Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MARZ 1995 21 ___________________UR VERINU____________________ Ráðstefna um íslenskan sjávarútveg á alþj óðavettvangi Samstarf hinna stóru nauðsyn ÞAÐ ER brýnt að íslenskur sjávarút- vegur slái ekki slöku við í hagsmuna- gæslu sinni á alþjóðlegum vettvangi. Þessi orð lét Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra falla á ráð- stefnu sem Stafnbúi, félag sjávarút- vegsfræðinema við Háskólann á Akureyri, efndi til í Háskólabíói síð- astliðinn laugardag undir yfirskrift- inni íslenskur sjávarútvegur á al- þjóðavettvangi. Kvaðst hann einkum eiga við réttinn til fiskveiða utan efnahagslögsögu og aðgang að mörkuðum þar sem hagsmunir ann- arra standa í vegi. Þá sagði ráðherra að óvænt og lítt grunduð upphlaup í pólitískum hita kosningabaráttu gætu valdið ijölda manns sem eiga allt sitt undir alþjóðlegum samningum á sjávarút- vegssviðinu umtalsverðum skaða. Nefndi hann í þessu samhengi samn- ingaviðræður sem nú eiga sér stað milli íslands og ESB en þeim er ætlað að tryggja að útflutningskvót- ar fyrir síld sem ísland hafði í Sví- þjóð og Finnlandi verði ekki skertir við inngöngu ríkjanna í sambandið. „Það hefur áður komið fram að at- kvæðagreiðsla fulltrúa sjávarútvegs- ráðuneytisins á fundi NAFO - þar sem tekin var afstaða með Kanada- mönnum í deilu þeirra við ESB um grálúðuveiðar undan Kanadaströnd- um - hefur hleypt illu blóði í samn- ingamenn ESB í viðræðum við okkur um síldarkvóta. Hér hefði að mínu mati hlutleysi þjónað hagsmunum okkar best en því miður var utanrík- isráðuneytið ekki haft með í ráðum.“ Auka þarf útflutning I máli Jóns Baldvins kom fram að ekki væri hægt að líða það að Island væri eina landið við norðan- vert Atlantshaf sem hefði engan veiðirétt utan eigin lögsögu. „Við erum aðilar að Svalbarðasamningn- um og hljótum að halda réttindum okkar á grundvelli þess samnings til streitu. Hvorki Norðmenn né aðrir virða okkar sjónarmið ef við stöndum ekki fast á þessum réttindum. Þar verður sjávarútvegsráðuneytið að vera samstíga utanríkisráðuneytinu. Smugan er af þeirri stærðargráðu að það er óveijandi að fóma henni að óathuguðu máli.“ í Ijósi þess að afli á heimamiðum fer minnkandi telur Jón Baldvin mik- ilvægt að einkaframtakið leiti áfram nýrra leiða, ekki einungis til að fanga fisk heldur jafnframt til markaðs- sóknar. Hann leggur því mikla áherslu á að stækka útflutningskök- una enda séu tækifærin ótakmörkuð. „Við verðum að sýna kjark og þor ef við ætlum að ná árangri á fleiri sviðum við alþjóðavæðingu sjávarút- vegsins." Þáttur íslenskra fjölmiðla Sighvatur Bjamason fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum hafði einnig framsögu á ráðstefnunni og sagði að neyðin hefði rekið íslendinga til að hugsa öðmvísi. „Samdráttur í afla á heimamiðum hefur gert það af verkum að fjárfestingar erlendis hafa aukist. Ennfremur hafa veiðar á fjarlægum miðum hafist á ný.“ Sighvatur sagði að íslenskir sjó- menn væm að ná tökum á veiðum í Smugunni og búast mætti við aukinni sókn og betri árangri í sumar. Gerði hann deilur íslendinga og Norðmanna um veiðamar að umtalsefni. „Á síð- astliðnu ári tóku Norðmenn fastar á veiðunum en áður. Mér er hins vegar til efs að þeir hefðu farið jafn harka- lega í málið ef íslenskir fjölmiðlar hefðu ekki blásið þessar veiðar svona mikið upp.