Morgunblaðið - 28.03.1995, Síða 26
26~ ÞRIÐJUDAGUR 28. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Einsöngur
TONLIST
Tjarnarlcikhúsið
EINSÖNGSTÓNLEIKAR
Ingibjörg Marteinsdóttir sópran og
Lára S. Rafnsdóttir píanóleikari
laugardaginn 25. mars, 1995.
SÚ HUGMYND hefur verið sett
fram, að gera Tjarnarleikhúsið að
tónleikasal og af því hafa spunnist
nokkur blaðaskrif. Það er nóg til
af „tónleikasölum" af þeirri stærð
sem Tjarnarleikhúsið er og auk
þess er hljómburðurinn í salnum
mjög dauður og líklega betur hæf-
ur fyrir tal en tónlistarflutning.
Teppi á gólfi og alls konar skilvegg-
ir í lofti vegna ljósabúnaðar „þurrk-
ar“ burt nær allan endurhljóm og
fyrir það eitt er Tjarnarleikhúsið
óhæft fyrir tónlistarflutning.
Tónleikamir hófust á tveimur
lögum eftir Sveinbjörn Sveinbjöms-
son, Sóleyjarsöng og Söng vestan-
vindsins, ágætum lögum sem Ingi-
björg söng af þokka. Lagaflokkur-
inn Ljóð fyrir böm, eftir Atla Heimi
Sveinsson við 10 ljóð eftir Matthías
Jóhannessen voru skemmtilega
flutt enda er gamansemin ríkjandi
í þessum ágætu lögum Atla.
Tvö næstu lög, eitt eftir Guasta-
vino og annað eftir Obradors, sæt
en ekki viðamikil tónverk voru flutt
af viðkvæmni en í ljóðakansónurn-
ar, eftir Turina, vantaði ýmis þau
einkenni er greinir spænska tónlist
frá annarri evrópskri tónlist.
Þijú lög eftir Magnús Blöndal
Jóhannsson vom fallega sungin,
einkum það fræga lag Sveitin milli
sanda og Na-no-mani. Milli þeirra
var lag við texta eftir Kristján Jóns-
son íjallaskáld, Engan trúan á ég
vin, sérkennilegt lag og um margt
ólíkt því sem Magnús er þekktastur
fyrir.
Tónleikunum lauk með þremur
óperuaríum og þau viðfangsefni
áttu mun betur við stóra og
hljómfagra rödd Ingibjargar, sér-
staklega Morro, ma prima in graz-
ia, úr Grímudansleiknum eftir
Verdi og Rómansan úr Cavalleria
Rusticana eftir Mascagni. Sem auka-
lag söng Ingibjörg Vissi
d’arte úr Tosca eftir Puccini af glæsi-
brag og það er ljóst að stór rödd
hennar á heima á óperusviðinu. Það
sem þó er rétt að tilgreina, er að
hún þarf að bæta textaframburð
sinn. Lára Rafnsdóttir lék með af
öryggi og átti auk þess smá einleik
í lagaflokkinum eftir Turina, sem
hún skilaði mjög vel.
Jón Ásgeirsson
Vináttutónleikar
litháenskra listamanna
Tökur
hafnar á
Drauma-
dísum
TÖKUR eru nú hafnar á nýrri
íslenskri kvikmynd, Drauma-
dísir eftir Ásdísi Thoroddsen.
í kynningu segir:
„Draumadísir er gamansöm
Reykjavíkursaga um tvær
tvítugar vinkonur sem takast
á við drauma sína í viðsjár-
verðu umhverfi íslensks
hversdagslífs og nútímalegra
viðskiptahátta.
Handritið er skrifað af
Ásdísi Thoroddsen, sem einn-
ig er leikstjóri, en hún vakti
athygli fyrir frumraun sína
Inguló í grænum sjó fyrir
nokkrum árum. Framleiðandi
er Martin Schliiter fyrir hönd
Gjólu hf. en mvndin er gerð
í samvinnu við lslensku kvik-
myndasamsteypuna hf. og
þýskan meðframleiðanda,
Majade. Draumadísir fengu
annan framleiðslustyrk Kvik-
myndasjóðs íslands til gerðar
leikinna bíómynda við úthlut-
un 1995 en er jafnframt
styrkt af Kvikmyndasjóði
Berlínar.
