Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1995 41 I I I 3 I j ; i f ÁSMUNDUR JÓNASSON + Ásmundur Jónasson fæddist 24. apríl 1899 í Reykjarfirði í Suðurfjörðum Arnarfjarðar. Hann andaðist á Borgarspitalanum í Reykjavík sunnu- daginn 5. mars. sl. eftir skammvinn veikindi. Foreldr- ar hans voru hjón- in Jóna Ásgeirs- dóttir og Jónas Ásmundsson bóndi í Fremri-Reykjar- firði, oddviti og hreppsljóri Suðurfjarðahrepps til margra ára. Þau eignuðust tólf börn. Ásmundur kvæntist Mörtu Ól- afíu Guðmundsdóttir, f. 4.4. 1892, frá Hjallatúni í Tálkna- firði, d. 4. febrúar 1924. Þau bjuggu á Bíldudal allan sinn búskap og eignuðust þrjú börn: Ástu, sem býr í Hafnarfirði, maður hennar er Krislján Sím- onarson, Svandísi sem býr í Reykjavík, _ gift Hjálmari Ágústs- syni, og Jónas, sem býr í Kópavogi, kvæntur Guðríði S. Sigurðardóttur. Marta Ólafía lést 18. febrúar 1960 og bjó Ásmundur lengst af eftir það á heimili Svandísar og Hjálm- ars eða þar til hann fluttist á Hrafnistu í Reykjavík 1992. Ás- mundur var sjómað- ur fram til fimm- tugsaldurs og er sagður hafa dregið mestan afla á skakfæri á einu sumri við íslandsstrendur. Eftir að hann kom i land vann hann mest við fiskverkun í Hraðfrystihúsi Bíldudals og Isbirninum í Reykjavík en suður flutti hann 1971. Þá var hann sláturhús- stjóri á Bíldudal margar slát- urtíðir. Útför hans verður gerð frá Bíldudalskirkju þriðjudag- inn 14. mars. ELSKULEGI tengdafaðir. Nú ert þú farinn yfir móðuna miklu. Varst orðinn „nógu gamall", eins og þú sagðir sjálfur fyrir fáeinum dögum. Árin voru að vísu orðin mörg, næst- um 96, þó var varla hægt að merkja háan aldur þinn __ fyrir þá, sem þekktu þig best. í 40 ár hef ég verið þér samferða. Það hafa verið góð ár og aldrei borið skugga á. Traustur varstu og ég minnist þess, hve yndislegt var að leggja ungan nafna þinn i fang þér, hversu fal- lega þú ruggaðir honum í svefn og söngst mildilega við hann. Sama endutók sig með yngri bræður hans tvo. Ég minnist margra ferðalaga fjölskyldunnar með þér og hversu duglegur þú varst og naust þess að skoða lönd og mannlíf. Hring- ferð um ísland og ávallt gist í tjöld- um. Síðasta ferð Gullfoss til út- landa, er þú stóðst uppi heila nótt meðan farið var um Kílarskurðinn, vildir ekki af því missa. Viðkoma í London er við týndum drengjunum okkar í nokkra klukkutíma og þú huggaðir mig. „Þeir koma aftur, Gýja mín,“ sagðir þú og það rætt- ist. Við héldum áfram allt suður að Rín og alltaf varstu jafn dugleg- ur og glaður ferðafélagi í öllum okkar ferðum. Á þínum yngri árum varstu fræg- ur aflamaður. Sjómennska var þitt ævistarf. Það hófst á þeim tímum, þegar aðbúnaður áhafna um borð var slíkur að nútímafólk getur ekki gert sér grein fyrir því, hversu erf- itt líf það var. Skipin voru lítil, vist- arverur þröngar og öryggisbúnaður nær engjnn. Mikið orð fór af þér fyrir dugnað og hreysti, áræði og fórnfysi. Allir treystu þér. Þegar hið ægilega „Þormóðsslys" reið yfir og fólk úr öðru hvoru húsi á Bíldu- dal fórst, þ.