“ Sighvatur sagði að það yrði mjög sársaukafullt ef veiðarnar yrðu stöðvaðar nú vegna þess hve mikið þær hefðu linað þjáningar ýmissa útgerða. Hann kvaðst því vera hlynntur samningum við Norðmenn en tók skýrt fram að ekki mætti fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Kvaðst hann þar eiga við síldveiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum. Að mati Sighvats em sóknarfæri sjávarútvegsins á erlendum mörkuð- um veruleg. í máli hans kom fram að íslensk markaðsfyrirtæki þyki smá á alþjóðlegan mælikvarða en hafi engu að síður náð ágætum ár- angri, eins og SH í Frakklandi og ÍS í Belgíu. „Samstarf stóm fyrirtækj- anna er nauðsynlegt til að ná ár- angri fyrir framleiðendur. Betri nýt- ing fjármagns sem varið er til mark- aðsmála er forsenda fyrir því að við náum betri árangri og náum að skila hærra verði heim.“ Koma þarf þekkingu í verð Páll Gíslason tæknilegur fram- kvæmdastjóri Goodman Shipping á Fílabeinsströndinni sagði á ráðstefn- unni að íslendingar verði að efla út- flutning á tækniþekkingu í sjávar- útvegi. „Við verðum að leita leiða til að koma þekkingu okkar í verð en það er því miður ekki auðvelt verk. Stærsta hindmnin er hversu litla reynslu íslensk fyrirtæki hafa af verk- efnum erlendis. Mín skoðun er að fremur erfitt verði að auka útflutning íslenskrar tækniþekkingar án þess að reyna að tengja hann við fjárfestingar íslendinga í sjávarútvegi erlendis." Páll hefur fylgst lengi með útflutn- ingi á tækniþekkingu og í máli hans á ráðstefnunni kom fram að smærri fyrirtæki hafi ekki þá fjármuni sem þurfi til að ná árangri. Skoðun hans er því sú að æskilegt sé að sjávarút- vegsfyrirtæki standi saman að fjár- festingu í verkefnum af þessu tagi. Þannig hafi þau meira tapþol og geti samræmt reynslu innan hópsins. Máli sínu til stuðnings benti hann á að dönsk fyrirtæki sem beijist á heimamarkaði stofni yfirleitt hópa um sambærileg verkefni erlendis. Öflugri markaðssetningu Steingrímur Sigfússon Alþýðu- bandalagi, Halldór Ásgrímsson Framsóknarflokki, Krístín Einars- dóttir Kvennalista og Ágúst Einars- ' son Þjóðvaka stigu öll í pontu á ráð- stefnunni og vora á einu máli um að efla verði markaðssetningu ís- lenskra sjávarafurða á erlendri grand með ráðum og dáð. Þau sögðust ennfremur fylgjandi samningum við Norðmenn um veiðar í Barentshafi þótt ekki ríkti einhugur um áherslur. Steingrímur sagði brýnt að halda kröfum um hlutdeild í kvóta í Barentshafi til streitu. Halldór, Ágúst og Krístín luku hins vegar upp um það einum munni að ekki mætti fórna hagsmunum okkar varðandi aðrar veiðar á alþjóðlegum hafsvæð- um, eins og á Reykjaneshrygg. Vora þau einnig sammála um að fiskveiði- þjóðum sem ættu hagsmuna að gæta í þessum efnum bæri að ná samstöðu um nýtingu fiskistofna á úthafmu. Það væri hagur þeirra allra. Rannsókna þörf Jóhann Siguqonsson, aðstoðarfor- stjóri Hafrannsóknastofnunar, rakti helsti kosti okkar til veiða á alþjóð- legu hafsvæði. Þar fjallaði hann fyrts og fremst um Reykjaneshrygg, Síld- arsmuguna og hafið suður af landinu. Jóhann benti á að úthafskarfastofninn á Reykjaneshiygg væri stór, en ástæða væri til að hafa áhyggjUr af vaxandi sókn í hann. Þá benti hann á möguleika á veiðum á norsk- íslenskri vorgotssíld og makríl í Síld- arsmugunni, mögulega veiði á kol- munna, sem enn er vannýttur, að minnsta kosti af okkar hálfu, of ýms- ar tegundir á djúpu vatni langt suður af landinu. Þar veiðast í nokkram mæli tegundir eins og búrfiskur, slétt- hali og háfur, en frekari rannsókna er þörf. Lífeyrissjóður Tæknifræðingafélags íslands AÐALFUNDUR - LífeyrissjóðsTæknifræðingafélags íslands 30. mars 1995, kl. 20:00 í Bíósalnum, Hótel Loftleiðum. 