Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ__________________________________________________________ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1995 29 AÐSENDAR GREINAR Þjóðnýting undir yfirskyni sparnaðar o g fagmennsku REGLUGERÐ um tilvísanakerfí Sighvats Björgvinssonar tók gildi hinn 20. febrúar 1995 og verða tilvísan- ir heilsugæslulækna skilyrði fyrir greiðslu- þátttöku sjúkratrygg- inga í þjónustu sér- fræðinga og rannsókn- um sjúklinga frá og með 1. maí. Heilbrigð- isráðuneytið hefur villt um fyrir þjóðinni og stjórnmálamönnunum með órökstuddum full- yrðingum um sparnað og betri læknisþjón- ustu, sem allar hafa verið hraktar. Sérfræðingar . Páll Torfi Onundarson telja hins vegar að allt aðrar hvatir liggi að baki reglugerðinni og verða þær aðalefni greinar þessarar. Er sjálfsköpuð eftirspurn eftir sérfræðilæknishjálp? Núverandi heilbrigðisráðherra og ráðgjafar úr ráðuneyti hans og Al- þýðuflokknum endurtaka þessa dagana aðdróttanir sem gera störf sérfræðinga í læknisstétt tortryggi- leg, t.d. með því að gefa í skyn að sérfræðingar geti að vild sent hinu opinbera reikninga. Helgar þar til- gangurinn meðalið. Kalla þeir störf sérfræðinga „sjálftöku" og segja að þau byggi á því að sérfræðingur- inn skapi sjálfur eftirspurn eftir þjónustu sinni með of tíðu.eftirliti, rannsóknum og aðgerðum (fram- boðssköpuð eftirspurn, „supply induced demand"). Framboðssköp- uð eftirspurn verður einkum til á þeim sviðum þar sem mikið fram- boð er á þjónustu, „kaupandinn“ (sjúklingurinn) ákveður ekki sjálfur hvað á að „kaupa“ og greiðir þar að auki lítið úr eigin vasa fyrir þjón- ustuna. Á íslandi á framboðssköpuð eftirspurn miklu síður við þjónustu sérfræðinga en við þjónustu heilsu- gæslustöðva og annarra niður- greiddra sjúkrastofnana. Skýringin er sú að sjúklingarnir greiða úr eig- in vasa í krónum talið miklu meira fyrir komu til sérfræðings en fyrir komu til heilsugæslulæknis. Þjón- usta þessara stofnana kostar sjúkl- inginn miklu minna úr eigin vasa heldur en koma til sérfræðings. Hættan á ofnotkun er einkum á þeirri þjónustu sem sjúklingurinn greiðir minnst fyrir sjálfur. Þrátt fyrir undirboð ríkisreknu stofnananna á greiðsluhluta sjúkl- inga hefur eftirspurn sjúklinga eftir þjónustu sérfræðinga ekki breyst sl. 3 ár. Með öðrum orðum finnst fólki það vera peninganna virði að greiða meira fyrir þjónustu sérfræð- inga undir ákveðnum kringumstæð- um heldur en að leita með öll vanda- mál fyrst til niðurgreiddrar heilsu- gæslu. Þannig greiða foreldrar nú þegar aukalega fyrir að börn þeirra njóti þjónustu sérfræðinga í barna- lækningum, konur greiða aukalega fyrir þjónustu kvensjúkdómalækna, hjartasjúklingar greiða aukalega fyrir hjálp sérfræðinga í hjarta- og æðasjúkdómum og svo mætti lengi telja. í þéttbýli er kostur á sér- hæfðri þjónustu og þar er ekki hægt að stilla klukkuna aftur á bak um áratugi með þvi að þvinga sjúklinga til heilsugæslulæknis. Verksvið heil- sugæslulæknanna verður óumf- lýjanlega annað en í dreifbýli, en augljóslega er ekki hægt að áætla þörfína á forsendum dreifbýlisins. Hvað vakir fyrir ráðuneytinu? Hörð