á m. sóknarpresturinn, kom ungur og ókunnugur prestur til að tilkynna um slysið. Þú varst valinn til að fylgja honum í húsin. Það voru áreiðanlega þung spor fyrir báða. Það væri endalaust hægt að segja svo margt fallegt og gott um þig, en nú er mál að linni, því ég ótt- ast, að þú sért mér takmarkað þakklátur fyrir þessi skrif. En nú Handrit afmæiis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasiðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega linulengd — eða 3600-4000 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skirnarnöfn sin en ekki stuttnefni undir greinunum. er autt sætið þitt á sunnudögum. Minningarnar hrannast upp um glens og gleði, þar sem þú varst miðpunkturinn og gleðin skein úr sérhveiju andliti. Ég minnist þín ávallt sem mannsins sem gat, mikill og þrekinn og þéttur í lund, og það sem þú ákvaðst, þar við sat, þróttur var mikill i huga og mund. Fyrirmynd varstu á flestum sviðum, og frægur af afla á fiskimiðum, þó mættirðu þar oft mögnuðum kviðum, og mótlæti lífsins frá ýmsum hliðum. En nú ertu horfinn úr heimi hér, og hefur heiminn fyrir þér, sáttur við allt sem orðið er, aldrei munum við gleyma þér. (Guðríður Sigurðardóttir) Guð blessi minningu Ásmundar Jónassonar. Guðríður Sigurðardóttir. „Mikið rosalega hefur maðurinn stórar hendur," sagði lítill banda- rískur drenghnokki við móður sína, þar sem ég var á ferðalagi með afa í Þýskalandi fyrir tæpum tuttugu árum. Já, hendumar hans afa voru stórar og hafa unnið mörg verk. Hann hóf sjósókn á opnum báti ell- efu ára gamall í upphafi þessarar aldar og er í mínum huga persónu- gervingur þeirrar kynslóðar sem lagði grundvöllinn að velferðarþjóð- félaginu sem við búum við í dag. Áttatíu og firam ára lauk hann störfum, en átti eftir að lifa við hestaheilsu í rúm tíu ár. Ég man fyrst eftir honum þar sem ég var að alast upp á Bíldudal á sjöunda áratugnum. Hann var þá þegar orðinn ekkjumaður og bjó hjá Svandísi föðursystur minni og fjöl- skyldu hennar. Hann vann í fisk- vinnslunni og þangað lagði ég drenghnokkinn oft leið mína, enda alltaf von á einhveiju góðu frá afa. Aðlögunarhæfni afa var mikil. Þegar fjölskyldurnar fluttust bú- ferlum til Reykjavikur í byijun átt- unda áratugarins, hóf hann strax störf við fískvinnslu í höfuðborginni þá 72 ára gamall. Vinnuharka hans var með afbrigðum. Ég var þess aðnjótandi að starfa með honum sumarlangt í fiskvinnslu, þá 77 ára gömlum. Það var borin mikil virðing fyrir þessum gamla manni, sem víl- aði ekki fyrir sér að vinna tíu til tólf stundir á dag ef því var að skipta. Síðan ég man eftir mér var það regla hjá fjölskyldu minni að sækja afa á sunnudögum. Það eru því orðnir æði margir bíltúrarnir sem við fórum um suðvesturhornið. Var þá oftar en ekki stoppað við höfnina til að taka púlsinn á slagæð þjóðar- innar. í raun varð afi aldrei gamal- menni í þessum hefðbundna skiln- MINNINGAR ingi. Oft mætti maður honum á göngu í bænum og var hann þá að ganga bæjarenda á milli. Hann var alltaf skýr, með ríka kímnigáfu og slatta af kaldhæðni. Hann las öll blöð, fylgdist með fréttum og hafði gaman af að ræða þjóðmálin. Ég þekki fáa sem voru jafn vel að sér um gang mála. Ég vissi þó aldrei hvar ég hafði hann í pólitík, allir flokkar fengu sinn skerf af góðlát- legu gríni hans. Afí var mjög gjafmildur maður og var þar enginn útundan. Á námsárum mínum naut ég dyggi- legrar fjárhagsaðstoðar hans og hafði hann sérstakt lag á að koma til