Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1995 37 AÐSENDAR GREINAR Vantraust á stjórn Samtaka um kvennaathvarf Kosning stjórnarinnar ólögmæt ist á þessum hreinsunum. Undirritaðar eru allar félagar í Samtökum um kvennaathvarf og hafa flestar komið nálægt innra starfi athvarfsins. MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi greinargerð frá nokkrum félögum í Samtökum um kvennaathvarf: Við undirritaðar lýsum van- trausti á stjórn Samtaka um kvennaathvarf af þvi að: - kosning hennar er ólögmæt Siðastliðið sumar kom i ljós að tvær starfskonur höfðu fengið óeðlilega háar upphæðir í fyrir- framgreidd laun og auk þess hafði önnur þeirra dregið sér fé. Báðar þessar starfskonur hættu störfum upp úr því. Af þessu tilefni kom tillaga frá félagslega kjörnum end- urskoðendum um að haldinn yrði aðalfundur í Samtökum um kvennaathvarf. Boðað var til aðal- fundar 1. nóvember 1994 og sam- kvæmt fundarboði voru venjuleg aðalfundarstörf á dagskrá, en á engan hátt gefið til kynna að á fundinum ætti að kjósa stjórn. í 7. gr. laga Samtaka um kvennaat- hvarf stendur „aðalfund skal boða skriflega með dagskrá ...“. Enda þótt fundarboðendur ætluðu sér að leggja fram tillögu um grundvallar- breytingu á stjórnarfyrirkomulagi samtakanna og leggja til að stjórn yrði kosin í fyrsta sinn í sögu þeirra, var ekki gerð grein fyrir því í fund- arboði. Það var þó tímamóta- ákvörðun og hefði að sjálfsögðu átt að geta þess í fundarboði. At- hyglisvert er að í tillögu endurskoð- enda um konur í bráðabirgðastjóm voru nöfn tveggja kvenna sem áður sátu í framkvæmdanefnd, þeirra Margétar Pálu Ólafsdóttur og Sjafnar Ingólfsdóttur. Þessar tvær konur hlutu nauma kosningu í bráðabirgðastjórn á aðalfundinum, eða með þriggja atkvæða mun. I 5. gr. laganna stendur: „Virkir fé- lagar hafa einir atkvæðisrétt...“ A.m.k. tveir þeirra sem greiddu atkvæði voru ekki skráðir félagar fyrr en daginn eftir aðalfund, þeg- ar vinnuveitandi þeirra, Margrét Pála Ólafsdóttir, fyrrverandi og núverandi gjaldkeri samtakanna, skráði þær í samtökin með sím- bréfi. Sjöfn Ingólfsdóttir var fund- arstjóri og hafnaði tilmælum fund- arritara um að kanna hvort allar fundarkonur væru félagar í sam- tökunum. - gjaldkeri stjórnar virðist hafa leynt bókhaldsgögnum Margrét Pála hefur verið gjald- keri samtakanna sl. tvö ár. Gjald- keri á að hafa yfirsýn og umsjón með öllum fjármálum samtakanna, s.s. launagreiðslum og öðrum fjár- málarekstri og treysti fram- kvæmdanefnd á yfirsýn hennar. Henni var því fullkunnugt um að tvær starfskonur höfðu fengið miklar fjárhæðir í fýrirframgreidd laun. Hún hafði ekki upplýst fram- kvæmdanefnd samtakanna um hversu alvarleg staðan var en tal- aði um óeðlilega háar fyrirfram- greiðslur. Upp á sitt eindæmi gerði hún samninga við þessar tvær starfskonur um endurgreiðslur. Að öðru leyti talaði hún um að ijár- hagsstaða samtakanna væri mjög góð og bókhald í hinu besta lagi. I ljósi þessa voru m.a. teknar ákvarðanir um að opna nýja þjón- ustumiðstöð á Vesturgötu 5, 2. júní 1994 og ráða þjónustufulltrúa til starfa þar. Ýmsar aðrar breytingar á starfseminni stóðu einnig fyrir dyrum, t.d. að