Morgunblaðið - 28.03.1995, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ
18. - Db6!
Með tvöfaldri hótun: máti á b2
og að vinna mann með e6—e6.
Eina leiðin til að forðast mannstap
er nú 19. c3 — e5 20. De2, en
eftir 20. — Ra3+ 21. Kal — exd4
22. bxa3 — dxc3 er hvíta staðan
vonlaus.
19. b3 - e5 20. De2 - Hc8 21.
f6 - Bxh3 22. fxe7 - exd4 23.
Rxd4 — Hhe8 24. Dh5 — Be6 og
hvítur gaf fáum leikjum síðar.
Jóhann vann Hannes og þar með
voru þeir Kasparov efstir og jafnir.
Hraðskák til úrslita
Jóhann dró hvítt og fékk ágæta
stöðu út úr byijuninni, en náði
ekki að fylgja því eftir með góðri
áætlun í miðtafli. Síðan kom þessi
staða upp:
Svart: Gary Kasparov
■ b o d • ( o h
Hvítt: Jóhann Hjartarson
Teflendur áttu hér rúma mínútu
eftir og Kasparov hefur greinilega
stöðuyfirburði, þótt ekki sé hlaupið
að því að nýta sér þá til vinnings.
Hér hikaði Jóhann en lék svo af
sér manni með 45. Re6?? — Bxe6
og þar með voru úrslit skákarinnar
ráðin.
NM tæplega hálfnað
íslendingum gekk ekki vel í
fímmtu umferð Skákþings Norður-
landa á laugardagskvöldið. Undir-
ritaður hafnaði jafnteflisboði og
tók í staðinn baneitrað peð gegn
Curt Hansen, sem þar með tók
forystuna á mótinu. Þröstur Þór-
hallsson lék sig í mát í vænlegu
endatafli gegn Einari Gausel. Þeir
Jóhann og Helgi Ól. gerðu jafn-
tefli í langri baráttuskák, en eini
ljósi punkturinn var sá að Hannesi
Hlífari tókst að halda afar erfiðu
endatafli gegn Dananum Lars Bo
Hansen.
Úrslit 5. umferðar:
Margeir-CurtHansen 0-1
Pia Cramling—Hector Vi-Vi
Tisdall—Sune Berg Hansen Vi-Vi
Agdestein—Manninen . 1-0
HelgiÓl.-Jóhann Vi-Vi
LarsBoHansen-Hannes Vi-Vi
Mortensen—Djurhuus 0-1
Gausel—Þröstur 1-0
Degerman-Emst 'h-'li
Akesson-Sammalvuo 0-1
Staðan:
L CurtHansen 4 v.
2-4. Hector, Pia Cramling og
SuneBergHansen 3'A v.
5-9. Agdestein, Margeir, Djurhuus, Gausel
ogTisdall 3 v.
10-13. Jóhann, Lars Bo Hansen, Hannes
ogManninen 2 'h\.
14-16. HelgiÓI.,MortensenogSammalvuo 2v.
17-18. Ernst ogÞröstur l'Av.
19. Degerman 1 v.
20. Ákesson 'h v.
Margeir Pétursson
í HÁDEGINU
ALLA VIRKA
gimilegt' 11
þastdhlaðborð
aðeins kr. 690
Verið
velkomln
P E R L A N
FRÉTTIR
Nýr heilsubitastaður á
Skóiavörðustíg
OPNAÐUR hefur verið ný heilsu-
bitastaður, Grænn kostur, á Skóla-
vörðustíg 8.
Veitingastaðurinn sérhæfir sig í
réttum sem eru laus við ger, hvítt
hveiti og óæskileg aukaefni sem er
kjörið fyrir fólk með ofnæmi. Einn-
ig býður staðurinn upp á forunninn
kvöldmat (t.d. grænmetisbuff, bök-
ur og fars), skyndibita ýmiss kon-
ar, heimsendingu í hádeginu, græn-
metisnámskeið og fræðslu og
veisluþjónustu.
Grænn kostur er opinn frá kl.
11.30-18 og eigendur eru Hjördís
Gísladóttir og Sólveig Eiríksdóttir.
EIGENDUR heilsubitastaðar-
ins Græns kosts, Hjördís Gísla-
dóttir og Sólveig Eiriksdóttir.
Norræna skólasetrið
Tölvunám-
skeið
VINNUNÁMSKEIÐ fyrir byrjendur
á Macintoshtölvur verður haldið 1.
og 2. apríl í Norræna skólasetrinu
á Hvalíjarðarströnd.
Innifalið í námskeiðinu er fæði
og gisting auk aðstoðar þriggja
kennara. Á námskeiðinu munu
nemendur vinna með fjölnotaforrit-
ið Claris Works, sem fylgir öllum
Macintoshtölvum frá Apple-umboð-
inu en umboðið er styrktaraðili að
námskeiðinu.
Nánari upplýsingar er hægt að
fá hjá Elmari Þórðarsyni, Akranesi.
ÞRIÐJUDAGUR 28. MARZ 1995 51
Heimahlynning
með opið hús
HEIMAHLYNNING verður í kvöld
með samverustund fyrir aðstand-
endur í húsi Krabbameinsfélags ís-
lands, Skógarhlíð 8. Fundurinn
stendur kl. 20-22 og verður gestur
hans Álfheiður Steinþórsdóttir sál-
fræðingur. Boðið verður upp á kaffi
og meðlæti.
--------------
■ AÐALFUNDUR Skógræktar-
félags skáta við Úlfljótsvatn verður
haldinn miðvikudaginn 29. mars kl.
20.30 í Skátahúsinu við Snorra-
braut. Auk venjulegra aðalfundar -
starfa mun Yngvi Loftsson kynna
skipulag á Úlfljótsvatni.
ALLT
! U I
MAGNARI
2x60W • 240W P.M.P.O
Matrix Surround • Extra bassi ofl.
ÚTVARP
30 stöðva minni FM/MW • Klukka
„Smart Program" minni
KASSETTUTÆKI
Auto Reverse, Dolby B
High Speed Dubbing ofl.
GEISLASPILARI
1 bita og 8x oversampling
20 laga minni ofl.
FULLKOMIN FJARSTÝRING
sem stýrir öllum aðgerðum
EUROCARD
raðgrciðslur
RADGREHJSLUfí
Heimilistæki hf
SÆTÚN8 SÍMI 569 1500
Umboðsmenn um land allt
Sherwood
BASSI
BETRIHLJÖMUR
LÆGRA VIRD