Morgunblaðið - 14.03.1995, Side 19

Morgunblaðið - 14.03.1995, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1995 19 Borgarplast fær gæðavottun Borgarnesi. Storebrand með minni hagnað ’94 Ósló. Reuter. HAGNAÐUR UNI Storebrand, stærsta tryggingafélags Noregs, snarminnkaði í fyrra, en markaðs- hlutdeild jókst. Hagnaðurinn nam 522 milljónum norskra króna samanborið við 1.40 milljarða 1993. Sérfræðingar höfðu spáð 312 milljóna króna hagnaði. „Versnandi afkoma 1994 saman- borið við metárið 1993 stafaði ein- göngu af verulega minni tekjum vegna óróa á fjármagnsmörkuðum og vaxtasveiflna,“ sagði í yfirlýsingu frá UNI. Rekstrarhagnaður af líf- tryggingum minnkaði um 3.49 millj- arða króna í 1.92 milljarða að sögn UNI. Hagnaður af öðrum trygging- um nam 712 milljónum króna sam- anborið við 1.16 milljarða 1993. ----------» ♦ ♦----- AGA bætir afkomuna Stokkhólmi. AFKOMA sænska gasfyrirtækisins AGA á síðasta ársfjórðungi í fyrra var sú bezta í sögu þess að sögn Dagens Nyheder. Hagnaður á árinu í heild fór 100 millj. s.kr. fram úr því sem spáð hafði verið. Verð á hlutabréfum í AGA hækk- aði um 4 s.kr. í 78,50 þegar ársreikn- ingar voru birtir. Hagnaðurinn á árinu jókst um 27% í 1.725 milljarða s.kr úr 1.348 s.kr. árið á undan. Velta jókst í 12.544 milljarðar s.kr. úr 11.385 milljörðum 1993. Nýlega ákvað AGA að reisa nýja loftgasverksmiðju í Avesta. Kostn- aður er áætlaður 350-400 milljónir s.kr. og talið er að verkinu ljúki fyrir lok næsta árs. Sala AGA hefur aukizt á öllum mörkuðum. Eftirspurn jókst einkum í Þýzkalandi síðari hluta árs. Staðan í Bandaríkjunum er í meira jafnvægi og umsvifín í Brasilíu hafa aukizt. ----------»-■»-♦---- Verslunarráð Pólitísk umgerð at- vinnulífs SEINNI mörgunverðarfundur Versl- unarráðs íslands með foringjum stjómmálaflokka og framboða fyrir kosningar til Alþingis verður haldinn á morgun, miðvikudag, kl. 8-9.30 í Átthagasal Hótel Sögu. Á fundinn mæta Friðrik Sophus- son, varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins, Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins og Kristín Ást- geirsdóttir, talsmaður Kvennalistans. Þau munu kynna afstöðu til íslensks atvinnulífs, pólitískrar umgerðar og stöðu þess í alþjóðlegu samhengi, að því að segir í frétt frá Verslunarráði. ----------» ♦ ♦----- Nýr eigandi afsláttar- klúbbs MARKAÐSSKRIFSTOFAN Upp- mark sf. hefur tekið við rekstri Is- landsdeildar World for 2 afsláttar- klúbbsins af Pétri Jóhannessyni, sem hefur rekið klúbbinn hér í 5 ár. World for 2 starfar í um 30 löndum um allan heim og klúbbfélögum býðst að koma á veitingastaði, panta máltíð fyrir tvo en greiða aðeins fyrir aðra, segir í frétt frá Uppmarki. Fyrirtækið hefur ráðið Jónínu Pálsdóttur sem sölu- og_ þjónustustjóra fyrir World for 2 á íslandi. Eigendur Uppmarks hafa í þijú ár rekið Einkaklúbbinn, sem er að sögn fyrirtækisins stærsti afsláttarklúbburinn hérlendis. NÝVERIÐ hlaut fyrirtækið Bor- garplast hf. í Borgarnesi gæða- vottun samkvæmt ISO staðli 9001. Það eru ellefu fyrirtæki á landinu sem hafa hlotið samskonar vottun og þar af aðeins tvö á Vesturlandi þ.e. Borgarplast í Borgamesi og Islenska járnblendifélagið á Grundartanga, hin fyrirtækin eru á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Aðspurður sagði