Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR + Guðmundur Guðmundsson fæddist í Reykjavík 12. janúar 1926. Hann lést í Borgar- spítalanum 4. mars sl. Foreldrar hans voru hjónin Jó- hanna Bjarnadóttir, f. 25. september 1894, d. 31. júlí 1987, og Guðmund- ur Júliusson, f. 9. september 1899, d. 4. september 1926. Systkini hans eru: Bjarnveig Valdimarsdóttir, f. 8. mars 1917, d. 8. október 1924; Hulda Guðmundsdóttir, f. 2. septem- ber 1920; Matthías Guðmunds- son, f. 10. september 1921, d. 16. september 1988; Magnús Guðmundsson, f. 17. mars 1924, d. 16. mars 1926; Sveinn B. Hálfdánarson, f. 28. ágúst 1927; og Örlygur Hálfdánarson, f. 21. desember 1929. HINN 4. þessa mánaðar kvaddi þennan heim tengdafaðir minn og vinur Guðmundur Guðmundsson eftir skammvinn en erfíð veikindi. Ef uppfylla ætti eina ósk frá mér, værum við nú niðri í búð hjá honum að leggja á ráðin um næstu ferð í sumarbústaðinn, ræða hugsan- lega veiði og hann þess á milli að spyijast fyrir um Jóhönnu og krakkana eða tala við Grétu í sím- ann; við öll á einhvers konar tíma- lausri samleið í mannheimi. Svona ósk er gott að eiga, hún er lykill að öllum þeim góðu samverustund- um sem við höfum átt á undanföm- um árum, svo allt má upplifa á ný. Þá er í reynd engin þörf fyrir að óskin rætist, enda til of mikils ætlast. Guðmundur trúði á líf eftir ver- una hér í okkar heimi. Hann átti og las ýmsar bókmenntir sem fjalla um önnur tilverustig og mér segir svo hugur að hann hafi verið vel undir breytinguna búinn. í einum af bókunum stendur skrifað: „En samt deyr maðurinn ekki; hann er einungis aðskilinn frá hinum efnis- lega hluta, sem var honum til af- nota í heiminum, því maðurinn sjálfur lifir. Sagt er að maðurinn sjálfur lifi, því maðurinn er ekki maður vegna líkamans, heldur vegna anda síns, því það er andinn í manninum sem hugsar, og hugs- un ásamt tilhneigingum skapa manninn. Þess vegna er það ljóst að þegar maðurinn deyr, þá flyst hann einungis frá einum heimi til annars." Ég veit að sá heimur sem Guðmundur nú dvelst í, meðal jafn- ingja, er heimur kærleika, mann- gæsku og trúar á hið góða. Þar mun ekki væsa um hann. Guðmundur var ríkur maður, í þeim skilningi að vera ósínkur á sjálfan sig; á tíma sinn, reynslu sína og þekkingu. Þær eru ótelj- andi ánægjulegu stundirnar uppi I sumarbústað tengdaforeldra minna, bátsferðirnar og veiði- mennskan, matseldin að loknu góðu dagsverki og síðan tekið í spilin. Það var gaman að eiga stund með honum, hvort sem var í verki eða leik. Hann var félagi smárra sem stórra, og nutum bæði við sem vaxin erum úr grasi og hin sem enn eru að slíta barnsskónum. Barnabörnin voru hans líf og yndi. Hann leiðbeindi þeim, varaði við hættum og kenndi þeim fyrstu handtökin. Ljóslifandi er myndin þar sem afínn og barnabömin smáu eru á leið út í bát í fyrstu veiðiferðina; afi að kenna þeim hvemig maður ber sig að, hvað eigi að forðast og um leið að lauma inn í litla tilvemna spennandi ævin- týri. Enginn kom óánægður úr ferðinni með afa. Svo þegar hugga þurfti litla sál eða svæfa stúrinn Hinn 18. júlí 1956 kvæntist Guðmund- ur Grétu Jóhönnu Ingólfsdóttur frá Eskifirði, f. 8. júlí 1933. Börn þeirra eru: 1) Ingólfur, rekstrarhagfr., f. 2. mars 1957, kvæntur Sjöfn Þráinsdóttur, þroskaþjálfa. 