Morgunblaðið - 01.04.1995, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 01.04.1995, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ PÁSKATILBOÐ Á HREINLÆTISTÆKJUM O.FL. 20% afsláttur VATNSVIRKINN HF. Ármúla 21, símar 68 64 55 - 68 59 66 ÚR VERIIMU Iceland Seafood Limited í Bretlandi Sala hefur aukizt um 27% fyrstu þrjá mánuði ársins SALA Iceland Seafood Ltd., dótt- urfyritækis íslenzkra sjávarafurða í Bretlandi, jókst um 27% fyrstu þijá mánuði þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Alls seldi fyrir- tækið sjávarafurðir fyrir um 15,6 milljónir punda eða tæplega 1,6 milljarða króna, á mörkuðunum í Bretlandi og í gegn um söluskrif- stofur í Þýzkalandi og Frakklandi. Söluaukninguna má meðal annars rekja til vaxandi framleiðslu sér- pakkninga fyrir smásölumarkað- inn í Evrópu. Verð á rækju hefur hækkað mikið frá því í fyrra og verð á botnfiski fer einnig hækk- andi. Höskuldur Ásgeirsson, fram- rLGI i K.Qmknllnn ■ ■■m ■■■■■■■ ---m b ■ ■ ■- ■ ■ Miniiy nMii Suðurveri, Stigahlíö 45, sími 34852 > Prí Bjffra k Arjlúicíirkorc k Frí JCí'dkkuri * II Ljósmyndastofa Gunnars Ingimarssonar kvæmdastjóri Iceland Seafood Ltd. í Hull í Bretlandi, segir að mikil aukning hafi verið á framleiðslu frystihúsa «man vébanda IS í sér- pakkningar á síðusta ári. „Þær fara inn á smásölumarkaðinn enda fullpökkuð vara í frystihúsnum heima. 26% aukning varð á sölu þessara afurða milli áranna 1993 og 1994. Til marks um hve ör vöxturinn í framleiðslu sérpakkn- inganna er, má benda á að sala þeirra nam 28% af veltu fyrirtækis- ins í Evrópu 1994, en árið 1992 var þetta ekki nema 13% veltunn- ar,“ segir Höskuldur. 51% aukning í rækjusölu „Þá var mikil aukning í rækju- sölu í fyrra, 51% talið í verðmætum milli ára. Síðan stendur einnig upp úr að samstarf hófst í fyrra við Seaflower Whitefish Corp. í Namibíu um sölu á lýsingi, en ís- lenzkar sjávarafurðir og dótturfyr- irtæki þeiiTa eiga hlut í því fyrir- tæki, sem rekur bæði útgerð og fiskvinnslu. Fyrstu þijá mánuði þessa árs er almenn söluaukning uþp á 27%. Þetta eru beztu sölumánuðir fyrir- tækisins frá upphafi í Evrópu og varð aukning á öllum markaðs- svæðum, Bretlandi, Frakklandi og Þýzkalandi. Ástæðan er aukin sala í sérpakkningunum, aukin rækju- sala, lýsingurinn frá Namibíu og veruleg aukning í síldarsölu. Selt fyrir 1,6 milljarða í ár Fyrstu Þijá mánuðina var selt fyrir 15,6 milljónir punda í Evrópu á móti 12,3 milljónum á sama tíma í fyrra. Hluti þessarar aukningar er vegna þess að lögð hefur verið vaxandi áherzla á sölu- og mark- aðsstarf. Starfsfólki hefur fjölgað og það hjálpar mikið, en við stefn- um að því að auka enn sérvinnslu heima inn á smásölumarkaðinn. Verð á botnfiski fer hækkandi Verðþróun síðustu mánuði hefur sú að alaskaufsi hefur verið að hækka í verði vegna minnkandi framboðs. Þessi ufsi hefur sett verðgrunninn fyrir aðar botnfisk- tegundir. Því spá