Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ 1- FRÉTTIR Sex fyrirtæki og fjölmiðlar gera skoðanakannanir fyrir kosningar Niðurstöður tíu kann- ana eftir að birtast Niðurstöður að minnsta kosti níu til tíu kannana á fylgi stjórnmálaflokkanna eiga eftir að birtast á þeim 25 dögum sem eftir eru til alþingiskosninga. Verslunarráð íslands Islenskt atvinnulíf og pólitísk umgerð SEINNI morgunverðarfundur Verslunarráðs íslands með foringj- um stjómmálaflokka og framboða til kosninga til Alþingis verður í Átthagasal Hótels Sögu miðviku- daginn 15. mars nk. kl. 8-9.30. Þar mæta stjórnmálaforingjarnir Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Halldór Ás- grímsson, formaður Framsóknar- flokksins, og Kristín Ástgeirsdóttir, talsmaður Kvennalistans. Þau munu kynna afstöðu til íslensks atvinnulífs, pólitískrar umgerðar og stöðu þess í alþjóðlegu samhengi, svara áleitnum spurningum fulltrúa atvinnulífsins og skiptast á skoðun- um við þá. Spyrlar á fundinum verða Jenný Stefanía Jensdóttir, framkvæmda- stjóri Plastos hf., Jón G. Hauksson, ritstjóri Fijálsrar verslunar, og Ragnar Birgisson, framkvæmda- stjóri Opals hf. Fundarstjóri verður Sverrir V. Bemhöft, framkvæmda- stjóri Barrs hf. Fundurinn er opinn gegn greiðslu fundargjalds, sem er 1.200 kr. og morgunverður innifalinn. Nauðsyn- legt er að tilkynna þátttöku fyrir- fram til skrifstofu Verslunarráðs- ins. ♦ ♦ «----- Fundur um fiskveiði- stefnu SJÁLFSTÆÐISFÉLAGIÐ í Garði heldur opinn fund með Þorsteini Pálssyni sjávarútvegsráðherra um fiskveiðistefnuna í kvöld, þriðu- dagskvöld, kl. 20.30 í samkomuhús- inu Garði. Fmmmælendur verða Sigurður Bjamason, Sandgerði, og Kristberg Helgason, Garði. Fundarstjóri verð- ur Sigurður Jónsson, sveitarstjóri, Garði. 52,2% íslendinga vilja að Davíð Oddsson verði forsáetisráðherra í næstu ríkisstjórn og 85,8% eiga von á að hann verði áfram forsæt- isráðherra ef marka má niðurstöð- ur skoðanakönnunar sem Hag- vangur hefur gert með 1.000 manna úrtaki. Fyrrgreind niðurstaða fæst ef aðeins er litið til þeirra sem af- stöðu tóku. Næst flestir vilja helst sjá Halldór Ásgrímsson í stóli for- sætisráðherra, 22,5%, en 9,7% telja að Halldór muni gegna emb- ættinu í næstu ríkisstjórn. 9% vilja SEX fyrirtæki eða stofnanir og fjöl- miðlar a.m.k. gera skoðanakannanir fram að kosningum, eina til tvær hver aðili. Útlit er fyrir að þrjár kann- anir birtist í kosningavikunni, þar af ein hugsanlega daginn fyrir kjör- dag. Félagsvísindastofnun Háskóla ís- lands kannar hug landsmanna tvisv- ar fram að kjördegi, að sögn Stefáns Ólafssonar forstöðumanns stofnun- arinnar, og verður lokið við þá seinni 'viku fyrir kosningar. Kannanirnar eru gerðar fyrir Morgunblaðið og stjómar Karl Sigurðsson, sérfræð- ingur hjá Félagsvísindastofnun, framkvæmd þeirra. Valið er 1.500 manna úrtak fólks á aldrinum 18 til 75 ára samkvæmt þjóðskrá. Einum eða tveimur dögum fyrir kjördag DV gefur ekki upp áform sín um skoðanakannanir. Blaðið hefur venjulega gert tvær kannanir á þeim tíma sem nú er til kosninga og þá síðari einum til tveimur dögum fyrir kjördag. Kristján Ari Arason blaða- maður sem sér um kannanirnar seg- ir að skoðanakannanir DV fyrir kosn- ingar séu yfirleitt tvöfalt stærri en venjulega, hringt sé í 1.200 manns í stað 600. DV velur úrtakið úr síma- skrá og er hringt þangað til 1.200 manns hafa svarað. Sá sem svarar í símann er spurður. ÍM-Gallup verður með að minnsta kosti eina könnun fyrir kosningar. Þorlákur Karlsson, dósent við Há- skóla íslands og ráðgjafi hjá fyrir- Jóhönnu Sigurðardóttur sem for- sætisráðherra en 2,5% telja að hún muni gegna embættinu. Sjálfstæðisflokkur með 40,2% 86% kjósenda stjómarflokkanna vildu sjá Davíð Oddsson sem for- sætisráðherra. 