flytja starfsemi skóla og leikskóla athvarfsins út úr húsi þess. Allar þessar breytingar voru nauðsynlegar vegna mikils starfs- álags í Kvennaathvarfinu. Það sjónarmið kom fram á aðal- fundinum að það væri óeðlilegt og siðlaust að Margrét Pála skyldi kjörin í bráðabirgðastjórn sem átti að fara ofan í saumana á rekstri og gera tillögur um breytingar þar sem hún bar ábyrgð á rekstri sam- takanna þegar meint misferli átti sér stað. - stjórnin gaf rangar upplýsingar í fréttatilkynningu Hin nýkjörna bráðabrigðastórn hélt blaðamannafund þar sem lát- ið var í veðri vaka að um væri að ræða almenna fjármálaóreiðu í athvarfinu og þar væri engin starfskona undanskilin. Stjórnin sagði m.a. að brögð hefðu verið að því að starfskonur kvennaat- hvarfsins hafi misnotað sjóð þess. Við þetta sættu starfskonur sig ekki þar sem engin þeirra sem áfram vann í athvarfinu hafði gert sig seka um afglöp í starfi. Starfskonur vildu að stjórnin leið- rétti þetta þegar búið væri að fara ofan í málin. Stjórnin taldi óþarft að leiðrétta fyrri yfirlýs- ingar sínar opinberlega, en sendi starfskonum bréf í desember 1994 þar sem m.a. segir: „Ekkert bend- ir til óeðlilegra útgjalda núverandi starfskvenna." - stjórnin sakar starfskonur um að „taka sér laun“ Sjöfn Ingólfsdóttir var félags- lega kjörinn fulltrúi í framkvæmda- nefnd Samtaka um kvennaathvarf. Sjöfn tók þátt í nefndarstarfí á sl. vori þar sem gerðar voru tillögur um laun og starfskjör. Hún var kjörin til þessara starfa vegna reynslu sinnar af verkalýðsmálum. Hún tók því þátt í að vinna að og samþykkja launahækkanir sem voru í fullu samræmi við fjárhagsá- ætlun fyrir árið 1994. Sjöfn leit á þessar hækkanir sem leiðréttingu á launum. Á aðalfundi kom fram ásökun á hendur starfskonum um að þær hefðu einar og sér hækkað laun sín. Því skýtur skökku við að Sjöfn skyldi ekki standa við sínar eigin ákvarðanir í þessu máli og Ieiðrétta þessi ósannindi á fundin- um. Vitaskuld gátu starfskonur ekki tekið þessa ákvörðun einar og sér því framkvæmdanefndin þurfti að samþykkja hana. Margrét Pála var hins vegar ekki á fundi fram- kvæmdanefndar þegar ákvörðun um launahækkanir var tekin og mótmælti þvl síðar. - stjórnin sagði upp öllum starfskonum Kvennaathvarfsins Hin nýkjörna bráðabirgðastjórn tók þá ákvörðun að segja upp öllum starfskonum samtakanna. Starfs- konur óskuðu eftir fundi með bráðabirgðastjórninni til að fá skýr- ingar á uppsögnum. Þær töldu að efndurráðning alls hópsins væri forsenda þess að mannorð þeirra yrði hreinsað af óljósum og tilhæfu- lausum ásökunum bráðabirgða- stjórnarinnar. Við þessu fengust engin viðbrögð. í janúar voru þær boðaðar hver fyrir sig á fund stjórn- arinnar án þess að getið væri um tilefnið. Starfskonur neituðu að mæta fyrr en stjórnin hefði hitt þær sem hóp. Viðbrögð stjórnarinnar voru þau að senda hverri og einni bréf þar sem tilkynnt var að stjórn- in liti svo á að þær hefðu hafnað endurráðningu með því að mæta ekki á þessa einkafundi. Þessu voru starfskonur ósammála þar sem ekki hafði verið tilgreint að ræða skyldi endurráðningu á fundunum. Stjórnin auglýsti síðan í fjölmiðlum eftir vönduðu starfsfólki. Þegar