Vinkonumar tvær eru
leiknar af Silju Hauksdóttur
og Ragnheiði Eyjólfsdóttur
en í öðrum aðalhlutverkum
eru Baltasar Kormákur, Mar-
grét Ákadóttir, Bergþóra
Aradóttir, Ragnhildur Rú-
riksdóttir og Magnús Ólafs-
son. Kvikmyndataka er í
höndum Halldórs Gunnars-
sonar, Sigurður Hr. Sigurðs-
son sér um hljóð, Böðvar
Jónsson leikmynd, Guðjón
Sigmundsson leikmuni, bún-
inga gerir Maria Wallace,
förðun Dóra Takefusa og
klippingu annast Valdís Ósk-
arsdóttir.
Tökur á Draumadísum standa
yfir til aprílloka og fara eink-
um fram í Sundahvefí í
Reykjavík, í Viðey, skemmti-
staðnum Tunglinu, Bíóbam-
um og Perlunni og er frum-
sýning áætluð í október."
TONLIST
Sigurjónssafni
ÞJÓÐLÖG OG NÚTÍMA-
TÓNLIST
Gintaré Skeryté, Grazina Rucyté
og Vytautas Landsbergis. Laugar-
dagur 25. mars.
HÉR var jú fyrst og fremst um
vináttuheimsókn að ræða og víst eru
allir góðir gestir velkomnir, íslensk
gestrisni enda víða rómuð, eða var
a.m.k. Gestimir að þessu sinni sér-
lega geðþekkir og ekki svo ólíkir
okkur, hefðu þess vegna getað verið
Húnvetningar. Þama er ég líklega
kominn út á hála braut, sem oftar,
því sjálfsagt eru ekki allir samþykkir
þessu um Húnvetninga.
Fyirum forseti, Litháens Vytautas
Landsbergis, hóf tónleikana með
Impromtu eftir litháenskt tónskáld
M.K. Ciurlionis, f. 1975, rómantiker
í stíl þessa tímabils. Landsbergis
hefur sjálfsagt orðið að nota tíma
sinn á undanfömum ámm til annars
en æfa sig á píanó marga klukkutíma
á dag og minnist maður þeirra um-
brotatíma sem Landsbergis leiddi
þjóð sína gegnum. Manni dettur þá
einnig í hug Paderewski, sem lagði
tónlistina miklu til hliðar á meðan
hann var forseti Póllands. Ekki ætla
ég að líkja píanóleik þeirra Lands-
berps og Paderewskis saman, sá
KVIKMYNDIR
Iláskólabíó
BROWNINGÞÝÐINGIN
„The Browning Version"
★ ★>/2
Leikstjóri: Mike Figgis. Handrit:
Roland Harwood eftir leikriti Ter-
ence Rattigans. Aðalhlutverk: AI-
bert Finney, Greta Scacchi, Matt-
hew Modine, Micbael Gambon, Jul-
ian Sands. Paramount. 1994.
BÍÓMYNDIR um skólamenn eru
lífseigar og hafa orðið nokkuð áber-
andi upp á síðkastið í kjölfar „Dead
Pœts Society" Peter Weirs. Með það
í huga virðist tilvalið að gera enn
eina útgáfuna af frægasta leikriti
breska leikritaskáldsins Terence
Rattigans, Browningþýðingunni.
Það segir angurværa sögu af niður-
síðamefndi einn af píanójöfmm sög-
unnar, dáður sem slíkur vítt um heim
og átti sitt stóra „come back“ eftir
að hann hætti sem forseti. Það er
annars athygli vert hversu margir
brotnum grískukennara í einkaskóla
og hvemig gjöf frá einum nemanda
hans færir honum endumýjaðan
kraft. Leikritið var skrifað árið 1939
en Browningþýðingin í Háskólabíói
með Albert Finney í hlutverki kenn-
arans færir sögusviðið til nútímans
og breytir áherslum, sem varla betr-
umbæta stykkið. Brúnaþungur
Finney heldur þó myndinni merki-
lega vel saman með ábúðamiklum
og hófstilltum leik.
Browningþýðingin undir leik-
stjóm Mike Figgis verður aldrei
stjómmálamenn hafa jafnframt
stundað tónlist í einhveijum mæli og
um leið vafalaust gert þá hæfari
stjómmálamenn. Hversu mundi ekki
afrakstur alþingismanna verða á allt
átakamikil því grískukennarinn hef-
ur orðið svo óvirkur þátttakandi í
daglega lífinu að það er eins og það
komi honum ekki við lengur og það
mótar öll samskipti hans við persón-
umar. Nemendunum stendur stugg-
ur af honum og uppnefna hann
Hitler því þrátt fyrir allt er hann
enn harðstjóri í skólastofunni. En
eiginkonan heldur framhjá honum
og skólastjómin notfærir sér veik-
lyndi hans á ýmsa vegu. Þegar ung-
ur nemi gefur honum þýðingu Ro-
bert Brownings á Agamemnon með
Raunamæddi
grískukennarinn
Lofthræddi
öminn
alla daga
vikunnar
LEIKSÝNINGIN Lofthræddi
örninn hann Örvar stendur nú
til boða fyrir hópa á Smíðaverk-
stæði Þjóðleikhússins alla daga
vikunnar. Geta hópar og samtök
pantað sýninguna að eigin ósk,
en ekki verður þó hægt að sýna
fyrir færri en 40 áhorfendur í
einu.