aðstoðar þegar þörfín var sem brýnust. Á sama hátt studdi hann bæði eldri og yngri systkini og frænsystkini mín. Afi var ekkert að flíka tilfínning- um sínum. Hann var karlmenni af gamla skólanmum, sem sjálfsagt leiddi af harðri lífsbaráttu í upp- vextinum. Hann var stundum svolít- ið tregur til að tala um fortíðina, líklega fundist tímarinir svo gríðar- lega breyttir. Á góðum stundum birtust þó stutt myndbrot frá fyrri tíð, sem gáfu innsýn inn í þá hörku og þrautseigju sem til þurfti til að lifa af í upphafi aldarinnar. Afi var fastur punktur í tilveru minni og ég á eftir að sakna hans. Mér þykir leitt að hafa ekki getað kvatt hann, en geri það nú héðan frá Eþíópíu. Ég bið honum blessun- ar og sendi kveðju mína og fjöl- skyldu minnar. Minning hans lifir. Gylfi Jónasson. Hann afí minn er dáinn, næstum 96 ára að aldri. Þrátt fyrir þennan háa aldur, var hann alla tíð mjög heilsuhraustur maður, bæði líkam- lega og andlega, og þess vegna er erfítt að sætta sig við að þurfa að kveðja hann nú. Mínar fyrstu minningar um afa eru frá æskuárum mínum á Bíldu- dal. Mér er sérstaklega minnissætt eitt atvik frá því ég var lítill og fjör- ugur prakkari fyrir vestan og afí var beðinn um að passa mig litla stund. Ég var baldinn og vildi kom- ast út en afí sat við hliðina á mér og hélt þéttingsfast um höndina á mér þannig að enginn hætta var á að ég kæmist burt. Þannig sátum við hlið við hlið í sófanum og bið- um. Mér fannst heil eilífð hafa liðið þegar mamma kom heim, þar sem höndin á mér sat föst í stóru og vöðvamiklu sjómannshendinni hans afa. Það var víst alveg öruggt að ekkert skyldi fara úrskeiðis á meðan hann passaði mig. Mér er líka mjög mjnnistætt sum- arið sem ég vann í ísbirninum, 13 ára gamall. Afi útvegaði mér vinn- una en hann hafði þá sjálfur unnið hjá ísbirninum í mörg ár við hand- flökun, en í því starfí voru einungis úrvalsmenn. Ég man hversu stoltur ég var yfir að vera barnabarn þessa manns, enda naut hann mikillar virðingar meðal þeirra sem hann vann með. Dugnaðurinn og elju- semin fóru ekki framhjá neinum. Samstarfsmennirnir sögðust myndu frekar ráða afa í vinnu, þótt hann væri kominn af léttasta skeiði, en tugi svóna pjakka eins og mig. Það lýsir persónuleika afa kannski best, hvað honum var um- hugað um sitt fólk. Hann fylgdist eins og sannur ættfaðir með allri fjölskyldunni af miklum áhuga og vissi nákvæmlega hvað hver og einn hafði fyrir stafni. Hann gaf af ör- læti til allra ættmenna án þess að vilja nokkurn skapaðan hlut sjálfur til baka. Engum gat dulist áhugi afa á þjóðmálum og því sem var að ger- ast í kringum hann, enda las hann öll blöð og missti aldrei af frétta- tíma hvorki í útvarpi né sjónvarpi. Það var líka alveg sama hvar borið var niður í samræðum við afa, hann var jafn vel heima á öllum sviðum. Minningarnar um afa eru ótelj- andi og þær munu aldrei gleymast. Allar góðu stundirnar á sunnudög- um á Sunnubrautinni verða mér ávallt dýrmætar. Þá var oft slegið á létta strengi, því aldrei var gam- ansemin langt undan hjá afa. Það var alltaf gaman að keyra hann heim á Hrafnistu á sunnudags- kvöldum og horfa á hann stökkva upp tröppurnar, léttan í spori eins og ungan mann í besta formi. Þær kveðjustundir voru