hér var komið sögu fór lögfræðing- ur starfskvennanna fram á það við stjórnina að þær yrðu endurráðnar, en fékk þau svör að þær mættu sækja um í hópi annarra umsækj- enda þrátt fyrir að umsóknarfrest- ur væri útrunninn. Lögfræðingur- inn sótti um störfín fyrir allan hóp- inn, en því var hafnað og honum sagt að þær yrðu að sækja um hver fyrir sig til þeirrar atvinnum- iðlunar sem sá um ráðningarnar. Sumar þeirra gerðu það og var gert að koma með meðmæli frá fyrrverandi atvinnurekendum, þrátt fyrir langa starfsreynslu í athvarfinu. Af þeim sem fóru í ráðningarviðtöl var þremur boðið starf en einni hafnað. Rökin fyrir því að þessi eina fékk ekki starfíð voru þau að hún væri búin að vinna í fjögur ár, sem vera- á hámarks- starfstími í Kvennaathvarfinu. Þessi rök halda ekki þar sem hún átti eftir nokkra mánuði í fjögurra ára starfstíma og á undanförnum árum hefur þessari reglu verið beitt eftir hentugleika. - stjórnin ber ábyrgð á því að tólf ára starfsreynslu er kastað á glæ Með framkomu sinni fældi bráðabirgðastjórn í burtú þær starfskonur sem hafa reynslu af því að starfa með konum og börn- um sem búið hafa við ofbeldi. Að- eins ein vaktkona með eins árs starfsreynslu er eftir, svo og matr- áðskona. Allar aðrar starfskonur eru nýjar og óreyndar. Sú reynsla sem orðið hefur til undanfarin tólf ár á því sértæka sviði sem heimilis- ofbeldi er, verður ekki kennd á þriggja daga námskeiði sem nýjum starfskonum er boðið upp á. Þess- ari sérþekkingu hefur verið miðlað þannig að nýjar starfskonur hafa á löngum tíma tileinkað sér viðhorf og starfsaðferðir sér reyndari starfskvenna, starfsaðferðir sem skilað hafa árangri. Þar liggur í augum uppi að því starfi sem unn- ið hefur verið á undanförnum árum er kastað á glæ með þessum hreins- unum. Það er óskiljanlegt hvað stjórninni gengur til með þessum aðgerðum og hverra hagsmuna hún er að gæta. Víst er að ekki eru hagsmunir skjólstæðinga Kvenna- athvarfsins hafði í fyrirrúmi. Þrátt fyrir margítrekaðar fyrirspurnir til stjórnar hafa engar skýringar feng- Aðalbjörg Helgadóttir, uppeldisfræð- ingur og kennari, Áslaug Benedikts- dóttir, leikskólakennari og fyrrverandi barnastarfskona í Kvennaathvarfsinu, Áslaug Friðriksdóttir, fyrrverandi skólastjóri og kennari í Kvennaathvarf- inu, Brynhildur Flóventz, lögfræðingur, Díana Sigurðardóttir, leikskólakennari og fráfarandi bamastarfskona í Kvennaathvarfinu, Guðbjörg Jónsdótt- ir, handmenntakennari og fráfarandi vaktkona i kvennaathvarfinu, Guðrún Olga Clausen, kennari og fráfarandi barnastarfskona í Kvennaathvarfmu, Guðrún Jónsdóttir, félagsráðgjafi og starfskona Stígamóta, Guðrún Jóns- dóttir, félagsráðgjafi og framkvæmda- * stjóri Samtaka norskra kvennaat- hvarfa, Halldóra Halldórsdóttir, mynd- þerapisti og fráfarandi vaktkona í Kvennaathvarfinu, Kristín Blöndal, myndlistarkona og fyrrverandi vakt- kona í Kyennaathvarfinu, Nanna Christiansen, kennari og fyrrverandi fræðslu- og kynningarfulltrúi f Kvenna- athvarfmu, Ragnheiður Indriðadóttir, sálfræðingur í Kvennaathvarfmu, Sig- ríður Marteinsdóttir, leikskólakennari, sjúkraliði og fráfarandi vaktkona í Kvennaathvarfinu, Sigrún Ágústsdótt- ir, kennari og námsráðgjafi og Þórunn Þórarinsdóttir, kennari og fráfarandi vaktkona í Kvennaathvarfmu. Bandalag íslenskra sér- skólanema - menningarvika DAGANA 11.