Ómar örn Ragnarsson, deildarstjóri hjá Bor- garplasti hf. í Borgarnesi, að vott- unin fælist í því að gæðakerfí fyrirtækisins hefði verið tekið út af óháðum aðila og borið saman við sérstaka gæðastaðla. Gæða- kerfið hefði staðist samanburðinn við gæðastaðlana og þannig hefði fyrirtækið fengið vottunina. Sagði Omar að gæðakerfi Borgarplasts skiptist í 20 kafla, sem tækju til allrar starfsemi fyrirtækisins. Fylgst væri með gæðum hrá- efna og framleíðsluvörunum á meðan verið væri að framleiða þær. Einnig væri framleiðsluferlið sjálft skoðað. Lokaskoðun færi síð- an fram áður en varan væri áf- hent. Sagði Omar að lögð væri sérstök áhersla á þjálfun starfs- manna og gerðar væru þjálfunará- ætlanir sem miðuðu að því að starfsmennirnir gætu unnið sem flest störf hjá fyrirtækinu. Sagði Ómar örn að Einar Ragn- ar Sigurðsson, starfsmaður hjá Ráðgarði, hefði séð um uppsetn- ingu gæðakerfisins hjá Borgar- plasti. Um úttektina hefðu séð Kjartan Kárason frá Vottun hf. ásamt Freygarði Þorsteinssyni, sérfræðingi frá Iðntæknistofnun. Verksmiðja Borgarplasts í Borgarnesi hóf starfsemi fyrir rúmum 20 árum. í fyrstu var framleitt þar einangrunarplast til húsaeinangrunar en fyrir nokkrum árum hóf fyrirtækið framleiðslu frauðplasteinangrunarkassa, sem fyrst og fremst hafa verið notaðir við pökkun á ferskfiski sem fluttur er út með flugvélum. Þessir kassar eru einnig notaðir undir ígulker. Helstu viðskiptavinir Borgarplasts á þessum markaði eru laxeldis- stöðvar, hafbeitarstöðvar, fisk- vinnslustöðvar og fisk- og ígul- keij aútflytjendur. ISLENSKI MARKAÐSDAGURINN Námsstefna um samvinnu auglýsenda og auglýsingastofa í Borgarleikhúsinu föstudaginn 17. mars kl. 10:00 -15:10 Aðalgestur námsstefnunnar er Chris Clark, Group Director hjá auglýsingastofunni SAATCHI & SAATCHI í London. Á námsstefnu íslenska markaösklúbbsins veröur fjallaö á lýsandi og faglegan hátt um þetta málefni frá sjónarmiðum beggja aðila og skoöaö hvernig samvinna þeirra getur best oröiö, báöum aðilum til hagsbóta. 1 Dagskrá: 10:00-10:05 Bogi Þór Siguroddsson, formaður ÍMARK, setur námsstefnuna 10:05-11:00 Chris Clark. SAATCHi & SAATCHi 11:00-11:10 Fyrirspurnir og umræður 11:10-11:30 Kaffihlé 11:30-12:00 Hailur A. Baldursson. Yddu 12:00-12:30 Hilniar Sigurðsson. Grafít 12:30-13:00 Léttur hádegisveröur 13:00-13:30 Ingólfur Guðmundsson, Landsbanka íslands 13:30-14:00 Bjarni Snæbjörn Jónsson, Skeljungi 14:00-14:10 Kaffihlé 14:10-14:40 Magnús Pálsson. Markmiöi 14:40-15:10 Pallborðsumræður með þátttöku fyrirlesara 15:10 Námsstefnuslit Þátttökugjald og skráning Þátttökugjald fyrir félaga í ÍMARK er kr. 8.500, en kr. 10.500 fyrir aöra. Innlfaliö er léttur hádegisveröur, kafflveitingar og námsstefnugögn. Þátttökugjald má greiöa meö VISA eöa EURO. Skilyröi fyrir því aö fá aðgöngumiða á félagsverði ÍMARK er aö viökomandi hafi greitt félagsgjöld. Skráning fer fram á skrlfstofu ÍMARK í síma 568 0945. Einnig má tilkynna þátttöku í faxi 568 0965. Tilkynnið þátttöku sem allra fyrst þar sem sætafjöldi er takmarkaður. Munið verölaunaafhendinguna fyrir ATHYGLISVERÐUSTU AUGLÝSINGU ÁRSINS 1994 I aðalsal Borgarleikhússins sem hefst kl. 15:30 og sýninguna í anddyri leikhússins. Aðgangur ókeypis. tMARK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.