ánægjulegar. Ég mun alltaf vera stoltur yfír að hafa átt hann afa minn fyrir afa, sjómann sem fengsælustu skip- stjórar landsins sigldu eftir langar leiðir til að fá með á vertíð, því betri sjómann var ekki hægt að fá. Minningin um afa mun ávallt verða mér hvatning til góðra verka, enda er ég viss um að hann fylgist áfram vel með eins og hann var vanur. Blessuð sé minning hans. Helgi Þór Jónasson. Ásmundur afí var þannig gerður að hann vildi lítið tala um sjálfan sig eða stæra sig af afrekum sínum. Hann sagði einu sinni við mig að hann ætlaðist til þess að ég gætti þess að þegar hann yrði allur þá yrði ekkert verið að bera á hann lof. Svar mitt við þeirri bón var á þá leið að þegar þar kæmi sögu væri komið að mér að ráða. Þá yrði það þannig að ég og aðrir fjöl- skyldumeðlimir og vinir værum sorgmædd og þyrftum á því að halda að kveðja hann á annan hátt en með þögninni einni. Afí brosti í kampinn og málið var ekki rætt frekar. Því lít ég svo á að hann hafí virt mitt sjónarmið og að ég hafí leyfi til að draga fram nokkur minningabrot sem eru mér kær, er þakklát fyrir og veita mér huggun. Virði ég á móti það sjónarmið hans, að maður eigi að vera sjálfum sér samkvæmur, verða það ekki margir sem ég lofa fyrir líkamlegt eða andlegt atgervi hér eftir. Frá því ég man fyrst eftir mér man ég einnig eftir afa. Við systkin- in vorum þeirrar gæfu aðnjótandi að afí og amma bjuggu í næsta nágrenni við okkur meðan amma lifði og afi síðan hjá okkur eftir það, að fáum árum undanskildum. Við afi deildum herbergi í sátt og samlyndi frá því hann flutti til okk- ar og þar til ég var fjórtán ára. Amma og afí tóku þannig þátt í uppeldi okkar og afí áfram eftir að hún dó. Það var jafn gott að ræða við hann um það sem hvíldi á hjarta barn sem fullorðinn. Fyrir það þökkum við af heilum hug. Fyrstu minningar mínar af afa eru frá heimili þeirra ömmu og ekki síður úr fjárhúsinu hans afa. Þar stóð ég fullkomlega örugg á bak við hann þegar kindumar komu og tróðust inn. Ekkert gat hreyft við mér ef hann stóð fyrir framan mig. í mínum huga þýddu orðin afí, öryggi og styrkur það sama. Hendurnar hans afa voru tákn fyr- ir allt þetta í senns — þykkar, sterk- ar, hijúfar af vinnu, en þó svo mjúk- ar. Oft tn'tlaði ég með afa þegar hann fór í heyskap og kenndi hann mér að taka til hendinni eftir því sem ég gat. Honum var mjög um- hugað um að ég lyfti ekki þyngri byrði en ég ylli og sagði að honum þætti gott að við krakkarnir þyrft- um ekki að vinna mikið. Mér fannst það óskiljanlegt að hann hefði farið á sjó þegar hann var tólf ára gam- all, að hann hefði átt heima í torf- húsi sem hélaði að innan á vetmm, að hann hafí stundum þurft að liggja í rúminu meðan var verið að þvo fötin hans og að það hafi ekki alltaf verið til nóg að borða þegar hann var lítill. Hann fullvissaði mig þó um það að hann hefði átt góða bernsku, svona hefði þetta bara verið í gamla daga hjá mörgum. Ég reyndi að gera mér í hugarlund hvernig þetta hefði verið og komst að þeirri niðurstöðu að ef allt eyði- legðist í kjarnorkusprengju þá yrði ástandið varla mikið verra en þegar afí var lítill drengur. Dró það veru- lega úr barnslegum áhyggjum af eigin framtíð sem kaldastríðs um- ræða um vítisvélar hafði