Morgunblaðið - 28.03.1995, Side 24

Morgunblaðið - 28.03.1995, Side 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 28. MARZ 1995 ERLEIMT MORGUNBLAÐIÐ Þúsundir Hútúaá flótta frá Búrúndí Paris, Bujumbura. Reuter. FRANSKI samstarfsráðherrann, Bernard Debre, sagði í gær að vera kynni að þjóðir heims yrðu að hafa afskipti af ástandinu í Mið-Afríku- ríkinu Búrúndí ef átök á milli ætt- flokka versnuðu. Debre útilokaði hins vegar að Frakkar myndu einir þjóða senda herlið til Búrúndí líkt og til nágrannaríkisins Rúanda á síðasta ári. Tugir þúsunda Hútú- manna hafa flúið höfuðborgina Bujumbura að undanfömu vegna vaxandi ofbeldis, sem kostað hefur að minnsta kosti 150 manns lífið að sögn forseta landsins, Hútú- mannsins Sylvestre Ntiban- tunganya. Að sögn sjónarvotta er tala látinna mun hærri, allt að 500 manns og þá aðallega Hútúar. Allt var með kyrrum kjörum í borginni í gær. Debre sagði í gær að ástandið í Búrúndí væri enn sem komið er ekki svo alvarlegt að rétt væri að tala um þjóðarmorð. Hann fór fyrir sendinefnd fulltrúar Evrópusam- bandsins tii Búrúndí í síðustu viku. 50.000 manns á flótta Um 50.000 manns hafa flúið höfuðborgina og til nágrannaríkis- ins Zaire. Óttast starfsmenn hjálp- arstofnana að fjöldamorð svipuð þeim sem framin voru í Rúanda á síðasta ári, muni endurtaka sig. Vegna fólkfjöldans hafa stjóm- völd í Zaire lokað landamæranum til þess að hvetja fólk til að snúa til síns heima. Segja hjálparstarfs- menn það enn of snemmt þar sem hópar Tútsímanna hafi farið um og brennt hús Hútúa til að Ijúka þjóð- ernishreinsunum. Tútsar og fulltrúar stjómvalda fullyrða að her landsins, þar sem Tútsar eru í meirihluta, hafí hrakið Hútúa á brott frá mörgum hverfum Bujumbura. Þeir stefni að því að hún verði „hrein“ borg, þar muni einungis Tútsar búi. Kanadamenn klippa tog- víra af spænskum togara New York, St. John’s. Reuter. KANADÍSKT skip klippti togvíra af spænskum togara, sem var að grálúðuveiðum á umdeildum miðum utan við landhelgi Kanada á sunnudag. Fjögur kanadísk varðskip eltu einnig tvo aðra togara en skipstjórar þeirra neituðu að leyfa varðskipsmönnum að fara um borð. „Okkur tókst að klippa báða togvíra togarans Pescamaro Uno og netið sökk auðvitað niður á hafsbotninn," sagði Brian Tobin, sjávarútvegs- ráðherra Kanada. Hann bætti við að Kanada- menn kynnu að reyna að ná netinu upp aftur til að kanna hvort það bryti í bága við alþjóðleg- ar reglur og hvort veiddur hefði verið smáfiskur. Þörf á alþjóðasáttmála Tobin var staddur í New York vegna ráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna um flökkustofna. Hann sagði að deila Kanadamanna og Spán- veija sýndi að þörf væri á alþjóðlegum sáttmála til að vernda slíka stofna. „Við erum nú í þeirri ótrúlegu aðstöðu að ríki heldur því nánast fram að vegna þess að engin skýr alþjóðalög banni útrýmingu stofna í hagn- aðarskyni gerir það kröfu til þess að fá að eyði- leggja stofna í hagnaðarskyni," sagði Tobin. Hann bætti við að ef ekki næðist samkomulag um að vernda flökkustofnana myndu Kanada- menn halda áfram að hindra veiðar spænsku togaranna. Veiðunum hætt Um 18 spænskir togarar vora að veiðum á Miklabanka á sunnudag en hættu þeim eftir að togvírarnir voru klipptir. Spænska varðskipið Viga stefndi öllum togurunum saman um 20 mílum utan við landhelgina og skipstjórarnir hótuðu að hefja veiðarnar að nýju. Jose Luis Pardo, sendiherra Spánar í Kanada, sagði að Spánveijar myndu ekki láta slík „manna- læti“ af hálfu Kanadamanna viðgangast. „Ég tel að þetta verði til þess að deilan harðni og tor- veldi þar af leiðandi árangur á ráðstefnunni.“ Braut togarinn Estai veiðireglur? Kanadíska þingið hefur bannað grálúðuveiðar á Miklabanka við Nýfundnaland þar til í byijun maí til að vernda stofninn. Kanadamenn tóku spænska togarann Estai á grálúðumiðunum umdeildu 9. mars og segja að 82% aflans hafi reynst ókynþroska fiskur. Togarinn kom til heimahafnar á Spáni á fimmtudag og skipveijun- um var fagnað sem þjóðhetjum. Talsmaður framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins sagði í gær að samkvæmt athugun eftirlitsmanna sambandsins benti ekkert til þess að Estai hefði brotið alþjóðlegar veiðireglur. 82% aflans hefði verið stærri en 40 sm. Ekki væri rétt að togarinn hefði verið með falda lest, eins og Kanadamenn hafa haldið fram. Þá væra eng- ar sannanir fyrir því að netið, sem Kanadamenn drógu úr sjónum eftir töku togarans, væri úr Estai. LÖGREGLUMENN kanna lofthreinsibúnað við eitt af húsum Aum Shinri Kyo-sértrúarhópsins. Reuter boöið á fund ídag í dagkl. 