viðbrögð sérfræðinga við nýja tilvísanakerfinu stafa af því, að læknastéttin stendur andspænis allsherjar aðför heilbrigðisráðu- neytisins með Sighvat Björgvinsson í broddi fylkingar að sjálfstæðu starfi þeirra, lækninga- leyfi þeirra, fjárhags- legri afkomu og eign- um. Læknum og sjúkl- ingum er mismunað og þeir síðamefndu sviptir tryggingarétti. Tilvís- anakerfið er aðeins lít- ill angi af miklu stærra máli, þ.e. þeirri dul- búnu stefnu embættis- manna ráðuneytisins að uppræta fjárhags- legt og þar með faglegt sjálfstæði lækna, en ráðuneytið hefur mark- visst haft skoðanir starfandi lækna og samtaka þeirra að engu á undanförnum árum. Sem dæmi.um faglegan óskapnað tilvís- anakerfís Sighvats má nefna að. sérfræðingar geta ekki rannsakað fólk sér nátengt, vini eða kunn- ingja, hvað þá sjúklinga sína (t.d. rækta bakteríur úr hálsi barna eða panta blóðprufu) nema með óþarfri milligöngu heilsugæslulæknis ef tryggingarnar eiga að greiða hluta kostnaðar af rannsóknunum. Aðfor að atvinnu- frelsi lækna: Nokkur dæmi um fjárhagslega anga aðfarar ráðuneytisins að at- vinnufrelsi og afkomu sérfræðinga fýlgja hér á eftir: 1. Árið 1993 undirritaði Trygg'- ingastofnun ríkisins samkomulag við stórt sjúkrahús þess eðlis að væri blóðrannsóknum á sjúklingum heilsugæslustöðva beint til sjúkra- hússins í ákveðnu magni myndi það undirbjóða umsaminn taxta einka- rekinna rannsóknastofa um 55%. Þetta undirboð (ásamt fleirum) var kært til Samkeppnisstofnunar 1994 og gaf Samkeppnisráð út formsúr- skurð um það að heilbrigðisþjónusta heyrði undir samkeppnislög, en þar er meðal annars fjallað um óeðlileg undirboð. Samkeppnisstofnunin hafnaði þeirri skoðun heilbrigðis- ráðuneytisins að sjálfstætt starf- andi læknar væru launþegar ríkis- sjóðs. 2. Þegar þetta bellibragð gekk ekki upp kom fram ný hugmynd, sem var sú bjóða út þá verkþætti sem einkareknar rannsóknastofur sinna, en nú skyldi leyfa rannsókna- stofum spítalanna að taka þátt í útboðinu; væntanlega með það fyrir augum að koma einkareknu stofun- um fyrir kattarnef með undirboði (eðlilegt hefði e.t.v. verið að bjóða út verkþætti stofnana hins opin- bera; að ríkið byði út verkefni frá sér en ekki til sín). Það var upplýst af embættismanni fjármálaráðu- neytisins í desember 1994, að lög- giltur endurskoðandi væri að vinna að „fjárhagslegum aðskilnaði rann- sóknastofa spítalanna" til þess að unnt yrði að fara fram hjá sam- keppnislögum. Þetta var stöðvað þegar æðstu ráðamenn fengu af- spurn af málinu. 3. Fyrir einu ári gaf þáverandi heilbrigðisráðherra einhliða út nýj- an röntgentaxta fyrir einkareknar röntgenstofur, en fyrirsjáanleg af- leiðing var gjaldþrot þessarar starf- semi. í janúar 1995 fékkst leiðrétt- ing á taxtanum fyrir eina af röntg- enstofunum en afkoma hinna var ekki tryggð samtímis, sem hlýtur að vera brot á samkeppnislögum. 4. Göngudeildir sjúkrahúsanna hafa á undanförnum árum stundað stöðug undirboð á greiðsluhluta sjúklinga. Ákveðin aðgerð á göngu- deild kostar sjúklinginn 1500 krón- ur (sem dugar ekki einu sinni fyrir áhöldunum) en 4500 krónur á stofu sérfræðings. 