í för með sér. Fyrst hann gat bjargað sér þá gætum við það ábyggilega líka ef illa færi. Krakkar sem hafa fjörugt ímynd- unarafl ráða ekki alltaf alveg við það og smíða í huga sínum stór- hættulegar forynjur sem öllu vilja granda. Stundum var það þegar við afí vorum herbergisfélagar að ímyndunaraflið hljóp með mig í gönur þannig að ég taldi víst að í myrkrinu leyndist eitt og annað sem - vildi ná í litlar stelpur. Annað var þó enn öruggara og alls óyfírstígan- legt illum vættum. Ef afí hélt í höndina á mér meðan ég var að sofna gat enginn náð mér. Afí virt- ist líka alltaf vita þegar ég var hrædd og rétti þá höndina milli rúmanna okkar, hélt þéttingsfast og strauk mér um handarbakið með þumalfingrinum og ég man aldrei eftir því að hann losaði takið. Mér var það mjög kært að hafa getað verið hjá afa og haldið í hönd- ina á honum þegar hann sofnaði ^ síðasta sinni. Með þeim hætti reyndi ég að veita honum styrk og þakka fyrir allt það sem hann veitti mér. Núna veit ég hins vegar að þá veitti hann mér enn einu sinni sinn styrk. Sá styrkur er að nú veit ég að hægt er að horfast í augu við dauð- ann sáttur og þakklátur fyrir það líf sem gefíð var. Einhver spurði hvort ég hefði fundið þegar afí sleppti taki á hendinni minni. Við það varð ég ekki vör og er þess viss að ég muni aldrei verða. Martha Ásdis. Það var árið 1975 að við kynnt- umst Ásmundi Jónassyni. Hann flutti þá til dóttur sinnar, Svandís- ar, og tengdasonar, Hjálmars, en þau bjuggu á hæðinni fyrir ofan okkur. Ásmundur var þá kominn vel á áttræðisaldur, en fór til vinnu hvern dag og gaf ungu mönnunum ekkert eftir. Ekki er ætlan okkar að rekja hér lífshlaup Ásmundar, það gera þeir sem betur þekkja til. Með örfáum orðum vildum við þakka þessum heiðursmanni góð og elskuleg kynni í nánu sambýli í nærri tvo áratugi. ■ - Við kveðjum Ásmund og þökkum samveruna, þökkum fyrir þá miklu hlýju og góðvild er hann auðsýndi bömum okkar og ekki síður dóttur- syni sem á stundum trítlaði upp á fjórðu hæð og fékk gjarnan nammi hjá Ásmundi. Við kölluðum hann afa. Hann var elstur íbúa í stigahúsinu og ég held að honum hafi líkað það vel. En Ásmundur flíkaði ekki tilfínningum sínum, né heldur var hann marg- máll. Hann stóð alltaf fast í báða fætur og handtakið var þétt og traust. Og nú ætlar vinur okkar heim, heim á Bíldudal. í þessa síð- ustu ferð fylgja honum hlýjar ósk- ir, að hann megi hvíla í ró í gömlu —- sveitinni sinni sem hann unni svo mjög og í raun flutti aldrei frá. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Guðlaug Wium, Ragnar Magnússon. „Því að hvað er það að deyja annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo hann geti risið upp í mætti sínum og ótjötraður leitað á fund guðs síns? Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagnarinnar, • mun þekkja hinn volduga söng. Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú heija fjall- " gönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn.“ (Ur Spámanninum.) Ég kveð þig með söknuði kæri vinur en jafnframt með virðingu og þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Guð geymi þig á þeirri ferð sem þú hefur nú lagt upp í. Kristín Pétursdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.