2) Guðmundur, verk- fræðingur, f. 10. desmber 1958, kvæntur Bergljótu Sigurbjörnsdóttur, sljórnsýslufr. 3) Jó- hanna, kerfisfræðingur, f. 6. júlí 1960, gift Ásbirni Ó. Blönd- al, verkfræðingi. 4) Þórir, verk- fræðingur, f. 17. desember 1962, kvæntur Vilborgu Þórs- dóttur, svæðanuddara. Barna- börnin eru 11. Utför Guðmundar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. kút þá var afí til staðar með hálsa- kotið sitt, þar sem þau fengu ljúf- asta lúrinn sinn. Alltaf átti Guðmundur stóran þátt í því að okkur liði vel, og þykist ég vita að hann verði með okkur áfram. Ég er honum þakk- látur fyrir að vera mér svo góður vinur sem raun varð á, og fyrir allt það sem hann var börnunum okkar. Vonandi tekst okkur sem verðum að sjá á bak góðs vinar að halda merki hans á lofti. Elsku Gréta mín, ég óska þess að allar góðar vættir leggist á eitt um að gefa þér styrk til að kom- ast yfir þinn mikla missi og takast á við lífíð sem fram undan er. Guðmundur hefði sagt: „Það þýðir ekkert að leggja árar í bát, þótt á móti blási.“ Ásbjörn Ólason Blöndal. Eftir að ég kom í fíölskyldu eiginmanns míns var tvennt sem ég komst ekki hjá að kynnast: Brids og veiði. Ég dáist ennþá að umburðarlyndi þínu gagnvart spilamennsku minni. Þú gerðir líka nokkrar tilraunir til þess að ég fengi veiðibakteríuna. Þú lánaðir mér veiðistöngina þína og bentir mér á góð veiðisvæði. En hvemig sem á því stóð þá veiddir þú oft fiskana á sama stað og ég hafði gefist upp á. Ég mun aldrei gleyma um- hyggjusemi þinni og hlýju í garð bamabarnanna enda voru þau ekki gömul þegar þau sóttust eftir nær- vera þinni. Erfið veikindi afa breyttu þar engu. Við söknum sárt vinar og góðs félaga, en minningarnar eru dýr- mætar og verða ekki frá okkur teknar. Sjöfn Þráinsdóttir. Elsku afí, ég sakna þín mikið og ég vildi óska að krabbamein væri ekki til. Þú fékkst að Iifa allt- of stutt. Ég veit að þér líður nú vel hjá Guði. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Gunnar Ingólfsson. Elsku afí minn. Núna vona ég að þér líði vel. Þú varst orðinn svo veikur að það var best fyrir þig að fara til Guðs þar sem þér líður vel og þarft engar áhyggjur að hafa. Þú varst búinn að vera svo lengi uppi á spítala þar sem þér leið svo illa. Ég man alltaf eftir því þegar ég var uppi í sumarbústað, þar sem alltaf var svo gaman að vera með þér og ömmu. Þar áttir þú kistu þar sem þú geymdir nammi. Eftir kvöldmatinn fórst þú með okkur barnabörnin og gafst okkur nammi. Það var svo gaman að vera með þér uppi í sumarbústað. Þar leið okkur vel í návist þinni. Þú fórst oft með okkur út á bát að veiða. Við fengum að fara með þér eitt í einu og eftir því hvað fyrsta barnabarnið veiddi marga fiska þá hættir þú ekki fyrr en öll hin börnin höfðu náð sama fjölda. Á kvöldin sagðir þú okkur stundum sögur en það var alltaf jafn gaman að vera með þér og því enda ég þetta bréf til þín með þessu versi: Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Olga Kristrún Ingólfsdóttir. Þegar leiðir skiljast rifjast upp fyrir okkur minningar um liðinn tíma. Nú er