46,4% kjósenda stjómarandstöðuflokkanna vilja Halldór Ásgrímsson sem forsætis- ráðherra, 19% Davíð Oddsson, 14,4% Jóhönnu Sigurðardóttur og 8,5% Ólaf Ragnar Grímsson. Alls hlutu 13 stjórnmálamenn tækinu, býst við að hún verði gerð í lok mánaðarins og birt rétt fyrir kosningar. Stjórnmálakönnunin er hluti af spurningavagni ÍM-Gallups og eru niðurstöður hennar birtar í Þjóðarpúlsi Gallups en fréttastofur Ríkisútvarpsins hafa fyrsta birting- arrétt á þeim. Að sögn Þorláks hefur ÍM-Gallup unnið fyrir fleiri en einn stjórnmálaflokk í þessari kosninga- baráttu, hann segir þeir kaupi upp- lýsingar úr stjómmálakönnuninni og viðbótarspurningar. Gallup notar venjulega 1.200 manna úrtak fólks á aldrinum 18 til 75 ára sem valið er tilviljanakennt úr þjóðskrá en Þor- lákur telur að síðasta könnunin verði höfð stærri til að auka nákvæmni í niðurstöðum hennar. Fyrsta könnun Stöðvar 2 Stöð 2 gerði nýlega sína fyrstu skoðanakönnun. Var það símakönn- un meðal 920 manna úr símaskrá. Ólafur Friðriksson fréttamaður sem stjórnaði framkvæmd könnunarinnar býst við að fleiri verði gerðar fyrir kosningar. Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur er ráðgjafi við gerð kannana hjá Stöð 2. Bragi Jósepsson, prófessor við Kennaraháskóla íslands og ráðgjafi Skáís við gerð skoðanakannana, seg- ir að fyrirtækið muni gera tvær eða tilnefningar þátttakenda. Jafn- framt var kannað fylgi við stjórn- málaflokka. 40,2% þeirra sem tóku afstöðu mundu kjósa Sjálfstæðis- flokkinn, 21,2% Framsóknarflokk- inn, 14% Alþýðubandaiag, 7% Al- þýðuflokkinn, 11,1% Þjóðvaka og 6,1% Kvennalista. 0,4% lýstu yfír stuðningi við Suðurlandslista Egg- ert_s Haukdals. í úrtaki voru 1.000 manns, 18-67 ára. Nettósvarhlutfall var 75,7%. Könnunin vargerð 20.-28. febrúar með símhringingum. jafnvel þijár kannanir á fylgi stjórn- málaflokkanna fyrir kosningar. Venjulega sé ein gerð rétt fyrir kosn- ingar. Skoðanakannanir Skáís voru birtar í Eintaki og einnig á Stöð 2 en nú er enginn fastur kaupandi að birtingarréttinum en Bragi segir að fyrirtækið muni eigi að síður gera þessar kannanir eins og það hafi gert í fimmtán ár. Nokkuð er um að fyrirtækið vinni fyrir stjórnmála- flokka, eða öllu heldur forsvarsmenn þeirra eða fjárhagslega bakhjarla í einstökum kjördæmum, að sögn Braga. Einnig héraðsfréttablöð. Ur- takið er á bilinu 800 til 1.200 manns og er það valið handahófskennt úr símaskrá. Hagvangur gerir skoðanakönnun um fylgi stjómmálaflokkanna síðar í mánuðinum og er búist við niður- stöðum undir mánaðamót, að sögn Jóns Björnssonar, markaðsráðgjafa hjá Hagvangi sem annast fram- kvæmdina. I könnun sem birt var fyrir helgina var þjóðskrárúrtak, 1.000 manns á aldrinum 18 til 67 ára. Reynt að nálgast fylgi Sjálfstæðisflokksins Fyrirtækin hafa mismunandi að- ferðir til að nálgast betur hug manna til Sjálfstæðisflokksins en fyrstu svör gefa til kynna en rannsóknir hafa Nýtt félags- heimili sjálfstæðis- manna opnað FÉLAG sjálfstæðismanna í Graf- arvogi