Morgunblaðið - 28.03.1995, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 28.03.1995, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 28. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þið skuluð fá að sitga eftir til haustsins ef þið takið ykkur ekki á í reikningi. Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Meirihluti vill Davíð fyr- ir forsætisráðherra MEIRIHLUTI svarenda, eða 52,7%, í nýlegri könnun Félagsvísindastofn- unar Háskóla íslands vill að Davíð Oddsson verði áfram forsætisráð- herra að loknum alþingiskosningum. Rúmlega þrír af hveijum fjórum telja æskilegra að mynda tveggja flokka stjóm eftir kosningar en stjóm fleiri flokka. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu frá Félagsvísindastofnun. Könnun Félagsvísindastofnunar var gerð 18.-21. marz síðastliðinn og var úrtakið 1.500 manns. Spurt var hvaða íslenzki stjórnmálaleiðtogi menn vildu helzt að yrði forsætisráð- herra í næstu ríkisstjóm. Af þeim, sem svömðu spuming- unni, sögðust 52,7% heizt vilja Davíð Oddsson og 20% vildu helzt Halldór Ásgrímsson, formann Framsóknar- flokksins. Jóhönnu Sigurðardóttur, formann Þjóðvaka, nefndu 9,3%, Jón Baldvin Haniiibalsson, formaður Al- þýðuflokksins, hlaut stuðning 4,8% í forsætisráðherraembættið og Ólaf- ur Ragnar Grímsson, formaður Al- þýðubandalagsins, 3,6%. Þessar niðurstöður eru svipaðar þeim, sem fengust í byijun mánaðar- ins (2.-6. marz) er Félagsvísinda- stofnun spurði sams konar spuming- ar. Davíð Oddsson naut þá 51,2% Hvaða íslenski stjórnmála- leiðtogi vildir þú helst að yrði forsætisráðherra í næstu ríkisstjórn? Davíð Oddson ^ Halldór Asgrímsson | 20,0% ína ðardóttir 9,6% Aðrir samtals: Heimíld: Könmin Félagsvísifidastotnunar 18.-21. mars 1995 stuðnings, Halldór Ásgrímsson 16,8%, Jóhanna Sigurðardóttir 9%, Ólafur Ragnar Grímsson 5% og Jón Baldvin Hannibalsson 3,4%. 40% vildu Steingrím 1991 Fram kemur hjá Félagsvísinda- stofnun að athyglisvert sé að bera þessar niðurstöður saman við út- komu sams konar könnunar í aðdrag- anda seinustu þingkosninga. Dagana 8.-12. febrúar 1991 spurði Félags- vísindastofnun hvem kjósendur vildu helzt sjá sem forsætisráðherra og nefndu þá 40,5% Steingrím Her- mannsson, þáverandi forsætisráð- herra, 31,3% Davíð Oddsson, 10,3% Þorstein Pálsson, 4% Jón Baldvin Hannibalsson og 2,7% Ólaf Ragnar Grímssón. í könnun Félagsvísindastofnunar 18.-21. marz var jafnframt spurt hvort menn teldu æskilegra að mynd- uð yrði ríkisstjóm með samstarfi tveggja flokka frekar en ríkisstjóm fleiri flokka. Af þeim, sem svöraðu, sögðust 78,7% telja æskilegra að mynduð yrði tveggja flokka stjóm, en 17,6% töldu það ekki æskilegra. Hlutlausir sögðust 3,7%. í ljós kemur, er svörin era greind eftir því hvaða flokk menn sögðust styðja, að tveggja flokka stjórn á mestan stuðning meðal stuðnings- manna Sjálfstæðisflokks, 93,9%, og Alþýðuflokks, 86,7%. Af stuðnings- mönnum Framsóknarflokks segjast 71,6% vilja tveggja flokka stjórn, 57,8% af kjósendum Alþýðubanda- lags, 66,7% af stuðningsmönnum tjóðvaka og helmingur stuðnings- manna Kvennalistans. Augnlæknar segja upp samn- ingum við Tryggingastofnun AUGNLÆKNAFÉLAG íslands hefur samþykkt að segja upp samn- ingum við Tryggingastofnun. Eirík- ur Þorgeirsson, formaður félagsins, segir að þegar hafí 24 af 28 félags- mönnum sagt upp samningum sín- um. Vitað sé að tveir til viðbótar ætli að segja upp samningum. Ekki sé hins vegar vitað um viðhorf tveggja augnlækna fyrir norðan. Nú eins og áður eru augnlæknar undanskildir tilvísanakerfinu og er ein ástæðan, að sögn Eríks, sú að menn með augnvandamál eigi ekki erindi til annarra lækna. „Hins veg- ar teljum við að með tilvísunarkerf- inu sé verið að bijóta á bak aftur hina einkareknu sjálfstæðu at- vinnustarfsemi sérfræðinga. Starf- semin sé vel rekin og ódýr, ódýrari en í öðrum löndum, og mjög vel samkeppnisfær við alla ríkisrekna þjónustu á íslandi, hvort heldur sem er á heilsugæslustöðvum eða á spít- ölum.“ Hann segir að augnlæknar sætti sig ekki við að yfirvöld geri fyrir- varalaust kerfísbreytingu án sam- ráðs við viðkomandi aðila. „Þeir beiti jafnvel óheiðarlegum vinnu- brögðum hvað varðar tölulegar upp- lýsingar. Þar era að okkar mati hreinar rangfærslur í útreikningum en þær hafa allar verið hraktar af okkar hagfræðingum," segir Erík- ur. „Síðan erum við ósáttir við að okkar yfírvöld, heiibrigðisráðuneyt- -ið, skuli fara fram í áróðursherferð gegn okkar stétt þar sem heiðar- leiki okkar er dreginn í efa og gefið í skyn að menn vinni störf sín á annarlegum forsendum.