flestir því að verð á botnfiski verði almennt hærra í ár en í fyrra. Við höfum orðið varir við ágætis verðhækkan- ir á ufsa síðustu mánuði og verð á þorski er að styrkjast. Sömu sögu er að segja af lýsingi. Það virðist á hinn bóginn vera mikið framboð á ýsu, einkum frá Noregi, þannig að ýsuverð er und- ir þrýstingi. Þá hefur verð á rækju hækkað mikið, en er nú komið í hámark og ekki gert ráð fyri'r frek- ari hækkunum. Spurning hvort framboð og eftirspurn er ekki að komast í jafnvægi, en verðið á rækjunni hefur verið að hækka frá því í maí í fyrra,“ segir Höskuldur Ásgeirsson. Vinnslustöðin kominí 51.500 tonn af loðnu Líður að lokum loðnuvertíðarinnar LOÐNUVERTÍÐIN er nú langt komin eða að ljúka. Bræla geysar á miðunum og hvort einhveijir halda áfram veiði, þegar veðrið gengur niður er ekki Ijóst. Afli ís- lenzkra skipa er nú orðinn um 690.000 tonn, en erlend skip lönd- uðu alls 33.500 tonnum hér. Alls hafa íslenzkar verksmiðjur því tek- ið á móti um 723.000 tonnum til vinnslu. Upphaflegum kvóta náð Upphaflegur kvóti okkar var 636.000 tonn, en með kvótakaup- um frá Grænlandi og eftirstöðvum Grænlendinga og Norðmanna var heimill heildarafli nú 838.000 tonn. Enn eru því óveidd nær 150.000 tonn. Síðustu daga hefur það verið nær eingöngu hængur, sem hefur veiðzt. Hann er fremur horaður og því fæst nánast ekkert lýsi úr hon- um, en mjölið er talið gott. Mestu landað í Eyjum Vinnslustöðin í Vestmannaeyj- um hefur tekfð á móti mestu af loðnu til bræðslu, 51.500 tonnum. Eftirfarandi verksmiðjur hafa tekið á móti 10.000 tonnum eða meiru: Hraðfrystihús Eskiijarðar 48.500, SR Mjöl, Seyðisfirði, 42.900, Síld- arvinnslan í Neskaupstað, 41.000 tonn, ísfélag Vestmannaeyja 36.900, Fiskimjöl og Lýsi, Grinda- vík, 35.300 tonn, SR Mjöl í Siglu- firði, 28.200 tonn, H. B. Akranesi 25.100 tonn, Ósland, Höfn, 20.300, SR Mjöl, Reyðarfirði 19.200, Hrað- frystistöð Þórshafnar 17.600 tonn, Krossanes, Akureyri 16.800 tonn, Gná, Bolungarvík, 12.200 tonn, Vestdalsmjöl, Seyðisfirði 11.400 og Njörður, Sandgerði, 10.000. Sýning í Höfðaborg NÆSTA vetur eða frá 30. nóvem- ber til 2. desember verður haldin í Höfðaborg í Suður-Afríku sjávarút- vegssýningin „FISH AFRICA ’95“. Er búist við mikilli þátttöku og Danir, Norðmenn og Svíar hafa þegar ákveðið að vera þar með þjóð- arbás. Ofveiði og hrun margra fisk- stofna er einkenriandi fyrir ástandið í sjávarútvegsmálum víða um heim og í það sama stefndi einnig í Suð- ur-Afríku og Namibíu. I þessum löndum báðum hefur þó tekist að snúa þróuninni við og fiskstofnar þar í góðum vexti. Sjávarútvegur- inn er því í sókn á þessum slóðum og fisksölur, til dæmis inn á Evr- ópumarkað, aukast stöðugt. Það fer því ekkert á milli mála, að í þessum heimshluta verður á næstu árum mikill og vaxandi markaður fyrir vélar og veiðarfæri og annað það, sem tengist sjávarútvegi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.