komið að kveðjustund því hann Guðmundur Guðmundsson er látinn. Við sem þekktum hann og höfum fylgst með fjölskyldu hans um svo langan tíma eigum bágt með að trúa því að hann sé allur. Fyrir 10 mánuðum veiktist Guðmundur og allan þennan tíma höfum við vonað að til betri vegar horfði. Á kveðjustund eram við honum þakklát fyrir þær mörgu góðu minningar sem við eigum eft- ir áratuga kynni. Þau era ótalmörg atvikin sem leita upp í huga og okkar, þar sem fjölskyldurnar hafa komið saman og átt góðar stundir. Ekki má heldur gleyma veiðiferðun- um, heimsóknum í sumarbústaðinn og ótal mörgum öðrum skiptum, þar sem leiðir okkar hafa legið sam- an. Á árum áður stundaði Guð- mundur sjómennsku á skipum Eim- skipafélagsins eða allt þar til hann hætti og hóf eigin atvinnurekstur í landi. Á þeim árum bjó fjölskyldan í Álfheimum og síðar á Lindarflöt í Garðabæ. Guðmundur var þá oft í löngum siglingum og öll vitum við að slíkar fyarverar frá heimili koma misjafnlega við konu og böm. En Guðmundur átti góða eiginkonu og kom það í hlut Grétu að sjá um að allt hefði sinn vanagang þótt heimil- isfaðirinn væri löngum að heiman. Eftir að Guðmundur kom í land byggðu þau Gréta og Guðmundur sér sumarbústað við Meðalfellsvatn, þar sem þau dvöldu eins oft og kostur leyfði. í sumarbústaðnum naut Guðmundur sin afar vel og mátti sjá það á bústaðnum og um- hverfí hans hversu mikla natni hann lagði í að hafa þar allt svo snyrti- legt og til fyrirmyndar. Guðmundur var hæglátur að eðlisfari en traust- ur og góður félagi, það vissum við sem þekktum hann. Éinnig þeir fjöl- mörgu skipsfélagar sem sigldu und- ir hans stjórn hjá Eimskipafélaginu. Þessum eiginleika miðlaði hann til okkar sem vorum honum samferða á lífsleiðinni. Elsku Gréta, Ingólfur, Guðmund- ur, Jóhanna og Þórir, við viljum biðja góðan Guð að styrkja ykkur og fjöiskyldur ykkar á þessum erf- iðu tímamótum. Við vitum að minningin um góð- an eiginmann, föður, tengdaföður og afa léttir ykkur þessa byrði. Að lokum viljum við þakka Guð- mundi fyrir allt það sem hann hefur fyrir okkur gert og biðjum góðan Guð að geyma minningu hans. Auður Ingólfsdóttir, Bragi Michaelsson. Guðmundur Guðmundsson frændi minn og nafni er látinn fyrir aldur fram eftir ströng veik- indi síðustu mánuði. Mikill tómleiki sækir að okkur öllum sem nutum þess að eiga hann að. Sárastur er harmur þeirra er næst honum stóðu, Grétu, barna þeirra, tengda- barna og barnabarna. Mummi frændi unni fjölskyldu sinni og ástríkt hjónaband þeirra Grétu og mikið bamalán var honum upp- spretta mestrar gæfu. Þegar ég minnist Mumma kem- ur margt upp í hugann. Fyrst er það Viðey. Þar fæddist hann, sonur kornungra hjóna, Guðmundar og Jóhönnu, sem voru verkafólk hjá útgerðarfélaginu Kára. Eldri systkin hans eru Hulda, móðir mín og Matthías sem nú er látinn. Guðmundur afí minn lést af slys- föram sumarið eftir að Mummi fæddist og var hann skírður í höf- uðið á föður sínum. Seinna bjó amma með Hálfdáni Halldórssyni og eignuðust þau synina Svein og Örlyg. Þau slitu samvistum. Amma hélt fjölskyldunni sinni saman af óbilandi dugnaði og þrautseigju á miðjum krepputímum. Milli systk- inanna hefur alltaf ríkt