Morgunblaðið - 28.03.1995, Page 23

Morgunblaðið - 28.03.1995, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 28. MARZ 1995 23 Anne Bronte Charlotte Bronte Emily Bronte (1820-1849). (1816-1855). (1818-1848). mennings á verkum Bronte- systra, sem skrifuðu undir dul- nefninu Bell-bræður, á þeim 140 árum sem liðin eru frá láti Charl- otte. Það verk sem mestra vin- sælda hefur notið er skáldsagan „Fýkur yfir hæðir“ sem Charlotte var svo ósátt við og fékk afleita dóma er hún var gefin út. Sú bók systranna sem mestra vinsælda naut meðal samtimamanna þeirra var hins vegar saga Charlotte „Jane Eyre“. Ýjað að framhaldi Ýjað er að því að önnur bók muni fylgja í kjölfarið í inngangi að sameiginlegri útgáfu „Fýkur yfir hæðir“ og „Agnes Grey“ eftir Anne. Charlotte, sem skrifaði inn- ganginn, rifjar upp hinar slæmu móttökur sem fyrstu bækur systr- anna hlutu árið 1848 og segir: „Hvorki Ellis (Emiliy) né Action (Anne) leyfðu sér að láta undan. Krafturinn veitti annarri styrk og úthaldið hélt hinni uppréttri. Þær voru báðar reiðubúnar að reyna aftur." í bréfi frá Emily til útgefanda hennar í febrúar 1848 virðist hún vísa til framhaldssögu en segist jafnframt ekki munu flýta sér að ljúka við hana. Bronte systur létust allar í blóma Iifsins, Anne og Emily úr berklum um þrítugt og Charlotte af bamsförum, 38 ára. Alsírsher situr fyrir heit- trúarmönnum Túnis, Abu Dhabi. Reuter. ALSÍRSKIR bókstafstrúarmenn myrtu í gær framkyæmdastjóra stærsta dagblaðsins í Alsír sem hliðhollt er stjórninni. Er hann 34. fjölmiðlamaðurinn sem verður fórnarlamb öfgamanna frá því í júní 1993. Mikið mannfall var í Alsír fyrir og um helgina, að minnsta kosti 600 manns létu lífið í árásum stjómarhersins og öfga- menn myrtu sautján manns sem vom á leið á markað í síðustu viku. Stjómarherinn felldi islamska skæruliða í fyrirsát og bardögum sem stóðu í viku, skammt frá Al- geirsborg. Er umsátri stjómar- hersins ekki lokið, að sögn Le Soir d’Algerie, óháðs dagblaðs í Alsír. Að sögn blaðsins veitti herinn um 900 skæruliðum fyrirsát, sem hugðust sækja ráðstefnu hinnar „Vopnuðu islömsku sveitar" (GIA). Segir að auk hinna 600 látnu, séu um 300 skæruliðar umkringdir stjórnarhemum. Aðrar heimildir segja að um 300 manns hafi fallið í árás hersins eftir að honum hafi borist ábending um fundarstað bókstafstrúar- mannanna. Neita viðræðum í Marokkó Yfirvöld í Marokkó buðust á laugardag til að hýsa hugsanlegar friðarviðræður stríðandi fylkinga í Alsír. Á sunnudag þvertóku alsírsk stjórnvöld fyrir að ganga til slíkra viðræðna við öfgamenn í öðru landi. Með þessu sögðust þau ekki neita viðræðunum sem slíkum en þær yrðu hins vegar að fara fram í Alsír. seglin Hækka Alþýðuflokkurinn vill ekki að örfáir sægreifar eignist fiskimiðin. Við viljum að þjóðin öll eigi auðlindirnar í sjónum, og njóti arðsins af þeim. Þessvegna viljum við að sameign þjóðarinnar á miðunum verði bundin í stjórnarskrána. Jafnaðarmenn vilja beita löggjöf til að koma í veg fyrir að kvótinn safnist á fáar hendur. Við viljum halda áfram að treysta stöðu krókaveiða og vertíðarbáta, og takmarka veiðar togara á grunnslóð uns fiskistofnar rétta úr kútnum. Kvótakerfið hvetur til þess að fiski sé hent. Því verður að breyta. Það verður að tryggja að allur afli berist að landi, og sjá til þess að útgerðir og sjómenn tapi ekki á því. Alþýðuflokkurinn hvetur líka til þess, að fiskmarkaðirnir verði efldir, og sem mest af afla fari yfir markað. Alþýðuflokkurinn hafnar kerfi, þar sem útgerðarmenn geta selt kíló þorskígildis, sem þeir fengu úthlutað ókeypis, á 90 krónur. í stað þess viljum við, að tekið verði upp hóflegt veiðigjald