1. Fundarsetning. 2. Skýrsla stjórnar. 3. Ársreikningur LTFÍ 1994. 4. Kaffihlé. 5. Tillögur um breytingar á reglugerð LTFÍ. 6. Onnur mál. Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta á aðalfundinnJ Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 588-9170. Myndsendir 560-8910. LQ Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00 1980-l.fl. 15.04.95 - 15.04.96 kr. 370.132,90 *) lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. lnnlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 28. mars 1995. SEÐLABANKIÍSLANDS Bílamarkaburinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, sími 567-1800 Löggild bílasala Verið velkomin. Við vinnum fyrir þig. Grand Cherokee Limited V-8 ’94, græns- ans., sjálfsk., ek. aðeins 9 þ. km., leður- innr., álfelgur, geislasp., einn m/öllu. Sem Nissan Sunny SLX 4x4 ’90, 5 g., ek. 54 þ. km, rafm. í rúðum, centralæsing o.fl. Nissan Sunny 1600i SR ’94, steingrár, sjálfsk., ek. 15 þ.km. Rafm. í rúðum, álfelg- ur, spoiler (2). Einn með öllu. V. 1.260 þús. Nýr bfll: Dodge Dakota Sport V-6 4x4, ’95, sjálfsk., álfelgur.rafm. í rúöum o.fl. Suzuki Geo Metro ’92, hvítur, 5 dyra, 5 g., ek. 50 þ. km. V. 620 þús. Tilboðsverð 550 þús. Toyota Double Cap diesil ’91, blár, 5 g., ek. 83 þ. km., 38“ dekk, 5:71 hlutföll o.fl. V. 1.750 þús. V.W Golf GTi '92, 5 g., ek. 42 þ. km., sóllúga, álfelgur o.fl. Wagoneer Limited 6 cyl ’85, 4ra dyra, sjálfsk., vél og sjálfsk. nýuppt., sóllúga, álfelgur. Toppeintak. V. 890 þús. MMC Pajero V-6 ’90, hvítur, 5 g., ek. aðeins 54 þ. km.t krómfelgur, 33“ dekk, brettakantar. Gott útlit. V. 1.590 þús. Toyota Corolla GLi 1600 Liftback '93, hvítur, sjálfsk., ek. 35 þ.km., spoiler, rafm. i rúðum o.fl. V. 1.290 þús. Subaru Legacy 1,8 GL Sedan '90, sjálfsk., ek. 90 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 1.150 þús. Tilboösverð 990 þús. Subaru Legacy station '91, Ijósbrúnn, 5 g., ek. 42 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 1.280 þús. Daihatsu Feroza EL '94, Ijósblár, 5 g., ek.11 þ. km. V. 1.550 þús. Toyota Corolla GL 5 dyra '91, dökkblár, 5 g., ek. 78 þ. km., rafm. í rúðum, central- æsing. V. 730 þús. Toyota Double Cap diesil '91, blár, 5 g., ek. 83 þ. km., 38“ dekk, 5:71 hlutföll o.fl. V. 1.750 þús. MMC Galant GLSi hlaðbakur 4x4 '90, 5 g.f ek. 70 þ. km., álfelguro.fl. V. 1.150 þús. Nissan Sunny 1.3 sendibfll ’90, stein- grár, 5 g., ek. aðeins 41 þ. km. V. 680 þús. Citroen BX 16 4x4 ’91, 5 dyra, 5 g., ek. aðeins 39 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 990 þús. Fiat Uno 45S '91, 3ja dyra, 5 g., ek. 63 þ. km. V. 550 þús. Tilboðsv. 410 þús. Daihatsu Charade TX '91, 5 g., ek. 40 þ. km., tveir dekkjag. V. 620 þús. Subaru Legacy 2,0 Artic ED. '92, rauður, sjálfsk., ek. 47 þ. km., álfelgur, rafm. í öllu o.fl. V. 1.770 þús. Tilboðsv. á fjölda bifreiða Sýnishorn: Citroen BX 16 TRS '85, 5 g., ek. 130 þ. km, rafm. i rúðum, samlæs. V. 250 þus. Tilþoðsverö 140 þús. MMC Lancer GLX '87, sjálfsk., ek. 45 þ. km á vól, skoðeður '96. V. 370 þús. Tilboðsverð 270 þús. Suzuki Swlft GL '88, 5 g., ek. 105 þ. km., skoðaður '96. V. 350 þús. Tilboösverö 270 þus. Daihatsu Rocky diesel '95, uppt. vél o.fl. V. 590 þús. Tilboðsverð 480 þús. Peugeot 309 GL Profile '89, 5 g., ek. 89 þ. km. V. 480 þús. Tilboðsverö 390 þús. Toyota Ex Cap '87, 8 cyl., 38" dekk, læst drif o.fl., verklegur jeppi. V. 1.080 þús. Tiiboðsverð 890 þús. Vantar góða bíla á skrá og á staðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.