Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1995 47 Hákarl í íslenskri matarhefð Sjónarhorn Hákarl hefur frá fomu farí veríð talinn varasamur til neyslu nýr og óverkaður. * Islendingar lærðu snemma að gera hákarl- inn að hollustufæði með því að afeitra hann. Margrét Þorvaldsdóttir ræddi við Hannes Magnússon gerlafræðing á Rann- sóknastofnun fískiðnaðarins sem hefur rannsakað örveru- og efnabreytingar í hákarli við kæsingu. íslenskt hugvit fyrr á öldum ÞEGAR mataræði þjóðarinnar fyrr á tímum hefur verið kannað, vekur aðdáun hve hugvitsamt fólk hefur verið við að gera sér mat úr ýmsu því sem til féll til lands og sjávar og ekki var talið neysluhæft fyrr en það hafði verið meðhöndlað á ákveðinn hátt. Hákarl er ein þessara fæðuteg- unda. Forfeðurnir gerðu hann neysluhæfan með þvf að kæsa hann fyrst og herða. Enginn virð- ist vita hvernig þessi verkunarað- ferð hefur þróast hér á landi, þar sem ekki er vitað til að aðrar þjóð- ir hafi gert sér karli á sama hér hefur verið t. Neysla á nýjum hákarli hefur verið talin varasöm enda greinir fjöldi sagna fyrri öldum eitrunum og dauðsföllum í kjölfar neyslu á nýjum eða lítið verkuðum há- karli, bæði hér á landi og á Græn- landi. Hákarlsverkun felur í sér rotvörn Hákarl virðist lít- ið hafa verið rannsak- aður. Fyrir 10 árum ákvað Hannes Magnús- son gerlafræðingur hjá Rannsóknastofnun fiskiðnað- arins að bæta úr þessum þekk- ingarskorti á okkar vinsæla þjóðar- rétti og kanna helstu örveru- og efnabreytingar sem verða í há- karli við verkun, þ.e. kæsingu og herslu. Honum til aðstoðar var Birna Guðbjörnsdóttir. Hannes sagði, þegar hann var spurður um rannsóknina, að kæs- ing og verkun á hákarli væri í raun stórsnjöll aðferð til að rot- veija fiskinn og gera hann neyslu- hæfan. Þarna hafi þróast mikið verksvit hjá fólki án þess að það hafi gert sér grein fyrir hvað það var að gera. Efnabreytingar sem verða í hákarli við kæsingu „Hákarl er brjóskfiskur," sagði Hannes. „Þessar fisktegundir inni- halda hátt hlutfall af þvagefnum, flestar aðrar dýrategundir losa sig við köfnunarefnið í formi þvagefnis. Þar sem hákarl inn inniheldur mikið af þvagefnum er einkum tvennt sem skeður við brotið niður TMAO og breytt því í TMA (tri- methylamine) sem virðist skaðlaust. Báð- ar þessar breytingar, þ.e. myndum á TMA og myndun ammoníaks leiða til þess að sýru- stig (pH) verður mjög hátt í kæsingunni. Sýrustig er mælikvarði á hvort matvælin eru súr eða lútkennd. Flest matvæli hafa sýrustig undir 7, fiskur 6-7, en í kæsingunni fór sýru- stigið upp í 9,1 sem er mjög óvenjulegt." (Til skýringar: Matvæli eru súrari eftir því sem sýrustigstalan, þ.e. pH-gildið, er lægra, sýrustig sítrónu er um 3). Hannes var spurður hvort þessi verkun, þ.e. kæsing bitarnir hreinsaðir og hengdir upp í vel loftræstu þurrkhúsi og eftir 10 vikur var hákarlinn orðinn góð- ur til neyslu. Helstu efnabreytingar á verkunartíma Sýnataka í rannsóknina fór fram á verkunartímanum. Hún leiddi í ljós að á fyrstu tveim vikum kæsingartímans var gerlafjölgun mjög hröð, næstu daga þar á eftir dró úr vaxtarhraða og hafði gerlafjöldinn náð hámarki þegar kæs- ingu lauk eða eftir 35 daga. Við þurrkunina dró mjög úr efnabreyt- ingum þar til komið var á einskonar jafn- vægi á gerlainnihald- ið, í lok verkunar- tímans var það orðið eins og það hafði verið