í áföngum. sem tekur mið af afkomu greinarinnar. Alþýðuflokkurinn vill nota afgjaldið tií að styrkja innviði greinarinnar, m.a. úreldingu, tilraunaveiðar á nýjum tegundum, og vinnslu nýrra afurða. Við teljum, að farsæl leið sé, að með stækkun fiskistofnanna verði viðbótarkvóta úthlutað gegn gjaldi. Alþýðuflokkurinn lagðist gegn því, að veiðar dugmikilla sjómanna í Smugunni yrðu bannaðar með reglugerð. Síðan hafa veiðarnar skilað verðmætum sem svara til 55 - 60 þúsund kr. á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Þetta er ígildi 500 - 600 ársverka. Alþýðuflokkurinn lofaði fyrir síðustu kosningar að lögum um landanir erlendra skipa yrði breytt. Við það stóð ríkisstjórnin. 30 þúsund tonn af Rússaþorski hafa síðan haldið uppi atvinnu í mörgum byggðarlögum á tímum aflabrests. Viö viljum hækka seglini Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur íslands Hægt er að nálgast eftirtalin upplýsingablöð hjá kosningamiðstöðvum Alþýðuflokksins um land allt: Evrópumál, Sjávarútvegsstefna ESB, Atvinnumál, Iðnaðarmál, Matarverð og lífskjörin, Sjávarútvegsmál, Jöfnun kosningaréttar, Fjölskyldumál, Húsnæðismál, Menntamál, Landbúnaðarmál, Umbótastefna jafnaðarmanna, Heilbrigðismál, Umhverfismál, Ungir jafnaðarmenn, Jafhaðarstefnan - mannúðarsteffia okkar tíma. Upplýsingasímar: 552 92 44 og 552 80 17. Samið um rafstreng ÞÝSKA iðnaðarsamsteypan RWE AG tilkynnti í gær að orkufyrirtæki innan hennar hefðu gert samstarfssamning við Eurokraft, útflutningssam- tök 22 norskra rafmagnsfram- leiðenda um að leggja kapal á milli landanna. Nýtt fyrirtæki Þjóðverja og Norðmanna, Eu- rokabel, mun standa að lagn- ingu rafstrengs sem flutt get- ur um 600 megawött, svo og byggingu spennistöðva. Nem- ur fjárfestingin um einum milljarði marka, um 45 millj- örðum ísl. kr. Þá hafa þjóðirn- ar gert með sér samning sölu á rafmagni til 25 ára frá árinu 2003. Signr hægri- flokkanna í Litháen HÆGRIFLOKKAR í Litháen unnu sigur í sveitastjórnar- kosningum sem fram fóru á sunnudag. Lýðræðislegri verkamannaflokkurinn sem nú er við völd, hlaut hins vegar aðeins 19,9% atkvæða. Hlutu íhaldsmenn 29,1% og sam- starfsflokkur þeirra, kristilegir demókratar 16,9%. Þátttaka var lítil í kosningunum, um 42,5%. Independent brátt gjald- þrota? TALIÐ er að breska dagblaðið Independent muni á næstu mánuðum leggja upp laupana. Blaðið, sem stofnað var fyrir níu árum er sagt hafa glatað sjálfstæði sínu og að fjárhags- örðugleikar séu að sliga útgáf- una. Hún er í eigu hlutafélags \ þar sem það var talið myndu tryggja betur að ritstjórnin gæti starfað óháð. Ritstjórnar- stefnan, sem margir telja óspennandi og lítt i takt við óskir lesenda, og verðstríð á blaðamarkaðnum virðast hins vegar ætla að ríða útgáfunni að fullu. Forseti Uzb- ekistan end- urkjörinn AÐ SÖGN ríkisútvarpsins í Úzbekistan benda fyrstu tölur í forsetakosningunum sem fram fóru i landinu um helgina til þess að forseti landsins, Islam Karimov, hafi verið ein- róma endurkjörinn. Var kjör- sókn sögð mjög góð, flestir þeirra 11 milljónir manna sem eru á kjörskrá hafi kosið. Ka- rimov stýrir öllum fjölmiðlum landsins og hefur brotið á bak aftur þjóðemissinnaða and- stæðinga sinna. Alþjóðlegum eftirlitsmönnum var ekki boðið að fylgjast með kosningunum. Dnestr vill herinn áfram MIKILL meirihluti íbúa Dnestr-héraðs í Moldóvu vill að rússneski herinn verði um kyrrt í héraðinu, samkvæmt þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór þar um um helgina. Dnestr hefur lýst yfir sjálf- stæði frá Moldóvu og hafa yfirvöld þar sagt þjóðarat- kvæðið ólöglegt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.