“ Leyfisgjald vegna hundahalds A Oheimilt að taka hærra gjald en nauðsyn krefur UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur beint þeim til- mælum til borgarstjórnar Reykjavíkur að fram fari traustur útreikningur á þeim kostnaðarliðum sem heimilt er að leggja til grundvallar útreikningi á fjárhæð gjalds fyrir leyfi til hundahalds í borginni fyrir árið 1995. Hunda- ræktarfélag íslands kvartaði til umboðs- manns vegna gjaldtö- kunnar, en félagið telur leyfisgjald vegna hunda- halds vera hærra en nem- ur þeim kostnaði sem borgin hefur af hunda- haldinu. Það sem oftekið sé með þessum hætti af hálfu Reykjavíkurborgar og látið renna í borgar- sjóð sé í raun skatt- heimta, sem ekki eigi sér stoð í viðhlítandi skattlagningar- heimild. Jónas Fr. Jónsson, hér- aðsdómslögmaður, hefur farið með mál þetta fyrir Hundarækt- arfélagið. - Telur Hundaræktarfélagið að gjald vegna hundahalds hafi verið oftekið í mörg ár? „Við kvörtuðum til umboðs- manns Alþingis fýrir rúmu ári, en þá töldum við að gjaldið hafi verið of hátt í nokkur ár. Það var búin að vera hækkun verulega umfram verðlagsþróun síðustu árin, sem kannski endanlega gerði út um langlundargeð hundaeigenda. Það má í raun og veru segja að þessi gjaldtaka hafí byijað seinni hluta árs 1984 og síðan af einhverri alvöru 1985. Það sem kom út úr upplýsingum frá borgarbókhaldi var að hagn- aður hafi í raun og veru verið af gjaldinu öll þessi ár nema tvö. Samtals nemur þetta rúmlega 4,7 milljónum króna á þessu tíu ára tímabili reiknað á verðlagi hvers árs, eða að meðaltali um 12% á ári. Síðan gerðist það að borgar- lögmaður sendi bréf þar sem hann mótmælir tölum borgarbók- halds og segir vera vantalinn og ótalinn kostnað tíu ár aftur í tím- ann. Borgarstjórn lækkaði hins vegar gjaldið í ár um 12% á síð- asta fundi sínum, þannig að í raun og vera viðurkenndu þeir þann þáttinn.“ - Hvernig metur þú niður- stöðu umboðsmanns Alþingis í málinu? „Umboðsmaður Alþingis gefur einungis leiðbeinandi álit og hann segir í raun og veru að borgin byggi ekki gjaldið á traustum útreikningi og leggur fyrir borg- ina að láta slíkan út: reikning fara fram. I þessu áliti hans era nokkur mjög merkileg atriði varðandi gjaldtöku þjón- ustugjalda. Hann slær því strax föstu að þessi gjaldtökuheimild veiti ekki heimild til að breyta því yfir í skatttöku, þ.e. gjaldið verður einungis að vera fyrir kostnaði við þjónustuna, en um þetta var reyndar ekki ágreining- ur. Síðan segir hann að svokölluð meðalhófsregla gildi varðandi svona gjaldtöku, en það þýðir að það sé óheimilt að taka hærra gjald en nemi nauðsynlegum og eðlilegum kostnaði vegría þjón- ustunnar. Með þessu er hann að ► Jónas Friðrik Jónsson hér- aðsdómslögmaður er fæddur 10. nóvember 1966 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Islands árið 1986, lögfræðiprófi frá Há- skóla íslands árið 1992 og öðl- aðist réttindi héraðsdómslög- manns árið 1993. Jónas starf- aði sem blaðamaður á DV á sumrin og í lausamennsku frá 1986 til 1988, og hann var framkvæmdastjóri Stúdenta- ráðs Háskóla íslands frá 1. apríl 1989 til 1. apríl 1990. Hann var ráðinn starfsmaður lyá Verslunarráði íslands 23. september 1991 og hefur hann verið lögfræðingur þess frá 1. febrúar 1992. Eiginkona Jón- asar er Lilja Dóra Halldórs- dóttir. segja að það megi ekki auka kostnaðinn eins og stjórnendum hins opinbera dettur til hugar, heldur þurfí að vera málefnaleg rök fyrir því og traustir útreikn- ingar verða að liggja að baki. Þetta er í raun og veru' í fyrsta skipti sem þetta er sagt á jafn- skýran hátt af úrskurðaraðila af þessu tagi.“ - Hefur niðurstaða umboðs- manns Alþingis þá fordæmisgildi hvað varðar önnurþjónustugjöld? „Hvað varðar meðalhófsregl- una þá hefur þetta fordæmis- gildi. Hann segir einnig að ef tekjuafgangur verði af svona gjaldi þá sé óheimilt að láta hann renna í sameiginlega sjóði eða í önnur verkefni, n^ma fyrir því sé sérstök lagaheimild, heldur eigi að láta tekjuaf- ganginn renna til þess að lækka gjöldin á næsta gjaldatímabili, Það þriðja sem er for- dæmisatriði í áliti um- boðsmanns Alþingis er það að hann bendir einarðlega á að ef æðra stjómvald staðfestir svona gjaldskrár, eins og um- hverfísráðuneytið gerir { þessu tilviki, þá er það ekki bara ein- hver uppáskrift. Hann segir að ef staðfesting svona aðila sé fengin þá eigi staðfestingaraðil- inn að skoða lögmæti gjaldanna og endurskoða hvort traustir út- reikningar liggi þeim að baki. Þess vegna fer hann fram á að umhverfísráðuneytið endurskoði þann útreikning sem borgin kemst að.“ Traustir út- reikningar verða að liggja að baki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.