-18. mars verður haldin menningarvika á veg- um Bandalags ís- lenskra sérskólanema. Þetta er orðinn árviss viðburður í lífi sér- skólanema og kær- komin upplyfting frá daglegu amstri og skólabókalestri. BÍSN eru ópólitísk hagsmunasamtök 3.000 nemenda í 15 sérskólum. Þeir eru Fiskvinnsluskólinn, Fósturskólinn, Garð- yrkjuskólinn, íþrótta- kennaraskólinn, Kenn- araháskólinn, Leiklistarskólinn, Mjmdlista- og handíðaskólinn, Sam- vinnuháskólinn, Stýrimannaskól- inn, Söngskólinn, Tónlistarskólinn, Tækniskólinn, Tölvuháskólinn, Vél- skólinn og Þroskaþjálfaskólinn. Hlutverk BISN er að standa vörð um hagsmuni nemenda m.a. gagn- vart Lánasjóðnum, auka félagsleg tengsl milli nemenda skólanna og miðla upplýsingum til félagsmanna með ýmiss konar útgáfustarfsemi. Tilgangur menningarviku er að vekja athygli á sérskólunum og því faglega og félagslega starfi sem þar fer fram. Félags- og menning- arlíf hvers skóla hefur sín einkenni og er menningarvikan vettvangur nemenda til að kynna starf sitt fyr- ir öðrum nemum og almenningi. Öll atriði menningarviku eru flutt og unnin af sérskólanemum. Dagskrá menningarviku ’95 er fjölbreytt og ættu allir að geta fund- ið eitthvað við sitt hæfí. Þetta árið var tekið forskot á sæluna með ljós- myndamaraþoni en formleg opnun menningarviku verður 11. mars í Tækniskóla íslands. Þar verða veitt verðlaun fyrir bestu myndir ljós- myndamaraþonsins, afraksturinn sýndur og sýning á verkum nemenda í Myndlista- og handíðaskólanum auk laufléttra skemmtiatriða og veitinga. Af öðrum dagskráratriðum vikunnar má nefna; ljóðasýningu í Þroskaþjálfaskólanum á mánudag og málþing um gæðastjórnun í skól- um í Kennaraháskólanum sama dag kl. 20.00, kaffihúsakvöld á Jazz- bamum, kvikmyndasýningar fyrir BÍSN-félaga, rútuferð á Völlinn og í Bláa lónið og lokadansleik í Leikhú- skjallaranum. Rétt er að minna á kynningardag skólanna sem haldinn verður sunnud. 12. mars. Að þessu sinni mun kynningin fara fram í þremur skólum; Mynd- lista- og handíðaskól- anum, Iðnskólanum og Háskóla íslands. Ljóða- og smá- sagnakver er gefið út í tilefni menningarviku og hefur það hlotið nafnið Læðingur. Nafnið er komið úr goðafræðinni og merk- ir þau bönd er bundu Fenrisúlf. Læðingur mun liggja frammi þar sem uppákomur menn- ingarviku fara fram. Dagskráin fer að mestu fram á kvöldin þegar flestir geta séð sér fært að mæta og aðgangur er ókeypis á alla dagskrárliði nema dansleikinn. Menningarvika er öll- um opin, almenningi ekki síður en nemendum sérskólanna. Þar sem Tilgangur menningar- vikunnar er að vekja athygli á sérskólunum, segir Ardís Dögg Orradóttir, og því fag- lega og félagslega starfi sem þar fer fram. sól er farin að hækka á lofti og lundin að léttast hvet ég alla til að bregða undir sig betri fætinum og láta sjá sig á menningarviku BÍSN. Höfundur er nemi í Kennurnháskóla íslands og i framkvæmdasijórn BÍSN. STEINAR WAAGE Árdís Dögg Orradóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.