyrirtækið hefur ráðið Jónínu Pálsdóttur sem sölu- og_ þjónustustjóra fyrir World for 2 á íslandi. Eigendur Uppmarks hafa í þijú ár rekið Einkaklúbbinn, sem er að sögn fyrirtækisins stærsti afsláttarklúbburinn hérlendis. NÝVERIÐ hlaut fyrirtækið Bor- garplast hf. í Borgarnesi gæða- vottun samkvæmt ISO staðli 9001. Það eru ellefu fyrirtæki á landinu sem hafa hlotið samskonar vottun og þar af aðeins tvö á Vesturlandi þ.e. Borgarplast í Borgamesi og Islenska járnblendifélagið á Grundartanga, hin fyrirtækin eru á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Aðspurður sagði Ómar örn Ragnarsson, deildarstjóri hjá Bor- garplasti hf. í Borgarnesi, að vott- unin fælist í því að gæðakerfí fyrirtækisins hefði verið tekið út af óháðum aðila og borið saman við sérstaka gæðastaðla. Gæða- kerfið hefði staðist samanburðinn við gæðastaðlana og þannig hefði fyrirtækið fengið vottunina. Sagði Omar að gæðakerfi Borgarplasts skiptist í 20 kafla, sem tækju til allrar starfsemi fyrirtækisins. Fylgst væri með gæðum hrá- efna og framleíðsluvörunum á meðan verið væri að framleiða þær. Einnig væri framleiðsluferlið sjálft skoðað. Lokaskoðun færi síð- an fram áður en varan væri áf- hent. Sagði Omar að lögð væri sérstök áhersla á þjálfun starfs- manna og gerðar væru þjálfunará- ætlanir sem miðuðu að því að starfsmennirnir gætu unnið sem flest störf hjá fyrirtækinu. Sagði Ómar örn að Einar Ragn- ar Sigurðsson, starfsmaður hjá Ráðgarði, hefði séð um uppsetn- ingu gæðakerfisins hjá Borgar- plasti. Um úttektina hefðu séð Kjartan Kárason frá Vottun hf. ásamt Freygarði Þorsteinssyni, sérfræðingi frá Iðntæknistofnun. Verksmiðja Borgarplasts í Borgarnesi hóf starfsemi fyrir rúmum 20 árum. í fyrstu var framleitt þar einangrunarplast til húsaeinangrunar en fyrir nokkrum árum hóf fyrirtækið framleiðslu frauðplasteinangrunarkassa, sem fyrst og fremst hafa verið notaðir við pökkun á ferskfiski sem fluttur er út með flugvélum. Þessir kassar eru einnig notaðir undir ígulker. Helstu viðskiptavinir Borgarplasts á þessum markaði eru laxeldis- stöðvar, hafbeitarstöðvar, fisk- vinnslustöðvar og fisk- og ígul- keij aútflytjendur. ISLENSKI MARKAÐSDAGURINN Námsstefna um samvinnu auglýsenda og auglýsingastofa í Borgarleikhúsinu föstudaginn 17. mars kl. 10:00 -15:10 Aðalgestur námsstefnunnar er Chris Clark, Group Director hjá auglýsingastofunni SAATCHI & SAATCHI í London. Á námsstefnu íslenska markaösklúbbsins veröur fjallaö á lýsandi og faglegan hátt um þetta málefni frá sjónarmiðum beggja aðila og skoöaö hvernig samvinna þeirra getur best oröiö, báöum aðilum til hagsbóta. 1 Dagskrá: 10:00-10:05 Bogi Þór Siguroddsson, formaður ÍMARK, setur námsstefnuna 10:05-11:00 Chris Clark. SAATCHi & SAATCHi 11:00-11:10 Fyrirspurnir og umræður 11:10-11:30 Kaffihlé 11:30-12:00 Hailur A. Baldursson. Yddu 12:00-12:30 Hilniar Sigurðsson. Grafít 12:30-13:00 Léttur hádegisveröur 13:00-13:30 Ingólfur Guðmundsson, Landsbanka íslands 13:30-14:00 Bjarni Snæbjörn Jónsson, Skeljungi 14:00-14:10 Kaffihlé 14:10-14:40 Magnús Pálsson. Markmiöi 14:40-15:10 Pallborðsumræður með þátttöku fyrirlesara 15:10 Námsstefnuslit Þátttökugjald og skráning Þátttökugjald fyrir félaga í ÍMARK er kr. 8.500, en kr. 10.500 fyrir aöra. Innlfaliö er léttur hádegisveröur, kafflveitingar og námsstefnugögn. Þátttökugjald má greiöa meö VISA eöa EURO. Skilyröi fyrir því aö fá aðgöngumiða á félagsverði ÍMARK er aö viökomandi hafi greitt félagsgjöld. Skráning fer fram á skrlfstofu ÍMARK í síma 568 0945. Einnig má tilkynna þátttöku í faxi 568 0965. Tilkynnið þátttöku sem allra fyrst þar sem sætafjöldi er takmarkaður. Munið verölaunaafhendinguna fyrir ATHYGLISVERÐUSTU AUGLÝSINGU ÁRSINS 1994 I aðalsal Borgarleikhússins sem hefst kl. 15:30 og sýninguna í anddyri leikhússins. Aðgangur ókeypis. tMARK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.