við upphaf verkunar. Tilgáta Dana um orsök eitrana í kjölfar hákarlsáts og herð ing, nægði til að afeitra hákarlsholdið?. Hann sagði að aðal rotvörn í kæsingu ætti sér stað við hækkun á sýrustigi og niðurbroti þvagefna niður í ammon- íak. Ammoníak er lútkennt efni og það er TMA (trimet- hylamine) sem myndast úr TMA-oxíði, einnig, og sjálfsagt mörg önnur sem hafa áhrif á að þoka pH gildi upp 9, - en mjög fáar örverur geta vaxið við svo hátt sýrustig. Hefðbundnum aðferðum fylgt við hákarlsverkun Hannes fékk til liðs við sig starfsmenn Bæjarútgerðar Reykjavíkur sem voru vanir að verka hákarl. Notaður var glænýr hákarl og voru bitar skornir úr hnakkastykki og búk eða baki Hannes Magnússon, gerlafræðingur á Rannsóknastofnun Fiskiðnaðarins, hef- ur rannsakað efna- breytingar í hákarli við kæsingu. Hann telur að full ástæða sé til að rannsaka hákarlinn nánar. kæsingu: í fyrsta lagi btjóta gerl- ar niður þvagefnin og mynda amm- oníak sem fer upp í mjög há gildi miðað við það sem almennt gerist í öðrum matvælum. í öðru lagi er efnasambandið TMAO (eða trimet- hylamine oxíð), sem er til staðar í sjávarfiskum, í óvenju miklu magni í bijóskfiskum. Við fundum út að mikið magn af gerlum gátu þorna hægar. Síðu- eða kviðbitar sem eru þynnri eru verkaðir í glerhákarl. í stuttu máli var hefðbundnum verkunaraðferð- um fylgt á verkunartímanum. Há- karlinn var settur í vel gatað ílát og þess gætt að safi úr holdinu næði ekki að setjast þar fyrir. Bit- unum var umstaflað vikulega til að fyrirbyggja að súr kæmist í þá. Kæsingin stóð í 5 vikur, þá voru Hannes var spurður um orsakir eitrana sem komu fram eftir hákarlsneyslu. Hann tók fram nýlega danska rannsókn sem gerð var við Kaup- mannahafnarháskóla í þeim tilgangi að finna orsakir fyrir eitrun og dauða sleða- hunda eftir að þeir höfðu étið nýj- an hákarl. Eitrunareinkennin komu fram sem stirðleiki í hreyf- ingum, uppköstum, svæsnum nið- urgangi, bólgu í augum, öndunar- erfiðleikum og krampa sem leiddi til dauða. Danirnir settu fram til- gátu um að eitrunin hafi orðið vegna þess að dýrin hafi étið mik- ið magn af nýjum hákarli, þar af leiðandi hafi þetta mikla magn af TMA-oxíðum umbreyst mjög hratt í innyflunum í TMA og valdið þess- ari eitrun. Hannes sagðist hins vegar að full þörf væri á að rann- saka þessi mál nánar. íslendingar lærðu snemma að nýta hákarl Hákarl virðist hafa verið nýttur til neyslu hér við land frá upphafi byggðar. Lúðvík Kristjánsson segir í „Islenskum sjávarháttum" að í Snorra Eddu sé getið um heiti á fiskum þar á meðal háskerðingi sem hafi verið heiti á hákarli á þeim tíma og svo síðar. í Sturi- ungu er getið um hákarlahaust; þó að ekki sé getið um hákarlaveið- ar hefur þessi fisktegund verið þekkt. Lúðvík getur um ýmis ör- nefni víða um land sem benda til hákarlaverkunar eins og Hákarlavogur, Hákarls- brekka og Hákarlabyrgi o.s.frv. Á 14. öld kemur fram í lagaheimildum að hákarla- veiðar eru orðnar algengar og bendir Lúðvík á að í Búlögum sé getið um verð á hákarli, ýmist verkuðum eða blautum, sem bend- ir til þess að hákarl hafi á þeim tíma verið algengur í mataræði landsmanna. Um 1374 er lýsing á hákarli í Breiðabúri Hólastóls. Á 15. öld er getið um verkaðan há- karl og á 16. öld koma fram lýsing- ar á hákarli, veiðum og afurðum og aflaskiptum. Á 17. og 18. öld aukast hákarlaveiðar