sterk og þögul tilfinning samkenndar og trega. Nú þegar Mummi er dáinn streyma fram minningar um þau þrjú, ömmu, Matta og Mumma, sem látist hafa með fárra ára bili. Ég sé þau fyrir mér á göngu um eyna, segjandi frá húsum, fólki og atvikum sveipuðum ljóma minning- anna og ég sé þau fyrir mér í fé- lagsheimili Viðeyingafélagsins í einhverri þeirra mörgu ferða sem Örlygur frændi hefur staðið fyrir út í Viðey. Næsta minning tengist æsku- heimili mínu í Efstasundi. Mummi frændi var fyrir mér persónu- gervingur allra sæfara og ævin- týramanna. Hann var stýrimaður á farskipum og kom reglulega í heimsókn færandi okkur systkin- unum fatnað, leikföng og sitthvað það sem fáséð var á þessum áram milli 1950 og 1960. Þegar hann kom var ávallt eins og golan stæði af Sundunum á heiðum sólskins- morgni um miðjan júlí og húsið fylltist af Ijósi og kátínu og sögum. Otrúlegum sögum sem ekki var nokkur leið önnur en að trúa. Þær vora svo fullar af lýsingum, per- sónum og uppátækjum að ekki var hægt að láta sér detta slíkt í hug nema hafa orðið vitni að því sjálf- ur. Og sögurnar hans Mumma kveiktu upp sögurnar hans pabba frá því hann stundaði sjóinn og þeir sögðu frá á víxl. Ekki dró úr kátínunni ef fleiri bræðra mömmu bar að garði samtímis. Mamma dekraði við þessa karlmenn sína, eiginmann og bræður, bar í þá góðgerðir og dáðist að þeim hveij- um á sinn hátt. Einn daginn kom gullfalleg stúlka með Mumma í heimsókn. Það var hún Gréta. Þau vora svo fallega og ákaflega ást- fangin að mér líður það ekki úr minni. Þau hófu hjúskap í leiguíbúð niðri í miðbæ en fóru fljótlega að byggja í næsta nágrenni við okkur í Álfheimum. Þar eignuðumst við frændur og frænku sem við fylgd- umst náið með og ræktum vinskap við. Mummi sigldi á skipum Eim- skipafélagsins og Gréta stýrði heimilinu af rómuðum myndar- skap. Enn flögra minningarnar. Árið er 1964. Lagarfoss klýfur hægan sjó einhvers staðar á miðri leið frá Áustfy'arðahöfnum inn í Eystrasalt. Sól skín í heiði. Það er verið að skrapa, mála, þrífa, elda og sinna þeim störfum sem þarf að sinna á stóru skipi. Öll kýraugu eru opin og allar dyr uppá gátt. Hróp og gamanyrði kveða við. Þróttur sólarinnar, hafsins, skipsins og mannanna .renna saman í einn gleðisöng. Mummi frændi kemur úr brúnni niður á dekk til að segja mönnum fyrir verkum. Hann er gamansamur, hlýr og ákveðinn eins og jafnan. Mörgum árum seinna átta ég mig á því hve mannaforráð voru honum auðveld vegna þessara eðliskosta hans. Menn hlýddu honum glaðir í sinni og langaði til að vinna verk sín vel þegar hann átti í hlut. Með framkomu sinni og persónu vakti hann þeim tilfínningu fyrir því að þeir væru sérstakir og mikils virði. Mummi var stundum kallaður Guð- GUÐMUNDUR G UÐMUNDSSON mundur góði af undirmönnum sín- um af þessum ástæðum. Árin líða og næst minnist ég Mumma við Meðalfellsvatn. Þar byggði fy'ölskyldan hús sem varð annað heimili þeirra Mumma og Grétu frá því snemma á vorin og langt fram á haust og börnin, tengdabömin og barnabörnin söfn- uðust þarna að þeim þegar færi gafst og það var oft. Mummi og Gréta stunduðu veiðiskap af kappi í vatninu um árabil. Mummi var veiðimaður af ástríðu og naut