Morgunblaðið - 14.03.1995, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 14.03.1995, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1995 17 LANDIÐ Arsskýrsla Húsavíkurbæjar komin út Greiðslustaðan með besta móti Húsavík - Húsavíkurbær hefur undanfarin 17 ár gefið út greinar- góða skýrslu sem fylgirit með bæjarreikningum þar sem getið er um starfsemi og rekstur hinna ýmsu stofnana sem starfa á veg- um bæjarins. Starfsmenn á vegum bæjarins sl. ár voru 96 talsins í 74 stöðugildum og var meðalaldur þeirra 47 ár. Greiðslustaða bæjarsjóðs var með besta móti á árinu og bæj- arfélagið var í fullum skilum með öll lán og aðrar skuldbindingar. Af fasteignagjöldum innheimtust 95,27% og aðstöðugjöld 189%. Álögð útsvör voru um 13,5 millj- ónir og af þeim innheimtust rúm- ar 12 milljónir. Af hinni margþættu starfsemi bæjarsins má nefna að bærinn rekur velþakkaða heimilishjálp og naut hennar 41 einstaklingur. Við leikskólann Bestabæ starfa 28 manns en þar nutu skólavistar 115 böm. Bamaskólinn starfar í 21 bekkjardeild og nemendur þar vom 443 talsins, kennarar 38 og aðrir starfsmenn 13. í Tónlistar- skólanum vom 253 nemendur. Þaí- var nú 3. árið í röð svokallað Þró- unarverkefni „Hljóðfæranám fyrir alla“ með aðild leikskólans Besta- bæjar, Tónlistarskólans og Borg- arhólsskóla. Á árinu fengu skól- arnir styrki til verkefnisins bæði úr þróunarsjóði gmnnskóla og þróunarsjóði leikskóla. Bærinn rak vinnuskóla og skólagarða sl. sumar og vemlegt fjármagn frá bænum fór til rekst- urs íþróttahallarinnar og styrktar íþróttaiðkana og sundlaugar en hana sóttu í almennum tímum 44.507 manns auk 13.157 nemar í skólasundi. FRÁ Húsavíkurbæ. Morgunblaðið/Silli Morgunblaðið/Jónas Erlendsson ÞÓRIR Gunnarsson við traktorinn. Gerist verktaki í skítmokstri Fagradal, Mýrdal - Vegna mikils samdráttar og verri afkomumögu- leika í sauðfjárrækt sem átt hefur sér stað núna síðustu ár eða frá því núverandi búvömsamningur tók gildi hefur Þórir Gunnarsson, bóndi á Giljum í Mýrdal, keypt sér nú í vetur traktor og öfluga haugdælu oger hann að láta smíða 10.0000 lítra dreifitank fyrir skít. Að sögn Þóris ætlar hann að gerast verktaki í skítmokstri og dreifingu fyrir bændur. Þórir segir þetta dýr tæki og þess vegna verði ömggléga ódýrara fyrir marga bændur að kaupa vinnu við að koma búfjáráburði úr haughúsi og út á tún. Þórir hefur hugsað sér að láta bændur ráða hvort hann sæi alfarið um að koma búfjáráburði á tún eða að þeir ynnu að hluta til með honum við dreifinguna. Hann ætlar að vinna með tækjunum þar sem vinnu er að hafa. Reynsluaktu RenauW Bifreiðar & Landbúnaðarvélar hf. ÁRMÚLA 13 • SÍMI 553 1236 Verðið á Renault 19 RN árgerð 1995 er aðeins kr. 1195.000,- INNIFALIÐ: Hörkuskemmtileg og sparneytin 1400 vél, vökvastýri, rafdrifnar rúðuvindur, fjarstýrðar samlæsingar, fjarstýrt útvarp/segulband, styrktarbitar í hurðum, bílbeltastrekkjarar, samlitir stuðarar, málmlitur, ryðvörn, skráning .. Fallegur fjölshyldubíll áfínu verði. RENAULT RENNUR ÚT!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.