samfara auk- inni eftirspurn eftir lýsi. Eftirspurn eftir lýsi jókst mjög þegar farið var að lýsa upp evrópskar borgir. Hákarlinn varð mjög mikilvægur bæði til neyslu og lýsið sem út- flutningsvara. Verkun á hákarli þótti nauðsynleg, nýr var hann talinn skaðlegur Lúðvík Kristjánsson segir að sjálfsagt hafi þótt að kasa og herða hákarlinn áður en hann var borðað- ur, þar sem álitið var að í ferskum hákarli væru efni sem líkaminn þyldi ekki. Hann vitnar í ferðabók Eggerts og Bjarna en þar segir að í Trékyllisvík, sem var eitt af helstu hákariaverum landsins, hafi menn stundum neyðst til að borða nýjan hákarl og hafi þeir þá fengið ák- afa bióðsótt og þrálátar blóðnasir og þeim hafí fylgt aðsvif sem gátu leitt til dauða á skömmum tíma. Einnig er haft eftir öðrum að eftir neyslu hafi bólgur komið fram í líkamanum sem einna helst hafi líkst skyrbjúg. Sams' konar lýsing- ar koma fram hjá Jóni Steffensen í bókinni „Menning og meinsemd- ir“ hann segir að bráðadauði virð- ist hafa verið algengari í hörðum árum þar sem hákarlaveiðar voru stundaðar. En fólk hefur einnig fundið leiðir til að forðast eitrun. Lúðvík Kristjánsson segir í „ís- lenskum sjávarháttum" að ef fólk hafi neyðst til að borða nýjan soð- inn hákarl hafí þótti mjög áríðandi að hafa tiltæka nægjanlega mjólk til drykkjar, þar sem hún var talin geta komið í veg fyrir að menn veiktust af hákarlsátinu. Kæstur hákarl var talinn hafa lyfjaverkun íslendingar virðast hafa komist fljótt upp á lag með að verka há- karlinn þannig að hann varð þeim ekki aðeins skaðlaus heldur einnig næringarrikur orkugjafi. Kæstur hákarl var talinn hafa undramátt. Lúðvík segir að fólk hafi talið sig ' sofa betur ef það borðaði hákarl fyrir svefninn, margar konur töldu sig geta haft lengur mjólk í bijóst- um ef hákarl var í fæðunni, væri flís af skyrhákarli lögð við ígerð var hún sögð draga fljótt fram gröftinn, væri hún lög á áverka dró hún úr eymslum. Einnig segir hann að sagnir séu um að fólk hafi talið sig fá bata af holdsveiki með hóflegri neyslu á hákarli. Síð- an var það og trú manna og er trú manna enn í dag, að lækna megi magasár með því að borða daglega bita af kæstum búkhákarli. Ahugi fyrir hákarlabrjóski endurvakinn - er talið vinna gegn krabbameini Fólk gerði sér mat úr flestu sem til féll af hákarli þar á meðal brjóskinu sem var verkað og haft í stöppu. Nú hefur áhugi á hákarla- bijóski aukist mjög, þar sem að í brjóskinu eru talin vera efni sem vinna gegn krabbameini með því að hindra æðamyndun í æxlinu og blóðrennsli til æxlisins. Hákarl hlýtur að teljast til áhugaverðari fæðutegunda hér á landi. Áhrif af neyslu hákarls virð- ast hafa verið góð eða slæm allt eftir þvi hvernig hráefnið var með- höndlað. Leyndardómurinn að heil- næmi þessarar fæðutegundar virð- ist falinn í verkunaraðferðunum. Þær hafa þróast snemma á öldum og varðveist í verkþekkingu fólks- ins í landinu sem lærði að treysta á þekkingu byggða á eigin reynslu. Framsókn '95 Halldór Ásgrímsson verður á ferS um Reykjaneskjördæmi í dag þriSjudag 14. mars. Miðvikudaginn 15. mars verður hann á fundi VerslunarráSs Islands á Hótel Sögu milli kl. 8-9:30 og síðan á vinnustaðafundum í Reykjavík. Fimmtudaginn 1 ó. mars verður hann í morgunútvarpi Bylgjunnar kl. 8. B Framsóknarflokkurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.