Morgunblaðið - 01.04.1995, Side 31

Morgunblaðið - 01.04.1995, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995 31 LISTIR mm Annars konar hlutverk Keith Reed sem Germont í La traviata „Germont er erfiður í túlkun,“ segir Keith Reed sem tekur við hlutverki Bergþórs Pálssonar, Germont, nú um helgina. „Germont er þriðja Verdi-óperan sem ég syng j' vetur. Sú fyrsta var Á valdi örlaganna, þá söng ég Rigoletto og nú ætla ég að syngja Germonta. La Traviata er sérlega falleg ópera og gefur mikla mögu- leika á túlkun." Keith segir Germont vera mjög ólíkan fyrri hlutverkum sínum í óper- um Verdis. „Hann er ekki eins drama- tískur og hin tvö. Germont er mjög kraftmikill en hann er lokaður og inni í sér og heimur hans er afar ein- faldur. Hlutverkið er mjög erfítt þess vegna, það má segja að hann beri ekki tilfinn- ingar sína á borð fyrir aðra, því er snúið að sýna hvaða mann hann hefur að geyma. Vegna þess hve lokaður hann er þurfa öll blæbrigðin í hans persónuleika að koma fram í röddinni. En hlutverkið er bæði skemmtilegt og gott fyr- ir baritón." Keith er fastráðinn við óperuna í Detmold í Þýskalandi og er að hefja sitt þriðja söngár þar í haust. í vetur hefur hann sungið í Bláskegg eftir Bela Bartok og í Hollendingnum fljúg- andi eftir Wagner. í mars var Rigo- letto frumflutt og Keith hlaut mjög góða dóma fyrir Rigoletto. Næsta vetur setur Detmoldóperan upp Otello eftir Verdi og fer Keith þar með hlut- verk Jagos og í Salome eftir Strauss flytur hann hlutverk Jóhannesar skír- ara. „Það er mjög gott að syngja í Detmold, en helsti ókosturinn við að syngja þar er að óperumar eru alltaf fluttar á þýsku.“ - Þú gætir ekki hugsað þér að flytja aftur til íslands og syngja hér að staðaldri? „Nei, það er erfítt að lifa af óperu- söng hérlendis og ekki úr mjög miklu að sþila. En það er alltaf gaman að syngja hér heima. Á íslandi kom ég síðast fram í uppsetningu Þjóðleik- hússins í Á valdi örlaganna og það var óskaplega gaman. En eins og stendur er mín framtíð í Þýskalandi." Keith lauk mastersprófi við Indi- anaháskóla í Bandan'kjunum árið 1989, fluttist þá til íslands og bjó hér um þriggja ára skeið, kom fram í fjölmörgum óperum ásamt því að kenna við Söngskólann í Reykjavík. Þ.J. h c * 8 '^ Nú getur öll fjölskyldan notið helgarinnar saman í Kringlunni Páskar í nánd Ferminsarsjafir Opið lausard. kL 10-16, sunnud. kl. 13-17 Heilsa og heilbrigði í Perlunni 30. mars - 2. apríl Bxostii með vorinu og betmmbœttu beilsuna... Komdu á stórkostlega heilsusýningu í Perlunni þar sem á dagskrá verður: Forvarnir gegn sjúkdómum. Ókeypis rannsóknir á sýningargestum. Kynning á vitamínum og bœtiefnum. Kynning á hollu matarceði. Heilsa og hreyfing. Frceðsla frá sérfróðum í sýningarbásum. Fyrirlestrar í fundarsal. Opnunartímar verða: Fimmtudag ....30. marskl. 17.30-21.00 Föstudag.....31. mars kl. 16.00-20.00 Laugardag..... 1. apríl kl. 13.00-18.00 Sunnudag .... 2. aprfl kl. 13.00-18.00 P E R L A N - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.