Lofthræddi örninn er einnig
farandsýning, sem má panta i
félagsmiðstöðvar, skóla og leik-
skóla, þar sem rými er nægilegt
til sýningar.
I kynningu segir: „Lofthræddi
örninn er falleg saga um stóran
örn og lítinn músarrindil, sem i
sameiningu vinna stóra sigra.
Sagan er sögð með látbragði,
söng, dansi og leik og hefur feng-
ið góðar viðtökur áhorfenda á
öllum aldri.“
Það er Björn Ingi Hilmarsson
sem leikur öll hlutverkin í sýn-
ingunni sem er hugsuð fyrir ald-
urshópinn 4-84 ára.
öðrum nótum ef þeir væru t.d. skyld-
aðir til að spila í kammermúsik, þar
sem taka verður heilbrigt tillit til
hver annars, ef eitthvert vit á að
vera í spilinu. Þess vegna mætti
Davíð spila fyrstu fiðlu, Jón aðra,
Ólafur Ragnar víolu og Jóhanna
selló, áreiðanlega mætti finna blást-
urshíjóðfæri fyrir Halldór og slag-
verk fyrir grasrótarhreyfínguna.
Fikra mætti sig síðan upp í heila
sinfóníuhljómsveit, sem byijaði.hvem
fund með a.m.k. þriggja tíma hljóm-
sveitaræfingu. Fjárhagslegur spam-
aður í þjóðarbúinu gæti orðið meiri
en í fljótu bragði verður komið auga
á, til greina kæmi t.d. að leggja nið-
ur sinfóníuhljómsveitina, í þeirri
mynd sem hún er nú, þama er a.m.k.
spamaðarhugmynd, en mér er ljóst
að stjómanda þessarar þingmanna-
hljómsveitar verður að fá erlendis
frá. Kona Landsbergis, Grazina Ruc-
yté-Landsberiené, lék á píanóið undir
söng ungrar söngkonu Gintaré
Skerté. Til of mikils væri mælst af
þingmönnum að þeir, eða þær, veldu
sér maka úr röðum píanóleikara, en
ekki væri þó verra að hafa það í
huga þegar valið fer fram.
Sérlega var ánægjulegt og um leið
forvitnilegt að heyra þær stöllur
flytja litháensku þjóðlögin, alþýðu-
lögin og nútímaverk eftir Feliksas
Bajoras (1934). Legend suit, eftir
Bajoras, er vel skrifað verk og var
skemmtilega flutt af Grazinu og
Gintaré. Schubert-lögin náðu ekki
að verða fleyg í þetta skiptið. Þjóð-
lögin voru kannske það sem gáfu
mest tengsl við litháenska þjóð, eitt-
hvað sem minnti á hvorutveggja
fínnskt þunglyndi og rússneska ein-
semd, en þó nýtt og ókunnugt - strax
kominn í mann ferðahugur. Þökk
fyrir komuna.
Ragnar Björnsson
fallegri áritun til hans sem hins
milda lærdómsmanns hjálpar það
honum að takast aftur á við lifíð.
Þetta er litil og Ijúfsár frásögn
og Figgis og handritshöfundurinn
Roland Harwood opna leikritið eins
og það er kallað út í hið fallega
skólaumhverfi en persónumar reyn-
ast undarlega lokaðar og dramatík-
in hálfkæfð. Kennarinn kallar á
vorkunn allra í kringum sig en það
virðist ekki skipta máli hvar í lífínu
og hvers vegna hann slökkti á sér.
Finney gefur frábæra lýsingu á
vemleikaflótta grískumannsins og
fer fyrir góðum hópi leikara en
skemmtilegastur er Michael Gam-
bon sem fyrr í hlutverki skóla-
meistarans. Greta Scacchi er dauf-
leg sem eiginkona kennarans og
Matthew Modine einnig sem ást-
maður hennar.
Arnaldur Indriðason