þeirrar gæfu að eiga eiginkonu sína og alla fjölskyldu að veiðifé- lögum þannig að aðrir komu ekki þar við sögu nema í aukahlutverk- um. Við hittumst oft við vatnið og ég sé hann fyrir mér renna bátnum upp að ströndinni þar sem við pabbi eram að dorga í logntæra vatninu. Þau Gréta koma í land og við stöndum þarna í hnapp. Mummi kveikir í pípunni sinni og spyr í sömu andránni um systur sína og veiðiskapinn. Sumarið er endalaust og hlýtt eins og tilfinningar okkar hvert í annars garð. Mummi var í bernsku minni persónugervingur ævintýranna en nú á miðjum aldri var hann hægt og rólega orðin fyrirmynd að því hvernig hægt er að fylla lífið fijórri nautn þannig að tilhlökkun sé að hveijum degi sem lífið gefur. Þann- ig mun ég minnast hans. Guðmundur Páll Ásgeirsson. Við andlát Guðmundar, móður- bróður míns, hverfur hugurinn til bernskuára minna. Þar er hann stóri frændinn sem sveipaður var ævin- týraljóma. Farmaðurinn sem sigldi um heimshöfin og kom jafnan fær- andi hendi úr ferðunum. Gjafir hans og góðmennska auðguðu tilveruna og voru sannkölluð gleðiuppspretta. Hann steig mikið gæfuspor þegar hann gekk að eiga Grétu Ingólfs- dóttur. Hún kom eins og sólargeisli inn í fjölskylduna og síðan börnin þeirra fjögur. Þau byggðu sér fallegt heimili í Álfheimum. Þar var ég allt- af velkomin og naut þess að fylgjast með litlu frændsystkinunum, sem ég var afar stolt af. Úr Álfheimunum fluttu þau í Garðabæinn. Þar uxu börnin þeirra Ingólfur, Guðmundur, Jóhanna og Þórir úr grasi. Mummi og Gréta fluttu úr Garðabænum í íbúð við Óðinstorg. Lífið hélt áfram að færa þeim góðar gjafir. Börnin menntuðust og eignuðust góða maka. Barnabörnin fæddust hvert af öðru. Þeim var fagnandi tekið og vafin kærleiksríkum örmum. Fjöl- skyldan var mikið saman og böndin á milli fólksins sterk. Ég minnist guðsþjónustu á Jóns- messu í Viðeyjarkirkju. Þar sat frændi minn, umkringdur smáfólki sínu, sem allt viidi sitja hjá afa. En hann geislaði frá sér ást og mann- virðingu. Já, svona var hann Mummi, svo ljúfur og sannur maður; sem vildi allra vanda leysa. Hann var stýrimaður á skipum Eimskipafélags íslands um margra ára skeið; Eftir að hann lét af sjómennsku vann hann aðallega við verslunarstörf. Síðustu árin rak hann verslunina Sumarhús. í maí í fyrra kvaddi sorgin dyra. Mummi fékk alvarlegt heilaáfall. Af sannri karlmennsku barðist hann við að endurhæfa sig og um tíma vorum við öll bjartsýn. En aftur syrti að og heilsu hans hrakaði. Framundan voru erfiðir tímar og sýndi hann þá enn karlmennsku sína. Gréta og börnin voru við hlið hans eins og klettur. í erfiðleikunum sannaðist enn sem fyrr hversu innilegt kær- leikssamband var á milli þeirra hjóna og barna þeirra. Nú er komið að kveðjustund. Ég þakka fyrir að hafa átt þennan ynd- islega frænda. Elsku Gréta mín, börnin, tengdabörnin og barnabörn- in. Ykkur sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guð gefi ykkur styrk. Og föður sínum fól hann drauminn stóra um frið og líkn og bað í hinsta sinn og hneigði andlit hljótt og sagði: Faðir í þínar hendur fel ég anda minn. (Matthías Johannessen.) Margrét Ásgeirsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.