opnaði nýtt félagsheimili í Hverafold á föstudagskvöldið. Magnús Jónasson formaður fé- lagsins bauð gesti velkomna og lýsti byggingarsögu félagsheimil- isins og Friðrik Sophusson vara- formaður Sjálfstæðisflokksins flutti ávarp. í hinu nýja félagsheimili verður starfrækt kosningaskrifstofa flokksins fyrir Grafarvogshverfi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur opnað 5 aðrar kosningaskrifstofur í borginni, í Hafnarstræti 20, Val- höll við Háaleitisbraut, Suður- landsbraut 12, Hraunbæ 102b og Álfabakka 14a. sýnt að flokkurinn fær minni stuðn- ing hjá þeim kjósendum sem teljast óákveðnir við fyrstu spurningu, þeir eru frekar að velta fyrir sér hvern hinna flokkanna þeir eigi að kjósa. Félagsvísindastofnun og ÍM-Gallup ganga á þá óákveðnu og spyija hvaða flokk líklegast sé að þeir kjósi og þeir sem enn eru óákveðnir eru spurðir hvort líklegt sé að þeir kjósi Sjálfstæðisflokkinn eða hina flokk- ana. Tekst með þessu að fækka mjög óákveðnum. DV leiðréttir fylgi flokk- anna með svokallaðri kosningaspá sem er byggð á niðurstöðum skoð- anakönnunar og reynslu DV af mis- ræmi milli kannana og kosningaúr- slita. Þannig eru niðurstöður svara um stuðning við Sjálfstæðisflokkinn alltaf lækkaðar um rúm 6% og fylgi hinna flokkanna aukið samsvarandi, mest hjá Alþýðubandalaginu. Stundum hafa verið umræður um það hvort rétt sé að birta niðurstöður skoðanakannana rétt fýrir kosning- ar. Stefán Ólafsson hjá Félagsvís- indastofnun segir að það geti verið álitamál. Sjálfur telur hann óeðlilegt að birta kannanir allt of nálægt kosn- ingum því slíkar skoðanakannanir geti eðli sínu samkvæmt gefið vil- landi mynd af úrslitum kosninga. Kristján Ari Arason á DV segir að skoðanakannanir séu ákveðin þjón- usta við kjósendur. Þær hafí upplýs- ingagildi eins og margt annað sem gerist í kosningabaráttunni og sé engin ástæða til að takmarka birt- ingu þeirra rétt fyrir kosningar, ekki fremur en annarra þátta. Kvennalistinn opnar kosn- ingaskrifstofu HÚSFYLLIR var er Kvennalistinn í Reykjaneskjördæmi opnaði formlega kosningaskrifstofu sína að Dals- hrauni 1, Hafnarfirði, sunnudaginn 5. mars sl. Kristín Halldórsdóttir hélt ræðu og gestir skemmtu sér við söng og pólitískar umræður. Það sem næst er á döfínni hjá Kvennalistanum í Reykjanesi er að í næstu viku verður dreift blaði inn á öll heimili og fyrirtæki í kjördæm- inu og fimmtudaginn 16. mars kl. 20.30 verður pólitískur skemmti- fundur tileinkaður yngri kjósendum í Fjörugarðinum í Hafnarfirði. Kosningaskrifstofan er opin virka daga frá kl. 15-18. Kosningastýrur eru Ingibjörg Guðmundsdóttir og Ingunn, Stefánsdóttir. ------»-♦ ♦----. Skoðanakönnun fyrir Þjóðvaka 71% vill sam- eina félags- hyggjuöflin í KÖNNUN sem Félagsvísindastofn- un gerði fyrir Þjóðvaka og birt er í vikublaði sem Þjóðvaki gefur út kem- ur fram að 71% svarenda er fylgj- andi sameiningu félagshyggjuaf- lanna á íslandi. Könnunin var gerð í bytjun mars og náði til 860 manns. Spurt var: Ert þú fylgjandi eða andvíg(ur) sam- einingu félagshyggjuaflanna á ís- landi? Af þeim 518 sem svöruðu kváðust 367 eða 70,8% vera því fylgj- andi en 151 eða 17,6% svarenda voru andvígir. 26,7% kváðust hlut- lausir, 8,8% svöruðu „veit ekki“ og 4,2% neituðu að svara. Morgunblaðið/Sverrir 85,8% telja að Davíð verði forsætísráðherra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.