Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Móðir min. er látin. t ÓLÖF GUÐFINNA JAKOBSDÓTTIR, vistheimilinu Seljahlíð, Jakobína G. Finnbogadóttir. Móðir okkar, t SIGRIÐUR STEFÁNSDÓTTIR frá Borgarhóli, Eyjafjarðarsveit, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 12. mars. Börn hinnar látnu. Eiginmaður minn, t HELGI JÓNSSON frá Stapakoti, Háaleiti 9, Keflavík, andaðist í Sjúkrahúsi Suðurnesja sunnudaginn 12. mars. Dýrunn Þorsteinsdóttir. t Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA SIGURBJÖRG ÞÓRARINSDÓTTIR, andaðist í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, laugardaginn 11. mars sl. Benedikt Elinbergsson, Ingibjörg Benediktsdóttir, Sigríður Benediktsdóttir, Sigurður Smári Olgeirsson, Halldór Benediktsson, Lísa Bjarnadóttir, Helga Benediktsdóttir, Rúnar Sigurðsson, Bjarki Sigurðsson. Faðir okkar, t PETER HALLBERG, (skállareliden 5a, Gautaborg, lést 4. mars. Jarðarförin fer fram þriðjudaginn 21. mars. María Hallberg, Kristján Hallberg. JÓNÍNA STEINUNN SIG URÐARDÓTTIR + Jónína Steinunn Sigurðardóttir var fædd á Þórshöfn á Langanesi 25. mars 1908. Hún lést á hjúkrunardeild Landakotsspitaia 8. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigþrúður Þórðardóttir og Sig- urður Jónsson skó- smiður. Systkini Steinunnar voru Óli P. Möller, Þorsteinn Marinó og Þórður. Fyrri eiginmaður Steinunnar var Gunnar Jónsson trésmiður. Gunnar lést 1940. Börn þeirra eru: 1) Hallgerður, gift Hannesi Guðmundssyni, og eiga þau fjögur börn. Þau búa í Grímsey. 2) Hrefna, fráskilin, á sex börn og býr í Bandaríkj- unum. 3) Guðrún, gift Óla Erni Tryggvasyni og eiga þau fjögur börn og búa í Kópavogi. 4) Sig- ríður, gift Arnari Aðalbjörnssyni, og eiga þau fjögur börn og búa á Þórshöfn. Seinni eiginmaður Stein- unnar var Finnur Arnason garð- yrkjumaður. Hann lést árið 1986. Börn þeirra eru María, gift Ragn- ari Hólmarssyni og eiga þau þijá syni, og dreng- ur sem lést á fyrsta ári. Barna- börnin eru tuttugu og eitt, barnabarnabörnin tuttugu og þijú og langalangömmubörnin tvö. Utför Steinunnar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin kl. 15.00. MÓÐIR mín er dáin og ekkert verð- ur eins og áður. í þijú ár hefur hún átt 'við mikla vanheilsu að stríða og þurft að dvelja á sjúkrastofnun- um. Við sem stóðum henni næst gerðum okkur vel ljóst að þrátt fyrir að þar væri annast um hana af alúð og miskunnsemi þráði hún alltaf að komast heim aftur. Aldrei kvartaði hún, það var ekki henni að skapi að kenna í bijósti um sjálfa sig. Mamma var sérlega hlédræg kona en ævinlega í góðu skapi, trygglynd og vinaföst. Hún var gjöful á sjálfa sig og lét þarfir ann- arra sitja í fyrirrúmi. Heima hjá henni á Óðinsgötu 21 var oft margt um manninn. Þó að þröngt væri við litla eldhúsborðið var alltaf pláSs fyrir einn stól í viðbót. Veitingarnar voru heldur ekki skomar við nögl. Það var sama hvenær maður kom eða hve margir voru í heimsókn, alltaf var nægur matur og gjarnan boðið meira. Hún hafði til að bera yndislegt æðmleysi og tók lífsbaráttunni eins og sjálfsögðum hlut. í æsku ólst hún upp á Þórshöfn hjá foreldrum sínum, Sigurði Jónssyni skósmið og Sigþrúði Þórðardóttur. Foreldrar hennar voru í fyrstu vinnuhjú á prestsetrinu á Sauðanesi hjá þeim ágætishjónum, séra Arnljóti Ólafs- syni og Hólmfríði Þorsteinsdóttur. Tvítug giftist hún fyrri manni sín- t Faðir okkar, tendafaðir, afi og langafi, MAGNÚS JÓNSSON leigubílstjóri, andaðist aðfaranótt sunnudagsins 12. mars. Kristín L. Magnúsdóttir, Heiðar Guðmundsson, Jón B. Magnússon, Sigríður Þorvaldsdóttir, Valur Magnússon, Bryndís Þráinsdóttir, Tryggvi Magnússon, Jónína Gunnlaugsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t FRIÐRIK GÍSLI DANÍELSSON, Þinghólsbraut 35, Kópavogi, lést sunnudaginn 12. mars. Elfsabet Finsen, Árni Friðriksson, Brynja Á. Sigurðardóttir, Daníel G. Friðriksson, Brynhildur G. Flóvenz, (sleifur Friðriksson, Borghildur Hertervig, Hannes Friðriksson, Guðrún Eyjólfsdóttir, Oddur Friðriksson og barnabörn. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BENJAMÍN JÓNSSON frá Bíldudal, sfðast til heimilis á Norðurbrún 1, sem andaðist í Vífilsstaðaspítala föstu- daginn 10. mars, verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn 17. mars kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag (slands. Gfsli Benjamínsson, Sigríður Benjamínsdóttir, Inda Dan Benjamfnsdóttir, Hermfna Benjamínsdóttir, Eva Benjamfnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn Kristfn Samsonardóttir Óskar Guðmundsson, Axel Sigurðsson, Jón Baldursson, t INGVAR GÍSLASON fyrrverandi skipstjóri og útgerðarmaður, Haukabergi, Vestmannaeyjum, andaðist á gjörgæsludeild Landspítal- ans aðfaranótt 11. mars sl. Jarðarförin ákveðin síðar. Vandamenn. t Útför HANSÍNU JÓHANNESDÓTTUR fer fram frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 18. mars kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á St. Franciskus- sjúkrahúsið í Stykkishólmi. Börn hinnar látnu. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallfnubil og hæfilega lfnulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. um, Gunnari Jónssyni trésmið. Gunnar var Vopnfirðingur að ætt. Þau eignuðust ijórar dætur sem allar eru á lífi. Gunnar lést árið 1940. í janúar 1944 giftist mamma seinni manni sínum, föður mínum, Finni Arnasyni garðyrkjumeistara. Hann var búfræðingur frá Hóla- skóla, ættaður úr Borgarfirði eystra. Þau bjuggu fyrst á Þórshöfn en fluttu til Akureyrar 1946 þar sem pabbi varð garðyrkjuráðunaut- ur. Auk mín eignuðust þau dreng sem lést aðeins fjögurra mánaða gamall. Vorið 1955 fluttum við til Reykjavíkur. Pabbi vann við garð- yrkju, en mamma annaðist heimilið, en eins og fram kom var oft gest- kvæmt og þeim báðum einkar lagið að laða að sér fólk. Mamma stund- aði líka vinnu utan heimilis á þess- um árum, vann m.a. á Landakots- spítala'og líkaði mjög vel. Hún bar æ síðan sterkar taugar til spítalans og þegar heilsan brást og hún gat ekki lengur séð um sig sjálf var hjúkrunardeild Landakotsspítala sá staður þar sem hún gat helst hugs- að sér að dvelja. Eftir komuna til Reykjavíkur vorum þau í leiguhús- næði en 1964 festu þau kaup á íbúð í húsinu við Óðinsgötu 21. Þar leið þeim vel og eftir að pabbi lést 1986 bjó mamma þar áfram. Mamma átti tuttugu og eitt bamabarn, tuttugu og þijú barna- bamaböm og var langalangamma tveggja barna. Öllum þessum böm- um var hún undur góð. Sonum mínum fínnst skrýtið að hugsa til þess að geta ekki heimsótt ömmu sína framar á Landakot, fá ekki að sjá hlýja og blíða brosið hennar. Þeir yngri em enn það ungir að árum að sennilega muna þeir best eftir henni þar. Við vomm líka orð- in ærið heimarík á Landakoti þessi ár, litum á heimilisfólk og starfs- fólk þar sem fjölskyldu okkar líkt og mamma gerði. Enda allt einstak- lega velviljaðar og elskulegar manneskjur. Við sem eldri erum viljum þó helst muna eftir „ömmu Steinunni" í íbúðinni sinni við Óð- insgötu, þangað sem svo gott var að koma í heimsókn. Það er sú minning sem lifir. María Finnsdóttir. Blómastofa Friófinns Suðurtandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,« einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. Erfídrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar í síma 22322 FLUGLEIDIR HÓTEL LOFTLEIDIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.