17.30 mun Magnús L. Sveinsson fjalla um hvernig efnahagsbatanum verði bestskipt. Fundurinn verður í kosningamiðstöðinni við Lækjartorg, Hafnarstræti 20,2. hæð. ISLAND BETRA KOSNINGAFUNDIR í REYKJA VÍK Tvö leyni- herbergi neðan- jarðar JAPANSKA lögreglan hélt áfram að kanna híbýli sér- trúarhópsins Aum Shinri Kyo í gær og hafa fundist tvö leyni- leg herbergi neðanjarðar sem talið er að hafi verið notuð sem fangelsi fyrir liðsmenn sem brutu reglur. Hópurinn er grunaður um að hafa stað- ið fyrir eiturgasárás á lestarf- arþega sem kostaði 10 manns lífið í Tókýó. Bækistöðvar trú- arhópsins, alls um 20 hús, eru við smáþorpið Kamiku Isshiki. Lögreglan sagðist í gær ekki hafa fundið neitt sem stað- festi orðróminn um pyntingar í herbergjunum. Eina hús- gagnið í síðara herberginu var stóll úr tré og á gólfinu var vatnspollur. Fyrrverandi fé- lagi úr hópnum segist hafa séð lækna meðhöndla fólk sem vildi yfirgefa söfnuðinn með sprautum og lyfjatöflum. Ann- ar sagðist hafa séð látið fólk greftrað á landi sem söfnuður- inn á. Þrýst á Claes að segja af sér embætti Hefur ekki kom- ið fram opin- berlega í viku WILLY Claes, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, aflýsti í gær fyrirhuguðum fundi með Josef Zieleniec, utanríkisráðherra Tékk- lands. Var sú skýring gefin að hann lægi heima með inflúensu og einnig ólíklegt að hann myndi mæta til vinnu í dag. Claes hefur ekki komið fram opinberlega frá því á miðvikudag í síðustu viku en þá sagði Frank Vanderbroucke, utanríkisráðherra Belgíu, af sér embætti. Vanderbro- ucke, sem líkt og Claes er félagi í Flæmska sósíalistaflokknum, hefur viðurkennt að hafa vitað af leynileg- um greiðslum ítalska þyrluframleið- andans Agusta til flokksins árið 1989 til að tryggja að belgíski her- inn semdi við fyrirtækið. Á þeim tíma var Claes varnarmálaráðherra Belgíu en hann hefur til þessa neit- að því að hafa vitað um greiðslurn- ar. Fjölmargir stjórnmálamenn og fjölmiðlar í Evrópu hafa krafist af- sagnar hans. Þýska blaðið Bild hafði í gær eftir nokkrum þýskum stjórnmála- mönnum að honum bæri að segja af sér. „Það er ekki hægt að halda lengur í Claes sem framkvæmda- stjóra NATO,“ sagði Júrgen Kopp- elin, talsmaður Fijálsa demókrata- flokksins í varnarmálum. Gerd Ho- fer, þingmaður jafnaðarmanna sagði að þó að Claes kynni að vera saklaus væri málið farið að hafa mjög slæm áhrif á ímynd banda- lagsins. í fjölmiðlum hefur mikið verið velt vöngum yfir því, hver geti orðið eftirmaður Claes, en hann tók við embætti í október á síðasta ári. Meðal þeirra, sem nefndir hafa verið til sögunnar, era Uffe Ellemann- Jensen, fyrram utanríkisráðherra, Danmerkur, Ruud Lubbers, fyrram forsætisráðherra Hollands, Douglas Hurd, utanríkisráðherra Bretlands, Malcolm Rifkind, varnarmálaráð- herra Bretlands og Volker Ruhe, varnarmálaráðherra Þýskalands. Hinir þrír síðastnefndu hafa þó allir neitað þvi að hafa áhuga á stöðunni. Heimildininnan NATO herma að Claes muni halda í opinbera heim- sókn til Tyrklands síðar í vikunni, líkt og gert hefur verið ráð fyrir. Gucci myrtur Mílanó. Reuter. AURIZIO Gucci, fyrr- um stjómarformaður Gucci tískuhússins, var myrtur fyrir utan skrif- stofu sína í Mílanó í gær. Að sögn lögreglu gekk snyrtilega klædd- ur maður á fertugs- eða fimmtugsaldri upp að Gucci og skaut hann tvisvar í bakið. Er Gucci sneri sér við skaut maðurinn hann tvívegis í andlitið á stuttu færi. Hann keyrði að því búnu á brott ásamt vitorðs- Maurizio manni sínum. Gucci Italska lögreglan tel- ur ekki að um leigumorðinga sé að ræða eins og fyrst var talið, þar sem fyrstu tvö skotin urðu Gucci ekki að bana. Ekki sé hins vegar ljóst hver ástæða morðains sé, ekki sé vitað til þess að Gucci hafi borist morð- hótanir að undan- förnu. Gucci var barnabam stofnanda Gucci-tísku- veldisins, Guccios Guccis, og síðasti fjöl- skyldumeðlimurinn sem starfaði hjá fyrir- tækinu. Hann seldi hlut sinn í því til arab- ísks fjárfestingafyrir- tækis árið 1993 og stofnaði eigið fyrir- tæki, Vierse. Slæmt samkomulag hefur verið á milli erf- ingja Guccios Gucci en hann var þekktur fyrir að etja son- um sínum saman til að herða þá. Samskipti þarnabarna Guccis hafa einnig verið slæm og klögumálin gengið á víxl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.