5. Sumar aðgerðir, t.d. í kven- sjúkdómum, sem unnt er að fram- kvæma á ódýrari hátt á skurðstof- Tilvísanakerfið er aðeins iítill angi af þeirri dulbúnu stefnu embættismanna ráðu- neytisins, segir Páll — Torfi Onundarson, að uppræta ijárhagslegt og þar með faglegt sjálfstæði lækna. um utan sjúkrahúsa eru sjúklingn- um að kostnaðarlausu ef hann er lagður inn á sjúkrahús, en kosta sjúklinginn veruleg fjárútlát ef þær eru gerðar á sjálfstæðri stofu. Vegna þess varð sjálfstæð skurð- stofa að hætta starfsemi því að á slíkum kjörum geta einkaaðilar ekki keppt við starfsemi sem vernduð er af aukafjárveitingum. 6. Ein heilsugæslustöð í Reykja- vík hefur verið í einkarekstri skv. samningi við heilbrigðisráðuneytið. Eigendum þessarar stöðvar var til- kynnt nýlega að samningur við þá yrði ekki endurnýjaður um næstu áramót, en þá hyggst ráðuneytið yfírtaka rekstur stöðvarinnar sjálft. 7. Ráðuneytið heldur áfram að byggja upp fleiri og fleiri kostnað- arsamar stofnanir (sbr. nú eru fyrir- hugaðar 5 nýjar heilsugæslustöðvar í Reykjavík og Kópavogi; stofn- kostnaður verður vart undir einum milljarði). Á þann hátt verður til offramboðstengd eftirspurn á hús- næði, sem ráðuneytið hyggst vænt- anlega fela með því að þvinga sér- fræðingana inn á þessar óhag- kvæmu, miðstýrðu stofnanir. Lokaorð Aðeins þeir sem ekki bera sjálfír endanlega fjárhagslegt tap af fjár- festingum sínum hegða sér á þann hátt, sem ráðamenn heilbrigðis- ráðuneytisins gera. Þetta er sá raunveruleiki, sem íslenskir sér- fræðingar (og sjálfstætt starfandi heilsugæslulæknar) standa frammi fyrir. Þeir hafa byggt upp hag- kvæman, ódýran stofurekstur fyrir eigið fé og á eigin ábyrgð. Þeir sniða sér stakk eftir vexti. En þótt fólkið kunni að meta þekkingu sérfræðinganna og sé til- búið að greiða hærri upphæðir úr eigin vasa fyrir greiðan aðgang að sérþekkingunni og þótt kostnaður sjúkratrygginganna sé lítill af þessu starfí, þá skal koma sjálfstæðum rekstri lækna á kné hvað sem það kostar. Sérfræðiþjónustu utan sjúkra- húsa er viljandi hvergi getið í Heil- brigðisáætlun íslands sem nú er verið að hrinda í framkvæmd undir fölsku flaggi. Finnst nokkrum und- arlegt þótt þeir sérfræðingar sem geti segi upp samskiptum við þessa aðila? Aðför heilbrigðisráðuneytis- ins að sérfræðiþjónustunni er ekk- ert annað en grímuklædd þjóðnýt- ing undir yfírskyni sparnaðar og bættrar skjalavörslu í heilsugæsl- unni. Höfundur er gjaldkerí Sérfræðingafélags íslenskra lækna og situr í sijórn Læknafélags Islands. ★ k ★ er ein af þeim amerísku borðstofum t Húsgagnahöllinni sem hafa notið mikilla vinsælda vegna fallegrar hönnunar og fyrir það hvað þær eru vandaðar og svo spillir verðið ekki fyrir. Country Squire sett kr. 283.180,- og það samanstendur af borðstofuborði, 4 borðstofustólum án arma, 2 borðstofustólum með örmum, háum glerskáp og skenk. Verið velkomin í fallega og hlýlega húsgagnaverslun. Alltaf næg buasteeoi og heitt kaffi á könnunni. Húsgagnahöllin Staðgreiðsluafsláttur eða góð greiðslukjör. BÍLDSHÖFÐA 20 - 112 REYKJAVÍK - SÍMI 91-871199 allt að... 24mán. 36mán.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.